Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
23
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Úr viskubrunni kynslóðanna:
— Hvar sem maður hefur fríð
þar er h&Ift hans himnaríki. —
— íhugunarvert sannmæli —
Þessum gullkomum fylgir upp-
skrift af kjötsúpu sem vel er þekkt
á meginlandi Evrópu. Nú á köldum
haustdögum er fátt betra en kjam-
góð heit súpa. Margir landar þekkja
þessa súpu frá skíðaferðum sínum
til Alpalanda.
Þetta er að sjálfsögðu
Gúllassúpa
800 g iamba- eða nautalqttt
100 g beikon
2 matak. sny íirlíki
2 laukar, stórir
2 gulrætur
l*/2 1 vatn
'/4 tsk. oregano
*/4 tsk. paprikuduft
’/8 tsk. rósmarin
2—3 tsk. salt
(1—2 paprikur)
(1 dós niðursoðnir tómatar)
kartðflunqöl
í þessa ágætu súpu má nota ódýrt
kjöt, eins og lambahálsa. Þá er kjöt
skorið frá beinunum. Verð á þeim
er um 150 kr. pr/kg. Lambasíður
sem mesta fitan hefur verið skorin
frá má þó fá enn ódýrari í ýmsum
kjötverslunum. Kjötið í þessa súpu
á ekki að vera fitulaust.
1. Beikonið er sneitt niður í litla
bita. Kjötið er skorið í litla gúllas-
bita eða litla strimla. Laukamir em
saxaðir smátt.
2. Smjörlíkið er hitað á pönnu og
em beikonbitamir léttsteiktir í feit-
inni. Kjötbitamir settir á pönnuna
með beikoninu og brúnaðir vel á öll-
um hliðum við góðan hita. Síðan er
laukurinn settur með og látinn
brúnst. IV2 1 af vatni er látinn á
pönnuna. Suðan er látin koma upp
og er vökvinn látinn sjóða á meðan
krafturinn er að losna af pönnunni.
3. Siðan er allt sett í pott og er
salti bætt út í ásamt söxuðum gul-
rótum og kiyddi; oregano, papriku
og rósmarín. Rósmarín á vel við
lambakjöt en því er sleppt ef í súp-
una er notað nautakjöt. Oregano og
papriku er þá bætt við uppskriftina.
4. Lok er sett yfir pottinn og súp-
an látin sjóða við fremur vægan hita
í 1 klukkustund og 15 mínútur. Þá
nægir að jafha þessa ágætu súpu
með örlitlu kartöflunrvjöli. Súpan á
að vera eins og þunn sætsúpa að
þykkt.
En sælkerar vilja oft bæta um
betur. Þeir bæta þá við einni dós
af niðursoðnum tómötum og sjóða
með súpunni og einni til tveim
paprikum. Þær em þá hreinsaðar
og skomar í þunnar sneiðar og soðn-
ar með súpunni síðustu 15 mínútum-
ar. Síðan er súpan jöfnuð.
Nýbakað brauð á vel við þessa
ágætu „Laugardagssúpu“.
Að baka köku sem endist mis-
tókst þegar þessi tekaka var bökuð.
Hún var fljót að hverfa. Þetta er
gömul og góð
Appelsínu-
tekaka
*/2 bolli BnqttrUki
3/4 bolli sykur
2 egg
rifinn bttrkur af 1 appelsinu
1 tsk. vanilludropar
2 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
5 matsk. appelsinusafi
1/3 bolli sykur 4- */2 tsk. kanill
3 matsk. brsett sngttrliki
Kakan er útbúin á venjulegan
hátt. Smjörlíki er hrært vel með
sykri og rifnum appelsínuberki.
Eggjum er bætt út í einu í einu.
Hveiti blandað lyftidufti er sfðan
hrært með ásamt appelsínusafanum.
Deigið er sett f ferkantað bökunar-
mót eða stórt kringlótt kökumót,
kanilsykri er stráð yfír og þar yfir
bráðnu smjörlíki. Tekakan er bökuð
við 200 gráðu hita í 30 mínútur.
Njótið vel.
firc$tonc VH
Fullkomiö öryggi - alls staðar
FIRESTONE Town & Country Traction (TCT) radial
snjóhjólbarðar eru af nýjustu kynslóð radial fólksbíla-
hjólbarða og hannaðir með fullkomnustu tölvutækní
að ströngustu kröfum um öryggi, þægindi og endingu.
Sérstök „snjógrip" gúmmíblanda gefur aukið viðnám í
snjó og hálku, og hið nýja TCT snjómynstur tryggir
ótrúlega góða endíngu. Um gæði FIRESTONE TCT
snjóhjólbarðanna nægír annars að segja að þeím íýlgir
ótakmörkuð ábyrgð framleíðanda - án tíllíts tíl aldurs!
4ra mánada greidslukjör
Sért þú handhafi Vísa eða Eurocard greiðslukorts
stendur þér tíl boða að greiða hjólbarðana á 4 MÁNUÐ-
UM — án nokkurrar útborgunar *
Er öryggí þítt og fjölskyldu þínnar ekkí góðra hjólbarða
virði?
* Vextir og bankakostnaður reiknast aukalega.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sfmi 42600
JÖFUR
HF.
4-