Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 17 Nefnd kann- ar laun karla og kvenna Forsætisráðherra hefur skip- að framkvæmdanefnd um sér- staka samanburðarkönnum á launum karla og kvenna í fram- haldi af athugunum á tekjum karla og kvenna, sem unnar hafa verið i Þjóðhagsstofnun á grund- veili skattgagna. Nefndina skipa Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, sem jafnframt er formaður nefndarinn- ar, Esther Guðmundsdóttir, þjóð- félagsfræðingur, tilnefnd af félagsmálaráðherra að fenginni til- lögu Jafnréttisráðs og Sigurður Snævarr, hagfræðingur, tilnefndur af Þjóðhagsstofnun. í fréttatilkynningu segir að verk- efni þessarar framkvæmdanefndar sé að hafa yfírumsjón með úrtaksat- hugun sem gerð verði í því skyni að leiða í ljós, svo sem kostur er, hvort eða í hvaða mæli sé munur á launum eftir kynjum og ef svo sé, í hveiju hann felist fyrst og fremst og hveijar séu helstu skýringar hans. Framkvæmdanefndinni er falið að hefjast nú þegar handa við að undirbúa þessa athugun og skal nefndin leggja tímasetta verk- og kostnaðaráætlun fyrir ráðuneytið eigi síðar en 30. nóvember næst- komandi. BHM heldur ráðstefnu um einstaklingínn og samfélagið BANDALAG háskólamanna efn- ir til ráðstefnu næstkomandi laugardag, 17. október, i Odda, húsi félagsvisindadeildar Há- skóla íslands, og hefst ráðstefn- an kl. 10 árdegis. Yfirskrift ráðstefnunnar er Ein- staklingur og samfélag. Framsögu- menn eru 5 talsins og munu þeir ræða efnið frá ýmsum hliðum. Sig- urður Öm Steingrímsson, guð- fræðingur og dósent við guðfræði- deild HÍ, flytur erindi sem hann nefnir Siðgséði og umhverfísvemd. Stefán Ingólfsson, verkfræðingur og fyrrum starfsmaður Fasteigna- mats ríkisins, ræðir um söfnun og miðlun upplýsinga. Hjördís Hákon- ardóttir, borgardómari og fyrrver- andi sýslumaður, flytur erindið Samspil manna og laga. Magnús Skúlason, geðlæknir, flytur erindi sem hann nefnir Skaðsemi velmeg- unar. Síðasta framsöguerindið flytur Birgir Sigurðsson, rithöfund- ur, og nefnist það Sjálfsvitund, mannfrelsi og lifandi líf. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með þátt- töku framsögumanna. Ráðstefnu- gestum gefst kostur á fyrirspumum til framsögumanna á milli erinda og í pallborðsumræðum. Fundarstjóri verður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ráðstefnan er öllum opin. Forseta Ind- lands afhent trúnaðarbréf HINN 6. október afhenti Hannes Jónsson, sendiherra, Ramaswami Venkataraman, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Indlandi, með aðsetri í Reykjavík. Ríkisspítalar eru stór og fjölbreyttur vinnustaður og þar starfa um 3.000 manns; við rannsóknir, lækningar, hjúkrun, endurhæfingu og aðstoð við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ríkisspítala fér fram á nokkrum stöðum á höfúðborgarsvæðinu; á Landspítala, Kleppsspítala, Vífilsstöðum, og Kópavogs- hæli, auk hjúkrunarheimila víðsvegar í Reykjavík. Krist- neshælið við Akureyri og Gunnarsholt eru einnig rekin af Ríkisspítölum. Starfi hjá Ríkisspítölum fylgja ýmis hlunnindi, svo sem ókeypis vinnufatnaður (eða fatapeningar), ódýrt fæði í matsölum á vinnustað, mikið atvinnuöryggi, öflugur lífeyrissjóður og launahækk- andi námskeið. Okkur vantar fleira fólk til starfa, ýmist í fullt starf eða hlutastarf. Ef þú vilt reyna eitthvað nýtt, afla þér þekk- ingar og reynslu og fá innsýn í mannleg samskipti á stórum vinnustað þá ættirðu að hafa samband við okkur í síma 91- 29000. Hér að neðan eru nokkur dæmi um störf sem nú bjóð- ast hjá Ríkisspítölum. í starfslýsingu er talað um meðallaun, en þau eru mis- munandi eftir aldri eða starfsaldri. Viðbótarmennt- un sem nýtist í starfi og öll viðurkennd námskeið, hækka launin. K0ÚKRUNARFRÆÐINGUR Landspítalinn býður upp á hjúkrun bráðveikra sjúklinga eða langlegusjúkfinga, barna og fullorðinna, bæði almenn og sérhæfð hjúkrunarstörf. Fyrir þá sem hafa áhuga á fræðslu eða stjórnun opnast oft tækifæri. Allir sem hafa áhuga fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum til hinna ýmsu verkefha sem í gangi eru hverju sinni. Við bjóðum upp á einstak- lingsbundna aðlögun og mis- munandi vaktafyrirkomulag. Komið og kynnið ykkur allt sem er að gerast í hjúkrun á Landspítalanum í dag. Meðallaun: (án aukavinnu) Mánaðarlaun eru 70.193 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 5.135 kr. Hlutastörf eru einnig í boði. Nánari upplýsingar eru veítt- ar í sírna 29000 hjá hjúkrunar- ffamkvæmdastjórum. SJÚKRAI.IÐI Við bjóðum upp á skemmti- lega samvinnu í góðu and- rúmslofti. Hér er tækifæri til að annast sjúklinga með mjög mismunandi þarfir og ólík hjúkrunarvandamál. Hér bjóðast oft tækifæri til að bæta við sig þekkingu í formi námskeiða auk reglubund- innar fræðslu sem er innan ákveðinna eininga. Meðallaun: (án aukavinnu) Mánaðarlaun eru um 60.000 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja auka- vakt eru greiddar 3-982 kr. Hluta- störf eru einnig í boði. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í síma 29000 hjá hjúkrunar- framkvæmdastjórum Hand- lækninga- og Lyflækninga- deilda. STARFSMAÐUR Á SJÚKRA- DEILD. Störfin eru á Geðdeildum Landspítalans og á Kópa- vogshæli. Starfsmaður á sjúkradeild fæst við þjálfun, uppeldi og umönnum sjúklinga og vinn- ur í nánu samstarfi við hjúkr- unarfræðinga, sjúkra- og iðju- þjálfa, auk lækna og sálfræð- inga. Boðið verður upp á launa- hækkandi námskeið í þeim tilgangi að gera fólk hæfara og veita því meiri innsýni í starfið. Meðallaun: (án aukavinnu) Mánaðarlaun eru 45.665 kr. með vaktaálagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 3.235 kr. STARFSMAÐUR Á SJÚKRA- DEILD, í HLUTASTARFI Á NÆTURVAKT. Mánaðarlaun eru 39.118 kr. (mið- að við 70% starf, 28 klst. á viku) með álagi. Fyrir hverja aukavakt eru greiddar 3.235 kr. Nánari upplýsingar eru veitt- ar á Geðdeild í síma 38160 eða 29000 (hjúkrunarfram- kvæmdastjóri) og á Kópa- vogshæli í síma 41500 ...fyrr en þú hefur kynnt þér málíÓ RÍKISSPÍTALAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.