Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 41 Njarðvík: Húsleit í þrem íbúðum Njarðvík. Fí knief nalögreglan í Keflavík gerði húsleit í þrem íbúðum í Njarðvík um helgina og fannst eitthvað af fíkniefn- um og tækjum til neyslu þeirra. Fjórir voru handteknir og sagði lögreglan að játningar lægju fyrir. Allir aðilarnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkni- efnamála. - BB Félag Sjálfstæðis- manna í Vestur- og Mjðbæjarhverfi: Tengsl við íbúa hverfis- ins verði efld FÉLAG sjálfstæðismanna í Vest- ur- og Miðbæjarhverfi hélt aðalfund sinn i Valhöll miðviku- daginn 7. okt. sl. Stjóm félagsins skipa nú: Brynhildur K. Ander- sen form., Áslaug Cassata, Einar Óskarsson, Finnur Björgvinsson, Haraldur Johannessen, Kristján Guðmundsson og Sveinn Guð- mundsson. Varamenn eru þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Hjörtur Aðalsteinsson. Á fundinum kom m.a. fram, að efld skyldu tengsl milli félagsins og íbúa hverfisins. Ýmis hagsmuna- mál hverfisins væru verðugt verkefni til umflöllunar á komandi starfsári, svo og tengsl kjörinna fulltrúa í borginni við íbúana. Félag sjálfstæðismanna f Vestur- og Mið- bæ hefir nú starfað um 12 ára skeið og nýir félagsmenn bæst í hópinn jafnt og þétt. Aðsetur stjómar fé- lagsins er að Lækjargötu 6b og inntökubeiðnum í félagið er veitt móttaka í Valhöll við Háaleitisbraut 1. Háskóli íslands: Fyrirlest- ur umtákn- fræði í bók- menntum JÖRGEN Dines Johansen pró- fessor í bókmenntafræði við háskólann i óðinsvéum flytur fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóia íslands laugar- daginn 17. október kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um tákn- fræði í bókmenntum og nefnist „Semiotik og litteraturen“. í frétt frá Háskólanum segir að prófessor Jörgen Dines Johansen sé meðal þekktustu fræðimanna í heiminum á sviði táknfræði og sálgreiningar í bókmenntum. Hann hefur síðustu árin fengist við rann- sóknir á táknfræði Charles Sanders Peirce og þá sérstaklega hvemig nota má hana í bók- menntatúlkun. Eftir hann liggja ýmis rit og fræðigreinar, svo sem Psykoanlyse, tekstteori, litteratur (1977), og væntanlegt er rit um Eigandi Pipars og salts, Sigríður Þorvarðardóttir, i versluninni að Klapparstíg 44. Piparogsalt - ný verslun PIPAR og salt nefnist ný verslun að Klapp- arstig 44 f Reykjavik en hún tók til starfa mánudaginn 5. október sfðastliðinn. í fréttatilkynningu frá versluninni segir að Pipar og salt flytji inn mjög góðar matvömr frá Bretlandi frá tveimur fyrirtækjum, Elsen- ham og Cartwright & Butler og að bæði fyrirtækin selji sínar vömr í verslunum Harrods og Fortnam & Mason í Lundúnum. Þá segir í fréttatilkynningunni að Pipar og salt leggi áherslu á eldhúsáhöld, eldfastan leir og breskar matreiðslubækur ásamt svunt- um, ofnhönskum, tehettum að ógleymdu kryddi til matargerðar. Eigandi verslunarinnar Pipar og salt er Sigríður Þorvarðardóttir. A ÚTILÍFi Sendum verð- og myndalista eftir óskum Glæsihæ - Sími 82922 Peirce. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.