Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 41 Njarðvík: Húsleit í þrem íbúðum Njarðvík. Fí knief nalögreglan í Keflavík gerði húsleit í þrem íbúðum í Njarðvík um helgina og fannst eitthvað af fíkniefn- um og tækjum til neyslu þeirra. Fjórir voru handteknir og sagði lögreglan að játningar lægju fyrir. Allir aðilarnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkni- efnamála. - BB Félag Sjálfstæðis- manna í Vestur- og Mjðbæjarhverfi: Tengsl við íbúa hverfis- ins verði efld FÉLAG sjálfstæðismanna í Vest- ur- og Miðbæjarhverfi hélt aðalfund sinn i Valhöll miðviku- daginn 7. okt. sl. Stjóm félagsins skipa nú: Brynhildur K. Ander- sen form., Áslaug Cassata, Einar Óskarsson, Finnur Björgvinsson, Haraldur Johannessen, Kristján Guðmundsson og Sveinn Guð- mundsson. Varamenn eru þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Hjörtur Aðalsteinsson. Á fundinum kom m.a. fram, að efld skyldu tengsl milli félagsins og íbúa hverfisins. Ýmis hagsmuna- mál hverfisins væru verðugt verkefni til umflöllunar á komandi starfsári, svo og tengsl kjörinna fulltrúa í borginni við íbúana. Félag sjálfstæðismanna f Vestur- og Mið- bæ hefir nú starfað um 12 ára skeið og nýir félagsmenn bæst í hópinn jafnt og þétt. Aðsetur stjómar fé- lagsins er að Lækjargötu 6b og inntökubeiðnum í félagið er veitt móttaka í Valhöll við Háaleitisbraut 1. Háskóli íslands: Fyrirlest- ur umtákn- fræði í bók- menntum JÖRGEN Dines Johansen pró- fessor í bókmenntafræði við háskólann i óðinsvéum flytur fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóia íslands laugar- daginn 17. október kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um tákn- fræði í bókmenntum og nefnist „Semiotik og litteraturen“. í frétt frá Háskólanum segir að prófessor Jörgen Dines Johansen sé meðal þekktustu fræðimanna í heiminum á sviði táknfræði og sálgreiningar í bókmenntum. Hann hefur síðustu árin fengist við rann- sóknir á táknfræði Charles Sanders Peirce og þá sérstaklega hvemig nota má hana í bók- menntatúlkun. Eftir hann liggja ýmis rit og fræðigreinar, svo sem Psykoanlyse, tekstteori, litteratur (1977), og væntanlegt er rit um Eigandi Pipars og salts, Sigríður Þorvarðardóttir, i versluninni að Klapparstíg 44. Piparogsalt - ný verslun PIPAR og salt nefnist ný verslun að Klapp- arstig 44 f Reykjavik en hún tók til starfa mánudaginn 5. október sfðastliðinn. í fréttatilkynningu frá versluninni segir að Pipar og salt flytji inn mjög góðar matvömr frá Bretlandi frá tveimur fyrirtækjum, Elsen- ham og Cartwright & Butler og að bæði fyrirtækin selji sínar vömr í verslunum Harrods og Fortnam & Mason í Lundúnum. Þá segir í fréttatilkynningunni að Pipar og salt leggi áherslu á eldhúsáhöld, eldfastan leir og breskar matreiðslubækur ásamt svunt- um, ofnhönskum, tehettum að ógleymdu kryddi til matargerðar. Eigandi verslunarinnar Pipar og salt er Sigríður Þorvarðardóttir. A ÚTILÍFi Sendum verð- og myndalista eftir óskum Glæsihæ - Sími 82922 Peirce. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.