Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 ÆU/I/IENIA „UPPÁHALDIÐ" ÆU/I/IENIA - engri lík © 681440 Mazda eigendur Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkertí eins og framleiðandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S. 68 12 99. AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON „Kerfið stuðlar að heimaslátrun“ Yfirdýralæknir varar fólk við að kaupa kjöt af heimaslátruðu HEIMASLÁTRUN sauðfjár verð- ur, samkvæmt öllum sólarmerkj- um að dæma, mun meiri í haust en undanfarin ár. Ástæðan er fyrst og fremst framleiðslutak- markanir stjórnvalda og sú staðreynd að margir bændur eru með verulega umframfram- leiðslu, m.a. vegna góðrar fijó- semi og vænna dilka. Bændum er óheimilt að selja eða gefa Iqöt af heimaslátruðu en þrátt fyrir það er eitthvað af slíku kjöti á „svarta markaðnum". Alltað 100 lömb eftir á túnunum Algengt er að bændur sendi í sláturhús lömb sem samsvara rúm- lega fullvirðisrétti búsins, og haldi eftir meginhluta umframframleiðsl- unnar. Sláturhússtjóri á Suðurlandi segir algengt að bændur hafi orðið að halda eftir 30—50 lömbum og þeim sé í mörgum tilvikum slátrað heima. Vitað er um enn verri dæmi, þar sem bændur sitja uppi með 70—100 lömb umfram fullvirðisrétt og allt fullorðna féð að auki. Slátur- hússtjórinn telur að heimaslátrun hafí aldrei verið meiri á Suðurlandi en í haust. Sláturhússtjóri á Norður- landi segir að töluvert sé slátrað heima og hafí svo alltaf verið. Alltaf hefur verið eitthvað um heimaslátrun í sveitum landsins, þrátt fyrir að lítil ástæða hafí verið til þess hjá bændum, þar sem fram- leiðslan var lengst af ótakmörkuð auk þess sem menn misstu með því af niðurgreiðslunum sem um árabil voru verulegur hluti kjötverðsins. Fullvirðisrétturinn sem nú hefur verið tekinn upp og reglur sem tak- marka heimild manna til að láta slátra umframdilkum i sláturhúsi, kann að hafa breytt þessu. Mögu- leikar manna til að taka heim kjöt úr sláturhúsum, án þess að það skerði fullvirðisrétt þeirra, er nú takmarkað við 60 kg á hvem heimil- ismann. Allir dilkar sem lagðir eru inn umfram fullvirðisréttinn eru tapað fé fyrir bóndann. Hann má ekki einu sinni taka sitt eigið kjöt heim til notkunar, umfram umrædd takmörk. „Kerfið stuðlar að heima- slátrun," sagði einn sláturhússtjóri Morgunblaóið/BAR Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðrún Agnarsdóttir, Zóphónías Pálsson og Þórður Harðarson. Þau halda á mynd af Guðmundi Hannessyni prófessor, kynningarbæklingi um samkeppnina og læknablaðinu. Læknafélögin: Samkeppni um efnið „mannvist í þéttbýli“ í TILEFNI 76 ára afmælis Læknablaðsins hafa iæknafélög- in ákveðið að efna til hugmynda- samkeppni um viðfangsefnið „Mannvist f þéttbýli". Samkeppn- in er jafnframt hugsuð til heiðurs Guðmundi Hannessyni prófessor, fyrsta ritstjóra Læknablaðsins. Verðlaunafé er fimm hundruð þúsund. Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost og umhverfí og fá fram nýjar hug- myndir um úrbætur í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum að sögn dómnefndarmanna. Á viðfangseftiinu má taka á marga vegu og ti! greina koma rit- gerðir, uppdrættir, myndir, mynd- bönd, ljóð og hvaðeina annað sem menn geta notað sem tjáningar- form. Skilafrestur er til febrúarloka á næsta ári. Guðmundur Hannesson læknir var ötull baráttumaður fyrir bætt- um húsakosti og betra skipulagi bæja. Hann skrifaði meðal annars bókina „Um skipulag bæja“ sem út kom sem fylgirit með Árbók Háskóla íslands árið 1916. Bók þessi var fræðileg undirstaða að frumvarpi til skipulagslaga sem Guðmundur samdi. Það var lagt fram á Alþingi árið 1917 og stað- fest árið 1922. Læknafélögin hafa gefíð út bækl- ing um samkeppnina sem fæst á skrifstofu Læknafélags íslands f Domus Medica. 1 bæklingnum seg- ir, að enda þótt gífurlegar framfarir hafí orðið hér á landi f skipulags- og húsnæðismálum síðan Guð- mundur gaf út ofangreinda bók, þá sé hér enn við mörg vandamál að glfma á þessu sviði. í dómnefndinni sitja Þórður Harðarson, Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Agnarsdóttir og Sveinn Einarsson. Ritari og trúnaðarmaður dómnefndar er Zóphónfas Pálsson, Eskihlíð 8a Reykjavík. Fyrirspum- um varðandi samkeppnina skal beint til hans og skulu þær hafa borist eigi sfðar en 1. nóvember næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.