Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 25 Páll Jóhannesson syng- ur á nýrrí hljómplötu ÚT ER komin hljómplatan „Ég syng fyrir þig“ með söng Páls Jóhannessonar tenórs. Olafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Hljóðritun fór fram í Hlé- garði nú í sumar, og annaðist hana Halldór Víkingsson með stafrænni tækni. Platan er press- uð þjá fyrirtækinu Teldec i V-Þýskalandi. Á hljómplötunni eru 17 lög, m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns og Svein- bjöm Sveinbjömsson, einnig þekkt lög frá ítalfu s.s. 0 sole mio, Rond- ine al Nido og Core ’ngrato. Tvö síðustu lögin syngur Páll með Karlakór Akureyrar og Karlakóm- um Geysi undir stjóm Atla Guð- laugssonar. Frá árinu 1981 hefur Páll verið við söngnám á Ítalíu, meðal kenn- ara hans þar var Pier Miranda Ferraro. Þá hefur Páll unnið til verðlauna í hinni alþjóðlegu söng- keppni í Siena á Ítalíu sem kennd er við Ettore Bastianini. Dreifingu annast Fálkinn. 152. árgangur: Almanak Háskólans 1988 Yfirlitstafla um sjálfstæð ríki . út er komið Almanak fyrir ísland 1988, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 152. árgangur ritsins, sem komið hefur samfellt út síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans, hefur reiknað almanakið út og búið það til prentunar. Auk dagatals með upplýsingum um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik. Af nýju efni má nefna yfirlitstöflu sem sýnir stærð, mannfjölda og höfuðborgir allra sjálfstæðra ríkja í heiminum. Taflan er sérstæð að því leyti, að tölur um stærð og mannfjölda miðast allar við ísland og fjölda íslendinga. í ritinu er og yfirlit um tímareikning á íslandi. Háskólinn annast sölu almanaks- ins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kemur út í 8500 eintök- um, en auk þess eru prentuð 3000 eintök, sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af sínu almanaki með leyfi Háskólans. Kjartan Guðjónsson sýnir í Gallerí Borg KJARTAN Guðjónsson opnar sýningu í Gallerí Borg við Aust- urvöll J dag, 15. október, kl. 17.00. Á sýningunni eru teikning- ar, vatnslita- og olíumyndir. Kjartan sem er fæddur árið 1921 stundaði nám við Art Institute of Chicagó og við Akademíuna í Flór- ens. Kjartan hefur m.a. kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Kjartan hefur haldið einkasýn- ingar hér á landi og tekið þátt í samsýningum hérlendis og eriendis, meðal annars með Norræna lista- bandalaginu á Norðurlöndum, Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu. Framan af ferli sínum málaði Kjartan abstrakt, en hann segist hafa fengið hugljómun um 1978 og breytti þá um stíl og fór að sinna grafík jafnframt málverki. Kjartan hefur einnig myndskreytt nokkrar bækur. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00 og um helgar kl. 14.00-18.00 og lýkur 27. október. Fundur SVS og Varðbergs: Steingrímur Hermanns- son ræðir utanríkismál SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameig- inlegan hádegisfund laugardag- inn 17. október. Framsögumaður á fundinum verður Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra. Umræðuefni hans verður utanríkismál íslands. Hann svarar fyrirspumum og tekur þátt í umræðum að framsögu lok- inni. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal í suðurenda Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður klukkan tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í SVS og Varðbergi, svo og gestum þeirra. (Fréttatilkynnmg) Steingrímur Hermannsson Nú er hollt að muna efdr Skútuvogi 4 Slátur er einstaklega ódýr mat- ur — þú kemst að því ef þú heimsækir slátursölu SS. Fimm slátur í poka kosta aðeins 1.285 krónur. Það er ekki til önnur leið betri til að lækka útgjaldaliði heimilisbókhaldsins en taka og borða slátur. Slátursala Skútuvogi 4 Sími 35106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.