Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 HANDBOLTI 59 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Stjaman : FH 22 : 38 íslandsmótið — 1. deild karla, íþrótta- húsið í Digranesi, miðvikudaginn 14. október 1987. 3:3, 3:5, 5:10, 7:14, 11:19, 14:27, 16:27, 19:31, 21:35, 22:38. Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 6, Skúli Gunnsteinsson 4, Sigurjón Guðmundsson 3, Sigurður Bjamason 2, Magnús Teitsson 2, Hermundur Sig- mundsson 2/1, Hilmar Hjaltason 1, Hafsteinn Bragason 1, Gylfí Birgiss. 1. Skot varin: Sigmar Þröstur Óskarsson 7, Höskuldur Ragnarsson 2. Mörk FH: Þorgils Ó. Mathiesen 10, Héðinn Gilsson 8, Óskar Ármannsson 5/2, Gunnar Beinteinsson 4, óskar Helgason 4/1, Pétur Petersen og Guð- jón Amason 3, Hálfdán Þórðarsson 1. Skot varin: Magnús Ámason 6, Berg- sveinn Bergsveinsson 1. DómaranGuðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson voru ekki samkvœmir sjálfum sér. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Sigurður Halldórs- son þjálfar Völsunga SIGURÐUR Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deild- arliðs Völsungs frá Húsavfk fyrir nœsta keppnistímabil. Sigurður tekur við af Guð- mundi Ólafssyni sem þjáifað hefur liðið síðastliðin tvö ár. Sigurður Halldórsson lék með LA í sumar en þjálfaði 2. deildarlið Selfoss í fyrra. Hann er ekki alveg ókunnur Völsungs- liðinu því hann þjálfaði og lék með liðinu f 2. deild 1985. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður þjálf- ar 1. deildarlið. Hann mun ekki leika með liðinu í sumar. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég bjóst ekki við að fá þetta verk- efni. Ég hefTrú á strákunum og held að þeir eigi eftir að standa sig. Ég þekki hópinn og hann hefur stækkað síðan ég var á Húsavík fyrir nokkrum árum," sagði Sigurður Halldórsson í sam- tali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. mm Sigurður Halldórsson. „Við erum mjög ánægðir að þjálf- aramálin eru nú komin í höfn. Við þekkjum vel til Sigurðar og væntum mikils af honum," sagði Ingólfur Freysson, formaður knattspymudeildar Völsungs. Ingólfur sagði að liðið yrði skipað sömu leikmönnum og í sumar að undanskildum Herði Benónýssyni sem ætlaði að leika með Leiftri frá Ólafsfirði eða Magna frá Grenivík. Morgunblaðið/Bjami Eirfksson Þorglls Ottar, fyiirllðl FH, komst oft f þessa uppáhaldsstöðu sfna f lalknum f gmrkvöldl. Hér svffur hann lnn f telglnn og skorar eltt af tfu mörkum sfnum. Ný gullöld að hefi ast í Hafnarfirði? FH heldur uppteknum hœttí í 1. deildinni og leikurinn gegn Stjörnunni var fjórði sigurleik- urinn í röð og jafnframt sá auðveldasti. FH liðið var alian tímann í gœðaf lokki fyrir ofan Stjörnuna og munurinn á liðun- um var sextán mörk f lokin. Þ„etta var ótrúlega auðvelt, rm hraðaupphlaupin gengu vel upp og okkur tókst að stöðva þá í sókninni eftir að hafa „stúderað" leikkerfí þeirra úr leiknum við Víkinga af myndbandi", sagði Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði FH eftir leikinn. Þorgils hefur sjald- an verið jafn atkvæðamikill fyrir FH eins og í leiknum í gærkvöldi. Hann skoraði tíu mörk og var mikil- vægur hlekkur í sókn og vöm. „Við höfum mikla breidd og allir leikmenn liðsins geta skorað mörk. f augnablikinu erum við það lið sem leikur best saman en það segir ekki mikið, deildin er rétt að byija". Það var aðeins á fyrstu þremur mínútunum sem jafnræði var með liðunum, eftir það fóru Hafnfirðing- ar í gang og stórskyttur Stjömunn- ar fóru að eiga í erfiðleikum gegn hreyfanlegri vöm FH. Garðbæingar lögðu síðan allar árar í bát þegar í fyrri hálfíeik. í síðari hálfleiknum tefldi Stjaman Magnúsi Teitssyni fram sem „indíána" í vöminni en án nokkurs árangurs. Varamenn beggja liða fengu mikið að spreyta sig í síðari hálfleiknum. Oft mátti sjá helmings mun á markaskorun liðanna en það hlutfall minnkaði eftir hreina skotkeppni liðanna loka-kaflann þar sem vamir liðanna vora ekki til staðar. Þorgils Óttar var kjölfestan í liði FH og Héðinn Gilsson virtist geta skorað hvenær sem að honum datt það í hug. Það var þó fyrst og fremst samvinna leikmanna, betri vöm og vel útfærð hraðaupphlaup sem lögðu granninn að sigrinum. Tíu mörk FH komu úr hraðaupp- hlaupum en aðeins tvö hjá Stjöm- unni. „Við brotnuðum á fyrstu mínútun- um og áttum aldrei möguleika eftir það. FH-ingarnir léku mjög vel, - en við að sama skapi illa. Þá held ég að leikurinn gegn Víkingi hafí setið í mönnum. Við eyddum mik- illi orku í þeim leik og leikmenn liðsins sem flestir eru ungir og reynslulitlir virðast ekki ná að halda einbeitingu tvo leiki í röð“, sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjöm- unnar. Einar Einarsson lék ágæt- lega í síðari hálfleik en aðrir leikmenn Stjömunnar léku langt undir getu. Mikið var um óþarfa brottvísanir. FH-ingar vora í tólf mínútur utan vallar og leikmenn Stjömunnar í átta mínútur. Frosti Eiðsson skrifar Geir Hallsteinsson: Ánægð- urað ' fara með stigin héðan „ÞETTA voru tvö dýrmœt stig og er ég vitaskuld mjög ánægð- ur með að fara með þau héðan frá Akureyri. KA hefur alltaf reynst okkur erfitt en þetta upp hjá okkur í dag. Mínir menn uxu með leiknum og sigurinn var okkur. KA náði forskoti í byrjun, en ég tók það til bragðs að taka Pótur Bjarnason úr umferð og við það riðlaðist leikur þeirra og við gengum á lagið,“ sagði Geir Hallsteins- son, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn á KA á Akureyri í gær- kvöldi. KA byijaði leikinn mjög vel, náði góðri forystu eftir tíu mín. en þá tóku Blikamir Pétur úr umferð. Náðu þá að jafna leikinn og var jafnt á með liðunum það sem eftir var hálfleiks- ins. Gísli Helgason, markvörður KA^, sem komið hefur skemmtilega á óvart í vetur, byijaði mjög vel og varði m.a. fjögur skot í röð í byijun eftir að KA komst í 4:1. Leikurinn var mjög sveiflukenndur, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá skiptust liðin á að skora tvö til fjög- ur mörk í röð, þar til undir lokin. Fyrst vora það Breiðabliksmenn, sem náðu fímm marka forystu, en KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk. Þá juku Blikar aftur forskotið, en þegar fimm mín. voru eftir munaði aðeins einu marki og í lokin var spennan gífurleg. En það var Jón Þórir Jónsson sem innsigl- aði sigur UBK rétt fyrir lok leiksins er hann kom liði sínu í 18:16 á loka-^j mínútunni. Breiðabliksliðið var seint af stað í leiknum en kom svo ágætlega inn í hann án þess þó að sína neina snilldartakta. KA byijaði ágætlega, en á köflum datt botninn úr leik liðsins. KA-menn gerðu þá hver mistökin á fætur öðra í sókninni og var ótrúlegt að sjá hve margar sendingar þeirra lentu í höndum andstæðinganna. Gísli Helgason, markvörður, var bestur KA-manna, en hann hefur komið mjög á óvart í vetur. Hjá Blikunum var Hans dijúgur, en enginn skaraði fram úr. Þó má geta þess að Guðmundur markvörð- ur varði nokkuð vel. Frá Reyni Eiríkssyni áAkureyrí KA - UBK 17 : 18 1:0, 3:0, 4:1, 4:4, 7:7, 8:9, 8:10, 9:10, 9:14, 12:14, 12:16, 16:16, 16:17, 16:18, 17:18. MKrk KA: Guðmundur Guðmundsson 4, Eggert Tryggvason 4, Axel Bjðrns- son 3, Friðjón Jónsson 3/1, Hafþór Heimisson 1, Erlingur Kristj&nsson 1, Pétur Bjamason 1/1. Varin Skot: GIsli Helgason, 13. Mörk Breiðabliks: Hans Guðmunds- son 6, Kristján Halldórsson 3, Jón Þórir Jónsson 3, Aðalsteinn Jónsson 2, Bjöm Jónsson 1, Svafar Magnússon 1, Andrés Magnússon 1, Þórður Da- víðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/1, Þórir Siggeirsson 1/1. Áhorfendur: 446. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og óli Ólsen, og mega þeir muna sinn fifil fegri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.