Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 HANDBOLTI 59 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Stjaman : FH 22 : 38 íslandsmótið — 1. deild karla, íþrótta- húsið í Digranesi, miðvikudaginn 14. október 1987. 3:3, 3:5, 5:10, 7:14, 11:19, 14:27, 16:27, 19:31, 21:35, 22:38. Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 6, Skúli Gunnsteinsson 4, Sigurjón Guðmundsson 3, Sigurður Bjamason 2, Magnús Teitsson 2, Hermundur Sig- mundsson 2/1, Hilmar Hjaltason 1, Hafsteinn Bragason 1, Gylfí Birgiss. 1. Skot varin: Sigmar Þröstur Óskarsson 7, Höskuldur Ragnarsson 2. Mörk FH: Þorgils Ó. Mathiesen 10, Héðinn Gilsson 8, Óskar Ármannsson 5/2, Gunnar Beinteinsson 4, óskar Helgason 4/1, Pétur Petersen og Guð- jón Amason 3, Hálfdán Þórðarsson 1. Skot varin: Magnús Ámason 6, Berg- sveinn Bergsveinsson 1. DómaranGuðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson voru ekki samkvœmir sjálfum sér. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Sigurður Halldórs- son þjálfar Völsunga SIGURÐUR Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deild- arliðs Völsungs frá Húsavfk fyrir nœsta keppnistímabil. Sigurður tekur við af Guð- mundi Ólafssyni sem þjáifað hefur liðið síðastliðin tvö ár. Sigurður Halldórsson lék með LA í sumar en þjálfaði 2. deildarlið Selfoss í fyrra. Hann er ekki alveg ókunnur Völsungs- liðinu því hann þjálfaði og lék með liðinu f 2. deild 1985. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður þjálf- ar 1. deildarlið. Hann mun ekki leika með liðinu í sumar. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég bjóst ekki við að fá þetta verk- efni. Ég hefTrú á strákunum og held að þeir eigi eftir að standa sig. Ég þekki hópinn og hann hefur stækkað síðan ég var á Húsavík fyrir nokkrum árum," sagði Sigurður Halldórsson í sam- tali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. mm Sigurður Halldórsson. „Við erum mjög ánægðir að þjálf- aramálin eru nú komin í höfn. Við þekkjum vel til Sigurðar og væntum mikils af honum," sagði Ingólfur Freysson, formaður knattspymudeildar Völsungs. Ingólfur sagði að liðið yrði skipað sömu leikmönnum og í sumar að undanskildum Herði Benónýssyni sem ætlaði að leika með Leiftri frá Ólafsfirði eða Magna frá Grenivík. Morgunblaðið/Bjami Eirfksson Þorglls Ottar, fyiirllðl FH, komst oft f þessa uppáhaldsstöðu sfna f lalknum f gmrkvöldl. Hér svffur hann lnn f telglnn og skorar eltt af tfu mörkum sfnum. Ný gullöld að hefi ast í Hafnarfirði? FH heldur uppteknum hœttí í 1. deildinni og leikurinn gegn Stjörnunni var fjórði sigurleik- urinn í röð og jafnframt sá auðveldasti. FH liðið var alian tímann í gœðaf lokki fyrir ofan Stjörnuna og munurinn á liðun- um var sextán mörk f lokin. Þ„etta var ótrúlega auðvelt, rm hraðaupphlaupin gengu vel upp og okkur tókst að stöðva þá í sókninni eftir að hafa „stúderað" leikkerfí þeirra úr leiknum við Víkinga af myndbandi", sagði Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði FH eftir leikinn. Þorgils hefur sjald- an verið jafn atkvæðamikill fyrir FH eins og í leiknum í gærkvöldi. Hann skoraði tíu mörk og var mikil- vægur hlekkur í sókn og vöm. „Við höfum mikla breidd og allir leikmenn liðsins geta skorað mörk. f augnablikinu erum við það lið sem leikur best saman en það segir ekki mikið, deildin er rétt að byija". Það var aðeins á fyrstu þremur mínútunum sem jafnræði var með liðunum, eftir það fóru Hafnfirðing- ar í gang og stórskyttur Stjömunn- ar fóru að eiga í erfiðleikum gegn hreyfanlegri vöm FH. Garðbæingar lögðu síðan allar árar í bát þegar í fyrri hálfíeik. í síðari hálfleiknum tefldi Stjaman Magnúsi Teitssyni fram sem „indíána" í vöminni en án nokkurs árangurs. Varamenn beggja liða fengu mikið að spreyta sig í síðari hálfleiknum. Oft mátti sjá helmings mun á markaskorun liðanna en það hlutfall minnkaði eftir hreina skotkeppni liðanna loka-kaflann þar sem vamir liðanna vora ekki til staðar. Þorgils Óttar var kjölfestan í liði FH og Héðinn Gilsson virtist geta skorað hvenær sem að honum datt það í hug. Það var þó fyrst og fremst samvinna leikmanna, betri vöm og vel útfærð hraðaupphlaup sem lögðu granninn að sigrinum. Tíu mörk FH komu úr hraðaupp- hlaupum en aðeins tvö hjá Stjöm- unni. „Við brotnuðum á fyrstu mínútun- um og áttum aldrei möguleika eftir það. FH-ingarnir léku mjög vel, - en við að sama skapi illa. Þá held ég að leikurinn gegn Víkingi hafí setið í mönnum. Við eyddum mik- illi orku í þeim leik og leikmenn liðsins sem flestir eru ungir og reynslulitlir virðast ekki ná að halda einbeitingu tvo leiki í röð“, sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjöm- unnar. Einar Einarsson lék ágæt- lega í síðari hálfleik en aðrir leikmenn Stjömunnar léku langt undir getu. Mikið var um óþarfa brottvísanir. FH-ingar vora í tólf mínútur utan vallar og leikmenn Stjömunnar í átta mínútur. Frosti Eiðsson skrifar Geir Hallsteinsson: Ánægð- urað ' fara með stigin héðan „ÞETTA voru tvö dýrmœt stig og er ég vitaskuld mjög ánægð- ur með að fara með þau héðan frá Akureyri. KA hefur alltaf reynst okkur erfitt en þetta upp hjá okkur í dag. Mínir menn uxu með leiknum og sigurinn var okkur. KA náði forskoti í byrjun, en ég tók það til bragðs að taka Pótur Bjarnason úr umferð og við það riðlaðist leikur þeirra og við gengum á lagið,“ sagði Geir Hallsteins- son, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn á KA á Akureyri í gær- kvöldi. KA byijaði leikinn mjög vel, náði góðri forystu eftir tíu mín. en þá tóku Blikamir Pétur úr umferð. Náðu þá að jafna leikinn og var jafnt á með liðunum það sem eftir var hálfleiks- ins. Gísli Helgason, markvörður KA^, sem komið hefur skemmtilega á óvart í vetur, byijaði mjög vel og varði m.a. fjögur skot í röð í byijun eftir að KA komst í 4:1. Leikurinn var mjög sveiflukenndur, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá skiptust liðin á að skora tvö til fjög- ur mörk í röð, þar til undir lokin. Fyrst vora það Breiðabliksmenn, sem náðu fímm marka forystu, en KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk. Þá juku Blikar aftur forskotið, en þegar fimm mín. voru eftir munaði aðeins einu marki og í lokin var spennan gífurleg. En það var Jón Þórir Jónsson sem innsigl- aði sigur UBK rétt fyrir lok leiksins er hann kom liði sínu í 18:16 á loka-^j mínútunni. Breiðabliksliðið var seint af stað í leiknum en kom svo ágætlega inn í hann án þess þó að sína neina snilldartakta. KA byijaði ágætlega, en á köflum datt botninn úr leik liðsins. KA-menn gerðu þá hver mistökin á fætur öðra í sókninni og var ótrúlegt að sjá hve margar sendingar þeirra lentu í höndum andstæðinganna. Gísli Helgason, markvörður, var bestur KA-manna, en hann hefur komið mjög á óvart í vetur. Hjá Blikunum var Hans dijúgur, en enginn skaraði fram úr. Þó má geta þess að Guðmundur markvörð- ur varði nokkuð vel. Frá Reyni Eiríkssyni áAkureyrí KA - UBK 17 : 18 1:0, 3:0, 4:1, 4:4, 7:7, 8:9, 8:10, 9:10, 9:14, 12:14, 12:16, 16:16, 16:17, 16:18, 17:18. MKrk KA: Guðmundur Guðmundsson 4, Eggert Tryggvason 4, Axel Bjðrns- son 3, Friðjón Jónsson 3/1, Hafþór Heimisson 1, Erlingur Kristj&nsson 1, Pétur Bjamason 1/1. Varin Skot: GIsli Helgason, 13. Mörk Breiðabliks: Hans Guðmunds- son 6, Kristján Halldórsson 3, Jón Þórir Jónsson 3, Aðalsteinn Jónsson 2, Bjöm Jónsson 1, Svafar Magnússon 1, Andrés Magnússon 1, Þórður Da- víðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/1, Þórir Siggeirsson 1/1. Áhorfendur: 446. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og óli Ólsen, og mega þeir muna sinn fifil fegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.