Morgunblaðið - 23.10.1987, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.10.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 11 Solomon Woldemichael frá Eþíópíu. Orku skortir í Tíbet Chen Xinming er 35 ára, kvœnt- ur og á einn 4 ára son. Chen er uppruninn frá Suðaustur-Kína frá An Hui-héraði. Hann útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Shang- hai en síðastliðinn 11 ár hefur hann starfað við iðnaðar- og raforku- málaráðuneytið í Tíbet, nánar tiltekið í þeirri deild sem sinnir uppbyggingu og áaetlannagerð. Þá Morgunblaðið innti hann eftir því hvort honum hefði þótt það fýsi- legt að hverfa frá stórborgarmenn- ingunni í fásinnið í Tíbet; svaraði hann þvi til; að í sínum árgangi hefði nægur áhugi verið á því að starfa í Tíbet; af 30 manns hefðu 25 viljað fara til Tíbet en að lokum hefðu nú aðeins 6 farið og því hefði valdið að foreldrar og ættingar hefðu ekki viljað sjá á bak ástvinum til fjarlægra landshluta. Chen sagði það rétt að menningarlífíð væri flöl- breytilegra í Shanghai en á móti vægi að þörfin fyrir starfskrafta hans væri miklu meiri í Tibet. „í Tíbet vantar orku, orkuskortur hamlar allri þróun," t.d. notuðu bændur gras til upphitunar og af því leiddi umhverfísvandamál. Sól- og vindorka væru of dýr í notkun og gallinn við vatnsaflsvirkjanir væri sá að ámar frysu á vetuma. Chen var spurður um hvemig framkvæmd fjölskylduáætlanna væri hagað í Tíbet en eins og kunn- ugt er hefur það verið stefna kínverskra stjómvalda að foreldrar eignist aðeins eitt bam. Hann svar- aði því til að þau hjónin hlýddu kalli stjómvalda um að eiga einung- is einn erfínga og það gerðu flestall- ir aðfluttir i Tíbet, innfæddir í bæjum og borgum ættu oftast tvö, en algengt væri að bændumir á landsbyggðinni ættu stærri bama- hóp. Verkefni Chen Xinming við Jarð- hitaskólann Qallar um margvíslega notkun jarðhita í Nagqu-borg sem er í 360 km fjarlægð norðaustur af Lahsa. Nagqu er í fátæku kvik- fjarræktarhéraði, í 4400 m hæð yfír sjávarmáli. Xinming sagði ætl- unina vera að nota jarðhitann t.d. til upphitunar, gróðurhúsaræktunar og ullarþvotta. Hann gerði ráð fyr- ir því að fara beint heim til Tíbet og reiknaði ekki með að fá neitt frí, verkefnin gætu ekki beðið. Indónesía að falla saman Sugiarto Ganda er kvæntur tveggja bama faðir, 35 ára að aldri. Hann er fæddur í Jakarta á eyjunni Jövu lauk prófí í jarðfræði frá Gajah-Mada háskóla í borginni Yogyakarta á sömu eyju. Hann vinnur í jarðhitadeild Pertamina sem er hið ríkisrekna gas- og ólíufé- lag þeirra Indónesíumanna. Perta- mina sinnir flestum þáttum orkumála og hjá þvf starfa alls 55 þúsund manns en i jarðhitadeildinni vinna 150-200 manns. Ganda sagði að hvað varðaði jarðfræðina væri margt líkt með Islandi og Indónesíu, þó væri sá munur á, eftir jarðplötukenning- unni, að Island væri að þenjast út en Indónesía aftur á móti að falla saman. Af eldvirkni og jarðhita væri nóg f báðum löndum. Ganda tjáði Morgunblaðinu að Indnesfu- menn hagnýtu aðallega háhita- svæði til raforkuframleiðslu hann sagði 2,7% af raforku í Indónesíu vera framleidda með jarðhita en að því væri stefnt að u.þ.b. tíundi hluti að heildarraforkuframleiðslu þeirra væri unninn f jarðorkuvemm. Aðal- lega væri rafmagn framleitt með ólfu en ólíuvinnsla ætti langa sögu í Indónesíu, einnig væri vatnsorka töluvert hagnýtt, það ringdi meir en nóg f sfnu heimalandi. Sugiarto Ganda tjáði Morgun- blaðinu ennfremur að sitt starf væri að rannsaka og greina gijót- sýni, aðallega svarf. Við ákveðin skilyrði t.a.m. þrýsting og hita mynduðust ákveðin eftii sem gæfu upplýsingar og vísbendingar um viðkomandi jarðhitasvæði. Verkefni Ganda við Jarðhitaskólann fjallar um ummyndun steinda í holum á Elliðarársvæði og á Lahendon- svæðinu. Lahendon-svæðið er nyrst á eyjunni Sulawesi (Celebes). Þar er ráðgert að byggja 30 megawatta virkjun í byijun en möguleikar er á því að auka afköstin f allt að 200 megawött. Ganda sagði að margt væri líkt með Ellíaársvæðinu og Lahendon-svæðinu, þ.e.a.s. Elliða- ársvæðið hefði einu sinni ekki verið ólfkt því sem Lahendon væri núna. Ganda sagði að einn íslendingur hefði unnið þama árið 1977 og er þar um að ræða Jón Jónson jarð- fræðing sem starfaði þar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nota hitann og varðveita skóginn Sommai Techawann er fæddur í Bankok, Thailandi, fyrir 26 árum, hann er ókvæntur. Hann lauk jarð- fræðiprófi frá Chiang-Mai háskóla. Techawann vinnur í þeirri deild náma- og jarðefnaráðuneytisins sem sinnir hagnýtri jarðfræði. Techawann sagði Morgunblaðinu að í Thailandi væru eingöngu lág- hitasvæði og hefðu þau einna helst nýst landsmönnum til baða og heilsubótar. Nú væri farið að velta fyrir sér fleiri möguleikum s.s. þurrkun matvæla. Það væri augljós ávinningur ef það er hægt að nota jarðhitann í staðinn fyrir eldivið. Annars væri sitt sérsvið borholu- tækni frekar heldur en bein hagnýting jarðhita. Hér á fslandi hefði hann lært á tæki og túlkun á niðurstöðum sem væri aflað með þeim en verkeftii Techawanns við Jarðhitaskólann flallar um borholu- mælingar á Elliðaársvæðinu. Techawann sagðist ætla að dvelja 3 daga f London en taka svo til starfa f Thailandi f kringum mánaðarmótin. Vatn getur sagt frá ýmsu Solomon Woldemichael er ókvæntur, bamlaus og 23 ára, fæddur í Addis Ababa, Eþíópíu. Hann lauk prófí í jarðefnafræði frá háskóla í Asmara, Eritreu. Hann hefur unnið í eitt og hálft ár hjá stofnun sem annast jarðfræðilegar kannannir og heyrir hún undir námumálaráðuneytið. Woldemichael sagði töluverðan jarðhita vera í Eþíópíu, vitað væri um 200 jarðhitasvæði en aðeins tvö hefðu verið könnuð að einhveiju marki. Stjómvöld í Eþfópfu hugsuðu aðallega um rafvæðingu þegar hag- nýting jarðhita bæri á góma en einnig væri horft til orkufrekrar saltefnavinnslu. Verkefni Solomons Wolemichaels við Jarðhitaskólann fjallar um efna- greiningu og jarðefnafræðilega túlkun vatns frá Flúðum f Hmna- mannahreppi. Hann tjáði Morgun- blaðinu að vatn segði ýmislegt um hvað væri undir yfírborðinu og í samvinnu við aðra jarðvísindamenn væri athugun á vatni hin gagnleg- ustu vísindi. Saga Banda- ríkjanna Erlendar baekur Siglaugur Brynleifsson Hugh Brogan: The Pelican History of the United States of America. Penguin Books 1986. Höfundurinn stundaði nám f Cambridge, vann við „The Econom- ist“ í tvö ár. Hann kennir nú sagnfræði við háskólann f Essex. Hann hefur sérhæft sig í sögu Bandaríkjanna, hiefur skrifað „The American Civil War“ 1975 og skrif- ar reglulega umsagnir um sagn- fræði í „The Times Literary Supplement". Höfundurinn skrifar í formála, að bókin hafi verið fímmt- án ár í smíðum og hér er hún 740 blaðsíður, þéttprentuð, líflega og lipurlega skrifuð. Fyrsta tilvitnunin er í Eiríks sögu í þýðingu Magnúsar Magnússonar og Hermanns Pálssonar. „Þeir Karlseftii sigldu í ósinn ok kölluðu í Hópi. Þeir fundu þar á landi sjálfsána hveitiakra, þar sem lægðir vám, en vínvið allt þar sem holta vissi. Hverr lækr var þar fullr af fískum ...“ Fyrsti kaflinn er um tímabilið 40.000 f. Kr. til 1600 e. Kr. í lok síðustu fsaldar fraus allt sem frosið gat, þar á meðal Beringssund, hægt var að fara á landi frá Asíu til Norður-Ameríku og þar með hófust flutningar til Ameríku. Öll þessi saga er harla óljós. Birtu bregður á þessa álfu við landnám norrænna manna á Grænlandi og sögur vom skráðar um ferðir þeirra í vestur. Leifur heppni finnur nýja álfu um árið þúsund. Fomleifafundir í Grænlandi sanna ferðir norrænna manna til meginlands Ameríku á 11. og fram á 14. öld. Og síðan hefur fengist full staðfesting þessa með rannsóknum Helge Ingstad á Nýfundnalandi. John Cabot fínnur fiskimiðin við Nýfundnaland 1497 og síðan hefst flutningur fólks frá Englandi, Virg- inía og Nýja England. Síðan rekur höfundurinn atburðarásina, frels- isstriðið, stofnun Bandaríkjanna og sfðan útþensluna vestur gresjur og steppur. Þrælastríðið. Efnahags- undrið á 19. öld og frávikin frá Monroe-kenningunni á 20. öld og heimsveldið. Höfundurinn fjallar um fmm- byggja álfunnar og viðskipti landnemanna við þá, sem er sóða- saga, svik og aftur svik, rán og mpl. Evrópskir innfljrtjendur vom flestallir úr þeim hópum, sem áttu sér fáa úrkosti í heimalöndum auk þess sem enska stjómin notaði ný- lendumar sem fanganýlendu, allt fram að stofnun Bandaríkjanna, þá tók Ástralía við. Brogan ver talsverðu rúmi f um- fjöllunina um þrælahaldið og Suðurríkin og síðan um þrælastríðið eða borgarastyijöldina og Lincoln. Höfundur kemst að þeirri niður- stöður, að þrælahaldið hafí verið hemill a efnahagslegar framfarir í Suðurrílq'unum, hann ræðir einnig um þann tvískinnung sem hlaut að leiða af þrælahaldinu meðal þræla- haldaranna. Bandaríkin vom auðug ríki að hráefnum og sjálfum sér næg og fáar þjóðir kunnu að notfæra sér betur auðlindimar en þeir. Þegar kemur fram á 20. öld heíj'ast af- skipti Bandaríkjanna og þátttaka í styijöldum í Evrópu. Þekkingarleysi háði heppilegum árangri þessarar þátttöku eftir fyrri heimsstyijöldina og sama sagan endurtók sig í lok síðari heimsstyijaldar, og hefðu Evrópuþjóðimar ekki beinlfnis þvingað bandaríska stjómmála- menn til samstöðu, lægi jámtjaldið meðfram strandlengju Vestur- Evrópu. Þessi bók er mjög eftirtektarverð og skemmtilega persónuleg á stundum. SVERRIR KRISTJÁNSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆO ’lögm. HAFSTEINN BALDVINSSON hrl7 FASTEIGN ER FRAMTÍÐ HRAUNTUNGA - KÓP. Til sölu eitt af þessum vinsælu keöjuhúsum, ca 214 fm m. innb. bílsk. Á neðri hæð er forstofa, 2 stór herb. o.fl. Uppi: Saml. stofur, 3-4 svefnh. o.fl. 50 fm svalir. 20 fm garðhús á svölum. Nýl. gler. Góð eign. Ákv. sala. ÁSBÚÐ - RAÐHÚS Ca 250 fm raðh. á tveimur hæðum. Tvöf. innb. bílsk. Á efri hæð: 3 stór svefnh., saml. stofur o.fl. Niðri: Hol, 2 stór herb. Stórt baðherb., m.a. sauna. Vönduð eign. Ákveðin sala. HVASSALEITI - SÉRHÆÐ Góð 150 fm efri sérh. Stórar stofur, 3-4 svefnh. í kj. eru þvottah. og geymslur. Bílsk. Laust í nóv. nk. HRAUNBÆR - ENDAÍBÚÐ Góð ca 135 fm endaíb. á 3. hæð, með 4 svefnh. Ákv. sala. Verð 4,6 millj. VANTAR í sölu góðar eignír. M.a. 3ja-4ra herb. miðsvæðis og 150-200 f m einb.,raðh. eða góða sérh. íKóp. 685009 2ja herb. ibúðir Fossvogur. 30 fm einstaklib. Ekkert áhv. Verð 1,6-1,7 miltj. Miðbærinn. 60-70 tm nsib. i góðu steinh. Til afh. strax. Verð 2,6 mlNj. Urðarstígur. Ca 70 fm fb. é jarfih. Sérínng. Laus strax. Engar áhv. veðsk. Krummahólar — „pent- house**. Mjög góð 2ja herb. fb. á 8. hæö í lyftuh. Stórar suðursv. Laus eft- ir samkomul. Varð 2,5 mN|j. 3ja herb. ibúðir Langabrekka Kóp. Ca 100 fm íb. á jarðhœð. Sór- inng. Sérhiti. Tvibhús. Ákv. sala. Laus eftir samkomul. Verö 3,7 millj. Skúlagata. 70 fm ib. á 1. hæð. Nýtt gler. Ágætar innr. Lrtiö éhv. Vorö 3,1 millj. Vesturgata. Rúmi. 60 fm ib. é 1. hæð. 40 fm ib. I kj. fytgir. Æskilegt að selja báðar íb. saman. Ekkert áhv. Verð 3,5 millj. Seltjarnarnes. 105 fm lb. á jarðh. (ekki kj.) viö Mela- braut. Sérinng. Gott fyrirkomul. Hús ( góöu ástandi. Ákv. sala. Afh. samkomul. 4ra herb. ibúðir Espigerði. Glæsil. ib. á l. hæð með miklu útsýni. Aftelns ( sklptum fyrir raðhús f Fossvogi. Háaleitisbraut m. bílsk. 120 fm íb. ó 3. hæÖ í enda. Sórhiti. Stórar svalir. Gott fyrirkomul. Verö 4,8 millj. Álftahólar. 117 fm ib. í góðu ástandi á 5. hæð. Suðursv. Mikið útsýni. Verft 4,1 mHj. Sérhæðir Sundlaugarv. — Sérh. ca 110 fm sórh. ó 1. hæö í fjórbhúsi. Sór- inng. Sérhiti. 35 fm bflsk. Verö 4,7 millj. Kársnesbraut — Kóp. em sérh. i tvibhús ca 116 fm. Stór stofa, 3-4 svefnherb. Bílskréttur. Verft 4 mlllj. jjj KjöreignVi Ármúla 21. 685988 Raðhús Asgarður. 140-150 fm raShús á tveimur hæðum. Rúmg. biisk. Endahús i góðu ástandi. Mðdð útsýni. Skipti æskileg á 3ja-4ra herb. ib. i Fossvogi eðe Nýja mióbænum. Bugðulækur — sérbýli. Eign á tveimur hæðum tæp. 115 fm i þribhúsi. Eign i mjög góðu ástandi. Suð- ursv. á báðum hæðum. Sérinng og sórhiti Bðsk. Verð 7,5 mHj. Yrsufell. 140 fm raöhús á einni hæö í góöu ástandi. Rúmg. bflsk. Verö 5,5 mlllj. Seljahverfi. 240 fm raðhús á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Mjög gott fyrirkomul. Fullfrág. eign. Varð 7 mUq. Flúðasel. Vandað hús, ca 160 fm + kj. Bílskýli. Ath. skipti á einbhúsi f Grafarvogi eða Austurborginni. Uppl. á skrifst. Verð 6,6 mlllj. Raðhús í Fossvogi. Vandað pallaraðhús ca 200 fm. Eign I góðu ástandi. Mögul. 5 rúmgóð herb., baðherb. á báðum hæðum. Óskemmt gler. Bilsk. fylgir. Ákv. sala. Verð 8,5 mlllj. Einbýlishús Flatir. Glæsil. einbhús á einni hæð ca 155 fm auk þess bifrgeymsla 60 fm. Fráb. garöur. Eign í góðu ástandi á fráb. stað. Verð ca 8,2 mlllj. Brúnastekkur Einbhús ca 160 fm að grfl. Innb. bílsk. á jarðhæð. Stór gróin lóð. Húsið er i mjög góðu ástandi. Mögul. á stækkun. Allar frekari uppl. og teikn. á skrifst. Ákv. sala. Eignask. hugsanleg. Seijahverfi Glæsil. húseign ca 250 fm auk þess tvöf. bilskúr. A miðhæð eru stofur, eld- hús, herb., snyrting og þvottah. Á efstu hæð eru 3 svefnherb.. baðherb., fjöl- skyiduherb. og mjög stórar svalir. Á jarðh. eru mögul. á sáríb. Vandað fullb. hús. Fallegur garöur. Mikið útsýni. Garðabær. 130 fm einb- hús á einni hæð. Húsið er timburhús og nánast fullb. Vand- aóur frág. Stór lóð. 80-90 fm steyptur bflsk. Góð staös. Ákv. sala. Afh. samkomul.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.