Morgunblaðið - 23.10.1987, Side 14

Morgunblaðið - 23.10.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Verslunin er opin daglega frá ki. 9—18, laugardaga frá kl. 10-16. > f .X. PRJÓNASTOFAN Udunru Kreditkortaþjónusta. HF verslunin v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Þetta eru tveir mér nærtækir atburðir. Tveir bflar okkar gereyði- lagðir að kalla en mannslífunum bjargað, og vil ég tvímælalaust telja það fyrir þá forsjálni sem höfð var, og sem í rauninni ætti að vera sjálf- sögð, að bflbeltin voru spennt. Það hefur vakið nokkra furðu mína að sjá af og til blaðagreinar eða greinar í nöldurdálkum blað- anna, þar sem menn eru að mæla gegn notkun bflbelta, jafnvel telja þar sumir, að þau geti valdið slys- um. Slfld er mér óskiljanlegt, jafnvel þótt menn vilji telja, að við vissar aðstæður, einkum þar sem bflar hrapa fyrir björg, eigi menn að geta kastað sér út úr bflunum hafí þeir beltin ekki spennt. Slfld gerist þó líklegast þá aðeins, að atburðurinn verði ekki skjmdilega, eigi sér nokkum aðdraganda, bfllinn sigi ofan fyrir vegarbrún t.d. i hálku. — Má vera, að við slíkar aðstæður ættu menn að hugleiða að hafa beltin óspennt, en falli bfll fram af hengiflugi skjmdilega og hrapi langan veg, tugi metra, niður af hengiflugi, munu víst fæstir hafa ráðrúm til að opna bflhurð og kasta sér út, og fylgi þeir bfl niður vem- lega vegalengd við slíkar aðstæður mun víst yfírleitt ekki þurfa að spyija að leikslokum. Mig minnir, að einn þeirra, sem skrifuðu gegn bflbeltum sl. vetur, væri fyrrverandi ökukennari. Mér fannst málstaður hans harla ein- kennilegur, en ég verð að segja, að hinir em þó miklum mun fleiri og á þeim meira mark takandi, sem hafa íhugað gildi beltanna og af hófsemi bent á hið mikla gildi þessa öryggisþáttar. Eg tek undir með þeim, sem bent hafa á, að notkun bflbelta sé ódýr- asta líftryggingin. — Þessi líftrygg- ing kostar í rauninni ekki nokkum hlut. Beltin fylgja bflnum í kaupi, því að fæstir aka víst lengur á svo gömlum bflum daglega, að þeir séu frá því fyrir tíma beltanna. Sem betur fer virðist þó notkun bflbelta stöðugt fara vaxandi. En sífellt þarf þó að minna á þennan sterka öryggisþátt. Enginn hlutur er svo góður, að hann auglýsi sig sjálfur. Það þarf stöðugt að minna á jafnvel hina sjálfsögðustu hluti, og jafnvel þá hluti, sem allir em sammála um að skynsamast sé að nota. Ég þykist geta talað af nokkurri rejmslu um bflbeltin. Þeir, sem skrifað hafa gegn þeim og nota þau ekki hafa víst, rejmdar sem betur fer, ekki þurft að upplifa hvað það er að lenda í hörðum árekstri og vita á þeirri stundu ekki hvort þeir sjálfír eða aðrir í bflnum hafa slopp- ið með líf og limi. Slík reynsla er of dýrkeypt til þess að bíða eftir henni. Það tekur að jafnaði aðeins tvær eða þijár sekúndur að spenna belt- in. Það ættu menn að gera að reglu áður en farið er af stað, og áður en varir er það svo komið í vana og manni fínnst það jafn sjálfsagt og að reima á sig skóna. Höfundur er þjóðmiiýa vörður. VERIÐ VEL KLÆDD í VETUR «9 börn. Dömublússur frá OscarofSweden. Dömubuxur frá Gardeur. Iðunnarpeysur a dömur, herra Að lifa eða deyja Þór Magnússon þjóðminjavörður „Skall hurð hér nærri hælum, og vil ég telja örug’gt, að hefðum við ekki notað beltin mynd- um við bæði í framsæt- unum hafa stórslasazt, líklegast hlotið örkuml eða hugsanlega bráðan bana.“ Við höfðum fyrir löngu gert okk- ur að fastri venju að nota bflbelti við akstur. Fyrst framan af notaði ég þau reyndar aðeins í utanbæjar- akstri, en var þó, er hér var komið, löngu farinn að spenna þau í hvert skipti sem farið var af stað, hvort sem var innan bæjar eða utan og hvort sem farið var í langferð eða aðeins stuttan spöl. Eftir þetta var svo keyptur nýr bíll, en dýrð hans stóð ekki lengi. Nú í vor var sonur okkar á leið heim að kvöldi dags, en á leiðinni ók ölvaður ökumaður á bflinn og stórskemmdust báðir bflamir. Sonur okkar var í belti, því hann hafði allt frá upphafi gert sér að reglu að spenna bflbeltin, og má einnig hér telja, að þau hafi bjargað honum frá að slasast. eftir Þór Magnússon í sjónvarpinu föstudagskvöldið 25. september sl. var sýndur átak- anlegur þáttur, þar sem talað var við móður drengs, sem farizt hafði í hörmulegu bifreiðaslysi, svo og vini hans. Þetta var átakanlegra á að horfa en orð fái lýst, og hafa fjölmiðlar verið óþrejtandi að skýra frá og lýsa mörgum hörmulegum umferðarslysum, sem kostað hafa mannslíf. Þama var minnzt á notkun bflbelta, öryggisbelta, og veit þó enginn, hvort þau hefðu bjargað í þessu tilviki, svo illa var bifreiðin útleikin eftir slysið. Þeir tveir ungu menn, sem talað var við í þættinum, sögðu, að þessi atburður, þar sem vinur þeirra lézt, hefði haft mikil áhrif á þá og orðið til að þeir hög- uðu akstri sínum á annan hátt síðan. Meðal annars gerðu þeir sér nú að reglu að nota bflbelti. Að undanfömu hefur oft verið fjallað um bflbelti í Qölmiðlum, eink- um blöðum, og þar komið fram skiptar skoðanir á gildi þeirra og nauðsjm. Sl. vetur birtust nokkrar greinar um bflbelti í Morgunblaðinu og var þar meðal annars vitnað nokkuð í símtal, sem kona mín átti við Velvakanda f þessum umræðum. Mér fundust umræður og röksemd- ir sumra þeirra, sem þar tóku til máls, svo furðulega þröngsýnar, að ég einsetti mér að skrifa nánar um reynslu okkar í þessu efni. En það dróst og reyndar fyrir þá sök get ég nú sagt frá tveimur sams konar atburðum, sem snerta mig og mína, og tel ég, að þar hafí bflbelti í bæði skiptin forðað okkur frá hörm- ungum eða jafnvel dauða. Það var um verzlunarmannahelg- ina í fyrrasumar, að við vorum á ferð norður í land ásamt fleira fóiki og vorum við á nokkrum bílum í samfloti. Rétt ofan við Hvamm í Norðurárdal er ein af gömlu stein- brúnum á þjóðleiðinni, líklegast byggð um 1930, mjó brú og krapp- ar beygjur beggja vegna hennar, eins og altítt var um þær brýr, er þá voru gerðar. Þessa brú þekkja víst allir ökumenn, sem um þennan veg hafa farið, en nú í sumar var gerð ný brú á ána nokkru neðar og beygjumar teknar af veginum. Fast sunnan við gömlu brúna er hóll, farið var fyrir hólinn í nærri hálfhring áður en komið var á brúna og sást þvf illa til hennar. Sfðan var beygja inn á brúna og beygja út af henni á ný til norðurs, sem- sagt dæmigerð brú á þjóðveginum frá fyrstu árum bflaaldar. Er við vorum þama á ferð var skyggni gott og aðstæður allar góðar til aksturs. En fyrir einhveija augnabliksvangá var athyglin ekki nógu skörp þegar að þessum stað var komið. Eg ók bflnum og tók ekki eftir neinum bfl á móti, og þar sem beygjan fyrir hólinn var til vinstri og lausamöl hægra megin á veginum hylltist ég til að vera sem næst á miðjum vegi, en hægra megin var vegarbrúnin allhá. Nú skipti það engum togum, að er komið var á móts við miðjan hólinn kom á móti bfll, sem rétt var kominn jrfír brúna, og varð við ekk- ert ráðið, að þama skullu bflamir saman. Ferðin var að sönnu ekki mikil, en jafnvel lítili hraði tveggja bfla tvöfaldast miðað við að bfllinn aki á kyrran hlut, og varð því áreksturinn harkalegur. Á síðasta augnabliki hafði ég, líklegast ósjálfrátt, reynt að aka út af vegin- um vinstra megin, upp í hólinn, en allt var þetta án umhugsunar, og varð til þess, að ég var á órétti á árekstursstað. En líklegast var það lán í ólani, því að hefði bfllinn farið út af hægra megin hefði hann sennilegast oltið ofan fyrir veginn og þá farið verr. Kona mín sat í framsæti og vor- um við bæði í beltum. Með okkur var einnig kona í aftursæti, en í stuttu máli sagt slasaðist ekkert okkar svo heitið gæti, fengum að- eins smálega áverka. Ég tel engan vafa leika á, að hér hafí beltin bjargað okkur frá stór- meiðslum. Svo harður var árekstur- inn, og má sjá það á myndinni, sem hér birtist, að báðir bflamir vom gerónýtir eftir áreksturinn. Minn bfll, sem var af miðlungsstærð, kýttist saman hægra megin að framan, húsið krepptist og bfllinn kastaðist til. Hinn bfllinn, sem var mun stærri og þyngri, þrælbeyglað- ist að framan og skekktist. Tveir menn vom í þeim bfl og sátu báðir f framsætum og var hvomgur með öryggisbelti, að ég bezt veit. Annar kastaðist fram f rúðuna, sem brotn- aði, og hlaut hann nokkum áverka á höfði, sem var þó sem betur fer ekki alvarlegur. Ferðinni var þó haldið áfram norður, bflhræið skilið eftir en far fengið í öðmm bfl. Við fómm í læknisskoðun á Blönduósi, þar sem við vorum öll miður okkar og ekki laust við að við fyndum til smávægi- legra verkja, en áverkamir rejmdust ekki alvarlegir. Skall hurð hér nærri hælum, og vil ég telja ömggt, að hefðum við ekki notað beltin myndum við bæði í framsætunum hafa stórslasazt, líklegast hlotið örkuml eða hugsan- lega bráðan bana. Svo harður hafði áreksturinn þó verið, að kona mín hlaut blátt mar yfír líkamann undan beltunum, og þótti mér ótrúlegt, að slfkt gæti gerzt. — Ég hafði þó séð auglýs- ingu, líkiegast f sænskum blöðum, með mjmd af konu, sem sýndi bláa marstrengi á líkama sínum undan bflbeltum eftir árekstur og stóð í textanum, að beltin hefðu bjargað henni frá stórmeiðslum. Ég hafði jafnvel talið, að þessi auglýsing væri tilbúin, marmerkin máluð á líkama konunnar í auglýs- ingarskjmi fyrir beltin. — En hér sást svart á hvítu, ef svo má segja, að þetta var engin uppgerð, slíkir atburðir gerast f raun og veru, og þurfti hér ekki vitnanna við frekar. Landsþing Landssamtak- anna Þroskahjálpar ' LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp halHa landsþing sitt nú um helgina. Þingið hefst í dag, föstudag, á Hótel Sögu og verður sett kl. 20.30. Við setninguna flytur meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ávarp. Þroskaþjálp var stofnuð 1976. Aðildarfélög eru fyrst og fremst foreldra- og styrktarfélög þeirra sem ekki geta ba- rist fyrir hagsmunum sfnum sjálfir svo og félög fagfólks sem vinna að kennslu og þjálfun fatlaðra. í fréttatilkynningu segir að þetta landsþing marki að þvf leyti tfmamót í sögu samtaka fatlaðra að laugar- dagurinn verður helgaður sameigin- legum fundi Þroskahjálpar og Öiyrkjabandalags íslands. Fram að þessu hefur lítið samstarf verið með þessum tveimur megjnfylkingum fatlaðra en hefur þó aukist á undanf- ömum mánuðum og má þar til nefna skammdegisvöku við AJþingishúsið f desember síðastliðnum og kosn- ingavöku á liðnu vori. Á laugardagsfundinum verður meðal annars lögð fram áætlun sem miðar að eflingu félagsstarfs og hagsmunabaráttu fatlaðra og varðar hún jafnt innra starf hvorratveggju samtakanna, baráttuaðferðir og kynningu á málefnum fatlaðra. Á sunnudag verður svo haldinn aðal- fundur Þroskahjálpar þar sem meðal annars verður kosinn nýr formaður f stað Eggerts Jóhannessonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.