Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 16

Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Almennur hreppsfundur í Reykholtsdalshreppi: Samþykkt að friða Húsafellsskóg og Geitland fyrir beit Kleppjárnsreylgum. HREPPSNEFND Reykholtsdals- hrepps boðaði til almenns hreppsfundar þriðjudaginn 13. október. Aðalmál fundarins var umræða um hvort ætti að frið- lýsa eða friða Geitland og Húsafell 2 og 3. Fyrir fundinum lá samningur milli Náttúru- verndarráðs, Landgræðslu ríkis- ins, Skógræktar rikisins, Hálsahrepps, Reykholtsdals- hrepps og Húsafells 2 og 3. Á fundinum var samþykkt að friða þetta iand fyrir beit en ekki frið- lýsa það. Geitland er landsvæði sem liggur austan Húsafells sunnan Svartár og að Langjökli. Geitland er í eigu Reykholtsdalshrepps og Hálsa- hrepps. Mikill vilji er hjá flestum aðilum að friða Geitlandið og Húsa- fellsskóg fyrir sauðfjár- og hrossa- beit. Um að friðlýsa þetta svæði samkvæmt lögum Náttúruvemdar- ráðs voru ekki ajlir sáttir. En í 6. grein stendur: „Öll meðferð skot- vopna er bönnuð í friðlandinu." Margir íbúar hreppsins eru tómt- húsmenn eða landlausir og er þetta helsta ijúpnaveiðisvæðið þar sem hægt er að stunda ijúpnaveiði í fallegu umhverfí og góðu næði. Kom fram tillaga sem ábending til hreppsnefndar þess efnis að friða umrætt svæði en ekki friðlýsa. Var tillagan samþykkt með miklum meirihluta. Hreppsnefndin mun af- greiða málið innan tíðar og mun þá ráðast endanlega hvemig staðið verður að friðun á Húsafelli og Geitlandi. Önnur mál vom einnig til um- ræðu á fundinum og gerði oddviti, Þórir Jónsson, nokkra grein fyrir stöðu mála. Lausafjárstaða hrepps- ins er afar slæm þar sem miklar fjárfestingar hafa verið á undan- fómum árum. Keypt var íbúðarhús í Deildartungu og iðngarðar í Reyk- holti en mikið viðhald og mikla endumýjun þurfti til að gera iðn- garða nothæfa, húsnæði þetta var áður í eigu Breiðverks hf. en það fyrirtæki varð gjaldþrota og tapaði hreppurinn um það bil 1 milljón króna. í iðngörðum eru nú Hjól- VEMR í BREIÐHOLTI Opnnm á morgun kl.10 nýja verslun á Seliabraut í Breiðholtl. Vöruval - Vörugæði! Opið á morgun laugardag frá 10-18. 7 ■/ barðaverkstæði Kristjáns, Fanntó- fell hf. og bamaheimili á vegum hreppsins. A Kleppjámsreykjum var byggt íþrótta- og baðhús við grunnskól- ann. Framlag ffá ríkinu hefur ekki staðist og vill málið stranda hjá „kerfísköllum" í Reykjavík og er nú hjá hagsýslustjóra, sagði odd- viti. 720.000 kr. munu falla í hlut hreppsins á þessu ári í greiðslu til fþróttahússins. Heilsugæslustöðin hefur safnað skuldum undanfarið; hátt á aðra milljón þar í vaxtagreiðslur og lausaskuldir. Húsnæðisskortur er hér allnokkur þó svo fólki fækki. Hefur hreppurinn ekki viljað fara út í verkamannabústaðabyggingar vegna kaupskyldu sem á hvílir. Heldur er verið að fjalla um að byggja minni hús, 60 fm. Þau myndu leysa brýnustu þörfína á ódýran og hagkvæman hátt. Atvinnumálanefnd hreppsins samþykkti tillögu í vetur og sendi hreppsnefhd. Var hún á þá leið að hreppsnefndin kannaði möguleik- ann á byggingu þjónustuhúsnæðis. En í þessu húsi gætu verið hrepps- skrifstofur, bamaheimili, heilsu- gæslustöð, apótek, banki, pósthús, verslun og þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk. Mun tillaga þessi vera í athugun. Norðurlandaráð: Norræn mál jafnrétthá á Norðurlöndum SAMNINGUR Norðurlanda um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigið móðurmál á öðrum Norðurlöndum tók gildi 1. mars sl. Markmið samningsins er að veita norrænum ríkisborgurum rétt til að neta móðurmál sitt, þegar því verð- ur við komið, í samskiptum við opinbera aðila, svo sem sjúkrahús, lögreglu, dómstóla, skóla- og skattayfírvöld. Rétturinn nær til bæði munnlegra og skriflegra sam- skipta á íslensku, dönsku, fínnsku, norsku og sænsku. Samningurinn gildir ekki á Álandi og Færeyjum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað á fundi f Stokkhólmi, 15. október sl., að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um sjávarmengun. Ráð- stefnan verður haldin í Kaup- mannahöfn haustið 1989. Þingmönnum frá mörgum Evrópu- ríkjum og fulltrúum alþjóðasam- taka verður boðið að sitja ráðstefnuna. Markmiðið með ráðstefnunni er að skilgreina og fá yfírlit um orsak- ir sjávarmengunar, svo og að skapa samstöðu Evrópulanda um að reyna að minnka mengunina, segir ífréttatilkynningu frá íslandsdeild Norðurlandaráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.