Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 17

Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 17 Herðum baráttuna gegn sjóslysunum eftirHarald Henrýsson Á síðasta ári fórust 24 menn á sjó og er það hæsta tala látinna ( sjóslysum sfðan 1973, en þá fórust 35 menn. Samkvæmt tölum Trygg- ingastofnunar ríkisins urðu 57 slys á sjó á hver 1000 starfsár árið 1985, en í landvinnu urðu slysin 10 á hver 1000 starfsár. Þessar tölur tala sínu máli og af þeim er ljóst, að enn þarf verulega að herða róðurinn gegn slysum á sjó. Þrátt fyrir ofangreindar tölur má ekki gera lítið úr því sem gert hefur verið á undanfömum árum og áratugum til að auka öryggi íslenskra sjómanna. Mikið hefur áunnist og slysum fækkað frá því sem áður var. Kemur þar margt til, en vemleg áhrif hafði að á sínum tíma var hafið skipulagt átak í þess- um málum, eða þegar Slysavamafé- lag íslands var stofnað fyrir tæpum 60 ámm. Þá var m.a. hafíst handa um að fá hingað björgunartæki, sem gerðu kleift að bjarga mönnum úr skipum í neyð við strendur lands- ins. Með fíuglínutækjum félagsins hafa björgunarsveitamenn þess bjargað á þriðja þúsund manns. Félagið hefíir og beitt sér fyrir margvíslegum öryggismálum og aukinni fræðslu um slysavamir og skilningur á þessum málum hefur aukist jafnt og þétt. Hins vegar þurfum við enn að taka hér fast á og ennþá er full ástæða til að standa fyrir skipulegum átökum til úrbóta í þessum efnum. Fyrir dymm stendur fjáröflun- arátak Slysavamafélags íslands til eflingar sjóslysavömum, þ.e. merkjasala dagana 23.-25. októ- ber nk. Því fé, sem safnast í þessu átaki verður varið til margvíslegs slysavama- og björgunarstarfs. Annars vegar rennur það til starfs slysavamaskóla sjómanna, sem ver- ið er að byggja upp og SVFÍ rekur með höfuðmiðstöð um borð í Sæ- björgu, sem áður var varðskipið Þór. Ríkið hefur þegar lagt hér fram nokkuð fé og víst er að þetta starf verður ekki tryggt til frambúðar án þess að svo verði áfram. Siysa- vamafélagið hefur hins vegar lagt fram mikið fé af sínum almennu tekjum til að festa þetta fræðslu- starf í sessi og félaginu er það mikið kappsmál að grundvöllur þess verði treystur enn frekar og því leitar það nú eftir stuðningi landsmanna. Hluti söfnunarfjárins mun hins vega renna til tækjakaupa í þágu sjóbjörgunarstarfs félagsins og björgunarsveita þess. 77 sveitir fé- lagsins um land allt sinna sjóbjörg- unarstörfum og þurfa^ á miklum tækjabúnaði að halda. Á þeim vett- vangi þarf sífellt að fylgjast með þróuninni og kappkosta að eiga bestu fáanlegu tækin. Hér má t.d. nefna, að með aukinni útgerð smá- báta á undanfömum ámm er mikil Rafkerti 9 naust BORGARTUNI 26. SÍMI 62 22 62 „Það er von stjórnar SVFI, að landsmenn taki merkjasölufólki félagsins vel næstu daga og hjálpi þar með félaginu að efla starf sitt að þessum mikil- vægu málum, sem varða þjóðina alla.“ nauðsyn á að tiltækur sé mannafli með góð tæki til leitar og björgunar með ströndum fram og á gmnnslóð- um. Því hefur félagið að undan- fömu mjög hugað að kaupum á stærri, öflugri og hraðskreiðari björgunarbátum og hafa nokkrar sveitir þess þegar keypt slíka báta. Kaup og viðhald hinna nauðsynlegu fluglínutækja kosta og jafnan tals- vert fé, en þessi tæki þurfa ætíð að vera í góðu lagi, tilbúin til notk- unar hvenær sem er og hin síðustu ár hafa þau oft verið tekin fram og notuð til björgunar mönnum. Það er von stjómar SVFÍ, að landsmenn taki merkjasölufólki fé- lagsins vel næstu daga og hjálpi þar með félaginu að efla starf sitt að þessum mikilvægu málum, sem varða þjóðina alla. Höfundur er forseti Slyaavamafé- lags íslaads. loðSI® jukmQ Mikib Otval at faltegum Jukkum 9 oSSS'SÍ: 550',’ 770;- 990;- nrekatriámáháltvifðt- 275,- 385,- 495,- Drekatre 395,- 495,- 590; jm,- 990r ir ____Bjóm um interflora víóa veröki Kringlunm rrv bústaði. SértUboð 15o% Keisarakrona^ Kr 198,- Fa"^9ÆSveisem Knnglunru- Sim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.