Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Skreiðarskuldir í bönkum á fjórða hundrað milljóna Aðeins gert ráð fyrir óverulegnm afskriftum AFURÐALÁN og vlðbótarlán vegna skreiðarútflutnings i bankakerfinu nú eru á fjórða hundrað miljjóna króna. Þar af hefur Seðlahankinn endurkeypt lán að upphæð 217,1 miiyón króna. Mest er í Landsbankan- um, 262 miiyónir króna og Útvegsbankanum 160 miljjónir. í báðum tilfellum eru endur- kaup Seðlabankans meðtalin. Hvorugur bankinn hefur tapað fé vegna lána út á skreið. Var- úðaraf skriftir eru fyrirhugaðar í litium mæli lyá Útvegsbankan- um en ekki lyá Landsbankan- um. Helgi Bergs, bankasyóri Lands- bankans, sagði ( samtali við Morgunblaðið, að ekkert af þessum skuldum hefði verið afskrifað hjá bankanum og hann hefði ekki tap- að neinu fé vegna þessara lánveit- inga. Ekkert útlit væri fyrir að svo færi og því hefðu varúðarafskriftir ekki komið til alvarlegrar umræðu. Jakob Ármannsson, fulltrúi bankastjóra í Útvegsbankanum, sagði að heildarskuldir af þessu tagi hjá bankanum væru um 160 milljónir króna. Hann sagði trygg- ingar fyrir greiðslu þessara lána og menn óttuðust ekki að þær yrðu ekki greiddar. Engu að síður væru varúðarafskriftir í einhveijum mæli fyrirhugaðar. Geir Hallgrímsson, bankastjóri í Seðlabankanum, sagði að endur- keypt afurðalán bankans næmu 217,1 milljón króna, en slíkum end- urkaupum hefði verið hætt á árinu 1985. Megnið af lánunum væri endurkeypt af Landsbankanum og Útvegsbankanum, en einnig hefðu afurðalán verið keypt af Samvinnu- bankanum, Búnaðarbankanum, Iðnaðarbankanum og sparisjóðum. Geir sagði að upphæð þessi hefði farið ört lækkandi síðustu misseri. Morgimblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Borgames fær bæjarréttindi: Efnt til hátíðarhalda fyrir unga og aldna Borgarnesbær kaup- ir verksmiðjuhús Prjónastofu Borgamess Borgarnesi. Á FYRSTA fundi bæjarstjórnar Borgarness verður lögð fram til- laga þess efnis að bæjarstjóra verði heimilt að ganga frá kaup- um á verksmiðjuhúsi Pijónastofu Borgarness. Pijónastofa verður áfram starf- rækt á neðri hæð hússins. Stofnað verður nýtt fyrirtæki um þann rekstur, en tryggt er að 12 til 15 LANDSBANKI íslands hefur keypt skuldabréf útgefln af Seðlabanka Nfgeríu með sérs- takri ábyrgð rikissjóðs Nfgerfu. Bréfin eru keypt af fleiri en ein- um skreiðarútflytjanda hér á landi, en þeir hafa tekið þau sem greiðslu fyrir skreið. Upphæð bréfanna er tæpar tvær mil)jónir dala, rúmar 70 miiyónir króna. Þetta kemur fram í frétt frá bankanum og þar segir ennfrem- ur að bankasfjórnin sé þess fullviss að þessi bréf verði að fullu greidd og bankinn muni Nefndummál- efní dagmæðra Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um mál- efni dagmæðra og senýa reglur um starfsemi þeirra. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður ráð- herra. Aðrir nefndarmenn eru Selma Jú- líusdóttir, tilneftid af Samtökum dagmæðra í Reykjavfk, Anna K. Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi (slenskra sveitarfélaga og Garðar Viborg, tilnefndur af Bamaverdar- ráði íslands. starfsmenn Prjónastofii Borgamess fái vinnu hjá hinu nýja fyrirtæki. Efri hæð og ris verksmiðjuhússins verður keypt undir söfnin I Borgar- nesi, bókasafn, byggðasafn, lista- safn og náttúrugripasafn. Er þama þv( leystur húsnæðisvandi safnanna í Borgamesi sem var orðinn mjög ekki bíða tjón af þessum viðskipt- íim. Fréttin frá bankanum er tilkomin vegna blaðaskrifa um þetta mál. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við Helga Bergs, einn bankastjóra Landsbankans og leit- aði nánari skýringa hjá honum. Helgi sagði, að stjómendur Lands- bankans hefðu engu við þessa frétt að bæta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru umrædd skuldabréf hluti af mun stærri heild bréfa, upp á þijá milljarða dala, sem gefin hafa verið út í Nígeríu samkvæmt samningum við lánadrottna lands- manna. Upphaflega var ætlað að gefa út skuldabréf fyrir 7 milljörð- um dala, en líklega verða aðeins bréf fyrir einum milljarði til við- bótar gefín út. Skuldabréf þessi voru til 6 ára og átti fyrst að greiða af þeim um miðjan október. Við það var ekki staðið. Nýjustu fregnir af þessum málum herma, að nú standi yfir samningar um skuldbreytingu þessara skuldabréfa, þannig að þau verði til 22 ára með 5% vöxtum. Áður en það kom til munu skulda- bréf þessi hafa gengið kaupum og sölum eriendis á um 26% af nafn- virði. Heimildamenn Morgunblaðs- ins telja að afföll af þeim verði enn meiri, komi skuldbreytingin til. Borjfamesi. FYRSTA vetrardag, laugardag- inn 24. október, hlýtur Borgar- nes formlega bæjarréttingi, samkvæmt samþykkt hrepps- nefndar Borgarneshrepps frá 16. september sl. og með heimild i nýju sveitarstjórnarlögunum. Að þessu tilefni efnir hreppsnefndin til ýmissa hátiðarhalda í Borgar- nesi, jafnt fyrir unga sem aldna. Haldnir verða tveir hátíðarfund- ir á Hótel Borgarnesi. Sá fyrri verður síðasti hreppsnefndar- fundur núverandi hreppsnefnd- ar og strax að honum loknum verður haldinn fyrsti fundur fyrstu bæjarstjóraar Borgar- ness. Að sögn Eyjólfs Torfa Geirssonar núverandi oddvita og formanns Landsbankinn hefur keypt þau á nafnverði. „ÞAÐ virðist margt vera athug- unarvert við skreiðarsöluna og hvernig búið er að framleiðend- um skreiðarínnar. Þess vegna óskaði ég eftir þvi að forsætis- ráðherra skipaði nefnd til að kanna þessi mál og koma með ábendingar um úrbætur. Til greina getur komið að útflutn- ingurinn verði á einni hendi og ennfremur að útflutningsleyfi verði skilyrt ákveðinni upplýs- ingamiðlun,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, i samtali við Morgunblað- ið. Nú er unnið að því að færa ut- anríkisvið8kipti úr viðskiptaráðu- neytinu í utanríkisrðauneytið, en hátíðamefndar hefst hátíðin kl. 18 ( dag, föstudag, með opnun mál- verkasýningar Listasafns Borgar- ness í Samkomuhúsi Borgamess. Dagskráin á laugardag hefst kl. 13.00 með setningu Vesturlands- móts í sundi I íþróttamiðstöðinni. Þá hefst guðsþjónusta í Borgames- kirkju kl. 13.15; prestur sr. Þor- bjöm Hlynur Ámason. Hátíðar- fundir hreppsnefndar og bæjarstjómar verða á Hótel Borg- amesi og byijar fyrri fundurinn kl. 14.00. Eftir bæjarstjómarfundinn heldur dagskráin áfram á hótelinu. Þar mun Theodóra Þorsteinsdóttir syngja einsöng og Kveldúlfskórinn mun syngja undir stjóm Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Frá kl. 17 til 19 verður opið hús í gmnnskólanum fyrir yngstu borg- arana (6 til 11 ára). Málverkasýning Listasafnsins verður opin frá kl. 17 til 22 á laugardag. Helstu bygging- arframkvæmdir á vegum sveitarfé- lagsins verða sýndar á laugardag- inn, má þar nefna svonefnt Magnhús á Mávakletti 14 og þjón- ustuíbúðir aldraðra við dvalarheim- ilið. Bama- og ungiingadansleikur verður í íþróttamiðstöðinni frá kl. 20 til miðnættis og dagskránni á laugardaginn lýkur síðan með dans- leik á Hótel Borgamesi, þar sem hljómsveitin Seðlar frá Borgamesi þar mun sérstök skrifstofudeild sjá um þau mál. Steingrímur sagði, að til þessa hefði ýmislegt verið gert fyrir fram- leiðendur skreiðarinnar. Fallið hefði verið frá vöxtum að hluta til og skuldir þeirra við Seðlabankann hefðu verið frystar. Hins vegar hefði skreiðarverkunin ein greina útflutnings á sjávarafurðum ekki fengið að taka afurðalán í sama gjaldmiðli og afurðimar hefðu verið seldar fyrir. Afurðalán út á skreið hefðu ein verið bundin SDR og teldu framleiðendur sig hafa tapað vem- legum §árhæðum vegna þess. Rétt væri að endurskoða þá ákvörðun bankanna, fá upplýsingar um það hvera vegna þetta væri og hugsan- lega láta þá greiða mismunin á leikur fyrir dansi. Sagði Eyjólfur Torfi að vonast væri til að allir bæjarbúar svo og brottfluttir Borg- nesingar og aðrir velunnarar bæjarins kæmu til þessara hátíð- arhalda. Aðspurður um stöðu atvinnumála í Borgamesi í dag sagði Eyjólfur: „Ég er bjartsýnn á framtíð Borgar- ness, þar bendir margt til þess að við séum á leið upp úr þeim öldu- dal sem að við höfum verið í á síðustu ámm. Fólk er almennt já- kvæðara og opnara fyrir nýjungum en áður var. Víða er að finna vaxt- arbrodda í atvinnulífinu ogýmislegt er ( burðarliðnum. Sveitarfélagið er að fara af stað með könnun á þörf fyrir iðngarða og verið er að bjóða út fyreta áfanga að gerð íþróttavallar við íþróttamiðstöðina. Áf nýjum fyrirtækjum má nefna Eðalfísk hf. sem meðal annare reykir lax og silung og nú er unnið að markaðsöflun erlendis fyrir þá vöra.“ Ártöl sem enda á 7 hafa jafiian skipað mikinn sess ( sögu Borgar- ness. Þannig bar löggildingu versl- unarstaðar við Brákarpoll í Borgamesi upp á árið 1867 og bygging fyrsta (búðarhússins hófst sumarið 1877 með fastri búsetu eins íbúa veturinn eftir. lánum tengdum SDR og dollumm. Steingrímur sagði ennfremur að til greina kæmi að setja skreiðarút- flutning á eina henda, en það krefðist samþykkis allra útflytj- enda. Tilraun til þess hefði verið gerð í fyrra, en mistekizt vegna andmæla eins útflytjandans. Enn- fremur gæti komið til greina að skylda útflytjendur til að gefa ut- anríkisverzlunarskrifstofunni tæmandi upplýsingar um gang mála. Upplýsingar útflytjenda og framleiðenda stönguðust á og botn yrði að fá I málin. Hins vegar væri hann á móti miklum afskiptum hins opinbera af þessum útflutingi og bezt væri að útflytjendur og fram- leiðendur næðu samstöðu um aðgerðir, sem dygðu til úrbóta. Landsbankinn: Nígerísk skuldabréf keypt af útflytjendum á nafnvirði Gangverð erlendis um 26% af nafnvirði - TKÞ. Margt athugunarvert víð skreiðarsöluna - segir Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.