Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Htargi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi ínnanlands. I lausasölu 55 kr. eintakíö. Sviptingar á Alþingi Nokkuð stormasamt hefur verið á Alþingi síðan það kom saman í haust. Forseti sameinaðs þings var ekki kjör- inn án ágreinings í hans eigin flokki. Snarpar umræður urðu um efnahagsmál. Uppnám hef- ur orðið vegna sláturhússins á Bíldudal. Einn stjómarþing- manna flytur frumvarp til að stemma stigu við valdi flármála- ráðherra til að hrófla við sölu- skatti. Frumvarp um húsnæðis- mál er lagt fram af ráðherra Alþýðuflokksins án þess að þingflokkar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafl lagt blessun sína yfir það. Sú stefna hefur verið rflqandi og henni fylgt í framkvæmd eftir því sem kostur hefur verið, að mál eru brædd saman í þing- flokkum og síðan standa menn sameinaðir að afgreiðslu þeirra, þegar þau koma til afgreiðslu í þinginu. Hefur það jafnan þótt nokkrum tíðindum sæta, ef einn þingmaður úr stjómarliði hefur neitað að styðja frumvarp ríkis- stjómar. Hafa ij'ölmiðlar verið á höttunum eftir yfírlýsingum þeirra, sem þennan kost hafa valið, og þeir hafa jafnvel átt auðveldara með að koma sjónar- miðum sfnum á framfæri en hinir, er mynda meirihlutann. Sá kostur, sem valinn var í Sjálfstæðisflokknum við kjör á forseta sameinaðs þings, og aðferðin, sem stjómarflokkamir hafa valið, við framlagningu frumvarpsins um húsnæðismál, benda til þess, að ekki sé lögð jafn mikil áhersla á það og áð- ur, að ná samkomulagi innan þingflokka eða milli þingflokka ríkisstjómar, áður en mál em lögð fram. Það hlýtur að ráðast mjög af heildarfylgi ríkisstjóma hveiju sinni hve lausan tauminn einstakir þingmenn geta fengið, þegar tekin er afstaða til ein- stakra mála. Ríkisstjóm hefur yfirlýstan stuðning að minnsta kosti 39 þingmanna af 63, og 40 ef Karvel Pálmason, einn þingmanna Alþýðuflokksins, tekur afstöðu með flokki sínum. Stjómin hefur því góðan meiri- hluta og einstakir þingmenn geta hlaupið út undan sér, eins og kallað er, án þess að lífí sljómarinnar sé beinlínis ógnað. Ríkisstjómin er á hinn bóginn mynduð með stuðningi þriggja flokka. Samráð í því skyni að ná einni sameiginlegri niður- stöðu er því tímafrekara nú en þegar tveir flokkar sátu við stjóm. Þeirri staðreynd mega þingmenn og forystumenn í stjómmálum ekki gleyma í óða- gotinu, að lýðræði er í eðli sínu tímafrek aðferð til að stjóma. Þeir sem aðhyllast það verða að gefa sér nægan tíma vilji þeir ná víðtækum stuðningi. Af þingmönnunum 63, sem kjömir voru í aprfl sl., er 21, sem ekki sat á síðasta þingi. Af þessum hópi em 11, sem koma nú í fyrsta sinn til starfa í þinghúsinu. Aðrir hafa verið varamenn eða sátu á þingi ein- hvem tíma fyrir 1983. Þessi umskipti kunna að hafa sitt að segja um yfirbragð þingstarfa. Það þarf síður en svo að vera ámælisvert, að ákvarðanir fyrir luktum dymm þingflokka séu ekki jafn veigamiklar og áður. Tíðarandinn krefst þess ef til vill, að einstakir þingmenn viðri skoðanir sínar meira en áður fyrir opnum tjöldum. Mestu skiptir, að haldið sé á málum af skynsemi og festu, þannig að traust almennings á þessari æðstu valdastofnun þjóðarinnar vaxi en dvíni ekki enn frekar. Styrkjum Slysavarna- félagið * Idag heflast svokallaðir merkisdagar Slysavamafé- lags íslands og þeim lýkur á sunnudag. Sölufólk gengur í hús um allt land og býður barm- merki til kaups. Það fé, sem safnast við merkjasöluna, verð- ur notað til að efla sjóslysavam- ir, meðal annars til að kaupa hraðskreiða björgunarbáta. Annar búnaður fyrir björgunar- sveitir verður einnig keyptur og ætlunin er að efla slysavama- skóla félagsins og almennt fræðslustarf meðal sjómanna. Vegna sögu sinnar og afreka félagsmanna höfðar Slysa- vamafélag íslands sterkt til allra íslendinga. Öllum er okkur ljóst hve mikið öryggi starfsemi þess hefur veitt þeim, sem sækja sjó vegna atvinnu sinnar. Nú, þegar notkun báta og skipa til skemmtunar í tómstundum er að aukast, fær starfsemi fé- lagsins nýtt gildi í hugum margra. Morgunblaðið skorar á lesendur sína og aðra lands- menn að sýna hug sinn til Slysavamafélags íslands f verki með því að kaupa barmmerki því til stuðnings nú um helgina. Fridarverðlaunin 1987 Azcona forseti Hondúras. Daniel Ortega, forseti Nig- aragúa. Duarte forseti E1 Salvador. Samið um rás byltingarimiar Frumkvæði Oscars Arias við að stilla til friðar 1 Nicaragúa kann að valda straumhvörfum í þróun mála í Mið-Ameríku Þær breytingar, sem orðið hafa á pólitískum viðhorfum í Mið- Ameríku, eftir að Oscar Arias Sanchez, forseti Costa Rica, lagði hinn 7. ágúst sl. fram ítarlegar frið- artillögur sínar á sameiginlegum fundi allra fímm forseta Mið- Ameríkuríkjanna, kunna að valda straumhvörfum í heildarstefnu og stjómmálaþróun þessara langhijáðu ríkja. í fyrsta sinn um Iangan aldur örlar þó á einhverri von um að eins konar lýðræði og einhvers konar friður geti loks komizt á í þessum heimshluta. Arias forseti hefur vissulega kom- ið fram á sjónarsviðið sem bæði hygginn og framsýnn stjómmála- maður, og — það sem ef til vill er ekki síður mikilsvert á hans heima- slóðum, hann hefur þegar sýnt fram á, að hann hefur til að bera elju- semi, sterkan vilja og nægilegt áræði til að takast í alvöm á við þann margþætta pólitíska vanda, sem fyr- ir hendi er í Mið-Ameríku og reyna að breyta stöðu mála þar. — Það era þessir eiginleikar Arías forseta og áræði hans, sem fært hafa honum hina mikilsverðu viður- kenningu norsku nóbelsnefndarinn- ar. Veiting friðarverðlauna Nóbels 1987 til handa Oscar Arías Sanchez forseta hefur og yfírleitt mælzt mjög vel fyrir og þykir val nefndarinnar í þetta sinn til sóma. Loft allt lævi blandið Það er vissuiega ekki til lítils mælzt í friðartillögum Ariasar for- seta: Hann ætlast raunveralega til þess, að hin ríkjandi stjóm Sandin- ista í Nicaragua, kúvendi stefnu sinni og leysi þannig erfiðasta hnút- inn í pólitískri flækju Mið-Ameríku. Og Arias forseti veit líka, hve erfitt verk er fyrir höndum í Nicaragua: „í fyrsta sinn í mannkynssögunni eram við að fara þess á leit við marxíska ríkisstjóm, að hún snúist til lýðræðislegra stjómarhátta og skapi reyndar það frjálsræði innan- lands, að mismunandi þjóðfélagsöfl fái notið sín, og það á að gerast á 90 dögum." Margar þær kröfur, sem gerðar eru á hendur stjómar Nicaragua í friðartillögum Ariasar forseta, þylq'a strangar og erfiðar að uppfylla þar suðurfrá. Nokkrar þær helztu era þessar Að bæjar- og sveitarstjómar- kosningar verði haldnar I landinu hið fyrsta, en slíkum kosningum hefur nú verið frestað um árabil; að allir þeir þegnar landsins, sem sitja núna í fangelsi vegna stjómmála- skoðanna sinna, verði þegar í stað látnir lausir og þeim gefnar upp sakir; að neyðarlög þau, sem Nic- aragua er nú stjómað eftir, verði numin úr gildi, en þessi lög fela m.a. í sér, að margs konar almenn þegn- Friðarverðlaun Nobels til Oscars Arias Sanchez, forseta Costa Rica. réttindi hafa verið afnumin um langt skeið; að öllum stjómmálaflokkum verði aftur leyft að starfa óhindrað; að blöð stjómarandstöðunnar fái aftur að koma út; að einar fimm útvarpsstöðvar í einkaeign fái aftur að senda ótraflað út dagskrár sínar; að þeir nicaragúanskir þegnar, sem flúð hafa land eftir valdatöku Sandinista-stjómarinnar, fái að snúa óáreittir heim aftur og geti þar ver- ið óhultir um líf sitt. En það er samt ýmislegt í friðar- tillögunum, sem freistar sandinista- valdsmönnunum í Nicaragua einmitt um þessar mundir. Þeir eygja þama möguleika á að lifa af þá orrahríð, sem andstæðingar þeirra gera að þeim, en þar era kontra-skæraliðar fremstir í flokki. Og sandinistum sjálfum leikur auk þess hugur á að ná fram breytingum til batnaðar í innanríkismálum landsins. Kontra- skæraliðar era á hinn bóginn teknir að velta því fyrir sér, hvar þeir eigi þá að verða sér úti um skotfæri og vistir, ef skriður fer að komast á friðaráætlun Ariasar. Bandaríkja- stjóm er mjög svo tvístígandi andspænis tillögunum og hefur þar með greinilega verið slegin út af laginu í stefnu sinni í málefnum Mið-Ameríku. Almenningur S Nic- aragua og í nágrannalöndunum bíður milli vonar og ótta um, hver framvinda mála verður. Djúpt sokknir Mið-Ameríkuforsetamir fimm voru ekki einir um að samþykkja stuðning sinn við tillögur Ariasar frá Costa Rica. Ráðstefnuna sátu einnig 13 utanríkisráðherrar, bæði frá Mið-Ameríku og frá hinum svoköll- uðu Contadora-ríkjum, þ.e. frá Panama, Venzúela, Colombíu og Mexíkó og frá „stuðnings-ríkjum" þeirra, Brasilíu, Argentlnu, Úrúguay og Perú. Auk þeirra vora með í ráð- um aðalritarar Sameinuðu þjóðanna og Samtaka Ameríkuríkja. Ef Ró- manska Ameríka á sér yfírleitt nokkum sameiginlegan málsvara, þá er óhætt að segja að hann væri þama að finna í þessari ráðstefnu. Skipuð var sérstök eftirlitsnefnd, sem á að að sjá um, að öllum skilyrð- um, sem fram komu í friðartillögun- um, yrði dyggilega fylgt og þau í heiðri haldin. í Nicaragúa bragðust sandinistar hart við. Stjómin flýtti sér að skipa nefnd til að vinna að „þjóðarsátt", og jafnvel hinn óþreytandi gagnrýn- andi sandinista-stjómarinnar, Miguel Obando y Bravo kardínáli í Nicaragúa, hlaut sæti í nefndinni. Hinir kommúnísku valdhafar Nic- aragúa, þ.e.a.s. sandinistar era í úlfakreppu; her þeirra telur um 75.000 manns, stjómin telur sér samt sem áður ógnað af 12.000 manna herstyrk kontra-skæraliða, sem búnir era að mestu bandarískum vopnum og hafa hingað til ekki látið deigan síga í baráttu sinni gegn kommúnistasljóminni. Efnahagur Miguel Obando y Bravo kardínáli leggja blessun sina yfir sandinistt landsins er I algjöra öngþveiti, verð- bólgan er yfir 700%. Nýlega varð Daniel Ortega, forseti Nicaragúa, að tilkynna landslýð 100% hækkun á benzíni og að leyfílegur benzín- skammtur á bifreið yrði minnkaður um helming. Rússar reynast ekki lengur eins hjálpsamir við sandin- istastjómina og nýlega birtist jafnvel grein í málgagni sovézku stjómar- innar, ízvestfu, „um „sníkjudýra- lífshætti, brask, spillingu og skipulagða svikastarfsemi í Nic- aragúa sandinista". Samtímis hefur smásaman verið að draga verulega úr aðstoð vestrænna ríkja við Nic- aragúa, en með vissum tilslökunum I lýðræðisátt vonast stjómvöld eftir, að vinir þeirra á vesturlöndum verði aftur örlátari á fé og þjálpargögn. Ef vonimar rætast... Framkvæmd friðaráætlunar Ar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.