Morgunblaðið - 23.10.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 23.10.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 31 Viðskiptaráðherra í umræðum um Útvegsbankamálið: Einum aðila verður ekki seld- ur meirihluti í ríkisbanka SALA Á hlutabréfum ríkisíns i Útvegsbanka íslands kom til umræðu utan dagskrár í samein- uðu þingi í gær. Var það Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sem hóf umræðurnar. í umræðunum sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, að bæði tilboðin væru enn i athugun en ekki kæmi til greina að selja öðrum aðilanum meirihluta i bankanum. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sagðist vilja heyra hugmyndir ríkis- stjómarinnar um framtíð Útvegs- bankans og hvaða leiðir hún hygðist fara í málinu. Sagði hann meðferð stjómarinnar á málinu vera „klúð- urslega". Tilboð Sambands íslenskra samvinnufélaga jafngilti kaupum, að mati flestra lögfræð- inga í landinu. Því hefði þó verið hafnað vegna „hótana Þorsteins Pálssonar" um stjómarslit. Svavar sagðist hafa heyrt að áhugi þeirra tveggja aðila er gert hefðu tilboð í bankann færi þverr- andi og þeir myndu innan skamms lýsa því yfir að þeir vildu ekki koma nálægt málinu lengur. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagðist vera ósammála Svavari í þeim efnum að óeðlilegur dráttur hafi verið á meðferð málsins og spurði hvort hann hefði frekar æskt þess að öðmm hvomm tilboðs- gjafanum yrði afhentur meirihluti í Útvegsbankanum eða öðmm ríkis- banka. Því hefði hann ekki hug á og væri enn að leita að lausn sem tryggði almenningshagsmuni betur. Ef til vill væri líka skynsamlegt að bíða eftir niðurstöðu matsnefnd- ar er ynni að úttekt á stöðu bankans og jafnvel endurmeta hlutabréfin í ljósi hennar. Þessi skýrsla yrði birt MÞinfil .F ' '■> ' ' ' " s "" Alþingi er hún væri tilbúin. Viðskiptaráðhera sagði það vera stefnu ríkisstjómarinnar að breyta ríkisbönkum f hlutafélagsbanka, að vinna að sammna banka og að dreifa eignaraðild í þeim eftir föng- um. Hefði hann myndað afstöðu sína til sölu Útvegsbankans með þessi markmið f huga. Lögin um sölu Utvegsbankans væm að hans mati ekki lausn á vanda bankakerfisins í heild þar sem þau næðu aðeins til bankans sjálfs. Nú væri verið að vinna að tillögum um endurskipulagningu bankakerfisins og einnig vonaði hann að boðuð samræming á skatt- lagningu tekna af eignum gerði myndun almenningshlutafélaga auðveldari. Ingi Björn Albertsson (B.-Vl.) sagði viðskiptaráðherra vera kom- inn út f ógöngur í þessu máli. Annað hvort ætti að ákveða sölu til eins aðila eða hætta við sölu. Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) sagði starfsemi Útvegsbankans hafa snúist til betri vegar þrátt fyrir áföll. Nú ætti að gera núver- andi starfsfólki kleift að reka bankann í friði. Sagði Hreggviður að ríkið væri þegar búið að selja SÍS bankann, engin undankomuleið væri f sölu- skilmálunum. Spurði hann hvenær rfkið ætlaði að afhenda bankann og ef það yrði ekki gert hversu háar skaðabætur yrðu greiddar vegna samningsbrots. Guðmundur Ágústsson (B.-Rvk.) sagði völd þeirra fáu og stóm í þjóð- félaginu aldrei hafa komið jafn glögglega upp á yfírborðið og í þessu máli. Það skipti fólkið í landinu litlu máli hvor hópurinn myndi kaupa bankann. Taldi Guð- mundur að SÍS ætti bæði lagalegan og siðferðilegan rétt á kaupunum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.- Rvk.) sagði nauðsynlegt að koma á hagræðingu f bankakerfinu. Þeg- ar framtíð Útvegsbankans var ákveðin á síðasta þingi hefði Kvennalistinn talið einu raunhæfu leiðina vera að sameina bankann við aðra rfkisbanka. Spurði hún hvort þetta hefði verið rætt nú. Jón Magnússon (S.-Rvk.) þakk- aði viðskiptaráðherra fyrir þær yfirlýsingar að niðurstaða mats- nefndar yrði birt á Alþingi og að hann myndi ekki láta einn aðila fá meirihluta í bankanum. Sagði Jón að ef selja ætti ríkisbanka þyrfti að tryggja valddreifingu. Afstaða Borgaraflokksins f málinu hefði komið honum á óvart. Gæti hann ekki skilið hana öðm vísi en svo að þeir krefðust þess að SÍS yrði afhentur bankinn. Það taldi hann ekki æskilegt því það væri ekki í anda valddreifíngar að afhenda annað hvort SÍS eða 33-menning- unum meirihluta. Jón Baldvin Hannibalsson, ísland styður tillögu Mexíkó og Svíþjóð í umræðum á Alþingi í gær um tillögu Guðrúnar Agnarsdóttur (Kvl.-Rvk.) og annarra þingmanna Kvennalistans um frystingu lqam- orkuvopna lýsti Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, sig samþykkan henni og sagði að ísland myndi styðja efnislega sam- hljóða tillögur, sem á undanfömum árum hafa verið fluttar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og gjaman verið kenndar við Mexfkó og Svíþjóð. íslendingar hafa hingað til setið hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna. Sagði Steingrímur að nú væri breytt andrúmsloft í heims- málum frá því fyrir ári sfðan og veldi það þessari nýju afstöðu. Dómstóll í skattsvikamálum í umræðum í efri deild um tekju- og eignaskatt á miðvikudag lýsti Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, því yfír, að til greina komi að hans mati að koma hér á fót, tímabundið, sérstökum dómstól í skattsvikamálum, en Svavar Gests- Málefni Útvegsbanka íslands komu til umræðu utan dagskrár & Alþingi í gær. t fjármálaráðherra, sagði að það sem vakti fyrir mönnum við sölu bankans væri að tryggja hagsmuni ríkissjóðs og sú grundvallarregla að að draga úr forræði ríkisins í bankakerfinu. Halldór Blöndal (S.-Ne.) sagð- ist undrandi á einhliða áherslu flárgæslumanns ríkissjóðs á hags- Stuttar þingfréttir son (Abl.-Rvk) hefur mælt fyrir frumvarpi um það efni. Ráðherrann tók fram að það væri ekki ágalla- laust að koma á fót mörgum sérdómstólum. Hinsvegar bæri að athuga, hvort ekki væri rétt að koma hér á fót slfkum sérdómstóli til ákveðins tíma, til að herða á meðferð skattsvikamála. Dounreay mótmælt Hjörleifur Guttormsson (Ab.-Al.) ásamt fimm öðrum þingmönnum hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu þar sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjóminni að bera fram formleg mótmæli vegna stækkunar endurvinnslustöðvarinnar fyrir kjamorkuúrgang í Dounreay f Skotlandi. Kennaramenntun Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) ásamt fjórum öðrum þing- mönnum Alþýðubandalagsins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um framtíðarskipun kennaramenntun- ar. Gert er ráð fyrir að rfkisstjómin láti endurskoða inntak og skipan muni ríkisins. Fýrst og fremst ættu menn að hafa f huga hagsmuni þess fólks sem hefði fé sitt í bankan- um. Sagðist Halldór vera sammála því að ef ríkisbanki yrði seldur ætti eignaraðildin að vera í sem flestra höndum. Hann myndi jafnvel leggja til að allir íslendingar fengju hlut í bönkum, yrðu þeir seldir. kennaramenntunar fyrir gmnn- skóla- og framhaldsskólastig. Fyrirspumir Jón Magnússon (S.-Rvk) spyr viðskiptaráðherra hvort nýlega hafí verið gerðar kannanir á þvf hvers vegna almennt vömverð er hærra hér á landi en í nágrannalöndum, hvort samkeppnishömlur eða sam- ráð söluaðila og framleiðenda um verðlagningu valdi hækkun verðs og hvort farmgjöd til landsins séu eðlileg miðað við farmgjöld í ná- grannalöndum. Olafur Ragnar Grímsson (Abl,- Rn.) spyr utanríkisráðherra spum- inga um byggingarkostnað á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og rekstrarútgjöld fyrirtækja sem em þar leigutakar. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) spyr menntamálaráðherra um byggingu fyrir náttúrufræðisafn. Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) spyr félagsmálaráðherra um aðild íslands að norræna umhverfis- vemdarsamningnum. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) spyr menntamálaráðherra nokkurra spuminga um námslán. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um erlend heiti á íslenskum fyrirtækjum: Vakandi umræða besta vörnin gegn erlendum aðskotaheitum GUÐRÚN Helgadóttir (Abl.- Rvk.) spurði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra.í sameinuðu þingi á þriðjudag um erlend heiti á islensktun fyrirtækjum. Taldi hún þróunina vera í þá átt að fleiri fyrirtæki bæru erlend heiti en áður og vildi vita hvort við- skiptaráðherra hygðist sporaa við þeirri þróun. 1 svari sinu sagðist viðskiptaráðherra hafa áhyggjur af þessari þróun en hann teldi ekki vist að lagasetn- ing værí besta lausnin. Áhrífarik- asta vörain værí vakandi umræða um nauðsyn þess að verada tunguna gegn erlendum aðskotaheitum. Guðrún Helgadóttir (Abl.- Rvk.) sagði að þrátt fyrir yfírlýsing- ar nokkurra fyrrverandi viðskipta- ráðherra að baríst yrði gegn þeirri þróun að íslensk fyrirtæki bæm erlend nöfn héldi hún áfram. Nú hefði nýlega verið opnuð mikil við- skiptahöll í Reylqavík og hétu langflest fyrirtæki í henni erlendum nöfnum. Sömu sögu væri að segja um helstu verslunargötu borgarinn- ar og nú hefði landsbyggðin f æ rfkara mæli tekið upp þennan sið. Hún spyrði því viðskiptaráðherra hvort hann teldi það samræmast lögum um verslanaskrár, fírmu og prókúmumboð, nr. 42/1903, sbr. lög nr. 57/1982, að æ fleiri fslensk fyrirtæki beri erlend heiti. Hvort viðskiptaráðherra hefði gert gang- skör að því að farið væri að þeim lögum teldi hann svo ekki vera og hvort hann hygðist spoma við þeirri þróun að íslensk fyrirtæki beri er- lend nöfn. Sé svo, til hvaða ráða hyggst ráðherra grípa? Lögin ekki afturvirk Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði að f lagatextanum sem fyrirspyijandi vitnaði til segði efnis- lega, að hver sá er rekur verslun, handiðnað eða verksmiðjuiðnað skuli nefna fyrirtæki sitt eða at- vinnustarfsemi nafni er samrýmist fslensku málkerfí að dómi skrásetj- ara. Ef ágreiningur yrði út af nafni mætti skjóta honum til Ömefna- nefndar. Skráningu væri þannig háttað að utan Reykjavíkur önnuðust þessa skráningu embætti sýslu- manna og bæjarfógeta, en í Reykjavík firmaskrá borgarfógeta- embættisins og svo fyrir landið allt hlutafélagsskrá. Skrásetjaramir vektu athygli á því að lög nr. 57/1982 og 67/1985 væm ekki afturvirk og því ýmis erlend heiti fyrirtækja lögleg sem bijóta mundu í bága við lög ef menn vildu gefa þau nú. Nefndi viðskiptaráðherra sem dæmi nöfn á borð við Holly- wood, Broadway og Winnys sem hefðu verið skráð áður en lögin tóku gildi. Frá gildistöku laganna hefðu skrásetjaramir í mörgum til- fellum neitað að skrá fyrirtækja- heiti sem þeir hefðu ekki talið samrýmast fslensku málkerfi; Viðskiptaráðherra sagði auðvitað mörg álitamál koma upp þegar skrá ætti nöfn á fyrirtækjum og kæmu þar ekki einungis við sögu erlend fyrirtælqaheiti heldur lfka heiti, sem ættu að heita á fslensku, en menn vildu mynda með erlendum hætti. Dæmi um þetta gæti verið nöfn eins og „Við sjávarsíðuna", sem var reyndar samþykkt að fengnu áliti Ömefnanefndar. Einnig kæmu upp ný álitamál þegar íslensk fyrirtæki tengdust erlendum viðskiptakeðjum og byggðu afkomu sfna að verulegu leyti á alþjóðlegri auglýsinga- og kynningarstarfsemi, sem keðjan stæði fyrir. Nýlegt dæmi um þetta væri nafn á veitingastað í Kringlunni og á hóteli við Sigtún. Þegar búið hefði Jón Sigurðsson verið að Qalla um þessi nöfn, í sam- ráði við formann Ömefnanefndar, hefði verið mótuð ný regla, sú að hægt væri að hafa erlend orð sem síðari hluta í heiti slfkra fyrirtækja. Á sfðustu mánuðum hefðu þannig verið skráð fyrirtækin „Hótel Sig- tún, Holiday Inn“ og „Harðrokks- kaffi, Hard Rock-Café“. Hér væru mörkin við vörumerki ekki mjög glögg og þvf úr vöndu að ráða þar sem erlend vörumerki væru notuð hér í fullum rétti og reyndar vemd- uð af alþjóðlegum samþykktum. Lögin ná ekki upphaf- legum tilgangi Sagði viðskiptaráðherra að sér fymdist sem skráningu væri fram- fylgt samkvæmt lögunum þótt að um einstakar skráningar mætti deila. Hitt væri þó ljóst að lögin næðu ekki fyllilega þeim tilgangi sem margir teldu að náð yrði með setningu þeirra. Sagði hann að formaður Ömefnanefndar, Þórhall- ur Vilmundsson, hefði f grein í Morgunblaðinu bent á eins konar málamiðlunarlausn, sem hann myndi kanna nánar. í henni fælist að verslunum og öðrum fyrirtækj- um yrði gert skylt að hafa jafnan uppi íslenskt nafn við hlið hins er- lenda heitis. Varðandi þá spumingu fyrir- spyrjanda hvort hann hefði gert gangskör að því að farið væri eftir lögum um nafngiftir á íslenskum fyrirtækjum sagðist viðskiptaráð- herra ekki hafa haft bein afskipti af þeim þá rúmlega 100 daga sem hann hefði gegnt ráðherrastarfí. Hann myndi þó leggja það fyrir skrásetjarana að vanda fram- kvæmdina eftir föngum þó að hann óttaðist að lagahliðin væri ekki sér- lega áhrifarík. í þriðja lagi var viðskiptaráð- herra spurður hvort hann hygðist spoma við þeirri þróun að fslensk fyrirtæki beri erlend nöfii og þá til hvaða ráða hann hygðist grípa. Sagðist hann afdráttarlaust vilja spoma gegn þeirri þróun en yrði að viðurkenna að hann hefði ekki lausn á reiðum höndum. Hann héldi satt að segja að engin einföld opin- ber lausn kæmi til f þessu máli og alls ekki vfst að lausnin feldist f breyttum lögum. Helst væri hægt að veijast þessari mengun með vak- andi umræðu í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að varðveita tunguna frá slíkum aðskotaheitum. Áhrífaríkasta leiðin væri að upplýsa almenningsálitið og styðja það röggsamlegri framkvæmd á lögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.