Morgunblaðið - 23.10.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 23.10.1987, Síða 36
SVONA GERUM VID 36 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 LANDSBANKINN r I GRINDAVÍK r I NÝJU OG GLÆSIIFGIJ HÚSNÆÐI Starfsemi Landsbanka íslands í Grindavík er flutt í rúmgott, glæsilegt hús aö Víkurbraut 56. Aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk er nú öll önnur og betri. Við bjóðum viðskiptavini velkomna f nýja húsið með ósk um góð samskipti í framtíðinni. Vekjum einnig athygli á nýju símanúmeri: 92-68799 Bestu kveðjur Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Að fengnum dómi Yfirlýsing frá Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi 21. október 1987. í Morgunblaðinu í dag les ég frétt af því að Hæstiréttur við Lindargötu hafí staðfest dóm Pét- urs Guðgeirssonar sakadómara þess efnis að ummæli mín í grein-. arkomi (í því sama Morgunblaði) fyrir fjórum árum tæpum hafí verið æmmeiðandi fyrir gjörvalt lögreglulið Reykjavíkurborgar. Nú er þetta niðurstaða tveggja dómstóla og þarmeð ekkert til að þrátta um lengur — nema málinu verði skotið áfram til Strasbourg vegna gáleysis sjálfs réttarkerfís- ins í meðferð þess. Vitaskuld er það heldur ekki í mínum verkahring að biðja Reykjavíkurlögregluna afsökunar á þessum dómi. Og það gerir trú- lega enginn. Þvímiður. En vegna þess að Gaukur Jör- undsson mintist loks á stjómar- skrá og ritfrelsi — einn dómenda — í þessu samhengi get ég ekki orða bundist til vamar lögregl- unni. Ég hlýt að benda á það að með þessum dómi er lögregluliðinu í Reykjavík greitt ijarskalega óm- aklegt högg. Ummæli mín um lögregluliðið í Reykjavík em semsé ekki dæmd ómerk og dauð heldur er notast við það ákvæði 108. greinar hegningarlaganna sem tel- ur meiðandi ummæli saknæm þó sönn séu. Enda hefí ég þegar þurft að lesa þau ummæli í bandarísku tímariti að „Þorgeir Þoreirsson njóti nú þeirra fríðinda að hafa verið dæmdur fyrir að segja sann- leikann". En það er bara ekki öldungis rétt, hvorki með dóm Péturs né dóm þeirra fjórmenninganna við Lindargötuna. Hvomtveggja dóm- urinn er bygður á útúrsnúningi orða minna. Útúrsnúningi sem aukinheldur brýtur í bága við gild- andi höfundarlög í landinu. Með því að slíta einstakar setningar og jafnvel setningarhluta úr sam- hengi og gefa sér þá forsendu að hver þeirra eigi við alla lögreglu- menn í umdæmi Reykjavíkur. Þetta er ekki fallegur hugsunar- háttur né farsæll. Nú situr lögreglan uppi með þau ummæli þeirra Lindargötumanna að ég (eða kanski lögmaðurinn sem málið rak í óleyfí) þurfí að borga hálf árslaun mín (eða viku- Þorgeir Þorgeirsson laun hans) fyrir þau forréttindi mín að fá að segja frá því að lög- reglumenn séu undantekningar- laust hin mestu fól. Sem ég þó aldrei hefí sagt, enda held ég að slíkt sé varla álit nokkurs manns utan Sakadóms og Hæstaréttar. Nú er því ekki að leyna að bæði Pétri og þeim Lindargötu- mönnum var þráfaldlega bent á að lesa greinina sjálfa í von um að þeir kæmust þá að því, sem rétt var, að þar var sagður kostur og löstur á lögreglumönnum hér í bæ og þess getið að barsmíðafól væru þar í minnihluta en göfug- menni fjölmörg. Það er einsog Gauki Jörunds- syni einum hafí komið þetta ráð til hugar, enda reynir hann að bjarga því sem bjargað verður og bendir á að það sé ekki nema grundvallarréttur minn og annarra að segja kost og löst á heilli stétt manna í blaðagrein. Nú hefur þetta óhijálega hefnd- arflaustur dómkerfísins orðið til að fella óréttmætar grunsemdir á hvem þann sem gengur í einkenn- isbúningi lögreglunnar hér um götumar. Það þykir mér miður úrþví ég nú er, sem aldrei fyrr, sannfærður um þaðsem einmitt sagði mjög skorinort í þeim hluta greinar- komsins tvídæmda sem aldrei fékk náð fyrir augum dómaranna: „Margt gott hefí ég séð til lög- reglunnar hér í bæ og margan fyrirmyndarmanninn hefí ég þar hitt.“ Úrþví sem komið er fínst mér nauðsyn að ítreka þetta, þó ekki væri nema til að vega uppámóti tilfínningu þeirra sárafáu lög- reglumanna sem fagna þessum dómi yfír mér á þeirri forsendu að nú muni aftur vera hægt að beija og limlesta fólk í skjóli þess að enginn hafí ráð á því að segja frá. Með þökk fyrir birtinguna. Þorgeir Þorgeirsson Foreldrasamtökin í Reykjavík: Málsmeðferð tillögu um átak í dagvistar- málum hneykslanleg STJÓRN foreldrasamtakanna í Reykjavík lýsir hneykslun sinni á málsmeðferð þeirri sem til- laga minnihlutans í borgar- stjórn, um átak í dagvistarmál- um, hlaut á fundi borgarstjóra- ar fyrir skömmu. Tillögunni var hafnað án mál- efnalegrar umræðu, segir í fréttat- ilkynningu frá samtökunum og eirinig: Frávísunartillaga Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, var lesin af Önnu K. Jónsdóttur, formanni stjómar Dagvistar barna, og það sem í tillögunni var sagt var með ólíkindum. Meðal annars var sagt eitthvað á þá leið að minnihlutinn hefði nú skriðið út úr myrkum músarholum svartsýninnar en fengið ofbirtu í augun og víðáttu- bijálæði. Tillagan væri út í hött og gerræðisleg og fleira í þeim dúr. Málflutningur af þessu tagi, um svo veigamikil mál, verður að telj- ast óábyrgur og flutningsmönnum til minnkunar. Auk þess er hann móðgun við böm og minnihluta borgarstjómar. A aðalfundi samtakanna, þann 12. mars sl., var Kristinn H. Þor- steinsson kosinn formaður sam- takanna, Viðar Ágústsson varaformaður, Sigríður Péturs- dóttir gjaldkeri, Hrönn Þormóðs- dóttir ritari og Elínborg Jónsdóttir meðsljómandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.