Morgunblaðið - 23.10.1987, Side 37

Morgunblaðið - 23.10.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 37 Lifeyrissjóðir og almannatryggingar eftir Krislján Thorlacius Almannatryggingum var komið á hér á landi á árinu 1936. Það var mikið framfaraspor. Lífeyrissjóðir voru hins vegar ekki almennt stofn- aðir fyrr en kringt um 1970. Þó voru þá nokkrir lífeyrissjóðir starf- andi fyrir þann tíma, m.a. lífeyris- sjóðir opinberra starfsmanna, sá öflugasti þeirra lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, sem stofnað var til með lögum 1943, fyrir forgöngu BSRB. Undanfarin ár hafa verið starf- andi nefndir til að undirbúa setningu heildarlöggjafar um lífeyrissjóði, en nú eru starfandi um 90 lífeyrissjóð- ir hér á landi, sem eru misjaftilega í stakk búnir fjárhagslega til að gegna því hlutverki, sem þeim er ætlað. í júnímánuði sl. skilaði endur- skoðunarnefnd lífeyriskerfísins frumvarpi til laga um starfsemi líf- eyriskerfísins. Þetta frumvarp er nú hjá fjármálaráðherra. í stjómar- sáttmála núverandi ríkisstjómar er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi sem stjómar- frumvarp. Hlutur opinberra starfsmanna Bandalag starfsmanna ríkis og bæja átti fulltrúa í þeirri 17 manna endurskoðunamefnd lífeyrisrétt- inda, sem skilaði af sér ofangreindu frumvarpi til ríkisstjómarinnar. Mikill ágreiningur reis innan nefndarinnar um frumvarp, sem fulltrúar Alþýðusambandsins og samtaka atvinnurekenda lögðu fram í 17 manna-nefndinni í nóvember 1986. Allir fomstumenn BSRB voru á einu máli um, að þeir gengju aldr- ei að samkomulagi um það frum- varp, eins og það lá fyrir. Hins vegar tókst að ná samkomulagi um bráða- birgðaákvæði, sem tryggir opin- berum starfsmönnum að fullu þau réttindi, sem þeir nú hafa. Sérákvæðin um réttindi opinberra starfsmanna í bráðabirgðaákvæði frumvarps- ins er skýrt tekið fram að ef ekki tekst samkomulag um annað í við- ræðum samtaka opinberra starfs- manna, og þar er átt við heildarsam- tök þeirra, þ.e. BSRB, BHMR og Kennarasamband fslands, þá skuli sérfræðingadómstóll skipaður af Hæstarétti reikna út og ákveða hækkun iðgjalda til opinberra starfsmanna, sem hrökkvi til að standa undir þeim réttindum, sem lífeyrissjóðslögin sem nú gilda, ákveða. Sama gildir um bæjarstarfsmenn, sem hafa sérstaka lífeyrissjóði. Lífejrisréttindi, sem opinberir starfsmenn hafa nú, eru því tryggð með bráðabirgðaákvæði fnimvarps- ins. Sú hækkun iðgjalda til lífeyris- sjóðanna, sem þarf til að tryggja áfram þennan rétt, skal greiða af hlutaðeigandi vinnuveitendum, sem ýmist eru ríkissjóður, sveitarfélög, sjálfseignarstofnanir eða aðrir, sem aðild eiga að lífeyrissjóðum opin- berra starfsmanna. Það sem tryggt er með bráða- birgðaákvæðinu er: 1. Að lífeyrir verður áfram miðaður við laun eftirmanns eða bestu 10 ár í starfí. Einmitt þetta ákvæði hefur tryggt að lífeyrir hefur verið verðtryggður á sama hátt og laun opinberra starfs- manna á hveijum tíma. Á annan hátt hefur lífeyrir opinberra starfsmanna ekki verið tryggður. Þetta er hér tekið fram vegna þess misskilnings, sem ég hefí orðið var við, að lífeyrir opin- berra starfsmanna sé nú verð- tryggður og verið sé með frumvarpinu að fella verðtrygg- inguna niður. 2. Tekið er sérstaklega fram í bráðabirgðaákvæðinu að svoköll- uðu 95 ára regla skuli gilda áfram og iðgjöld miðuð m.a. við það. 3. Þá er tekið fram í bráðabirgða- ákvæði frumvarpsins, að við ákvörðun iðgjalda, sem vinnu- veitandi greiðir umfram það hlutfall sem nú er greitt af starfsmanni, skuli taka tillit til allra þátta lífeyrisréttinda sam- kvæmt gildandi lögum, svo sem ávinnslu réttinda tii allra teg- unda lífeyris, iðgjaldagreiðslu- tíma og takmörkunar hans, svo og til allra annarra atriða, sem máli skipta. Þetta þýðir einfaldlega, að menn greiða hér eftir sem hingað til ið- gjöld í 32 ár, nema þeir sem vilja vinna sér rétt til 95 ára reglu svo þeir geti hætt 60 ára. Menn geta áfram ákveðið að hætta störfum 65 ára á óskertum lífeyri eða að vera í starfí til 70 ára aldurs og bæta við sig réttindum eins og nú er heim- ilt. „Það er ekkert leyndar- mál að réttindi í lífeyr- issjóðum opinberra starfsmanna eru betri en í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Þessi réttindi hefur tekist að tryggja áfram með samkomulagi innan 17 manna lífeyrisnefndar- innar. Það er stað- reynd.“ Það er ekkert leyndarmál að rétt- indi í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna eru betri en í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Þessi réttindi hefur tekist að tryggja áfram með samkomulagi innan 17 manna lífeyrisnefndarinnar. Það er stað- reynd. Þörfin á almennum umbótum Þau réttindi, í lífeyrismálum, sem BSRB hefur tekist að fá samþykkt með áratuga starfí, ættu að vera leiðarljós í baráttu fyrir bættum lífeyrisréttindum allra í þjóðfélag- inu. Því miður mun það frumvarp að rammalöggjöf um lífeyrismál, sem endurskoðunamefndin sendi frá sér sl. vor, ekki auka réttindi hjá lífeyr- issjóðum almennt, heldur þvert á móti. Hér þarf því að mínum dómi að leita annarra ráða. Bættar almanna- tryggingar Samtökum opinberra starfs- manna ber skylda til að hafa áhrif á lífeyrismál almennt og önnur kjaramál, jafnhliða því sem þau gegna því hlutverki að gæta hags- muna félagsmanna sinna. Okkur ber öllum skylda til þess, hvað sem við störfum í þjóðfélag- inu, að sjá til þess, að allir þeir sem lokið hafa starfsdegi vegna aldurs eða sjúkdóms, njóti lífeyris, sem samboðin er þjóðfélagi, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Til þess að ná þessu marki þarf að gera meira en að samþykkja rammalöggjöf um starfsemi lífeyris- sjóða, sem flestir eru svo ungir og flárhagslega vanmegnugir að þeim reynist ekki unnt að gegna hlut- verki sínu. Eina raunverulega lausnin í líf- eyrismálum er að gera stórátak til að endurbæta kerfí almannatrygg- inganna, og fjár til þess á að afla annaðhvort með almennum skött- um, eins og nú er, og/eða sérstakri greiðslu iðgjalda til trygginganna. Hugsjón margra er einn lífeyris- sjóður fyrir alla landsmenn. Mín skoðun er sú að auðveldast sé að koma þeirri hugsjón í framkvæmd með því að stórefla almannatiygg- ingamar. Áfram geta svo starfað lífeyris- sjóðir við hlið stóraukinna almanna- trygginga og þar höfum við fordæmi frá nágrönnum okkar á Norðurlönd- um. Höfundur er formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. AEG RYKSUGANÁ FULLU... VAMPYR 406 ryksugan frá AEG er 1000 W og því sérlega kraftmikil, hún er með stillanlegum sogkrafti, inndreginni snúru og snúningsbarka, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er slíkt gœðatœki að við leyfum okkur að full- yrða að þú fáir hvergi jafn fjölhœfa ryksugu á svo frá- 6œ ð Kr.8.392.- (STAÐGREITT) Vestur-þýsk gœði á þessu verði. - Engin spurning! ...Á FRÁBÆRU VERÐI! < t/> & < o Q >- AEG ALVEG EINSTÖK GÆDI AE G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.