Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 41 Helga Jóhannes- dóttír — Minning Fœdd 17. janúar 1912 Dáin 16. október 1987 Elskuleg fullorðin kona hefur kvatt okkur. Við fylgjum henni síðasta spölinn í dag, lútum höfði og biðrjum góðan Guð að varðveita hana um alla eilífð. Helga Jóhannesdóttir var af bændum komin, fædd í Hrísakoti á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 17. janúar 1912. Foreldrar hennar voru Jóhannes Pétur Jónsson og Guðríður Guðrún Gísladóttir. Heiga var þriðja í röðinni af 8 systkinum. Átján ára fer hún að heiman í vinnu til Sigurðar Pálmasonar á Hvamms- tanga, en flytur tvítug að aldri til Reykjavíkur, þar sem hún bjó ætíð síðan. Það var í janúar 1947, sem Helga fluttist í Tjamargötuna ásamt ungri dóttur sinni, og hóf hún störf við húshjálp hjá frú Ingu Lárusson í Ijamargötu 45. Þær mægður bjuggu í kjallaranum og ekki leið á löngu þar til heimasætumar á 44 og 45 vom famar að leika sér sam- an öllum stundum. Helga giftist ekki, en það var hennar gæfa í lífínu að eignast dóttur, Jóhönnu Guðrúnu Halldórs- dóttur, sem hún lifði fyrir í einu og öllu. Það var áreiðanlega ekki auðveldara að vera einstæð móðir fyrir 40 árum, en líf Helgu ein- kenndist af atorku, dugnaðii og einfaldleika. Kannske það sfðast- nefnda hafi verið hvað vænlegast til ávinnings í harðri lífsbaráttu. v Hjá frú Lámsson vann hún í 7 ár, sem sýnir best, hversu störf hennar vom mikils metin. Vinnu- semi hennar og vandvirkni kynntist ég reyndar best, þegar móðir mín fékk Helgu til að hjálpa sér við árlegar hreingemingar. Að öllum ólöstuðum held ég, að ég hafí aldr- ei kjmnst öðmm eins dugnaðarfork- um til vinnu, eins og þegar þessar konur unnu saman. Þær munaði ekki um að vippa upp á bílskúr tveimur stærðar gólfteppum, sem látin vom lafa út af brúninni, og Minning: Fædd 15. september 1907 Dáin 15. október 1987 Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skin á öll vor spor. (M. Joch.) Hún amma var nýorðin áttræð þegar hún lést fímmtudaginn 15. október síðastliðinn á Dvalarheim- iU aldraða í Borgamesi. Hún hét Dagný Helgason, fædd Sörensen, fæddist í Messing í Dan- mörku. Hún var sjöunda í röðinni af ellefu systkinum, en af þeim em fímm eftir á lífí, öll búsett í Dan- mörku. Hún var vinnukona á mörgum bæjum, og á einum þeirra kynntist hún manni, sem síðar varð henni góður lífsförunautur, Hirti Helga- syni, og þau giftust 25. aprfl 1930. Þau vom einstök hjón, sérlega samrýnd og kærleikur mikill, það var því sár missir fyrir ömmu þeg- ar afí féll skyndilega frá fyrir tæpum fímm árum. Þau fluttust til íslands 1936. Amma átti ein son áður en hún kynntist afa sem heitir Hans Lar- sen, verelunarmaður í Reykjavík, fæddur 1929, giftur Hönnu Hall- dóredóttur og eiga þau 2 syni. Þau ekki vom sparaðir kraftamir við að banka þau. Ég veit, að Helga var eftirsótt til vinnu á mörgum heimilum, bæði við tiltektir og einn- ig við að uppvarta í samkvæmum, sem hún gerði mikið af, auk ýmissa annarra starfa, sem til féllu, enda var hún ósérhlífin og samviskusöm með afbrigðum. Milli Helgu og móður minnar tókst góður vinskapur. Þær áttu það sameiginlegt að vera einstæðar mæður og þurfa að leggja hart að sér til að sjá sér og sínum far- borða, auk þess sem þær lifðu fyrst og fremst fyrir bömin sín. Því mið- ur hittust þær lítið seinni árin, enda báðar illa famar að heilsu, sem má eflaust rekja að einhveiju leyti til of mikils vinnuálags. Og þær kveðja okkur með nokkurra mánaða milli- bili. Það var ekki hátt til lofts eða vítt til veggja í kjallaranum á Tjam- argötu 45. En það var hlýlegt og heimilislegt og mæðgumar, Helga og Hanna, undu sér þar vel og það gerði lfka litla frökenin á 44, sem mætti til Ieiks nánast daglega. Ekki minnist ég þess, að þrengslin hafí eignuðust 3 böm saman, Helgu Margréti sem dó á fyrsta ári úti í Danmörku, Elvu Björgu, fædd 1931, gift Pétri Júlíussyni, bif- reiðastjóra í Borgamesi, og eiga þau 4 böm, Knud Helgi, fæddur 1936, verkamaður í Borgamesi, giftur Guðrúnu Arthúrsdóttir og eiga 2 dætur. Bamabömin em orðin 8, og bamabamabömin 13. Þau bjuggu fyrst á Beigalda og fluttu síðan í Borgames, það var mikil fátækt og erfiðleikar hjá þeim fyreta árið, en dugnaður og harka var alltaf fyrir hendi. Þau vom vinnuhjú á möigum bæjum, en eignuðust síðan húsið í Skalla- grímsgarði og hugsuðu um garð- inn, fyret saman í tvö ár, eftir það var afí meira og minna umsjónar- maður hans í nokkur ár. Það var þeirra líf og yndi og þeim báðum hugljúft og mikil ánægja að fást við gróður, en höfðu þó ekkert til þess lært, og sérstak- lega hjá afa, því hann naut þess til síða8ta dags. Hún amma var alltaf svo hlýleg, góð og gjafmild og ekki má gleyma hennar sterka vilja. Við vomm oft og mikið hjá ömmu og afa í húsinu handan við götuna og alltaf feng- um við eitthvað í svanginn, því enginn mátti fara þaðan nema sæll og saddur. háð okkur. Við máttum breiða úr okkur að vild og allir undu glaðir við sitt. Og svo kom Helga blessun- in með mjólk og eina af mínum upáhalds súkkulaðitertum. Helga vildi búa ein eftir að Hanna giftist. Hún vildi vera sjálfstæð, enda var hún ágætlega greind kona, skapstór og ákaflega glaðvær og skemmtileg, en allir þessir þættir hafa ekki hvað síst hjálpað henni í baráttunni við brauðstritið. Hún þurfti fyrst og síðast að stóla á sjálfa sig. Þó má geta þess hér, að faðir Hönnu, Halldór Pálsson, studdi þær mæðgur af stakrí prýði. Þau Helga stóðu vel saman að vel- ferð dótturinnar, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Tengdasonur Helgu, Garðar Steindórsson deildarstjóri, reyndist henni einstaklega vel og ég veit, að hún mat hann mikils. Bamaböm- in eru þijár stúikur, Kristín, Biyndís og Áslaug. Tvær þeirra em giftar, en sú yngsta býr enn heima. Bama- bamabömin em þijú. Þótt Helga kysi að búa ein, vom það hennar bestu stundir að vera með fjölskyldu sinni á hátiðar- og gleðistundum á heimili Hönnu og Garðars í Haftiar- fírði. Hún fylgdist með öllu af lífi og sál og gladdist yfír velgengni og dugnaði bamanna sinna. Sjötíu og fímm ára aldur þykir ekki hár í dag, en eitthvað hlýtur undan að láta, þegar lífsbaráttan er hörð. Helgu hrakaði til heilsunn- ar jaftit og þétt. Síðustu æviárin bjó hún á heimili aldraðra á Dal- braut 27 og undi hag sínum vel. Mér er ljúft að minnast hennar með þakklæti fyrir það sem hún gerði fyrir okkur mömmu. Segja má, að engin móðir vinkvenna minna hafí tengst jafnmikið bemsku- og unglingsámm mfnum og Helga. Fyrir það þakka ég allt. Helga var ákaflega létt á fæti. Ég minnist hennar á fleygiferð nið- ur Tjamargötuna. Ég minnist hennar einnig hin sfðarí ár sitjandi í hjólastól á góðum stundum með vinunum mínum í Hafnarfírði, orðin þreytt, en ávallt glöð og ljúf f lund, sem lýsir ef til vill best hennar innsta eðli. Innilegar samúðarkveðjur, Hanna mín og íjölskylda og aðrir ástvinir. Guð blessi heimkomu Helgu Jó- hannesdóttur í Jesú nafni. Unnur Jensdóttir Hún átti við margvíslega sjúk- dómserfíðleika að stríða í um 40 ár, sem varð henni bæði langvinnt og erfítt og dró smá saman úr lífskrafti hennar, þar tfl yfir lauk. En þrátt fyrír allt var hún jafii kát og léttlynd og gerði að gamni sínu fram á síðustu stundu. Það var mikill söknuður við frá- fall ömmu, þótt sjálf hafi hún nú losnað úr fjötram þeim, sem á hana vora lagðir. En fyrir okkur öll sem þekktum hana lifir hún áfram í björtum minningum. Bless- uð sé minning þeirra mætu hjóna. Við þökkum fyrir samfylgdina og biðjum Guð að styrkja okkur öll. Anna Kristín, Sveinn Haukur, Pétur Helgi og Hjörtur Dagur. Dagný Helgason Borgamesi Helgi J. Halldórs- son - Kveðjuorð Helgi frændi, en þannig var hann ávallt nefndur af okkur systrunum, er látinn. Það voru kaldir vetrardagar, vind- urinn stóð af norðri og það næddi um lágreistu húsin, sem stóðu við Borgartúnið. Þá birtist Helgi frændi, hann kom nefnilega til að hjálpa systur sinni (henni mömmmu) að bijóta spýtur í eldinn. Ég var smá- stelpa þegar þetta atvik átti sér stað. Síðar gerðist það þegar ég var orðinn fulltíða manneskja og átti við van- heilsu að stríða um nokkum tíma; enginn heimsótti mig þá eins oft og frændi. Hann settist hjá mér, aldrei gleymi ég andlit hans, það var fullt af tryggð og það var svo gott að hafa hann hjá sér. Já, hann frændi kom svo oft til hjálpar og reyndist þá eins og besti faðir. Eftir að móðir mín var komin á Elliheimilið Grund og átti við erfíðan sjúkdóm að stríða kom frændi þang- að að heimsækja systur sína, eins og honum var líkt. Já, þannig þekkti ég Helga frænda best, hann var vinur þess sem lítill var og smár, og á þann hátt var hann málstað sínum trúr. Þegar mér barst fregnin um and- lát frænda mfns varð ég hljóð. Þá vill líka hugurinn oft reika og kannski staldra við það sem minnis- verðast hefur við borið. En eftir lifír t Bróðir minn, RAGNARÞÓR JÓNSSON, áöurtil heimilis á Hagamei 32, lést í Danmörku laugardaginn 17. október. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Jónsson. t SKAPTI SKAPTASON frá Prestshúsum í Mýrdal, verður jarðsettur frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn 24. október kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstööinni kl. 9.00 sama dag. Brandur og Kjartan Skaptasynir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYMUNDUR SIGURÐSSON hafnsögumaður, Höfðavegf 6, Höfn, Hornaflrði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 24. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameins- félag (slands eða Slysavarnadeildirnar á Höfn. Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurður Eymundsson, Olga Óla Bjarnadóttir, Anna M. Eymundsdóttir, Guðjón Davfðsson, Agnes Eymundsdóttir, Grátar G. Guðmundsson, Eygló Eymundsdóttlr, Jakob Ólason, Albert Eymundsson, Ásta G. Ásgeirsdóttir, Ragnar H. Eymundsson, Rannveig Sverrisdóttlr, Brynjar Eymundsson, Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir, Benedikt Þ. Eymundsson, Rita Henriksen, Halldóra Eymundsdóttir, Camillus B. Rafnsson, Óðinn Eymundsson, Elísabet Jóhannesdóttir, bamabörn og barnabarnabarn. t JÓHANNA S. JÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 33, Keflavfk, verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. október kl. 14.00. Bjarnl Stefánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. minningin um góðan dreng, besta frænda, sem ég hefí eignast. Kæra Guðbjörg, ég bið góðan Guð að blessa og styrkja þig, dætur þfnar, tengdasyni og bamaböm, sem nú sjá á eftir góðum eiginmanni, föður og afa. Þóra Björk Benediktsdóttir t Innilegar þakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, BJARGEYJAR PÉTURSDÓTTUR frá Hælavfk. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.