Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 34
34 •Va“l JldaUi/iU fS' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 LJÓSAFOSS 50 ÁR VATNSAFLSSTOÐIN við Ljósafoss var vígð 25. október, 1937. Stöðin er því í dag fimmtíu ára. Bygging Ljósafossstöðvarinnar var upphafið að virkjun Sogsins en þær framkvæmdir eru einn merkasti kaflinn í virkjunarsögu landsins. ■' Ljósafossstöð. „Rafljósin útrými myrkrinu“ Nota máttinn rétt í hrapsins hæðum Virkjun Sogsins átti nokkum aðdraganda. Einar Benediktsson skáld orti um Dettifoss: Hve mætti bæta lands og lýðs vors lgör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. En Einar Benediktsson hefur látið sér nægja minni fallhæð held- ur en er við Dettifoss. Árið 1899 var hann einn af stofnendum fé- lags er nefndist, „The Iceland water power exploration syndicate Ltd.“ Tók félag þetta á leigu vatnsréttindi við Sogið og á þess vegum fóru fram fyrstu athuganir á virkjunarskilyrðum en ekkert varð þó úr framkvæmdum. Áhugi á virkjunum við Sogið var samt engan veginn slokknaður, 1906 ritaði Halldór Guðmundsson um virkjun Sogsfossanna og vatns- réttindin við ána voru á ný leigð út, 1908 af Fossafélaginu Skjálf- anda og síðan af Fossafélaginu ísland. 1917 sótti það félag um leyfi frá Alþingi til að virkja Sog- YFIRLITSMYND PINQVALLAVATN Yfirlitsmynd. Ljósafoss meðan unnið var að byggingu stöðvarhússins. ið en umsókninni var hafnað. Árið 1914 samþykkti almennur borgarafundur í Reykjavík áskor- un til bæjarstjómar um rafmagn til handa bæjarbúum. Var þá haf- in athugun á virkjun Elliðaánna en jafnframt var litið til virkjana við Sogið en sérfræðingar töldu slíkar framkvæmdir fjárhagslega ofviða Reykjavíkurbæ. Árið 1917 tók Reykjavíkurbær til við að kaupa vatnsréttindi við Sogið. 1921 vom fyrstu heimildarlögin sett um rannsóknir til undirbún- ings virkjunar Sogsfossa en það ár var einnig Elliðaárstöðin vígð. í upphafí var Elliðaárstöðin 1 megawatt en var stækkuð 1923 og aftur 1933 í alls 3,2 megawött. Mál ljóssins og ylsins Vemlegur skriður komst þó ekki á hugmyndir manna um virkj- un Sogins fyrr en 1927 en þá gerði rafmagnsstjóm Reykjavíkur samþykkt um að láta gera áætlan- ir um virkjun. Verkið var fyrst boðið út árið 1930. Tvö tilboð bámst en ekki reyndist unnt að taka lægra tilboðinu því þar var gert ráð fyrir ríkisábyrgð sem ekki fékkst. í framhaldi af því var Alþingi beðið um heimild fyrir ríkisábyrgð á virkjunarláni og lagt var fram fmmvarp til laga um virkjun Sogsins. Málið olli nokkr- um þrætum og settu menn ýmis- legt fyrir sig s.s. framkvæmd rannsókna, fjárhag bæjarsjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.