Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987
Siglufjörður;
Senda fisk
á markaðina
fyrirsunnan
Sig’lufirði.
SIGLFIRÐINGAR hafa á und-
anförnum dögum sent fisk á
fiskmarkaðina fyrir sunnan. Er
fiskinum landað á Siglufirði og
honum síðan ekið á bíl á höfuð-
borgarsvæðið.
Ágætt verð hefur fengist fyrir
afla línubátanna Emmu, Drafnar
og fleiri á fiskmörkuðunum, eða
um 51 króna á kílóið. Það gerir
42—43 krónur á kílóið þegar flutn-
ingskostnaður hefur verið dreginn
frá, sem er 12—13 krónum hærra
verð en fengist hefur fyrir aflann
hér á Siglufirði.
M.J.
Þing VMSÍ:
Stuðningur
við húsnæðis-
frumvarpið
Akureyri. Frá Hjálmari Jónssyni blað&m&nni
Morgunblaðsins
Þrettánda þing Verkamanna-
sambands íslands samþykkti
samhljóða tillögu þar sem lýst
er yfir stuðningi við markmið
Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra um húsnæðismál,
að þeim verst settu verði veittur
forgangsréttur til húsnæðis-
lána.
Undirskriftalisti var látinn
ganga á þinginu og skrifaði 121
þingfulltrúi undir hann. Tillagan
var síðan borin upp og samþykkt
samhljóða. í tillögunni segir einn-
ig; „Þingið treystir því að sam-
staða geti orðið um það
fyrirkomulag sem tryggi best hag
okkar fólks, þannig að þeirri neyð,
sem ríkir í húsnæðismálum verði
aflétt."
Fjármálaráðherra:
Næsta skref
að tala bet-
ur saman
JÓN Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið i gær að næsta
skref til að greiða fyrir kjara-
samningum sé að tala betur
saman, en það sé fyrst og fremst
mál aðila vinnumarkaðarins.
„Ríkisstjómin hefur skýrt sjón-
armið sín,“ sagði fjármálaráð-
herra. „Ég á von á því að að loknu
þingi Verkamanrasambandsins
muni forysta þess skýra ríkis-
stjóminni frá niðurstöðum þings-
ins og með hvaða hætti málin
hafa skýrst eftir þing.“
■
Stjómendur æfingarinnar, frá vinstri: Snorri
Hafsteinsson frá Hjálparsveit skáta, Þór Sig-
urðsson frá sveitum Slysavarnafélags íslands,
Jón Gunnarsson frá Flugbjörgunarsveitinni
og Þórður Guðmundsson fjarskiptamaður í
___________________ stjórnstöð. Á innfelldu myndinni sést einn
Morgunbiaðið/Þorkeii leitarmanna á fullri ferð á vélsleða.
Sameiginleg björgun-
aræfing í fyrsta skipti
ALLS tóku um 270 manns þátt
í fyrstu sameiginlegu björgun-
aræfingu sveita Flugbjörgun-
arsveitarinnar i Reykjavik,
Hjálparsveita skáta og Slysa-
vamasveitanna á svæði 1, sem
nær frá Hafnarfirði og upp i
Kjós.
Æfingasvæðið var í grennd við
Botnssúlur og hófst æfingin að-
faranótt laugardagsins þegar
tilkynnt var um „tvo nauðstadda
flallgöngumenn" og skömmu
síðar barst beiðni um aðstoð við
„ijúpnaskyttu" sem væri í vand-
ræðum. Leitin hófst klukkan 3.30
og fundust göngumennimir slas-
aðir og skyttan heil á húfi í
Súlnadal á 10. tímanum í gær-
morgun. Leitarmenn fengu þó
ekki að fara heim við svo búið
því þá höfðu borist fleiri beiðnir
um aðstoð við nauðstadda, meðal
annars vegna smábáts sem „sakn-
að var“ á Hvalfirði.
Jón Gunnarsson, einn þriggja
manna í aðgerðarstjóm, sagði
Morgunblaðinu, að æfingin hefði
tekist mjög vel og gengi samstarf
sveitanna vel. Þó sagði hann að
það væri bagalegt að Landhelgis-
gæslan hefði ekki treyst sér til
að taka þátt í æfíngunni vegna
kostnaðar.
Mannekla hjá Landhelgísgæslunni
- segir Gunnar Bergsteinsson forstjóri
GUNNAR Bergsteinsson for-
stjóri Landhelgisgæslunnar
segir að ástæða þess að Gæslan
tók ekki þátt í sameiginlegri
æfingu björgunarsveita á
Reykjavíkursvæðinu sé mann-
ekla lyá stofnuninni. Stundum
þurfum við að gefa okkar fólki
frí,“ sagði Gunnar í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði að samstarf við
hinar ýmsu björgunarsveitir væri
Gæslunni mikilvægt og væri reynt
að taka þátt í æfíngum með þeim
eftir föngum. Mikið mæddi hins
vegar á þeim fáu mönnum sem
ynnu við þyrlufiugið og þeir þyrftu
hvfld svo einhver væri til taks
þegar á þyrfti að halda vegna
útkalla. Einkum væm helgamar
erfiðar.
Kreppa kemur síðast
niður á neyzlu matvæla
- Fiskgæðin mikilvægust komi til kreppu segir Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater
forstjóri
„MENN eru ekki sammála um
hvort efnahagskreppa sé yfir-
vofandi i Bandaríkjunum,
þrátt fyrir verðfall á verð-
bréfum. Komi hins vegar til
samdráttar, kemur hann
líklega síðast niður á neyzlu
matvæla. Fyrir okkur verður
þá mikilvægast að halda áfram
ótvfræðum yfirburðum í fisk-
gæðum og áreiðanleika í
afgreiðslu fisksins," sagði
Óvenju mikið sorp frá einkaheimilum
SORP frá einkaheimilum hér á
landi er óvenju mikið miðað við
nágrannalöndin, segir í grein-
argerð Katrínar Fjeldsted, sem
lögð hefur verið fyrir borgar-
ráð ásamt tillögu um að leitað
verði leiða til að draga úr því.
í svari Þórðar Þ. Þorbjamar-
sonar, borgarverkfræðings,
segir að miðað við önnur lönd
búi íslendingar við tiltölulega
lágan sorpeyðingarkostnað og
að hér á landi sé ekki endur-
vinnsla á sorpi.
Tillaga Katrínar er til komin
vegna umræðu um pöntun á nýj-
um sorpbifreiðum og leggur hún
til að: „Leitað verði leiða til þess
að draga úr því sorpi, sem nú
leggst til í borginni. Verði það
gert með því að hvetja fólk að
fiokka sorp í heimahúsum með
það fyrir augum að aðgreina
hreinan pappír og pappa frá öðru
sorpi, svo og gler og málma. Að
auki verði reynt að draga úr plast-
notkun eins og hægt er, t.d. með
því að nota sterka bréfpoka í stað
plastpoka."
Borgarverkfræðingur bendir á
í svari sínu að aðstæður ráði hvort
flokkun á sorpi, eins og tíðkast
víða erlendis, nái tilgangi. Fyrir
hendi þurfí að vera aðilar sem
vilji kaupa og endurvinna það sem
til fellur. „Kostnaður við að eyða
sorpi hefur og áhrif en hér á landi
er tiltölulega lítill kostnaður
vegna sorpeyðingar. Niðurstaðan
er því sú að í augnablikinu eru
engar markaðsforsendur fyrir því
að flokka sorp í heimahúsum. Ef
einhver aðili gefur sig fram sem
vill standa fyrir slíkri söfnun er
sjálfsagt fyrir borgina að ræða
við þann aðila um það hvort um
gagnkvæmt hagsmunamál sé að
ræða,“ sagði borgarverkfræðingur.
Magnús Gústafsson,
Coldwater.
Magnús sagði, að staðan nú
væri þannig, að ekki hefði verið
unnt að afgreiða allan þann físk,
sem óskað væri eftir. Meðal ann-
ars vegna þess og yfírburða í
fískgæðum, hefði tekizt að halda
verði á fiskinum háu. Ef kreppa
yrði, myndi samkeppni um verð
harðna og þá væri mikilvægast
að viðhalda gæðunum og auka
áreiðanleika á afgreiðslu.
„Við verðum þá, enn frekar
en nú, að greina okkur frá öðrum
með séreinkennum, sem falla
neytandanum í geð. Gæðin hafa
verið vörumerki okkar og þau
verða áfram sterkasta vopnið í
baráttunni á þessum markaði
ásamt áreiðanleika," sagði
Magnús Gústafsson.