Morgunblaðið - 18.11.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 18.11.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Ný félagsmiðstöð fyrir aldraða opnuð FÉLAGS- og þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Bólstaðarhlíð 43 í Reykjavík var opnuð fimmtu- daginn 12. nóvember. Ráðgert er að hafa fjölþætt félags- og tómstundastarf fyrir Reykvík- inga eldri en 67 ára í félagsmið- stöðinni. Má þar nefna handavinnu, hreyfiþjálfun, fé- lagsvist og ýmiskonar námskeið og kvöldvökur ásamt baðþjón- ustu, hársnyrtingu og fótsnyrt- ingu. Þá er einnig ráðgert að hafa heitan mat til sölu í hádeg- inu þegar fram líða stundir. Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnaði félagsmiðstöðina og auk hans fluttu stutt erindi þau Jóna Gróa Sigurðardóttir varaformaður Byggingarnefndar aldraðra, Ami Sigfússon formaður Félagsmála- ráðs, Katrín Fjeldsted formaður Heilbrigðisráðs, Ágústa Helgadóttir forstöðumaður í félagsstarfi nýju félagsmiðstöðvarinnar og Eygló Stefánsdóttir forstöðumaður heimaþjónustu hennar. Húsnæði þjónustumiðstöðvarinn- ar er 930 fermetrar að flatarmáli og eru 860 fermetrar á fyrstu hæð sem er jarðhæð en í kjallara eru 70 fermetrar fyrir tækni- og lagna- rými. Á fyrstu hæðinni eru matsal- ur, eldhús, setustofa, skrifstofur og búningsherbergi starfsfólks, vinnu- stofur fyrir tómstundastarf og þjónusturými fyrir hárgreiðslu, fótsnyrtingu og böð. Heildarkostn- aður við byggingu hússins og búnað þess er 65.750.000 reiknað á verð- lagi 1. nóvember 1987. Að sögn Þóris S. Guðbergssonar, yfírmanns ellimáladeildar Félags- málaráðs, er ráðgert að gera nú í fyrsta sinn tilraun með samræmda heimaþjónustu í félagsmiðstöðinni við Bólstaðarhlíð, það er að bæði heimilishjálp og heimahjúkrun verði skipulögð frá einni þjónustumiðstöð og verður þjónustan takmörkuð við svæði í nágrenni miðstöðvarinnar. Markmiðið með þessari samþættu starfsemi, að sögn Þóris, er að efla þjónustu við aldraða sem búa heima með leiðbeiningum, ráðgjöf, fræðslu og ýmiskonar starfsemi sem fellur undir heimaþjónustu. Fyrirhugað er að í þjónustumið- stöðinni verði félags- og tómstunda- Gestir í setustofu félagsmið- stöðvarinnar. starf fyrir aldraða og félagsleg þjónusta, hársnyrting, fótsnyrting, hreyfíþjálfun, aðstoð við böðun, matarþjónusta, heimilishjálp og heimahjúkrun. Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson, borgarstjóri, ávarpar gesti i matsal félagsmiðstöðvar- innar við Bólstaðarhlíð. Rjóma/jarðar- berjaskyr minnir á sunnudag í sveitinni. Jógúrt með brómberjum og hindberjum Berjabragðið er betra þegar niaður sleppur við bakverkinn af tínslunni. HAUSI Sunnudagsjógúrt með banönum og kókos Pað liggur við að maður drífi sig í sólfötin. jogukt Sunnudags- .^önum og kókos jiMi, „ %nm- 7,1 “ 17 pinu/n (g

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.