Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 51 Borað eftir jarðsjó. Við borun er notuð öflug loftpressa, svo að jarð- sjórinn spýtist hátt upp í mastur. sumar auk holu sem boruð var á Kópaskeri sérstaklega fyrir Árlax hf. Holurnar voru allar boraðar með jarðbomum Loka, sem er í eigu Jarðborana hf., og urðu 50—150 m djúpar. Leitin að jarðsjó varð stærri þáttur í borunum og kostnaðarsam- ari en gert hafði verið ráð fyrir. Árangursrík leit að jarðsjó var þó talin lykilatriði, enda grundvallar- forsenda matfiskeldis á svæðinu. Fyrsta holan (D-l) var boruð skammt vestan Brunnárósa, um 40 m frá sjó. Þama var talið vænlegt að leita jarðsjávar og góðar aðstæð- ur til nýtingar hans í nágrenninu. Það er þó skemmst frá því að segja að holan, sem varð 150 m djúp, gaf engan sjó. í lok borunar runnu aft- ur á móti 2—3 1/s af fersku vatni, 9° heitu, úr henni. Neðan 100 m var komið í gamlan, þéttan berg- grunn sem innihélt lítið eitt af söltu vatni. Leitin að jarðsjó hafði mistek- ist í fyrstu atrennu en holan gaf mikilsverðar upplýsingar um grunnvatnsrennsli. Næst var borað um 1500 m vest- ar, úti á sandinum, skammt frá jarðhitanum í Skógalóni. Litlu vest- ar hafði Seljalax hf. dælt niður fjölda fóðurröra sumarið 1986, allt niður á 40 m dýpi. Þessa boraðferð höfðu heimamenn þróað undir stjóm Bjöms Benediktssonar, odd- vita í Sandfellshaga, og reyndist hún vel í lausum sandinum. Sjávar- tökuholan við Skógalón (Æ-2) varð 101 m djúp, boruð í sand alla leið og gekk borun vel. Hún er fóðmð með stálrömm í botn en neðsti hluti fóðringarinnar er gataður með örmjóum raufum. Pyrstu niðurstöð- ur lofuðu góðu. Úr grannri holunni mátti dæla yfír 10 1/s af um 34 °C heitum jarðsjó, án mikils niður- dráttar vatnsborðs. Efnagreiningar bentu í fyrstu til að jámmengun yrði undir hættumörkum. Við lang- tímadælingu síðar um sumarið kóm þó annað í ljós, og virðist þessi jarð- sjór ekki nýtanlegur beint til físk- eldis. Þriðja jarðsjávarholan (D-2) var bomð utan við sandinn í fasta klöpp við svokallaða Buðlungahöfn og er hún 50 m djúp. Efst er þétt hraun- lag, sem nær niður á 24 m dýpi. Sjór kom inn í holuna á mótum hraunlagsins og kubbabergs sem undir er. Þegar dýpra var borað jókst gæfni í loftdælingu upp í 20 til 30 1/s af 7—8°C heitum jarðsjó, nær fullsöltum. Efnamengun jarð- sjávarins er ekki mikil, t.a.m. er járninnihald vart mælanlegt en manganinnihald þó í hærra lagi. í • • # „Oxarfjörður er ein af útbyggðum Islands. Byggðin stendur nokk- uð höllum fæti vegna samdráttar í landbún- aði og niðurskurðar bústofns vegna riðu- veiki. Það er því lífs- spursmál fyrir íbúa Oxarfjarðar að fá úr því skorið hvort mat- fiskeldi er framtíðarat- vinnuvegur í héraðinu.“ heild em niðurstöður lofandi og er talið líklegt að þama megi vinna nægjanlegt magn af nýtanlegum jarðsjó á hagkvæman hátt. Jarðhitaleit Um 20 viðnámsmælingar vom gerðar úti á söndunum og boraðar tvær rannsóknarholur í hitasvæðin. Fyrstu niðurstöður viðnámsmæl- inganna styðja eldri hugmyndir um öflugt jarðhitasvæði, líklega háhita- svæði, á söndunum austan Bakka- hlaups. Sömuleiðis benda þær til að við Skógalón sé meiri jarðhiti en fram kom í eldri mælingum. Fyrri jarðhitaholan (Æ-l), sem raunar var fyrsta rannsóknarhola sumarsins, var bomð í hverasvæðið við Skógalón. Hún er 71 m djúp og var bomð í sand og sandstein, neðan 50 m. Holan var fóðmð í botn með stálröri og neðsti hluti þess hafður raufaður. Holan fór fljótlega í sjálfrennsli og mnnu úr henni nokkrir sekúndulítrar, en raufamar reyndust of víðar er til kom svo að holan fylltist af sandi og dró þá úr rennsli. Gert var við holuna með því að dæla niður heilu grennra röri alla leið í botn og fylla holuna upp með perlumöl. Með því móti mátti áfram dæla úr holunni og ná djúpsýnum til efnagreininga. Botnhiti er um 107°C en efnagrein- ingamar benda til að hiti dýpra í jarðhitakerfinu sé um 130°C. Selt- an er um 4,5% og jám- og manganinnihald lítið. Kemur þetta ágætlega heim við niðurstöður sýna sem tekin vom ú hveram á bor- svæðinu sumarið 1984. Hin jarðhitaholan (B-l) var bomð í jarðhitasvæðið við Bakkahlaup. Vegna flárskorts var ekkert hægt að bora 150—200 m djúpa holu eins og áætlað hafði verið og var því ákveðið að forbora hana eingöngu. Borað var niður á 81 m dýpi og holan fóðmð í 72 m dýpi með steyptri stálfóðringu með það í huga að dýpka hana á næsta ári. Holan var bomð í jarðhitaummyndaðan sand og er ummyndunin það mikil að skolvatn borsins varð dökkgrænt á lit í bomn. Svipuð ummyndun finnst nærri yfirborði á íslenskum háhitasvæðum og er ólíklegt að nokkuð annað en háhitavirkni hafí valdið ummynduninni. Hitinn við botn er 107°C. Æskilegt er að hol- an verði dýpkuð á næsta ári í allt að 300 m dýpi. Með því móti feng- ist mat á því hvort gufuvinnsla kæmi til greina af þessu svæði. Staðfesting á jákvæðum niður- stöðum jarðhitarannsókna sumars- ins er lífsspursmál fyrir framtíð fiskeldis í Öxarfirði. Jarðhitinn kemur upp í allt að 1000 m þykkri setlagasyrpu, sem er óþekkt annars staðar á Islandi. Ekki er hægt að yfirfæra beint þá reynslu og þekk- ingu sem fengist hefur á öðmm jarðhitasvæðum, og því full ástæða til að vanda vel til framhaldsað- gerða. Helstu niðurstöður 1) Nægjanlegt ferskvatn til seiða- eða matfiskeldis finnst í aust- anverðum Öxarfírði. 2) Nýtanlegur jarðsjór finnst við Buðlungahöfn. Ovissa ríkir um magn hans og gæði, en ástæða er til bjartsýni. Líklegt ertalið að finna megi fleiri sjótökustaði. 3) Nýtanlegum jarðvarma virðist mega ná við Skógalón og Bakka- hlaup. Framhaldsrannsóknir Síðari áfanga verksins er ólokið. Lagt er til að eftirtaldir verkþættir verði unnir á næsta ári: 1) Kortlagning linda f Keldu- hverfí, Öxarfirði og á vestanverðri Melrakkasléttu verði lokið, og jafn- framt verði mældar nokkrar stærstu lindámar til að fá nákvæm- ara mat á því magni ferskvatns sem vinna má á svæðinu. Ennfremur er nauðsynlegt að bora a.m.k. tvær gmnnar rannsóknarholur. Þannig fengist haldgott yfirlit yfir gmnn- vatnsstreymi á svæðinu öllu. 2) Bomð verði að minnsta kosti ein fullvíð dælingarhola við Buðl- ungahöfn, 50—100 m djúp og hún dælauprófuð. Ef niðurstöður verða jákvæðar er ekkert því til fyrirstöðu að hefja vinnsluboranir, ef efnasam- setning sjávarins setur ekki strik í reikninginn. 3) Bomð verði 500 m djúp rann- sóknarhola við Skógalón. Jafnframt verði holan við Bakkahlaup dýpkuð um 200 m. Hagkvæm jarðhitanýt- ing er eins konar ljfæð matfiskeldis í austanverðum Öxarfirði, en úr hagkvæmninni fæst ekki skoríð nema með boranum. Jarðhitasvæð- ið við Skógalón er betur í sveit sett til samnýtingar jarðhita, jarðsjávar og ferskvatns en svæðið við Bakka- hlaup. Gufuvinnsla er hins vegar hugsanleg við Bakkahlaup. Til þess að fá úr því skorið verður að dýpka holuna sem forbomð var í surriar. Niðurlag' Öxarfjörður er ein af útbyggðum íslands. Byggðin stendur nokkuð höllum fæti vegna samdráttar í landbúnaði og niðurskurðar bú- stofns vegna riðuveiki. Það er því lífsspursmál fyrir íbúa Öxarfjarðar að fá úr því skorið hvort matfi- skeldi er framtíðaratvinnuvegur í héraðinu. Fyrstu niðurstöður jarð- fræðirannsókna em jákvæðar og því er mikilvægt að þeim sé fylgt eftir eins og best verður á kosið. Niðurstöður rannsóknanna munu skera úr um hagkvæmni þessa hugsanlega búskaps framtíðarinnar í héraði og má því nokkm til kosta. Helstu heimildin Rannsóknir í Öxarfirði 19897, stáðan í október 1987. Lúðvík S. Georgsson, Guð- mundur Ómar Friðleifsson, Magnús Ólafsson, Þórólfur H. Hafstað og Freysteinn Sigurðsson. Orkustofn- un, OS-87044/JHD-26B. Lúðvík S. Georgsson er verk- fræðingur og Guðmundur Ómar Friðleifsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Formanna- og sambandsstj órnarf undur SSÍ:" Sjómenn fylgjandi frumvarpi um sljórnun fiskveiða Athugasemdir þó gerðar við kvóta- skerðingu vegna útf lutnings á ferskum fiski og sölu aflakvóta FUNDUR formanna- og sam- bandsstjórnar Sjómannasam- bands íslands samþykkti um helgina ályktun, þar sem lagt er til að við mótun fiskveiðistefn- unnar til næstu ára verði í megin atriðum stuðzt við núgildandi lög og reglur um fiskveiðisljórnun- ina. Fundurinn studdi þær meginreglur, sem fram koma í frumvarpi til laga um stjórn fisk- veiða og leggur til að það verði samþykkt með nokkrum athuga- semdum. Athugasemdir fundarins em: „Fundurinn áréttar þá skoðun sína vegna umræðna í þjóðfélaginu að undanfömu um skiptingu afla- kvóta, að eðlilegast sé að skipta aflanum á þau atvinnutæki, sem ætlað er að sækja aflann. Fundurinn mótmælir þeirri ráða- gerð, sem fram kemur í fmmvarp- inu, um að afli sem fluttur er óunninn á erlendan markað skuli skerða aflakvóta viðkomandi skips um 20%. Fundurinn lýsir andstöðu við þann hluta 12. greinar fmmvarps- ins, sem fjallar um sölu á aflakvót- um. Fundurinn telur að sala á óveiddum afla eigi ekki að viðgang- ast, þar sem slíkt bjóði aðeins upp á misrétti og gróðabrask með afla, sem ekki er vitað hvort náð verður. Hins vegar getur fundurinn fallizt á þann hluta greinarinnar sem fjallar um tilfærslu á kvóta milli skipa innan sömu útgerðar og innan sama byggðarlags. Þeir sem af einhveijum ástæðum geta ekki nýtt þann aflakvóta sem þeim er úthlutaður eiga að skila honum til sjávarútvegsráðuneytis- ins aftur. Ráðuneytið á síðan að úthluta aflakvóta, sem þannig er skilað, í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi." Fundurinn lýsti einnig áhyggjum sínum vegna aukinanr slysatíðni, sem orðið hefur_ meðal sjómanna undanfarin ár. „Á síðastliðnum 20 ámm hefur slysum á sjó íjölgað vemlega. Árið 1966 slösuðust 286 sjómenn við störf sín, en árið 1986 slösuðust 503 sjómenn. Þessi aukn- ing slysa á sér stað á sama tíma og veruleg fækkun hefur orðið í íslenzkri sjómannastétt. Fundurinn telur fræðslu á þessu sviði ömgg- ustu ieiðina til að snúa þessari óheillaþróun við. Þrátt fyrir að þess- ar staðreyndir blasi við er íjárveit- ing til öryggisfræðslu sjómanna felld niður í fjárlagafmmvarpi næsta árs. Fundurinn skorar á íjár- veitinganefnd Alþingis að beita sér fyrir því að verulegu fjármagni verði veitt á næsta ári til öryggis- fræðslu sjómanna. Þá lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við ályktun frá öryggis- málaráðstefnu sjómanna, sem haldin var 18. september síðast lið-^- inn, þar sem skorað er á ríkisstjórn Islands að hefjast nú þegar handa um uppbyggingu þaulskipulagðrar öryggis- og björgunarþjónustu sjó- mönnum til handa, sem væri meðal annars útbúin fullkominni björgun- arþyrlu, sem bæri að minnsta kosti 24 menn og væri búin afísingar- tækjum." Fundurinn lýsti ennfremur áhyggjum sínum vegna þróunar í íslenzkri kaupskipaútgerð og mót- mælir harðlega takmarkalausum leigutökum íslenzkra kaupskipaút- gerða á erlendum kaupskipum sem mönnuð em erlendum sjómönnum. „Á undanfömum ámm hefuc^ íslenzkum kaupskipum stórlega fækkað á sama tíma og þau stækka sem eðlilegt má teljast í þeirri flutn- ingaþróun sem nú á sér stað. Þessari þróun hefur fylgt veruleg fækkun í íslenzkri farmannastétt. Og enn blasir við fækkun íslenzkrar farmannastéttar í ljósi þeirra stað- reynda að sífellt fjölgar erlendum leiguskipum, sem stunda reglu- bundnar siglingar til og frá landinu." Taflfélag Reykjavíkur: Bikarmótíð hefst í dag BIKARMÓT Taflfélags Reykja- víkur hefst i dag, miðvikudag, í félagsheimilinu að Grensásvegi klukkan 20. Teflt er eftir útsláttarfyrirkomu- lagi og falla keppendur úr keppni«p* eftir fimm töp. Umhugsunartími er 30 mínútur á skák fyrir hvom kepp- anda. Teflt verður á miðvikudögum klukkan 20 og á sunnudögum klukkan 14. Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur fór fyrst fram árið 1965. Jóhann Hjartarson, alþjóðlegur stórmeist- ari, hefur oftast borið sigur úr býtum eða þrívegis, fyrst aðeins 14 ára gamall árið 1977. Núverandi bikarmeistari er Þröstur Árnason. OTDK HREINN HUÓMUR & Á morgun,funmtudag, kl. 09.00 opnar HlíÖablóm stcerri verslun á horninu á Miklubraut og LönguhlíÖ. Fjölbreytt úrval afgjafavörum og skreytingum. VeriÖ velkomin. MuniÖfimmtudaginnkl. 09.00. Heitt ákönnunni. KVEÐJA, Ath! Sðlntumina, Miklubranl 68, flvtur við hliftina á HhMlómi siuna dag kl, 13.00. & 4*^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.