Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 26

Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 -W AS E A Cylinda uppþvottavélar ★sænskar og sérstakar Taka 14 manna borðbúnað og fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, þurrkun, hljóð- leika og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! _ 3;^onix HATUNI 6A SÍMI (91)24420 Þorsteinn Vilhjálmsson: Heímsmynd á hverfanda hvelí II Heimsmynd á hverfanda hvelí er umfangsmesta og vandaðasta verk sem enn hefur verið skrífað á íslensku um sögu og heimsmynd vísinda. I fyrra bíndinu var fjallað um heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kópemikusar. Hér er haldíð áfram þar sem frá var horfið og þróuninni fylgt fram yfir daga Newtons. Hér segir frá trúvíll- ingnum Gíordanó Brúnó sem predikaði sólmiðjukennínguna á ofanverðri 16. öld, og fjallað um danska stjörnufraeðinginn Týchó Brahe og Þjóðverjann Jóhannes Kepler og kenningar þeirra. Itarlegast er sagt frá merkilegum æviferli Galíleó Galíleis. vísindaafrekum hans og útistöðum við Páfagarð en loks vikur sögunni að Isaac Newton sem fullkomnaði byltingu Kópemik- usar með aflfræði sinni. Frésögnin er bæði skemmtileg aflestrar og einkar fróðleg og dregur glöggt fram tengsl vísinda við þjóðfélag og almenna sögu. Bókin er 400 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga og afar vönduð að allri gerð. Verð: 3.480,- Mál og menning iBia W I Morgunblaðið/Ámi Sæberg A Lúsíuhátíð Sænsk- íslenska félagsins 10. desember, söng Lúsia, „drottning ljóssins", ásamt þeraum sínum sálma tíl minningar um heilaga Lúsíu. Heilagrar Lúsiu er minnst á þennan hátt 13. desember í Svíþjóð og hafa sænsk ættuð böra haldið þessum sið hér á landi um árabil. Sjö verslanir í Kringlunni: Nýtt greiðslukorta- tímabil hefst í dag Hagkaup framlengir greiðslutíma- bilið í öllum verslunum sínum SJÖ verslanir í verslunarmiðsöð- inni Kringlunni hafa ákveðið að nýtt greiðslukortatímabil taki gildi frá og með deginum i dag. Það þýðir, að þeir viðskiptavinir viðkomandi verslana, sem gera innkaup sin með greiðslukortum, fá greiðslufrest fram í febrúar á næsta ári. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, hafa verslanimar Hagkaup, Byggt og búið, Verslunin 17, Steinar Waage, KEB-leikföng, Stéfanel og Skæði riðið á vaðið hvað varðar þessa þjónustu og kvaðst hann búast fastlega við að fleiri verslanir í Kringlunni myndu fylgja á eftir. „Ég hef sent öllum verslunareigendum bréf og tilkjmnt þeim um ákvörðun þessara sjö verslana og mér þykir líklegt að aðrir muni fylgja þessu fordæmi," sagði Ragnar Atli. Að sögn ÞorsteinS Pálssonar, sölustjóra Hagkaups, gildir framl- einging greiðslutímabilsins fyrir allar verslanir Hagkaups. Ennfrem- ur gildir framleingingin í verslun- inni Skæði við Laugarveg. 270 atvinnulaus- ir í nóvember Atvinnuleysi fjórðungnr þess sem verið hefur að meðaltali undanfarin fimm ár SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar ( landinu voru 5.800 í nóvember- mánuði, sem svarar tíl þess að 270 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá, en það jafngildir 0,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. At- vinnuleysisdögum hefur þannig fjölgað um 26% frá októbermán- uði, en fækkað um 1200 eða 44% frá þvi í nóvember f fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið, sem Vinnumála- skrifstofa félagsmálaráðuneytisins hefur látið frá sér fara. Þar segir að breytingin á atvinnuleysinu í nóvember sé ennþá meiri en þessar tölur gefa til kynna, því undanfarin fimm ár hefur að meðaltali verið um að ræða 20 þúsund atvinnuleys- isdaga í nóvember og atvinnuleysis- dagamir nú séu aðeins um fjórðungur þess. Þar segir ennfremur að fjölgunin frá október til nóvember flokkist undir árlega árstfðasveiflu, sem sé þó minni nú en jafnan áður, þar sem að aukninginn tnilli þessara mánuða hafi að jafnaði verið um 60%. Drefíng atvinnuleysisins er mjög mismunadi eftir landshlutum. Þannig er hlutdeild höfuðborgar- svæðisins aðeins 9,2%, sem jafn- gildir því að 25 manns hafi verið að meðaltali á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi jókst eftir því sem á leið nóvembermánuð. Á skrá á landinu öllu voru 368 manns síðasta dag mánaðarins, en voru að meðal- táli eins og fyrr sagði 268 manns. Silki- og bómullar- / / 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.