Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 44

Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 sem jafri gaman er að gefa og þiggja N. I úna er tími jólakortanna, tíminn til að senda ættingjum og vinum ljúfar jóla- og nýárskveðjur. Fallegt jólakort með skemmtilegri ljósmynd af „uppáhalds“ fólkinu þínu er sannarlega ein gleðilegasta jólagjöf sem völ er á. lityjrF “Tif jA*M/**\ <%; *(»*»*»« EIÐISTORGI FUJI framköllunin við Eiðistorg býður stór og litrík íslensk jólakort,ætluð fyrir ljósmyndir, ásamt umslagi á aðeins 25.- kr. Við framköllum litljósmyndir og göngum frá kortum með mynd sé þess óskað. Tilbúið kort með mynd og umslag kostar 39.- kr. FUJI framköllunin, Eiðistorgi 15. Síminn er (91)-611215. Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla: Bragðdauftjafntefli Sevilla, Reuter. GARRÍ Kasparov og Anatoljj Karpov sömdu um jafntefli eftir 19 leiki í 22. skák einvígis síns í gær. Mikil taugaspenna ríkir nú í Sevilla. Fresta varð skákinni í gær um nokkra stund vegna þess að heimsmeistarinn varð að bíða eftir því að lögregla veitti honum fylgd í gegnum umferðaröngþveiti borg- arinnar. Kasparov hafði hvítt og. kom upp drottningarbragð, sama afbrigði og þeir Karpov og Kortsnoj tefldu í Merano fyrir sjö árum. Fljótlega skiptist upp á drottningum og skákin leystist upp í jafntefli. Hvor keppandi hefur nú 11 vinninga og eru einungis tvær skákir eftir. Búist er við spennandi skák á mánudag því þá 'mun Karpov örugglega reyna til' ' þrautar að leggja heimsmeistar- 'ann. Fiðlusnillingurinn Jasclia Heifetz allur Fiðlusnillingurinn Jascha Heifetz lést á sjúkrahúsi í Los Angeles snemma á föstudag. Hann var 86 ára að aldri. Heifetz var tal- inn einn fremsti fiðluleikari sögunnar, en dró sig í hlé árið 1975 eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð á öxl. Sagði fiðlu- leikarinn Itzhak Perlman að þá hefði sérstöku skeiði í fiðluleik lokið. Heifetz var ekki allra, en í einu af örfáum viðtölum, sem.i við hann voru tekin, sagði hann meðal annars að góður fiðluleik- ,• ' ari þyrfti að hafa „taugar, nautabanans, lífsþrótt pútna- móður og einbeitingu búdda- munks." Hins vegar gaf hann I lítið út á í hverjum mæli hann j væri sjálfur gæddur þessum eig- inleikum. ••• upp á stærdar fat KJÖT FRÁ REYKHÚSI SAMBANDSINS JÚLASTEIKIN Hangikjöt í heilum og hálfum skrokkum 2JQ m Hangilæri með beini 483 Hangiframpartur með beini kr/kg 299 Hangilæri, úrbeinað ' f^kr/kg Hangiframpartur, úrbeinaður 565“’ Kalkún 638 kr/kg Svínalæri með beini 436 Svínahryggurmeð beini 786“’ Svínabógur með beini 436“’ Reyktsvínalæri 519 London lamb 546“’ MÁNUD.- FIMMTUD...........9-18:30 FÖSTUD.................... 9-20:00 LAUGARD................... 9-18:00 AIIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIfí LÍTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.