Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 64

Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 64
I 64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Námskeið Undanfama laugardaga hef ég flallað um innviði stjömu- merkjanna, eða skiptingu þeirra í jákvæð og neikvæð merki og frumkvæð, stöðug og breytileg merki. Áður en ég tek frumþættina eld, jörð, loft og vatn, fyrir ætla ég að flalla örlítið nánar um fram- angreinda skiptingu, eða það hvemig við sjáum hana birt- ast í daglegu lífi. Já og nei merki Þegar ég tala um jákvæð og neikvæð merki þá vita í raun allir hvað við er átt. Það eru einungis hugtökin eins og þau eru notuð í stjömuspeki sem eru ný. Við getum t.d. ímynd- að okkur skóla, segjum samkomusal eða matsal þar sem margir nemendur eru samankomnir. Skólasalur Þegar við horfum yfir sal- inn sjáum við að sumir nemendur læðast með veggj- um, eða sitja rólegir og láta lítið á sér bera. Aðrir em háværari, eða á annan hátt meira áberandi, koma ask- vaðandi inn í salinn eða standa á miðju gólfi og tala mikið. Þeir fyrmefndu eru innhverfir og „neikvæðir" hinir siðamefndu úthverfir og jákvæðir“, annars vegar lok- að og hlédrægt fólk og hins vegar opið og jákvætt fólk. Heild kortsins Þeir sem hafa jákvæðu merk- in, Hrút, Tvíbura, Ljón, Vog, Bogmann og Vatnsbera í meirihluta eru úthverfir, en hinir sem hafa Naut, Krabba, Meyju, Sporðdreka, Steingeit og Fisk eru innhverfír. Hér er rétt að taka það fram fyrst við erum að tala um fram- komu og hegðun, að maður getur virst úthverfur ef Rísandi merki, Miðhiminn og Tungl eru ( úthverfum merkj- um en Sólin í innhverfí merki. Það er heild kortsins sem skiptir máli í þessu sambandi. Alltafeins Ef við höldum okkur áfram í skólanum og leitum að frum- kvæðum, stöðugum og breytilegum merkjum sjáum við margt athyglisvert. Líklegt er t.d. að þeir nem- endur sem alltaf eru eins í framkomu og hegðun og hafa alltaf sömu áhugamálin hafi margar plánetur í Nauti, Ljóni, Sporðdreka og Vatns- bera. Úr einuí annað Síðan eru nemendur sem sífellt eru að breyta til, bæði hvað varðar persónulegan stíl, skoðanir og áhugamál. Líklegt er að þeir hafi meiri- hluta pláneta í breytilegu merkjunum, Tvíbura, Meyju, Bogmanni og Fiskum. Ný verkefni Ég á erfíðast með að festa hendur á frumkvæðu merkj- unum og lýsa þeim með þremur, flórum orðum. Hvemig eru nemendumir sem eru frumkvæðir? Það liggur auðvitað beint við að segja að þetta sé fólkið sem sé í forystu; séu þeir sem ýta nýjum hugmyndum úr vör. Það er auðvelt að sjá þetta þegar Hrútar eru annars veg- ar, enda em þeir alltaf að fá nýjar dellur og vilja þá hrífa aðra með sér. Einnig er til- tölulega auðvelt að sjá þetta í framkomu Vogarinnar, í því hvemig hún tekur frumkvæði í félagslífi og mannlegum samskiptum. Erfíðara er hins vegar oft að sjá frumkvæðið í fasi og hegðun Krabba og Steingeitna. Eigi að síður taka þessi merki, oft á róleg- an og varkáran hátt, frum- kvæðið í eigin hendur. EGHEit/ APrt/H 0(5 Ee FEH&A t-ANSL/R FKtiSTAÞ st&wrtr uNDAk Heillandl EN SUAKAH Ektí) [SPUZN/NGUNN/.' IOKVNNUR MA&ue EIN5 OS pÚSVEUC F&ÐUZ AIINN OG þORPSBÚA OKXAF. GRETTIR ryrý’—j JÆJA e^TTlR, HVAÐ SBGkIR. v y ? losnTA M \f ^ SkjAUTD ^ j| X 7ÖN f/ TOMMI OG JENNI sœm. x y7Daaav ueit EKK! HVAÐ ' 7,1 E1Z &ÖN/N6 UH OG> HUAP EK. MOS! LJOSKA HANW NÆ(? ý PO C HOUUM EKJCL/6KALT EKX.I FERDINAND SMAFOLK Twhat VJMINK, PO YOU , MARCIE? LT I FI6UREP I P WEAR FLÖWER5 IN MY MAlR TO LET TME COMMITTEE 5EE MOU) I'P LOOK IF I WERE "MAV QUEEN " Hvernig Magga? finnst Mér datt í hug að setja blóm i hárið svo að nefnd- in sæi hvernig ég liti út ef ég væri „Maídrottning TMAT5 UUMAT MAKES A WINNER, MARCIE... TMAT LITTLE EDGE'. T Þetta veitir mér næstum óréttláta yfirburði, hérra, Það tryggir sigurinn, Magga — að hafa örlítið forskot! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Slemmuspilin i leik Polaris og Verðbréfamarkaðs Iðnaðar- bankans sköpuðu engar sveiflur. Ekki einu sinni þessi hér úr síðustu lotunni, þar sem bæði NS-pörin enduðu á sama stað: Suður gefur; aðrir á hættu. Norður ♦ KG852 VKD ♦ Á65 ♦ ÁG3 Suður ♦ Á3 ♦ ÁG1092 ♦ 97 ♦ D1092 Til er sagnvenja sem sumir kalla „Jón og Simon" eftir þeim Jóni Ásbjömssyni og Símoni Símonarsyni. Þeir voru hvað I fyrstir til að nota opnanir á tveimur hjörtum og spöðum til að sýna I það minnsta 5-4 í opn- unarlitnum og lálit og 7—11 punkta. Spil suðurs falla ágæt- lega undir þessa opnun, en eigi að síður völdu báðir núverandi sjjilafélagar Jóns og Símonar, Asmundur Pálsson og Guðm. Páll Amarson, að opna á einu hjarta! Og er þó sagnvenjan notuð af báðum pömm! Ásmundur og Jón sögðu þannig á spilin: Vestur Norður Austur Jón 1 spaði 2 tíglar 3 hjörtu 4 grönd 6 hjörtu Suður Ásmundur 1 hjarta 2 lauf 2 lyörtu 4 l\jörtu 5 l\jörtu Pass Sagnir voru samhljóða hjá Símoni og Guðmundi fram að tveimur hjörtum en þá taldi Símon spilið fullkannað og stökk beint í sex hjörtu! Spilið lá upp í sjö, laufkóngur- inn í vestur og spaðadrottning önnur. Engin sveifla þar. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á Haustmóti Skákfélags Akur- eyrar um daginn kom þessi staða upp í skák þeirra Rúnars Sigur- pálssonar og Gylfa Þórhallsson- ar, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 14. Rd2-f3??, en í stað þess hefði hann átt að leika 14. 0-0, því eftir 14. — Bxe2, 15. Hfel fær hann góðar bætur fyrir peðið. Nú náði svartur að þvinga fram vinningsstöðu: 14. — Rxe5!, 15. Bxc8 — Rxf3+, 16. Kfl - Bxe2+, 17. Kg2 - Hxc8 og svartur vann örugglega. Hann hefur fengið þrjá létta menn og peð fyrir drottningu og þar að auki heftir hann góð sóknarfæri gegn hvíta kóngnum. 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.