Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 72
72
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
Ödýr og gðð letkföng
Púsluspil fró 79,- tll 195,- Tónllstar bóndabœr 726,- Ferðabfll 357,-
Dúkkur fró 494,- tll 1.582,- Köttur 1.023,- Kubbahani 280,-
Kerra m. kubbum 714,- Segulkubbar 1.495,- Dúkka f kerru 375,-
KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT.
^ ^.$ - 1
-r <#■
A.
HÚN STÆKKAR MEÐ ÞÉR.
GETUR BYRJAÐ SMÁTT
OG SVO... IBM PS/2
Rúnar Þór og ljóð-
rænar melódíur
Hljómplötur
ÁrniJohnsen
Rúnar Þór er enn á ferðinni með
plötu, ljóðrænn í lögum sínum með
markvissan takt en textamir eru
svona og svona einir sér. Rúnar
Þór er í spjallstíl á plötunni sem
ber nafnið Gísli eftir Gísla á Upp-
sölum. Hlið A er sérstaklega
þægileg og að sumu leyti í Cohen-
stíl, en með sérstæðum svip Rúnars
Þórs án nokkurs vafa. í fyrstu
þremur lögunum eru dæmigerðir
spjalltextar, eins og mælt af munni
fram út í eilífðina án þess að sterk
sannfæring sé að baki, en lögin
vega upp losaralegan takt í textum
og þar nýtur Rúnar Þór sín til
fulls. í textanum um Gísla lætur
Rúnar Þór að því liggja að af-
skipti manna af Gísla síðustu árin
hafi gert honum erfiðara fyrir, en
hið sanna er að hjálpsemi ýmissa
góðra manna við Gísla, sérstaklega
Omars, gerðu honum ævikvöldið
léttara og hlýrra. Það er enginn
vafi að Gísli hafði betri aðbúnað
vegna þess að hann komst í sviðs-
ljósið og varð eins konar þjóðar-
eign. A hlið A bregður Rúnar Þór
sér til Reykjavíkur á eldfjörugri
melódíu, sem er eins og sólargeisli
í fremur dapurlegum en ljúfum
takti pjötunnar og þá má nefna
lagið Ástin, texta Jónasar Frið-
geirs við lag Rolling Stones. Þetta
lag kemur einnig ljómandi vel út
í flutningi Rúnars Þórs og félaga.
Á hlið B eru hryssingslegir text-
ar áberandi, eða daprir, og er
einhvem veginn meiri lausung
þeim megin á plötunni þótt þeir
félagar Megas og Rúnar Þór taki
snaggaralega lotu í laginu Ég spyr.
Bestu kaflar plötunnar eru mjög
góðir en þeir verstu eru ekki aðlað-
andi eins og Iögin Kok og Láki.
Besti texti Rúnars Þórs er Ertu í
takt, þar sem hann skeggræðir um
lífið og tilveruna á látlausan hátt
og einlægan án þess að vera í
neinum stellingum og það er ein-
mitt styrkur plötunnar að vera
ekki í neinum uppskrúfuðum stell-
ingum. Gísli er leikinn af fingrum
fram, vinaleg plata af flestu leyti
án þess þó að hrópa nokkuð á
mann.
Rúnar Þór hefur fengið afbragðs
hljómlistarmenn til liðs við sig á
plötunni eins og gítarleikarana
Þorstein Magnússon, Sigurgeir
Sigmundsson og Tryggva Hubner,
Jón Ólafs og Stefán Ingólfs á
bassa, Sigurð Reynisson og
Steingrím Guðmundsson á tromm-
ur ox, Lárus Grímsson á hljómborð,
Sigurð Centaur á munnhörpu og
Rúnar Vilbergsson á fagot. Rúnar
leikur á gítar hljómborð og syng-
ur, en Sveinn Kjartansson stjómaði
upptöku.
0 PIOMEER
ÚTVÖRP
>
JÓLAVÖRUHÚS VESTURLANDS
eru smavörur, busahöld,
leikföng og bækur,
tilvalin staður til að finna
jólagjöfina.
um Vo
; í
NAÐARVÖRUDEILDINNI.
st jólaföt á alla fjölskylduna
;kar, skór, buxur, jakkar,
ir, skor, bu
lar, allt þe
erki. \
Senn líður að jólum. Samkvæmt
okkar dagatali er ekki seinna
vænna að hefja jólaundirbúning-
inn. Við erum byrjaðir okkar
undirbúning. Hann felst í því að
safna saman þeim vörum sem
ykkur vanhagar um og búa okkur
undir heimsókn ykkar.