Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 94
94
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
FOLK
■ EINAR Vilhjálmsson hefur
verið lcjörinn fijálsíþróttamaður
ársins af stjóm FRÍ fyrir íþrótta-
blaðið. Stjóm KSÍ hefur einnig
útnefnt knattspymumann ársins,
og varð Pétur Ormslev fyrir val-
inu, en leikmenn deildarinnar kusu
hann besta leikmann íslandsmóts-
ins í sumar, sem kunnugt er. Þá
varð hann markakóngur 1. deildar-
innar, skoraði 12 mörk og hlaut því
llskó Adidas.
BALDVIN Guðmundsson
hefur ákveðið að leika áfram með
knattspymuliði Þórs á Akureyri
næsta sumar. Þær sögur voru á
lofti að hann hygðist flytja sig um
set og leika með sunnanliði næsta
sumar.
■ GVÐMUNDUR Adólfsson
Pétur Ormslav - knattspymumaður
ársins.
og Ármann Þorvaldsson tóku þátt
í Opna skoska meistaramótinu í
badminton fyrir skömmu. Þeir fé-
lagar stóðu sig vel, komust báðir í
úrslit. Armann tapaði þá fyrir
keppanda ffá Nýja-Sjálandi, 3:15
og 10:15. Guðmundur tapaði fyrir
Norðurlandmeistaranum, Mikael
Kelsen, 1:15 og 12:15. Kelsen
vann mótið. í tvíliðaleik komust
þeir í undanúrslit og töpuðu þá fyr-
ir danska parinu Mikael Kelsen
og Jen P. Nirhof 5:15 og 2:15.
I ÞRÍR þeirra landsliðsmanna
í handknattleik sem leika í Vestur-
Þýskalandi, verða ekki með í
landsleikjunum gegn Suður-Kóreu.
Fyrsti leikurinn verður í Laugar-
dalshöll mánudagskvöldið 21.
desember. Páll Ólafsson, Alfreð
Gíslason og Sigurður Sveinsson
komast ekki í leikina, en Kristján
Arason leikur hins vegar með. í
liði Suður-Kóreubúa verða allir
þeirra sterkustu menn, þar á meðal
markakóngurinn frá heimsmeist-
arakeppninni í Sviss, Kang, sá sem
sagði Kristján Arason besta hand-
boltamann heims fyrr í haust. Það
verður því gaman að sjá þessa tvo
snillinga etja kappi á fjölum hallar-
innar.
■ SIGURÐUR E. Arnórsson
var í fyrrakvöld endurkjörinn form-
aður knattspymudeildar Þórs á
Akureyri, á aðalfundi deildarinar.
Með honum í stjóm verða áfram
Kristján Daviðsson, varaformað-
ur, Jóhannes Már Jóhannesson,
gjaldkeri, Guðmundur Svanlaugs-
son, ritari, og Hákon Henriksen,
Reynir Karlsson og Jón Lárus-
son, meðstjómendur. Þá kemur
Sigurður Ragnarsson í stjómina
í stað Arnalds Reykdal.
I PÁLL Samúelsson var endur-
kjörinn formaður Skíðafélags
Reykjavíkur, sem haldinn var ný-
lega. Skíðafélag Reykjavíkur var
stofnað 26. febrúar 1914 af hinum
þekkta skíðamanni L.H. MöUer.
Félagið hefur ávallt lagt aðalá-
herslu á skfðagöngu. Skíðafélag
Reykjavíkur hefur aðstöðu til æf-
inga í gamla Borgarskálanum í
Bláfjöllum. Auk þess hefur félagið
aðstöðu til fundahalda á Amt-
mannsstíg 2.
I JACK Charlton hefur verið
kjörinn þjálfari ársins á íriandi.
Hann stjómar landsliði íra, sem
nýlega tryggði sér sæti í úrslita-
keppni Evrópukeppni landsliða
næsta sumar.
■ BR YAN Hamilton hefur verið
rekinn frá Leieester City, en hann
hefur verið framkvæmdastjóri und-
anfaraa 16 mánuði.
Baldvin QuAmundsson verður
áfram hjá Þór.
■ PIRMIN Zurbriggen fékk
besta tímann í gær er síðasta æf-
ingaferðin var fyrir brankeppnina
sem fram fer í Val Gardena á Italíu
í dag. Hún er liður í heimsbikar-
keppninni. Zurbriggen renndi sér
niður þessa 3.445 m löngu braut á
0,384 sek. betri tíma en aðal kepp-
inautur hans, Marc Girardelli,
sem varð annar.
Málaóu
tilveruna
með
LACOSTE
litum
LACOSTE
N HERflilF4T>4VEPSUJN
LAUGAVEGI 61 - 63 SÍMI 14519
Morgunblaöið/Sverrir
Sigurvegarar
Hjónakeppnin í keilu fór fram í Keilusalnum í Öskjuhlíð fyrir skömmu. Hér
sjást sigurvegaramir, Bima Þórðardóttir og Helgi Ingimundarson. Það var
Hótel Örk í Hveragerði sem gaf bikar til mótsins og fengu þau Bima og Helgi
helgarferð þangað auk bikarsins, sem þau eru með á myndinni.
áUppskeruhátíð
knattspyrnudeildar
verður haldin laugardaginn 12. desember í sal
Þinghólsskóla v. Vallargerðisvöll kl. 14.00
Blikar fjölmennið — Stjómin
Símar með skemmtilegum möguleikum
DIGITEL 2000 er tónvals-
sími með 30 númera valminni, og
sjálfvirku endurvali á síðasta núm-
eri. í símanum er hátalari og styrk-
stillir á talmóttöku. Á ljósaborði
geturðu séð hvaða númer er valið
hverju sinni.
COMÉT BASIS er þægileg-
ur tónvalssími með 9 númera val-
minni og sjálfvirku endurvali á
síðasta númeri. í símanum er há-
talari, styrkstillir á talmóttöku og
þú getur hækkað og lækkað í við-
mælanda þínum.
COMÉTMIOE er einfaldur
tónvalssími með 10 númera
minni og endurvali á síðasta
númeri.
COMÉT BASIS og DIGITEL 2000 sím-
tœkin eru mjög hentug á vinnustöðum
og annars staðar, þar sem gott er að
geta látið hendur standafram úr erm-
um meðan samtal á sér stað.
Símtœkin eru með hátalara og hljóð-
nema þannig að hœgt er að nota
talfærið. handfrjálst með því að láta
heymartólið liggja á borði meðan
talað er. -
PÓSTUR OG SÍMI
Þú fœrð þessa úrvals síma í söludeildum
Pósts og síma í Kringlunni, Kirkjustrceti
og á póst- og símstöðvum um land allt.