Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Sexmenningarnir með Andesfjðllin i baksýn. F.v. Sigurlína, Inigbjörg, Bryndís, Páll, Lára og Maria TILMÓTS VIÐINDÍÁNA Daginn eftir komuna til Lima fiugum við til Cusco sem er í suður Perú í 3400 metra hæð. Þegar fólk fer snögglega frá sjávarmáli í svona mikla hæð getur það fengið svokall- aða hæðarveiki og þarf því að fara mjög varlega meðan líkaminn er að aðlaga sig hinu þunna loftslagi. Ég hafði lesið um hæðarveiki en hélt endilega að þetta myndi ekki koma fyrir mig og hafði því arkað niður i bæ til að skoða mig um. En eftir um það bil klukkutíma þá fór mig að svima og ég fann fyrir meiri hjartslætti en endranær, þrek- ið var minna, hæðarveikin hafði gripið mig heljartökum. Ég sá mér ekki annað fært en fara eftir þeim fyrirmælum sem okkur höfðu verið gefin af þessu tilefni. Okkur hafði verið ráðlagt að drekka kókate sem búið er til úr laufi Kókaplöntunnar sem vex þama, en slíkt te er mikið notað til þess að vinna á móti hæð- arveikinni. Síðan er nauðsynlegt að Ieggjast fyrir og hvíla sig fyrst um sinn. Það tók nokkra daga að venj- ast þessu þunna lofti en ég fann svolítið fyrir hæðarveikinni allan tímann. Éin úr hópnum varð hins vegar all veik og kastaði upp en hún lagaðist þó fljótlega. Cusco er hin_ fræga höfðuborg Inkanna fomu. Á þeim tímum sem Spánverjar komu til Perú, á sext- ándu öld, var Cusco stærsta borg í Ameríku. Þá bjuggu þar um 400 þúsund manns en nú eru íbúar þar 350 þúsund. Hin upphaflega merk- ing orðsins Inki er konungur eða drottnarf en í dag er þetta orð not- að yfír ákveðna menningu sem myndaðist á hálendi Perú og Bolivíu. Inkar eru fyrst og fremst frægir fyrir byggingarlist sína og skipulagningu. Við skoðuðum þess- ar fomu Inkabyggingar og rústir og þótti mikið til um. Það er hreint ótrúlegt hvemig það hefur látið sig gera að hlaða þessar byggingar svona listavel. Steinamir, sem stundum nálgast það að vera björg, falla nákvæmlega hver að öðrum og eru svo þétt saman að það er ekki hægt að reka hnífsodd á milli þeirra. Allt er svo nákvæmlega homrétt og hnitmiðað að það gerist ekki betra á okkar tímum. Það veit enginn með vissu hvemig þeir fóru að því að slípa steinana til því á þessum tímum var jám óþekkt og engar vélar og þeir þurftu oft að fara með byggingarefnið langar vegalengdir allt upp í nokkra kíló- metra. Hins vegar höfðu þeir yfir að ráða ógrynni af verkafólki. Fomar Inkahleðslur legt og okkur leið vel í návist þess, þá ellefu daga sem við dvöldum í landinu. Mér er mjög eftirminnilegt það sem ég sá þegar við skoðuðum Machu Picchu sem er Inkaborg sem er uppá fjallstindi 2300 metra yfír sjávarmáli. Það' var bandarískur fomleifafræðingur, Hiram Bing- ham, sem fann þessa borg árið 1911, en þá hafði hún verið týnd frá sextándu öld. Hún var hulin gróðri þegar hún fannst. Á öllu svæðinu í kringum Cusco em gaml- ar Inkabyggðir og á milli þeirra liggja gönguslóðir. Machu Picchu var svo vel falin að Spánveijar fundu hana aldrei og þar földu sig Inkar sem vom á flótta undan Spán- veijum. Borgin týndist svo í áranna rás og var algerlega glötuð um- heiminum þar til Bingham fylgdi eitt sinn gamalli gönguslóð og kom að Indíánabyggð einni við fjallsræt- ur og fregnaði þar að týnd Inkaborg leyndist á flallstindinum fyrir ofan. Rústir borgarinnar vom svo hreins- aðar og em nú til sýnis fyrir alla sem þama fara um. Sum húsin í borginni hafa verið endurbyggð til þess að hægt sé að sjá hvemig byggingamar litu einu sinni út. Eftir að hafa skoðað allar þessar Inkabyggðir þá lögðum við leið okkar til bæjararins Puno, sem stendur við vatnið Titicaca sem liggur hvað efst allra vatna í heim- inum eða í tæplega 4000 metra hæð. Við fómm á milli Cusco og Puno með lest og tók það ferðalag tólf tíma. Við ferðuðumst þar á fyrsta farrými en því mætti líkja við þriðja eða íjórða farrými eins og það gerist á Vesturlöndum. Þessi lestarferð var mikið æfintýri. Léstin stoppaði mjög oft á leiðinni og á hveijum einasta stað kom inn heill hópur af sölufólki sem vildi selja okkur alls kyns vaming, matvömr og ýmsar handunnar vömr. Fólkið virtist fara á milli staða með vam- inginn, koma inn á einum stað og fara úr á næsta. Við fómm til Puno til þess að skoða eyjar út á Titicacavatni sem heita Uros. Þær em merkilegar fyrir það að þetta em sefeyjar sem Úr skólastofu & Sefeyjunum & Titicacavatni Páll og Lára á bátí út á Titícacavatni Byggingar Cusco em i dag sam- bland af byggingarstfl Inka og Spánveija. Þegar Spánveijar komu til borgarinnar rifu þeir efri helming margra bygginga Inka og notuðu svo hluta af veggjunum undir bygg- ingar í spönskum stfl. Þannig er borgin í dag. Þama er hrikaleg fátækt og lítið um nýbyggingar. Fátæklingar byggja sér hús úr sam- blandi af leir og Ichu, sem er lágvaxin og harðger jurt sem vex aðeins í 4000 metra hæð og þar fyrir ofan. Þessu blanda þeir saman og gegnir jurtin sama hlutverki og steypustyrktaijám gerir hjá okkur. Þetta fólk þekkir engin þægindi og varla innanstokksmuni af neinu tagi. Þetta á við um þá fátækustu en jafnvel hinir sem betur mega sín em fátækir á okkar mælikvarða. Laun prófessora við háskólann í Cusco em t.d. aðeins 80 til 100 dollara á mánuði eða sem svarar tæplega Qögur þúsund krónum. Flestir þeirra hafa enda einhveija aukabúgrein til að drýja tekjumar, svo sem garðrækt af ýmsu tagi. Heilbrigðistástandi þama er mjög ábótavant, hreinlæti af skom- um skammti og bamadauði mikill. Kona sem eignast segjum sex böm, Hús í spönskum stfl, reist á fomum hleðslum Inka hún getur búist við að þijú þeirra a.m.k. deyi í æsku. Það em einung- is þeir harðgemstu sem lifa, en nái bam skólaaldri má reikna með því að það komist til fullorðinsára. Ferð okkar var óskaplega vel skipulögð. Við þurftum ekki að hafa fyrir neinu. Það var ferðaskrif- stofa í Perú sem skipulagði ferðina og hún sá um að tekið var á móti okkur á hveijum stað og séð um okkur að öllu leyti. Kvöldið áður en ég fór f ferðina var ég í stór- veislu og þar kvöddu mig margir hinstu kveðju, fólk gerði greinilega alveg eins ráð fyrir þvf að ég kæmi aldrei aftur heldur lenti í klónum á villimönnum og yrði hugsanlega étin af Indíanum eins og ein ágæt kona orðaði það. En það var síður en svo að þama væri nokkuð að hræðast. Fólkið í Perú er mjög vina- hlaðnar vom upp úr sefi fyrir mörg hundmð ámm og þar býr Indfana- þjóðflokkur sem kallast Ayamara við mjög frumstæðar aðstæður. Það tók okkur um klukkutíma að sigla á smábát út á vatnið til þess að skoða mannlífíð á þessum „eyjum". Á þriggja mánaða fresti þurfa íbú- amir að bæta ofan á eyjamar vegna þess að sefið rotnar smám saman undir þeim og eyjamar myndu smám saman síga í sæ ef ekki væri stöðugt bætt ofan á þær. Ekki er vitað með vissu hvað varð til þess að fólk tók uppá að hlaða þess- ar sefeyjar nema þá helst að hafi viljað vera í friði fyrir ofbeldisseggj- um. Enn f dag lifir fólk þama við nánast sömu skilyrði og fólk gerði fyrir mörg hundruð árum. Allir vinna baki brotnu við að slíta upp sef sem vex í kringum eyjamar og þurrka það í sólinni og síðan er þetta þurrkaða sef notað til að hlaða upp eyjamar, byggja hús og báta og neðsti hluti stöngulsins er notað- ur til átu, ég notaði tækifærið og fékk smá bita og satt best að segja þá smakkaðist hann ljómandi vel. Þurrkaða sefið hefur þann eigin- leika að þegar það blotnar þá tútnar það út þannig að húsin þéttast og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.