Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 20

Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Markaðssetning í samkeppni við allt það sem dynur á fólk í nútíma- þjóðfélagi. Við höfum þó verið nokkuð heppin, Stúlkan á bláa hjólinu og aðrar bækur Régine Deforges hinnar frönsku hafa notið mikilla vinsælda. í fyrra kynntum við spennubókahöfundinn Wilbur Smith með bókinni Menn með mönnum, en hans bækur gerast í Afríku og heitir nýja bókin Engl- ar gráta. Danska verðlaunarit- höfundinn Svend Aage Madsen kynnum við nú í ár með bók sem hlotið hefur nafnið Dagrenning. Annars erum við nú með fleiri bækur en nokkru sinni hin síðari ár og státum m.a. af því að hafa komið út öllu Ritsafni Stefáns Jónssonar, 15 bókum, í tilefni 110 ára afmælis prentsmiðjunnar. Reyndar er útgáfan 111 ára því að fyrsta útgáfubók ísafoldar kom út árið 1876.“ Verslunin Stella í ísafold má ekkert vera að því að stansa í jólaönnunum. Hún hefur verið bóksali í 22 ár og veit allt um íslenskar bækur, fáanlegar jafnt sem ófáanlégar. Bókajólin leggjast vel í Stellu, sem heitir reyndar Pálína Eg- gertsdóttir. Hún trúir því að Islendingar kaupi bækur sem fyrr, ekki síst átþeim tímum þegar menn óttast um afdrif móður- málsins. Það hefur reyndar lengi verið áhugamál ísafoldarmanna að hlúa að ástkæra ylhýra málinu og til er sérstakur sjóður, Móður- málssjóður, sem kenndur er við Bjöm Jónsson, stofnanda ísafold- ar. ísafold er 110 ára eða 461 árs og er enn í fuliu fjöri og mun væntanlega fyigja íslensku þjóð- inni enn um ókomna tíð. Húsið, séð frá Austurstræti. reynum að sinna viðskiptavinum okkar eftir bestu getu, stefnum reyndar að því að það verði gæð- in sein einkenna okkur fyrst og fremst, en hyggjum ekki á heims- yfirráð." Morgunblaðið/RAX prentsmiðja 110 ára Gunnar Trausti Guðbjörnsson, prentsmiðjustjóri og Eygló Guðmundsdóttir, útgáfustjóri. safoldarprentsmiðja hf. er 110 ára á þessu ári, hún var stofnuð árið 1877. Er hún þvi elsta prentsmiðja landsins. Reyndar má telja prentsmiðjuna enn eldri því að hún á rætur að rekja til upphafs prentlistar á íslandi. Prentsmiðja Jóns Arasonar, Hólabiskups, sem flutt var hingað til lands árið 1526, starfaði óslitið á ýmsum stöð- um á landinu þar til hún var sameinuð Hrappseyjarprent- smiðju, næstelstu prentsmiðju landsins, árið 1795 og var síðar kölluð Landsprentsmiðj- an. Þá prentsmiðju keypti Bjöm Jóns- son, stofnandi ísafoldar, árið 1886 og sameinaði sinni prentsmiðju. Það má því við nokkrum sanni segja að ísafoldarprentsmiðja sé 461 árs á þessu ári og er því ör- ugglega með elstu fyrirtækjum í heimi. Er það vel að íslendingar geti státað af slfku, sjálf bókaþjóð- in. Isafold fyrr og nú ísafoldarprentsmiðja hefur ætfð starfað f hjarta Reykjavíkur og er nú með prentrekstur sinn í Þingholtsstræti 5, en bókaverslun í Austurstræti 10. Húsin í Austur- stræti 8 og 10 reisti Bjöm í ísafold árið 1886, og hefur ísafold haft þar starfsemi í einhverri mynd æ síðan. Fyrirtækið hefur þvf verið þar með starfsemi á annað hundr- að ár og er það örugglega eins- dæmi. Reyndar er ísafold eina fyrirtækið á íslandi sem bæði prentar, gefur út og selur bækur. í þessu gamla húsi hafa marg- ir þjóðlffsþættir átt upptök sfn, og er nærtækast að nefna Morg- unblaðið, sem þar var stofnað árið 1913 og hafði meira að segja sama símanúmer og ísafold, talsfma 48. Fyrsta rafljós sem kveikt var í Reykjavík logaði í ísafoldarprentsmiðju í lok sfðustu aldar. Nú fyrirhugar ísafold að flytja starfsemi sína í glæsilega nýbygg- ingu í Kringiunni í Reykjavík og opna þar aðra bókaverslun. Prentsmiðjan Það er önnur og ný tækni sem nú er viðhöfð við prentun en á fyrstu 450 árum prentreksturs á Islandi. Offsetprentun með ljós- myndatækni er allsráðandi. Prentsmiðjustjóri í ísafoldar- prentsmiðju er Gunnar Trausti Guðbjömsson. . „Ég hef verið hér á þriðja ár og verð að viðurkenna það að ég hafði ekki trú á að hér væri nokk- urt líf þegr ég kom inn fyrir dyr í fyrsta skipti, en það var öðra nær. Vissulelga hafði verið lægð í rekstrinum, en nýhafíð var átak til að snúa dæminu við. Það eiga víst aliir sína slæmu og góðu tíma. Hér getum við boðið alla al- menna prentþjónustu, eram með nýjar vélar í tölvusetningu og filmugerð, og sérlega stolt af nýju litaprentvélinni sem er af full- komnustu gerð sem vöi er á. Við Útgáfan Á sama hátt er nú blásið lífi í útgáfu ísafoldar. Eygló Guð- mundsdóttir hefur veg og vanda af útgáfunni. „Það er skemmtilegt en mikið starf að gefa út bók, í ótrúlega mörg hom að líta. Mikið berst af hugmyndum sem þarf að lesa sig í gegnum áður en ákvörðun er tekin um útgáfu en við vildum þó gjarnan sjá fleiri íslenska höf- unda. Þegar um þýddar bók- menntir er að ræða þarf að finna góða þýðendur því að við leggjum Björn Jónsson, stofnandi metnað okkar í vandaðar þýðing- Isafoldar. ar. Þá er eftir setning, lestur prófarka, hönnun á útliti og gerð hlífðarkápu, prentun og loks bók- band. En aðalatriðið er þó eftir: Isafoldar- Hluti af setjarasal (handsetning). Blýbræðslan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.