Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
C 23
Skáldsaga eft-
ir Desmond
Bagley
SUÐRI hefur gefið út bókina
Gildran eftir Desmond Bagley.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Gildran fjallar um afburða vel
skipulagðan bófaflokk, sem hefur
sérhæft sig í að hjálpa þeim lang-
vistarfðngum, sem hafa efni á slíkri
þjónustu. Starfsemi þess magnast
ört og þess vegna varð að vinna sig-
ur á bófaflokknum, hvað sem það
kostaði."
Jólakort Yeraldar teikn-
uð af 3-5 ára börnum
BÓKAKLÚBBURINN Veröld
sendi nýlega öllum félagsmönn-
um sínum jólakort, sem eru f
hæsta máta óvenjuleg, þvi börn
á aldrinum 3—5 ára teiknuðu
myndirnar á þeim.
Bömin, sem öll eru á dagheimil-
inu Hamraborg við Grænuhlíð, voru
beðin um að teikna myndir sem
tengdust jólunum. Árangurinn stóð
ekki á sér, því Veröld barst fjöldinn
allur af bráðskemmtilegum mynd-
um af jólatijám, jólasveinum og
pökkum í öllum mögulegum út-
færslum. Ógjömingur var að gera
upp á milli þessara hugmyndaríku
teikninga, en á endanum vom þó
12 myndir valdar til prentunar.
Veröld verðlaunaði svo bömin í
Hamraborg með því að gefa dag-
heimilinu tugi bamabóka og sýnis-
hom af öllum jólakortunum
innrömmuðum.
(Fréttatilkynning)
Kristín Björnsdóttir fram-
kvæmdastjóri Veraldar, afhend-
ir Guðríði Guðmundsdóttur,
forstöðukonu dagheimilisins
Hamraborgar, jólakortin
innrömmuð. Börnin á bama-
heimilinu Hamraborg skemmta
sér yfir bókunum sem Veröld gaf
dagheimilinu.
Dúi Másson
Sögur og ljóð
eftir Dúa
Másson
ÆVINTÝRI gula jakkafata-
mannsins heitir nýútkomin bók
eftír Dúa Másson.
í fréttatilkynningu segir um bók-
ina: „Bókin skiptist í tvo hluta og
inniheldur sá fyrri „Ævintýri gula
jakkafatamannsins", þijár litríkar
furðusögur um títtnefndan jakka-
fatamann, en hinn „Bensínljóð",
sem samanstendur af þremur ljóð-
um um draumkenndan borgarveru-
leika."
Og um höfund segir: „Dúi Más-
son er tuttugu og fimm ára
Reykvíkingur sem leggur stund á
söngnám og leiklist. Þetta er fyrsta
bók höfundar."
Bókin er myndskreytt af Guð-
rúnu Lilju Gunnlaugsdóttur. Bókin
er 32 bls. að stærð, gefín út af
„Skellandi hurðum síamm hf.“ og
unnin í Prentsmiðjunni Stensli hf.
HANDHÆGTOG GOIT
Sanitas
Gleðileg jól
•*■***♦*•* *■ •***■»»*«*■ •»'« w.l