Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 30
/ 30 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
Mannlíf til sveita að mörgu
leyti betra en í þéttbýlinu
—^ segir Jóhanna A. Steingrímsdóttir
í Árnesi, höfundur Á bökkum Laxár
„ÞETTA er engin sveitasaga í
eiginlegum skilningi. Þetta eru
frásöguþœttir af mannlífi og
umhverfi á bökkum Laxár, og
ég býst við að þeir endurspegli
þá sögu þessarar sveitar sem ég
hef kynnzt,“ segir Jóhanna A.
Steingrímsdóttir í Árnesi í Að-
aldal, höfundur bókar sem út er
komin hjá Almenna bókafélaginu
og heitir „Á bökkum Laxár.“
Jóhanna er fædd í Nesi og hefur
alið allan sinn aldur á bökkum
þessa vatnsfalls sem öðrum
fremur hefur haft aðdráttarafl
fyrir náttúrufegurð og þá ekki
síður laxana sem slást um hvern
öngul sem þar kemur í hyl.
Jóhanna er ekki nýliði á ritvelli.
Veröldin er alltaf ný og Dagur í
lífi drengs heita bamabækur henn-
ar sem út komu fyrir nokkrum
ámm, auk þess sem hún hefur sam-
ið bamasögur sem lesnar hafa verið
í útvarp.
„Tveggja manna tal“ er undirtit-
ill Á bökkum Laxár. „Ég hugsa
mér að þú sért ferðalangur og ég
hafi verið svo heppin að mæta þér
á fömum vegi,“ em upphafsorð frá-
sagnarinnar. Ég bið þig að slást í
för með mér, eg skal sýna þér staði
sem mér þykja fallegir, og eg hefði
gaman af að segja þér frá einu og
öðm sem eg hefi heyrt og séð.“
Þannig nálgast Jóhanna lesanda
sinn og leiðir hann síðan um átthag-
ann, bendir honum á staði og
ömefni og segir af þeim munn-
mælasögur, unz hún kveður hann
í bókarlok.
„Ég held að af heimamönnum
séu fáir sem ekki hafa einhvemtíma
rennt fyrir lax og konur í Aðaldal
gera það ekkert síður en karlar.
En þessi bók er lítil kynning á ánni
nema hvað náttúmfegurðinni
viðvíkur," segir Jóhanna í samtali
við Morgunblaðið. „Bókin er skrifuð
í framhaldi af þáttum sem ég flutti
í útvarp fyrir nokkmm ámm og
gmndvallast að nokkm leyti á efni
þeirra."
Morgunblaðið/Börkur
— „Þú segir frá mannlífinu og
ýmsu nafnkunnu fólki, þar á meðal
Lissý á Halldórsstöðum. Af hverju
skyldi þessi kona, sem fluttist hing-
að frá Skotlandi fyrir aldamót, hafa
orðið hálfgerð ævintýrapersóna,
fremur en aðrar erlendar konur sem
hingað giftust?
„Ég held að þar hafi fleira en
eitt komið til. Lissý var framandi.
Hún var öðmvísi en aðrar konur. Á
meðan þær skutust eins og skugg-
ar, dökkklæddar og síðklæddar, í
dimmum göngunum, sveif hún um
ljóslædd og minnti á álfkonu. Hún
hafði líka afar fagra söngrödd, en
ég held þó að það hafi ekki sízt
verið ljúflyndi hennar og viðhorfið
til þeirrar stéttar sem hún var að
tengjast sem sveipaði hana þessum
ævintýraljóma. Hún lagði kapp á
að nálgast fólkið og ganga í sömu
verk og það, og þetta tókst henni
sannarlega. Hún setti stolt sitt í að
verða íslenzk húsmóðir. Ásamt
manni sínum, Páli Þórarinssyni,
setti hún eftir því sem ég bezt veit
á stofn fyrsta veiðiheimili á íslandi
og þangað komu forríkir verk-
smiðjueigendur og aðalsmenn frá
Englandi og Skotlandi. Á ungl-
ingsámm sínum hafði hún dvalizt
í kastala í heimalandi sínu og að-
stoðað við að matreiða ofan í
aðalsfólkið, og nú kom sú reynsla
henni að góðu gagni. Allur að-
búnaður var með afbrigðum
fágaður enda þótt skilyrði væm að
mörgu leyti frumstæð. En þrátt
fyrir mikil umsvif hafði hún alltaf
tíma til að gleðja aðra með söng
sínum og röddin sem hefði getað
greitt þessari konu leið inn í glæst-
ar ópemhallir heimsmenningarinn-
ar hljómaði hrein og tær í
afskekktum dal á íslandi."
— „Það mannlíf sem þú lýsir er
á margan hátt frábmgðið því sem
nú gerist, ekki sízt borgarlífinu.
„Já, og nú er líf sveitakonunnar
þó orðið mun líkara því sem er í
þéttbýli en áður. var. En ég held
samt að mannlíf til sveita sé að
mörgu leyti betra en í þéttbýlinu,
ekki sízt af því að í sveitinni er
gott að ala upp böm. Við losnum
við stofnanauppeldi sem ég held að
sé ekki ákjósanlegt. í sveitinni
verða bömin strax þátttakendur í
störfum fullorðna fólksins og eign-
j ast þannig eðlilega hlutdeild í því
lífi sem lifað er.“
— „Hvenær fórstu að sinna rit-
störfiim?
„Ég bytjaði að skrifa þegar ég
fór að hafa tíma til þess, — þegar
bömin vom komin upp. Ég hef
ánægju af því að skrifa, reyndar
hef ég mest gaman af því að skrifa
fyrir böm.“
— „Heldurðu að þú kysir þér
annan starfsvettvang en raun varð
á ef þú stæðir frammi fyrir því að
velja þér starf nú?
„Það efast ég um. Sveitabúskap-
ur gefur manni svo mikið, og þá á
ég ekki við peninga. í fámenni verða
persónuleg tengsl nánari og í sveit-
inni öðlast maður samband við sjálft
lífíð og umhverfí sitt.“
Viðtal: Áslaug Ragnars
Bjartmar á
jólavísna-
kvöldi
Tónlistarfélagið Vísnavinir
heldur visnakvöld á Hótel Borg
nk. mánudag kl. 20.30.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda
og ber fyrst að nefna Bjartmar
Guðlaugsson, sem fyrir skömmu
sendi frá sér nýja hljómplötu, „í
fylgd með fullorðnum", og á miklum
vinsældum að fagna um þessar
mundir. Tindur Hafsteinsson, nem-
andi í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ, sem bar sigur úr býtum
í Söngvakeppni Vísnavina sl. vor,
kemur einnig fram og ljóðskáldið
Berglind Gunnarsson les úr ljóðum
sínum. Nokkrir jólasöngvarar munu
auk þess flytja ný jólalög af hljóm-
plötunni Jólastund.
(Fréttatilkynning)