Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 36
VISPBSO 36 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 2 5 2 5 Að breyta fjalli: Stefán Jónsson Bernskuminningar Stefáns Jónssonar Hlýjar - fyndnar - sárar I bókinni „Að breyta fjalli" lýsir Stefán því fólki og umhverfi sem mótaði hann mest í uppvextinum. Frásögnin er gædd þeirri ómótstæðilegu hlýju og húmor sem jafnan einkenna bækur Stefáns en í gegnum allan gáskann skynja lesendur grimman og kaldan veruleika kreppunnar, sem mestu réði um gerðir fólksins á slóðum sögunnar. Eins og titill bókarinnar ber með sér færð- ust sumir mikið í fang á þessum erfiðu tímum. En það er líka hægt að taka hann bókstaflega því vissulega var gerð merkileg tilraun til að breyta einu formfegursta fjalli á fslandi, sjálfum Búlandstindi. HEIMSPEKl Samræður um heimspeki: Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjónsson, Páll Skúlason í Samræðum um heimspeki takast höfund- arnir á við mörg af brýnustu vandamálum heimspekinnar á gagnmerkan hátt, ekki hvað síst fyrir tilstilli samræðuformsins sem veitir lesandanum óvenju skýra og greinar- góða mynd af viðfangsefninu. Listin að selja: Tom Hopkins Ómissandi handbók fyrir alla þá er vinna við sölustörf og vilja ná auknum árangri. Höf- undurinn var um árabil einn af bestu sölu- mönnum Bandaríkjanna. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur um allan heim. Sólstafir: Bjarni Guðnason Sólstafir Bjarna Guðnasonar er stórskemmti- leg miðaldasaga og snýst um ástir, auð og völd. Ungur piltur strýkur að heiman til þess að hefja ævintýralega og hættulega leit að því sem allir vilja finna - en fáum tekst. Sag- an gerist á ólgutímum þegar alþýða manna bjó við ofurvald klerka og annarra valds- manna. Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna Guðnasonar prófessors. Er Andi í glasinu?: Rúnar Ármann Arthúrsson Sagan gerist að mestu leyti í Reykjavík, þó komið sé við á þjóðhátíð í Eyjum og víðar. Hún fjallar að meginefni um vináttu Grímsa og Lukku, sem bæði eru 16 ára, og eitt og annað að auki sem hefur áhrif á hvaða stefnu líf þeirra tekur. Þetta er spennandi saga, stundum of spennandi t.d. þegar Lukku er rænt. . . Sjálfstætt framhald bókarinnar „Algjörir byrjendur" sem kom út í fyrra og hlaut mjög góðar viðtökur. Útganga um augað læst: ísak Harðarson Hér eru á ferðinni nútímaljóð í bestu merk- ingu þess orðs. Af frumlegri hugsun og Ijóð- rænum þrótti er ort um manninn og sam- band hans við veröldina. Þetta er Ijóðabók, sem allir hafa gaman af. Þetta er fimmta Ijóðabók ísaks en sú fyrsta Þriggja orða nafn kom út árið 1982. Samuel Beckett - sögur, leikrit, Ijóð. Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöf- unda þessarar aldar og hefur ef til vill öðrum fremur stuðlað að róttækum breytingum á skáldsagnagerð og leikritun eftir seinni heimsstyrjöld. Beckett hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1969. Meðal verkanna í bókinni er leikritið Beðið eftir Godot, í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldarverkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Samuel Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. Tungumál fuglanna: „Tómas Davíðsson" „Tungumál fuglanna" eftir „Tómas Davíðs- son" er nýstárlegt verk í íslenskum bók- menntum og mun verkja forvitni og umtal. Frásögnin minnir óþyrmilega á atburði sem hafa gerst, en kannski enn frekar á atburði sem gætu gerst eða gætu verið að gerast. Bókin verður vafalaust ein sú umdeildasta á jólabókamarkaðinum í ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.