Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
C 37
bókaj ól
VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR
Kaldaljós: Vigdís Grímsdóttir
Vigdís’ GVímsdöttir er að góðu kunn sem
höfundur smásagnasafnanna Tíu myndir úr
iífi þínu og Eldur og regn. í skáldsögunni
Kaldaljós sækir hún efnivið sinn öðrum
þræði til sannsögulegra atburða - m.a.
ógæfu er eitt sinn reið yfir íslenskt sjávar-
pláss - auk þess sem þjóðsagan og ævintýrið
eru henni óþrjótandi uppspretta.
P.C.Jeisild
í íslenskri þýðingu
Þórarins Guðnasonar lœknls
Babelshús: P. C. Jersild
Djörf, berorð lýsing á lifinu í risastóru,
nýtísku sjúkrahúsi. Fylgst er með hrakning-
um sjúklings milli hinna ýmsu deilda stofnun-
arinnar, þar sem allt er svo sérhæft að starfs-
menn og sjúklingar skilja tæplega mál hvers
annars. Bókin hefur orðið metsölubók víða
um lönd. Höfundurinn er læknir að mennt
og tvímælalaust í hópi bestu rithöfunda
Norðurlanda. Þýðandinn, Þórarinn Guðna-
son læknir, nýtur mikillar virðingar sem snjall
og vandvirkur þýðandi.
“WlMNIE
Mandela
Brot af sálu minni: Winnie Mandela
Winnie Mandela er heimsfræg fyrir baráttu
sína gegn kynþáttamisrétti. Hún er ásamt
eiginmanni sínum, Nelson Mandela, sem set-
ið hefur rúman aldarfjórðung í fangelsi, eins
konar tákn baráttunnar fyrir auknum rétt-
indum blökkumanna í Suður-Afríku. I bók-
inni ræðir þýsk blaðakona, Anne Benjamin
frá tímaritinu Der Spiegel við Winnie. Sterk
áhrifamikil lýsing á lífi þessarar miklu bar-
áttukonu.
í 5 ý%2,
*W-tm*
HsBÍ ésf • ____
Alþýðubandalagið - Átakasaga:
Óskar Guðmundsson
Bókin fjallar um þróun Alþýðubandalagsins
frá kommúnisma til kratisma. Meira er fjall-
að um ákveðna menn og málefni en hug-
myndafræðilegan grunn flokksins. Frásögnin
hefst við stofnun Kommúnistaflokksins en
lýkur þ. 9. nóvember 1987.
SWlBtJOIS_
MAMVS
ogs WMmam
SJAVAR
gisu imssoix
Sambúð manns og sjávar:
Gísli Pálsson
Efni þessarar bókar varðar okkur öll af þeirri
einföldu ástæðu að fáar þjóðir eru eins háð-
ar fiskveiðum og Islendingar. Leitað er svara
við spurningum svo sem hvaða augum líta
sjómenn starf sitt? Fjölskylduna? Hvernig er
framleiðslunni í landi og verkaskiptingu
kynjanna háttað? Einnig er fjallað um lands-
kunna aflaskipstjóra. Gísli Pálsson vinnur hér
brautryðjendastarf og hefur til virðingar þá
atviqnugrein sem íslendingar byggja tilveru
sína á.
Leggur og skel: Jónas Hallgrímsson
Þetta rómantíska ævintýri um hverfular ástir
leggjar og skeljar skrifaði Jónas Hallgrímsson
á síðasta æviári sínu í Kaupmannahöfn eftir
að hafa lesið Kærestefolkene eftir H. C.
Andersen.
Útlit Ibókarinnar og myndskreytingu
annaðist Gunnar J. Straumland.
Nýtto
betra
SKEMMTUM. SKRUM EÐA SVARTIGALOUR
AUGJ_VS!*JGABÖK
Nýtt og betra: Ólafur Stephensen
Handbók um auglýsingar fyrir stjórnendur
fyrirtækja, um samskipti við auglýsingastof-
ur o.fl. Hann er ábyrgur fyrir mörgum af
athyglisverðustu auglýsingum okkar
undanfarin ár - og jafnframt þeim umdeildustu.
REGNBOGABÆKUR:
PARADÍS
SKOHBA FREST
JOHN M0RT1MER
/*
Paradís skotið á frest: John Mortimer
Sagan fjallar um líf breskrar fjölskyldu frá
stríðslokum til samtímans. Hún greinir frá
brostnum vonum fólks um þá glæstu framtíð
sem sögð var í sjónmáli eftir stríð. Bráðfyndin
en jafnframt alvarleg lýsing á lífi fólks. Sagan
hefur verið kvikmynduð fyrir sjónvarp og
verður sýnd hjá RUV í janúar 1988.
NJÓSNARI
AFLIfí
AFLi
OGSÁL
John Le Carré
Njósnari af lífi og sál: John Le Carré
Spennusaga um hinn fullkomna njósnara
sem dag einn hverfur sporlaust. Sagan fjallar
um hvarf hans og leiðir lesandann inn í ótrú-
legan heim njósnanna af meira innsæi og
skilningi en gengur og gerist um flestar sög-
ur af þessu tagi. M.ö.o. hin fullkomna
njósnasaga.
Svart á Ftvítu