Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Einn agnar- lítill leðurflipi — Kaflabrot úr bókinni Náttfari, — sautján íslensk og erlend sakamál NÁTTFARI nefnist bók, sem Sigurður Hreiðar Hreiðarsson hefur tekið saman og er þar fjallað um sautján íslensk og erlend sakamál. Almenna bóka- félagið gefur bókina út að frumkvæði íþróttasambands lögreglumanna. Hér á eftir birt- ist brot úr kafla í bókinni og nefnist hann „Einn agnarlítill leðurflipi": Það var föstudagskvöld og ball í samkomuhúsinu. Strákamir notuðu tækifærið til að detta í það. Helgum fylgir sú kvöð samfélagsins að þá á að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra. Helst að hýrga sig með aðstoð utanaðkomandi efna. Einkum á þetta við um þá sem enn eru að þreifa fýrir sér í lífínu. Skarphéðinn Sveinsson og Sig- urður Guðmundsson voru báðir nítján ára í febrúar 1985. Barði Valgeir Gunnarsson var ári eldri, og hann átti bíl. Þeir hófu drykkjuna saman, Barði og Sigurður, og fengu Jón Bjarka JónSson til þess að vera edrú og aka bíl Barða. Jón Bjarki — oftast bara kallaður Bjarki — var orðinn tuttugu og fimm ára og hafði atvinnu af bílaakstri. Honum fannst meira gaman að aka bfl heldur en drekka brennivín. í samkomuhúsinu bættist Skarphéðinn í hópinn. Skarphéðni hafði ekki gengið vel að fóta sig í lífinu. Hann dróst aftur úr jafnöldrum sínum strax í bamaskóla; varð óþægur og hrekkjóttur. Honum var um sinn komið til náms í fámenni úti á landi þar sem honum gekk betur, en það tók enda og þegar hann kom aftur heim í plássið sitt fór allt aftur á verri veg. Það endaði með að hann var rekinn úr skólanum. Þá var hann sendur í héraðsskóla en tolldi þar aðeins nokkrar vikur. Þar með var skólamenntun hans á enda. Frá þeim tíma hafði hann verið ærið brokkgengur og þó hann væri ekki eldri en þetta var hann búinn að lenda í klandri nokkrum sinnum og hafði misst rétt til öku- leyfis tvívegis, samtals í þrjú ár, hlotið fangelsisdóma upp á sam- tals sjö mánuði, ýmist skilorðs- bundið eða ekki, fyrir utan sektargreiðslur. Og nú átti hann enn einn dóm jrfir höfði sér. Milli jóla og nýárs braust hann snemma morguns, sem á hans mælikvarða var síðla nætur, inn í hús þar sem flugelda- sala fór fram á daginn. Hann stal þar einhverju smáræði af pening- um, en kveikti síðan í stórum flugeldi og Iét hann spóla um hú- sið. Svo heppilega tókst til að flugeldurinn kveikti ekki í öðrum skoteldum, enda hefði þá farið illa — húsið inn í miðju íbúðahverfi! Honum var sama. Ekki var það hann, sem veitti leyfi fyrir skoteld- um á þessum stað. Skarphéðinn Sveinsson hafði ekki náð þeim andlega þroska sem vænta mátti af manni á hans aldri. Þar að auki var hann hræddur og kvíðinn hið innra með sér og hald- inn vanmáttarkennd. Ytra var hann töff karl og harður, sýndi af sér tilbúna kæti og áunnið kæru- leysi, reiðubúinn og sýna samfélag- inu í tvo heimana til að ná sér niðri á ranglæti þess. Um þrjúleytið um nóttina var ballið úti. Skömmu áður fóru fjór- menningamir út að rúnta og líta á mannlífið. Ekki leið á löngu áður en þeir óku fram á tvær telpur, Emu Eiríksdóttur, 14 ára, og 13 ára vinkonu hennar, Lilju Einars- dóttur. Þær stöllur vom að passa böm til klukkan tvö, en fóru þá á rúntinn á eftir í ævintýraleit. Strákamir urðu þeim holdtekja ævintýranna þessa nótt. Þeir buðu telpunum upp í bílinn til sín, sem þær þáðu. Það var rúntað dálítið meira, en svo var stansað á bfla- stæðinu við Höllina. Strákamir vom í góðu skapi. Skarphéðinn, Sigurður og Barði allir vel hífaðir, án þess að vera fullir, og skemmtu sér við að gant- ast við telpumar. Þær aftur á móti rétt að byija að komast á fliss- aldurínn og því tilvaldir áheyrend- ur fyrir svona kvalara. Nú bar að þriðja stúlkubamið, Ösp Sigurð- ardóttur, 15 ára, sem slóst í hópinn. Næturlífið var fjörugt í plássinu. Það var ákveðið að keyra um dálítið lengur og líta á meira af mannlífinu, en nú vildi bíllinn ekki fara í gang. Þau sjömenningamir urðu ekki alveg ásatt um það í frásögnum síðar hvað gerðist næst. Sum þeirra sögðu að Bjarki hefði farið gangandi heim til sín að fínna startkapla. Aðrir að Skarphéðinn og Sigurður hefðu farið á lögreglustöðina að hringja á bílastöðina til að fá start. Ema vottaði að Skarphéðinn hefði sagst ætla að fara með Sigurði að redda rafgeymi hjá ömmu sinni. Frænku sinni, hélt Lilja. Bíleigandinn Barði sagðist hafa verið svo fullur að hann hefði ekki hugmynd um at- burðarásina. Bflstjórinn Bjarki sagði við lög- regluyfirheyrslur á eftir að hann hefði raunar gmnað að Skarphéð- inn og Sigurður ætluðu sér að stela geymi. Hann sagðist hafa beðið Barða sem eiganda bílsins að koma í veg fyrir það, en hann ekki viljað það. Svo mikið er þó víst að Skarp- héðinn og Sigurður fóm af bíla- stæðinu og hurfu fyrir horn. Eftir einhveija stund komu þeir aftur, og Sigurður með rafgeymi í fang- inu. Því næst fóm þeir að skipta um geymi í bílnum. Fram kom við vitnaleiðslur að Barði bíleigandi hefði stigið út úr ökutæki sínu og borið fram harðorð, munnleg mót- mæli. Skarphéðinn og Sigurður nenntu ekki að standa í einhveiju þrefi. „Haltu kjafti og skiptu þér ekki af þessu," — og þar með var Barði afgreiddur. Bjarki var heldur ekki hrifínn af þessu framtaki. Hann varð fúll og hótaði að láta af starfi sem bílstjóri hópsins. Það var heldur ekki hlustað á hann. Geymirinn fór í bílinn og bíllinn í gang. Skarphéðinn var allt í einu kominn með þijár segulbands- kasettur með tónlist, sem hann var ekki með áður. Nú var fyrst farið heim til hans. Þar fóm þeir félagar inn, Skarphéðinn og Sigurður. Sá síðamefndi sagðist þurfa að þvo geymasýru af höndum sér. Þegar þeir komu aftur vom þeir með brennivín, bland og sígarettur. Það var orðið stutt í Bjarka, eftir ævintýrið með rafgeyminn. Hann ók öllu liðinu í fússi heim til Barða, tæmdi þar bílinn og læsti honum; stakk lyklunum í vasann og fór heim að sofa. Klukkan var orðin hálf sex. Afgangurínn af hópnum gekk til stofu Barða. Kassettumar vom settar í græjurnar og strákamir settust að brennivíninu. Ekki er þess getið að telpunum hafí verið boðin hressing. Þama sat hópurinn í röskan klukkutíma. Þá var Sig- urður sofnaður og svaf fast. Barði var annaðhvort sofnaður eða fílaði sándið úr græjunum svo ofsalega að hann var ekki lengur í sam- bandi við umheiminn. Skarphéðinn lék hins vegar á als oddi. Hann var skrafhreyfinn við stelpumar og þreytti sjómann við Lilju. Þeim þótti hann skemmtilegur og alls ekki fullur svo orð væri á gerandi. Rétt um klukkan sjö um morg- uninn trítluðu telpumar heim til sín. Skarphéðni tók að leiðast þegar þær vom famar. Barði og Sigurður héldu hrotutónleika í samkeppni við tónflutningstækin. Brennivínið búið og blandið líka. Klukkan hálf átta tók hann það sem eftir var af sígarettum og eldspýtum, stakk í vasa sinn og rölti af stað. Ferðalagið var þó að mestu stefnulaust. Hann hafði ekkert frekar hug á að fara heim til sín. Helst datt honum í hug að leita á náðir frænku sinnar og tók stefnu á heimili hennar. Leið hans lá fram hjá bamaskólanum. Skarphéðinn bar ekki hlýjan hug til þessarar menntastofnunar. Þama var honum einu sinni, svo að segja við upphaf skólagöngu sinnar, gert að sitja annan vetur í sama bekk og hann hafði verið árið áður. Þetta var gert af því námsárangur hans þótti fjarska lélegur. Honum fannst þetta ómak- leg mannvonska. Upp frá þeim tíma lagði hann fæð á skólann og allt sem þar fór fram. Nú flaug honum í hug að ein- hvem tíma höfðu kunningjar hans brotist inn í skólahúsið og náð þar einhveiju af peningum. Peningar eru eitt af því sem alla vantar ævinlega meira af en þeir hafa, ekki síst ef þeir leggja stund á að vera atvinnulausir, eins og Skarp- héðinn. Hann gekk því niður fyrir skóla- húsið. Þar fann hann góða spýtu sem hann notaði til að bijóta gler í kjallarahurð. Það gekk þó ekki eins auðveldlega og hann bjóst við. Glerið brotnaði ekki eins og gler. Það var seigt; það brast og dældað- ist, en það var ekki fyrr en eftir allmörg högg að það fór í sundur. Það var nefnilega tvöfalt og plast- himna á milli. Loks var komið gat. Skarphéð- inn fór með höndina inn og ætlaði að ljúka upp fyrir sér hurðinni. En læsingin að innan var ekki með snerli, heldur þurfti líka lykil þeim megin. Það var því ekki um annað að gera en stækka gatið á rúðunni og skríða þar í gegn. Skarphéðinn var húsum kunn- ugur í þessum skóla. Hann fór því rakleitt upp á loft og sparkaði upp hurðinni fyrir kennarastofunni. Hann var enn með spýtuna með sér og úr því hún var nú þama við höndina hvort sem var braut hann með henni gler fyrir skáp með verðlaunabikurum, .sem skól- inn hafði hlotið, en þessi skápur var í vegg við dymar inn á gang- inn sem kennarastofan er við. Hann fann enga peninga á kenn- arastofunni. Hann mddi sér leið inn á skrifstofu skólastjóra. Þar var lítill, grænn peningakassi með tvö hundruð og fimmtíu krónum í seðlum og einhveiju af skiptimynt, kannski um þijú hundruð krónum. Við hliðina á kennarastofunni er eldhús skólans. Þar var pening- akssi uppi á kæliskáp og í honum baukur frá Hjálparstofnun kirkj- unnar. Er farið var að kanna heimsókn Skarphéðins í skólann kom í ljós að þessi baukur hafði verið rifínn upp. Sömuleiðis var tóm budda í einni borðskúffunni. Skarphéðin rak þó ekki minni til að hafa fundið aðra peninga en þessa hjá skólastjóranum. Þegar hann var búinn að vafra þarna um stjómunarálmu skólans nokkra hríð án þess að finna nema nokkur hundruð krónur fór hann aftur inn á kennarastofu. Þá kom hann auga á lítið glas á borði, með einhveijum vökva í. Hann sagðist strax hafa séð að þetta var hreins- að bensín. Hann dró upp eldspýtur og bar að glasinu. Þá gaus upp mikill eldur, sagði hann, svo honum brá og þeytti glasinu frá sér. Það lenti á veggnum og brotnaði, en logandi bensínið skvettist yfir sófa og gluggatjöld og breiddi út eld. Sjálfur mundi hann ekki eftir að hafa kveikt í á fleiri stöðum en í kennarastofunni, en viðurkenndi að hafa borið eld að bréfum „í innsta herberginu“. Hins vegar var augljóst við vettvangskönnun síðar um daginn að kveikt hafði verið í á tveimur stöðum á skrifstofu yfir- kennara, þannig að mikið tjón hlaust af, meðal annars á ljósritun- arvél. Á kennarastofunni hafði verið kveikt í sófa, svo og pappír á hillu og á stól. í eldhúsinu hafði eldur verið lagður í eldhúsrúllu á standi og-bréf á borði. Á ganginum framan við kennarastofuna hafði verið kveikt í pappír á skiptiborði fyrir síma og eldurinn náð í gluggatjöld fyrir ofan borðið. Enn- fremur hafði bréfabunki verið lagður á vegg, létt skilrúm úr timbri, gegnt dyrunum á kennara- stofunni, og kveikt í honum. Svo mikið er víst að fljótlega gerðist þama mjög heitt og reykur varð til óþæginda. Skarphéðinn stökk því úr brennunni og kom sér út sömu leið og hann fór inn. Hann flýtti sér allnokkurn spöl frá skól- anum áður en hann leit við. Eldslogar björmuðu glugga skól- ans að innan og stöfuðu rauðgulum ljóma á kalda febrúarmorguninn úti fyrir. Plássið lá enn og svaf á laugar- dagsmorgni. Skarphéðinn gekk að leigubíla- stöðinni. Nú átti hann fyrir leigubíl heim. Hann pantaði bíl en varð að bíða dálítið, því það var enginn bfll inni. Hann var farið að svengja eftir athafnasemina svo hann keypti sér hamborgara, eitt æði, eina Marsstöng, poka með lakkrís og tvær flöskur af malti. Þetta tók hann með sér heim, því nú var leigubfllinn kominn. Ferðin er ekki ýkja löng og kostaði aðeins 120 krónur. Skarphéðinn borgaði akst- urinn með tólf tíu króna peningum. Bílstjórinn veitti því ekki athygli að Skarphéðinn væri drukkinn. Það hefði eiginlega bara alls ekki séð á honum, sagði bílstjórinn. Hann var rólegur og afslappaður. Skarphéðinn var kominn heim klukkan hálf níu. Nú var mál að fara að leggja sig. Klukkan laust fyrir eitt kom söngstjóri skólakórsins að skóla- húsinu. Kórinn hafði verið boðaður á æfingu klukkan eitt. Söngstjór- inn .tók strax eftir því að búið var að bijóta rúðu í lcjallaradyrunum og grunaði að innbrot hefði verið framið. Hann flýtti sér upp og fann reykjarlyktina leggja á móti sér. Þegar hann opnaði lagði reykjar- mökkinn á móti honum. Samt hleypti hann í sig hörku, ruddist inn að síma, þrátt fyrir kæfandi brækjuna, til að tilkynna lögreglu hvemig komið væri. Svo bjargaði hann sér út til að bíða lögreglunn- ar og aflýsa söngæfingunni, enda nokkum veginn ólíft inni fyrir svælu. í ljós kom að allnokkur eldur hafði náð að loga til að byija með, en síðan dáið út vegna loftleysis. Hurðin að stjómunarálmu skólans hafði að vísu verið sprengd upp, en á henni var öflug hurðarpumpa svo að hún féll þétt að stöáim og hindraði loftstreymi að eldinum. Örlítið sót hafði borist út með henni, en eldurinn var kafnaður. Hins vegar var þama allt fullt af reyk og ólofti, þannig að tæplega sá handa skil, og varla fært inn nema með reykköfunargrímur. Þess vegna varð fyrst að lofta út áður en hægt var að skoða verk- summerki. En ljóst var að þama hafði verið brotist inn og eldurinn kviknað í sambandi við það, hvort sem það var óviljaverk eða íkveikja af ráðnum hug. Hið síðamefnda varð þó fljótlega ljóst, þegar ber- sýnilegt var að kveikt hafði verið í á mörgum stöðum. Rannsóknarlögreglumaðurinn í plássinu var kominn á staðinn klukkan tíu mínútur yfir eitt, nokk- urn veginn á sanla tíma og menn frá almennu lögreglunni. Fyrsta verk hans varð rannsaka hvað leið brennuvargurinn hefði komið inn. Leitað var að sporum eða verksum- merkjum úti og inni. Það mark- verðasta reyndist vera í glerinu í hurðinni. Neðan á glerbrotunum sem loddu í karminum að ofanverðu fannst mannshár, og líka ofurlítil leðurræma. Kannski er það of- rausn að kalla þennan agnarlitla flipa leðurræmu. Hann var ekki nema 12 millimetrar á lengd og einn millimetri á breidd. En þessi agnarsmáa tutla var það sem úr- slitum réð við lausn málsins. Rannsóknarlögreglumaðurinn skoðaði leðurflipann í stækkunar- gleri og þóttist næsta viss um að hann hefði skorist úr leðuijakka. Miðað við að tutlan var föst neðan í glerbroti í efri hluta gluggans í hurðinni var trúlegast að hún hefði spænst úr öxl eða kraga, líklega aftanverðum kraga. Einnig mátti gera sér allgóða hugmynd um lit- inn á flíkinni. Höfðu einhveijar grunsamlegar mannaferðir verið um nóttina? Já. Augljóslega vöktu einhveijir meðan aðrir sváfu, þessa nótt sem oftast endranær. Nöfnin eru ekki rétt nöfn þeirra sem við sögu komu í þessu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.