Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 48

Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 48
48 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGim 13. DESEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 1988 Laus störf Sölumaður: Heildverslun, sala á vélahlutum og rekstrarvörur fyrir bíla. Sölumannshæfi- leikar og þekking á vélum skilyrði. Bílstjóri: Heildverslun, útkeyrsla á bíl frá fyrirtækinu. Afgreiðslumaður: Trésmíðaverkstæði, mót- taka pantana, afgreiðsla, útskrift reikninga. Lagermenn: Heildverslanir, almenn lager- störf og útkeyrsla. í ofangreind störf er leitað að traustum og vinnusömum mönnum á aldrinum 20-30 ára. Störfin eru laus um áramótin. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu okkar. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta Sundaborg 1 -104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Krefjandi stjórnunarstarf Ríkismat sjávarafurða óskar að ráða mann í krefjandi ábyrgðar- og stjórnunarstarf við að veita eftirliti stofnunarinnar forstöðu. Starfið felst í: ★ Stjómun eftirlits.stofnunarinnar með hrá- efnis- og vörugæðum íslenskra sjávar- afurða. I því felst m.a. dagleg stjórn starfa þeirra manna sem hafa með hendi eftirlit stofnunarinnar, þar sem fiskur eða sjávarafurðir eru meðhöndlaðar og/eða unnar. ★ Annast eftirlit með gæðaeftirliti útflytj- enda og hvernig þeir standa að gæða- stjórnun á sínum vegum. ★ Yfirumsjón eftirlits með hreinlæti og bún- aði fiskvinnslustöðva, svo og með hvaða hætti fiskvinnslufyrirtæki standa að gæðastjórnun framleiðslu sinnar. ★ Þátttöku í stefnumörkun og þróun vinnu- bragða Ríkismats sjávarafurða. Starfið krefst: ★ Mikils frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. ★ Þekkingar, áhuga og skilnings á gæða- málum sjávarútvegsins. ★ Háskólamenntunar í matvælafræðum, eða annarrar sambærilegrar menntunar og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu stofnunar- innar. Nánari upplýsingar og starfslýsing fæst hjá skrifstofustjóra stofnunarinnar, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, sími 91-627533. Ríkismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi: ★ Að stuðla að auknum hráefnls- og vörugœðum fslenskra sjávar- afurða. ★ Að þróa starfseml sfna þannig að hún verðl elnkum fólgin f miðlun þekklngar og fœml og að skapa sjávarútveglnum róttar forsendur til starfa. ★ Að verða f krafti þekklngar sinnar og reynslu forystuafl f gsaða- málum. ★ Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarútvegsins f stöðugri vlðleltni þelrra tll að auka þekkingu og fæmi f vinnu- brðgðum og vörumeðferð. ★ Að móta afstöðu þelrra sem vlð sjávarútveg starfa tll gæða- mála og efla almenna gæðavftund. Riklsmat sjávarafurða telur það vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnubrögðum, svo fslenskar sjávarafurðir nái for- skoti á markaðnum vegna gasða og þar með hærra verði en ella. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Forstöðumaður Verndaði vinnustaðurinn Örvi í Kópavogi óskar að ráða forstöðumann til starfa. Upp úr áramótum flytur vinnustaðurinn starfsemi sína í nýtt og rúmbetra húsnæði á Kársnes- braut 110, sem gefur mikla möguleika á að útfæra nýjar og ferskar hugmyndir. Starfsemi Örva er fjölþætt en megin við- fangsefni staðarins eru störf við prjónaskap og gerð plastpakkninga. Um 30 fatlaðir einstaklingar vinna í hluta- störfum á Örva og auk þeirra starfa þar félagsráðgjafi, iðjuþjálfi og þrír starfsleið- beinendur. Meginmarkmið staðarins er að hæfa fatlaða til starfa á almennum vinnumarkaði, einnig að veita fötluðum varanlega atvinnu. Áhersla er lögð á stuðning við þá sem hefja störf á almennum vinnumarkaði og þá í formi eftir- fylgdar frá Örva, samstarfi við atvinnuleit fatlaðra í viðkomandi sveitarfélagi, og verk- stjórn fatlaðra sem tekur til starfa eftir áramót. Forstöðumaður þarf að hafa fjöl- þætta reynslu og þekkingu: 1) Þekkingu á sviði viðskipta og reksturs og/eða einhverja iðnmenntun, sem tal- in er að nýtist starfsemi vinnustaðar- ins. 2) Reynsiu af rekstri, áætlanagerð og notkun bókhalds sem stjórntækis. 3) Eiga gott með að vinna með fólki sem stjórnunar- og samstarfsaðili. Umsóknarfrestur er til 22. desember nk. Umsóknum skal skila til skrifstofu Svæðis- stjórnar Reykjanessvæðis, Lyngási 11, 210 Garðabæ, sími 651692, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. Breska sendiráðið óskar eftir að ráða í hálfsdags starf í mót- töku frá og með 4. janúar 1988. Starfið felst í símavörslu á ensku og íslensku auk vélritunar á báðum tungumálum. Einnig á starfsmaðurinn að sjá um telexsendingar og veita upplýsingar um viðskipti og nám. Vinnutími er frá kl. 08.45-12.30 mánudaga - föstudaga. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í að nota bæði enska og íslenska tungu. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu- stjóra, Breska sendiráðið, Laufásvegi 49,101 Reykjavík. The British Embassy requires a Part-time Receptionist to start work on 4 January 1988. The work will include dealing with callers and telephone calls in both lcelandic and English and doing some copy typing in both languages. She will also be required to handle incoming and outgoing telex messag- es and answer routine commercial and educational enquiries. The working hours will be 08.45-12.30 Monday to Friday in- clusive. Appficants should have a good working knowledge of the English and lcelandic languages. Applications should be made in writing to the Administration Officer, British Embassy, Laufásvegur 49, 101 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra. Æskilegl er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Leitað er að duglegum og traustum aðila, sem gæddur er miklum samskiptahæfileik- um. Áskilið er háskólapróf, helst á við- skipta- eða hagfræðisviði og minnst 3-4ra ára reynsla úr atvinnulífinu. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er fjárfest- inga- og ráðgjafafyrirtæki í eigu 28 sveitar- félaga, félagasamtaka og fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilgangur félagsins er að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar í byggðum Eyjafjarðar. Starfsemi félagsins má skipta í þrjá megin- þætti: - Félagið veitir fyrirtækjum og einstakling- um, sem áforma nýja framleiðslu, aðstoð við að meta hugmyndir út frá tæknilegum og fjárhagslegum forsendum. - Félagið tekur þátt í stofnun nýrra fyrir- tækja með hlutafjárframlagi og veitir ráðgjöf á uppbyggingartímanum. Félagið á nú hlut í og tekur þátt í stjórnun sjö annarra hlutafélaga. - Félagið leitar markvisst að nýjum fram- leiðsluhugmyndum á eigin vegum og reynir síðan að fá fyrirtæki og einstaklinga til samstarfs um að hrinda þeim hug- myndum í framkvæmd. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. des- ember nk. til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigfús Jónsson, stjórnarformaður, í síma 96-21000, eða Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri, í síma 96-26200. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30, 600Akureyri. Þjónusta við notend- ur einmenningstölva Einkabanki vill ráða starfsmann með stúdents- próf eða sambærilega menntun, t.d. EDB skólann í Danmörku, til starfa. Starfssvið: Þjónusta við notendur einmenn- ingstölva í bankanum, uppsetning hug- og vélbúnaðar og samræming á vinnuháttum innan bankans. Leitað er að aðila með staðgóða þekkingu á tölvum og stýrikerfum MS/PC-DOS, einnig reynslu af notkun og uppsetningu notenda- búnaðar. Vegna mikilla samskipta við annað starfsfólk þarf viðkomandi að hafa trausta og örugga framkomu, vera framtakssamur og vel skipulagður. Farið verður með allar umsóknir í trúnaði. Mjög gott framtíðarstarf. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 17. des. nk. GudniTónsson . RÁÐGJÖF & RÁON I N GARÞJÓN U STA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK _ PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Arkitektar, tækniteiknarar Sjálfstáeð arkitektastofa óskar að ráða arki- tekt og tækniteiknara. Fjölbreytt og áhuga- verð verkefni. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á auglýsingadeild Mbl. eigi síðar en 18. desember merktar: „Hönn- un - 4558“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.