Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
C 59
islenski þjóðsöngurinn sunginn. íslenskir nemendur í hótel og ferða-
mannaskólanum í Leyden umkringja Fred C. Ott við hljóðfærið og
taka vel undir.
hjónin á móti forseta íslands og
fylgdarfólki hennar. Öll fjölskyldan
saman komin í tilefni dagsins, son-
urinn Kristinn Steven og kona hans,
dóttirin Aldís og eiginmaður henn-
ar, sem er flugmaður í Þýskalandi
og bamabömin sex.
Sú staðreynd að bömin heita
íslenskum nöfnum segir kannski
meiri sögu um íslandstengsli þess-
arar konu, sem fædd er í íslend-
ingabyggðum í Dakota í Banda-
ríkjunum og manns hennar, sem les
íslendingasögumar og hefur'ekki
síður taugar til lands forfeðra konu
sinnar en hún. Þrátt fyrir annríkið
og matarveislu fyrir gestina segir
Sigríður mér af ættingjum sínum á
íslandi, en hún er komin af íslandi
í annan og þriðja lið og hún skýst
með mér upp á loft og sýnir mér
íslensku bækumar sem Björg
amma hennar gaf henni þegar hún
var heima í Dakota, Eyrbyggju út-
gefna í Leipzig 1864, Lestrarbók
fyrir alþýðu á Islandi frá 1874 eft-
ir Þórarinn Böðvarsson, Hina
grísku og rómversku goðafræði,
samritaða af Matthiasi Bast, kennd-
an við Herlifshals, handskrifað og
afritað á íslensku 1833 og aftan
við skrif um alla þekkta íslenska
bragarhætti, samið 1802. Það er
merkilegt að standa með þessar
gömlu íslensku bækur í höndunum
í fjallahúsi í Ölpunum. Og Sigríður
talar íslensku, alin upp í Banda-
ríkjunum og í enskumælandi
skólum. Og hún segir heim um ís-
land. Frá því hún frétti fyrst af
íslendingum í Zurich hefur hún
haft samband við þá sem hún hefur
náð í og verið mörgum ómetanleg
hjálparhella og veitt þeim af rausn.
Nú er henni þakkað. Forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogdóttir, segir í
ávarpi sínu að á íslandi höfum við
fá tækifæri til að þakka þeim sem
erlendis veita okkur liðsinni, en einn
fallegan þakkarvott eigum við þó,
íslensku Fálkaorðuna, og um leið
og hún þakkar Sigríði Ott fyrir
hönd íslands afhendir hún henni
orðuna. Sigríður talar á hreinni
íslensku og kveðst orðlaus yfir
slíkum heiðri. Fred Ott sest við
flygilinn og leikur íslenska þjóð-
sönginn og viðstaddir taka undir.
Þeir eru merkilega margir. Auk o
kkar aðkomnu gestanna eru þar
16 íslenskir námsmenn sem eru við
nám í hótel og ferðamannaskólan-
um í Leysin, sem þau Otthjónin
voru með í að stofna á sínum tíma.
Þau hafa engin afskipti af honum,
en íslensku ungmennin sem þar
nema eiga hjá þeim athvarf. Þetta
var því hátíðleg stund.
A leið til baka heimsótti forseti
íslands Chillonkastala, einn elsta
kastala í Evrópu. Elsti hlutinn
byggður af Savoygreifum um 1150.
Þessi glæsilegi kastali stendur út í
Genfarvatn við bæinn Montreaux.
Er kastalinn rammgerður og fagur.
Sannarlega væri þess virði fyrir
íslenskt skíðafólk, sem árlega ekur
þama framhjá á leið í skíðalöndin
í Ölpunum að skoða kastalann, þar
sem krakkar geta í raun séð það
sem þau halda að séu bara tilbúin
æfíntýri á skjánum. Þar tóku
framámenn í Vaudkantónu á móti
forseta íslands, og m.a. skálað í
hátíðasal þessa 10 alda gamla kast-
ala í fágætu eigin hvítvíni kastal-
ans. En í framhaldi af því var haldið
til eins vínframleiðanda héraðsins,
Claude Masseys, og smakkað á
nýja rauðvíninu og hvítvíninu úr
uppskeru þessa árs í vinkjallara
hans i Epeises.
Myndir og texti:
Elín Pálmadóttir
Chillon kastaði stendur út i Genfarvatn nálægt Montreau og er einn
fegursti og elsti kastali í Evrópu. Forseti íslands heimsótti þennan
10 alda gamla kastala og þar tóku framámenn Vaudkantónu á móti
henni.
Þú færð jólagjöf íþrótta-
mannsins í Spörtu
Frábært úrval af fatnaði fyrir
eróbikk, jassballett og fim-
leika. Bolir, buxur, belti,
samfestingar o.fl.
Matinbleu barnagallar
3 týpur. Verð frá kr. 3.890,-
. Adidas Challenger
Litir: Grátt/svart, rautt/blátt,
svart, Ijósblátt, grátt/dökk-
blátt, Hvítt/ljósblátt, dökk-
blátt.
Nr. 138-198 kr. 6.290,-
Matinbleu gallarnir
Loksins fáanlegir aftur í
mörgum tegundum. Margir
litir. Verð frá kr. 4.885,-
Adidas Liverpool
Dökkblár m/ljósbláum rönd-
um.
Nr. 12-8-176 og 3-9. Rautt .
128,152,164, 176.
128-176, verðkr. 2.925,-
3-9, verð kr. 2.995,-
Adidas Victory
Glansgalli.
Nr. 140-176 og 46-54. Dökk-
blátt og rautt m/dökkbláum
buxum.
Kr.3.518,-
Búningasett frá Adidas.
Manchester United. 3 litir.
Liverpool, heima, úti og vara-
búningar.
Arsenal, Luton, West Ham
sett kr. 1.940,-
Treyja kr. 1.130,-
Póstsendum samdaegurs
SPORTVÖRUVERSLUNIN
wmm
LAUGAVEGI 49 SIMI 12024
Adidas Alberta
Regngallar. 100%regnheltefni.
Dökkblátt, svart, rautt, Ijósblátt
StærðirXS-XXL
Verð kr. 3.596,-
Panda dúnúlpur
Litir: Dökkblátt, turkish, milli-
blátt.
Nr. 140-152-164
kr. 5.590,-
Nr.S-M-L-XL-XXL
kr. 5.990,-
Adidas Laser
Kominn aftur í nýjum litum.
Nr. 150 til 198 kr. 6.950,-