Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 60

Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 60
60 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Bókarkaflinn sem hér fer á eftir er úr vest- ur-þýsku bama- og unglingabókinni Litla vampíran, sem bókaút- gáfan Nálin hefur nýlega sent frá sér. Bækurnar um litlu vampíruna eru um margt býsna sérstæðar, enda eru þær dæmi um vissa breyt- ingu sem er að verða á bamabókmenntum í Vest- ur-Þýskalandi. Litla vampíran er fýrsta bókin af sjö sjálfstæðum sögum sem fjalla um uppá- tæki og ævintýri þeirra félaga Runólfs Hrollberg, sem er lítil vampíra, og Antons Túliníuss. Sögumar sem em eftir hina ungu vestur-þýsku skáldkonu Angelu Som- mer-Bodenburg hafa nú þegar náð mikilli útbreiðslu víða um heim. Litla vampíran Dularfulla pjatlan Næsti laugardagur byrjaði einsog allir laugardagar. Að loknum morg- unverðinum fór pabbi Antons út að kaupa inn til helgarinnar. Mamma hans var búin að þvo sér um hárið og nú var að koma hárþurrkunni fyrir. Anton aðstoðaði hana. „Ætlið þið aftur í bíó?“ spurði hann kæruleysislega um leið og hann stakk snúrunni í samband á bak við sófann. „Má vera,“ sagði móðirin, „en kannski verður pabþi þinn að fara á skrifstofuna." „Á skrifstofuna?" hrópaði Anton vonsvikinn. „Já,“ sagði móðirin og setti kúfinn á þurrkunni yfír höfuð sér, „en hann um það. Ég get alveg farið í bíó án hans.“ „Nú, svoleiðis," sagði Anton og var létt. Honum hryllti við tilhugsun- inni um að mamma hans yrði heima, hann átti nú einu sinni von á heim- sókn! Móðirin setti þurrkuna í gang og Anton flúði undan hræðilegum háv- aðanum inn í herbergið sitt, þar sem allt var tilbúið fyrir næturheimsókn- ina. Allar bækur sem vampírunni kynnu að mislíka voru horftiar úr bókahillunni: tvö síðustu bindi King Kong-bókanna, Tarzan-blöðin og bækumar um Súpermann. í þeirra stað voru komnar tvær nýjar bækur: önnur þeirra var svört með mynd af risastórri leðurblöku framan á og þar fyrir ofan stóð skrifað stórum rauð- um stöfum: „Vampírur — tólf hrylli- legar hryllingssögur." Hin var i fjólubláu bindi og hét „Hefnd Drag- úla“. Anton hafði stillt báðum bókunum þannig upp að vampíran gat ekki annað en séð þær. Á skáp- hurðinni hékk mynd sem Anton hafði sjálfur teiknað kvöldið áður. Þar gat að lfta vampíru sem var í þann mund að rísa upp úr gröf sinni. Antoni fannst andlitið sérstaklega vel heppnað. Hann hafði teiknað dökka bauga í kringum augun og rauður munnurinn var hálfopinn þannig að hárbeittar vígtennumar komu sérs- taklega vel í ljós. „Ojjj,“ hrópaði móðirin þegar hún rak augun í myndina, „þarftu endi- lega að teikna svona andstyggilega hluti?" „Hvemig andstyggilega?" spurði Anton um leið og hann litaði varlega með hvítum lit yfir tennumar til að þær yrðu enn meira áberandi. „Líttu bara á andlitið!" hrópaði móðirin. „Þú getur fengið martröð af þessu." Runólfí finnst myndin örugglega æðisleg, hugsaði Anton með sér. Skakkir legsteinar og krossamir á leiðunum hjálpuðu til við að mynda dásamlega hryllingsstemmningu! Ætti hann að bæta nokkrum leður- blökum inn á myndina? Verst hvað var erfítt að teikna þær. Hann tók bókina með hryllilegu vampírusögun- um niður úr hillunni og skoðaði Ieðurblökuna framan á henni. Hún var viðbjóðsleg og passaði vel við myndina hans ... Anton ákvað að fresta þessari ákvörðun til morguns og lagðist þess í stað makindalega upp í rúmið sitt. Kvöldið áður hafði hann byrjað að lesa fyrstu söguna í bókinni. Þar var sagt frá grfmuballi þar sem mættir vorú gestir í furðulegustu búningum . .. einn þeirra hafði búið sig sem vampíra og gervið var svo frábært að allir voru hræddir við hann. Á miðnætti þegar allir áttu að taka niður grímumar gerði hann það ekki. Og skyndilega var öllum ljóst að hann var alls ekki dulbúinn! Anton var svo niðursokkinn í bók- ina að hann tók ekkert eftir því að pabbi hans var kominn heim, að síminn hringdi tvisvar, að ryksugan hamaðist og vatn var látið renna í baðkerið. Það var ekki fyrr en sker- andi sársaukavein kvað við að hann leit upp úr bókinni og lagði við hlust- ir. Er þetta hjá okkur? hugsaði hann með sér. „Fóturinn á mér!“ heyrði hann móður sína kveina. „Hvað í ósköpunum ertu líka að prila upp á þennan stólræfíl," sagði faðirinn, „til hvers heldurðu að stig- inn sé?“ „Já,“ sagði móðirin gremjulega, „auðvelt að vera vitur eftir á.“ „Reyndu að stíga í fótinn." „Ái.“ „Prófaðu að hreyfa ökklann." „Ég get það ekki!“ „Hvað er að mamma?" kallaði Anton fram á ganginn. „Ég sneri mig um ökklann," svar- aði móðirin. „Finnurðu mikið til?“ spurði An- ton. „Já,“ sagði hún, „ég ætla að leggj- ast fyrir með eitthvað undir fætin- um.“ Anton heyrði hana haltra fram ganginn og fara inn í stofu. Á meðan hann var að koma bókinni fyrir í bókahillunni velti hann því fyrir sér hvort hún kæmist nú í bíó með snú- inn ökkla. Það fer eftir ýmsu, hugsaði hann með sér. Ef það er hægri fótur- inn — hann notar hún nú bara til að stíga á bensíngjöfína. Það var hins vegar vinstri fóturinn sem móð- irin hafði lagt upp á stólrönd og virti fyrir sér sársaukafullum augum. „Þvílík óheppni," sagði hún, „ökkl- inn er stokkbólginn." „Þú gætir reynt kalda bakstra," stakk Anton upp á. „Góð hugmynd," sagði faðirinn. „Á ég að hlaupa út í apótek?" spurði Anton. „Það væri indælt!" sagði móðirin glöð. „Ekki nema sjálfsagt," sagði An- ton. „Nú jæja,“ rumdi í föðumum, „svo sjálfsagt er það nú ekki. Ég man ekki betur en þú ...“ „Hættu þessu nöldri," greip móðir- in fram í fyrir honum. Og við Anton sagði hún: „Spurðu hvað sé best að gera þegar maður tognar.“ „Þannig atvikaðist það að Anton eyddi eftirmiðdeginum í að leggja kalda bakstra, sem voru vættir í ediksýrðri leðju, um ökkla móður sinnar. Faðir hans var fyrir löngu farinn aftur á skrifstofuna og Anton spurði í tíunda skipti: „Nú líður þér áreiðanlega miiiikið betur?" „Það mætti halda að þú vildir losna við mig í kvöld," sagði móðir hans. „Nei, hvers vegna,“ hrópaði Anton og reyndi að sýnast stórmóðgaður. „Nú, jæja," sagði móðirin hlæj- andi, „þú þurftir ekki að hafa neinar áhyggjur af pabba þínum. Hann verður á skrifstofunni. En þú gerðir ekki ráð fyrir mér og nú reynirðu að lækna mig með öllum ráðum." „Nei, heyrðu mig nú, mamrna," sagði Ánton en mótmæli hans voru ekki mjög sannfærandi. „Hvað sem öðru líður — ég er hvort eð er búin að ákveða mig,“ hélt móðir hans áfram og brosti, „ég verð heima!“ Anton fann hvemig hann fölnaði upp. „Og veistu hvað? Við skulum hafa það reglulega nota- legt í kvöld, bara við tvö!“ Allt í einu fannst Antoni eins og kökkur sæti fastur í hálsinum á sér og hann kom ekki upp einu einasta orði. „Anton," sagði móðirin, „er það svona hræðilegt?" „N-neeei,“ stamaði Anton. „Við lögum okkur te og spilum lúdó, ó, hvað það verður indælt," sagði hún hugfangin, „eða þá við horfum á sjónvarpið ef þú vilt það heldur. Er það þess vegna sem þér varð svona bilt við? Heldurðu að ég leyfí þér ekki að horfa á sjónvarpið?" „Nei,“ sagði Anton í hálfum hljóð- um. „Hvað þá?“ „Ekkert," muldraði hann og leit út um gluggann: Það var þegar tek- ið að rökkva! „Ég ætla inn í her- bergi," sagði hann, „mig langar að lesa.“ Nú var auðvitað allt ónýtt. Hann varð að vara Runólf við, en hvemig? Var einhver smuga að ná sambandi við hann? Anton henti sér á rúmið og grúfði höfuðið í sængina. Hann var dapur og fannst sem allir hefðu yfírgefíð sig. í heila viku var hann búinn að hlakka til þessa kvölds! Allt í einu var bankað á gluggann, fyrst svo lágt að Anton hélt að sér hefði misheyrst. Svo var bankað aft- ur og Anton spratt upp úr rúminu eiiís og fjöður, þaut út að glugganum og dró gluggatjöldin snögglega frá: A gluggasyllunni sat Runólfur! Hann brosti og gaf Antoni merki um að hleypa sér inn. Anton leit snöggt um öxl og fullvissaði sig um að dymar á herberginu væm lokaðar. Síðan opnaði hann gluggann. Hjartað barð- ist um í bijósti hans og hendumar skulfu meðan hann baksaði við að opna. „Halló,“ sagði vampíran, „gaman að sjá þig.“ „Uss!“ sagði Anton, „óvinir í nánd.“ „Nú hver?" sagði vampíran. „Mamma mín,“ hvíslaði Anton, „hún sneri sig á fæti.“' Runólfur virtist ekki kippa sér mikið upp við það. Þvert á móti leit hann með löngunaraugum til dy- ranna og sleikti út um. „Þú ætlar þó ekki...“ stamaði Anton. Gruriurinn sem læddist að honum var svo hræðilegur að hann gat ekki sagt það upphátt. En Run- ólfur hafði þegar skilið hann. Hann varð vandræðalegur á svipinn og sagði: „Nei, nei, engar áhyggjur. Ég er búinn að borða." Um ieið rak hann upp svo nístandi hlátur að Anton hrökk í kút. „Nú kom vampíran auga á bæk- umar. „Vampírur — tólf hryllilegar hryll- ingssögur," las hann upphátt og spurði síðan undrandi: „Nýjar?“ Anton kinkaði kolli. „Og þessi líka: Hefnd Dragúla." „Hefnd Dragúla?" Vampíran tók bókina í hönd sér og fletti henni allt að því ástúðlega. „Það hljómar vel!“ „Komstu með hina bókina með þér?“ spurði Anton. „Humrn," sagði vampíran og hóst- aði vandræðalega, „hún litla systir mín er með hana eins og stendur." „Litla systir þín?“ hrópaði Anton. „Já, en þú færð hana aftur. Hún nauðaði svo mikið að ég gat ekki neitað." Og um leið og hann stakk „Hefnd Dragúla" undir skikkjuna sagði hann: „Þú færð þær báðar í næstu viku.“ „Þá það,“ sagði Anton, „hvemig finnst þér annars myndin mín?“ „Teiknaðir þú þetta?“ sagði vampíran í viðurkenningartón. „Ekki sem verst.“ „Og hvemig fínnst þér vampíran?" „Góð! En munnurinn er kannski einum of rauður." „Of rauður? Þinn er líka svona rauður!" „Jaá,“ sagði vampíran og ræskti sig, „en — ég er líka nýbúinn að borða." „Svoleiðis," muldraði Anton, „ég vissi það auðvitað ekki. En ég get litað aftur yfír munninn," sagði hann. Skyndilega heyrði hann að stofu- djimar vom opnaðar. „Mamma!" hrópaði hann. „Fljótur inn í skáp!“ „Af hveiju?" spurði vampíran og ætlaði út að glugganum. „Ég get alveg eins ...“ „Nei, nei,“ sagði Anton, „hún fer strax aftur." í þvf var bankað á herbergis- hurðina. „Anton," kallaði móðirin, „eigum við að fá okkur tebolla?" „Æi,“ sagði Anton um leið og hann gekk upp að dyrunum og reyndi eins og hann gat að finna upp á ein- hverri afsökun, „ég er ekkert þyrst- ur.“ Hann opnaði smárifu á hurðina. „En lúdó? Hvemig líst þér á það?“ „Já, en bókin mín er einmitt svo spennandi núna.“ „Heyrðu, Anton," sagði móðirin áhyggjufull og reyndi að gægjast yfir öxlina á honum inn í herbergið, „þú ert þó ekki orðinn veikur? Líður þér illa?“ „Af hveiju heldurðu það?“ „Það er svo undarleg lykt inni hjá þér. Anton þú hefur þó ekki verið að fíkta með eldspýtur?" „É-ég?“ hrópaði Anton hneykslað- ur. „Nei!“ „Hér er ekki allt með felldu," sagði móðirin um leið og hún ýtti Antoni til hliðar og haltraði inn í herbergið. Hún leit tortryggnislega í kringum sig en tók greinilega ekki eftir neinu sérstöku. Svo varð henni allt í einu litið á skápinn. „Hvað er nú þetta?" hrópaði hún og greip í dularfulla svarta pjötlu sem gægðist út undan skáphurðinni. „Ái,“ sagði dimm rödd innan úr skápnum, „skiklqan mín!“ Ánton var orðinn náfölur. „Þetta er bara vinur minn,“ flýtti hann sér að segja og stillti sér upp fyrir framan skáphurðina. „Og hvers vegna er hann inni í skáp?“ spurði móðirin. „Af því — hann er dálítið ljós- fælinn." „Einmitt það já, ljósfælinn," sagði móðirin, „ég hefði nú samt ekkert á mótj því að fá að sjá hann.“ „Nei, það er útilokað." „Af hveiju?" „Af því, af því að — hann er í grímubúningnum sínum." „í grímubúningnum sínum?“ sagði móðirin hlæjandi. „Þá er nú enn meiri ástæða til að líta á hann! Spurðu hvort hann vilji ekki drekka te með okkur!“ Anton hristi höfuðið. „Hann vill það áreiðanlega ekki. Hann drekkur ekki — te.“ „Ekki það? Hvað vill hann þá?“ Innan úr skápnum heyrðist hás stuna. „Drekkur hann kannski — saft?" spurði móðirin. „Ef hún er vel rauð!“ tautaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.