Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 2. dagur jóla: Meira en 100 útköll hjá lögreglu 1 MIKIÐ annríki var hjá lögregl- unni í Reykjavik að kvöldi annars dags jóla og fram eftir sunnu- dagsmorgni. Segja lögreglu- menn að ölvunarlæti og róstur hafi unnið sér sess sem liður í skemmtanalifi margra borg- arbúa. Reykjavik Aðfaranótt sunnudagsins sinnti lögreglan í Reykjavík meira en 100 útköllum, fangageymslumar voru fullar að venju undanfarinna vikna og í mörgum tilfellum þurfti að ganga á milli áflogaseggja bæði í heimahúsum og á almannafæri. Sjá nánar á bls. 36. RagnarH. Ragnar á ísafirði látinn ísafirði. RAGNAR Hjálmarsson Ragnar tónlistarfrömuður og heiðurs- borgari ísafjarðar lést á að- fangadag á 90. aldursári. Ragnar hélt uppi mjög öflugu tónlistarlífí á ísafirði ásamt konu sinni, Sigríði Jónsdóttur, í tæp 40 ár. Hann tók við skólastjórastarfi við nýstofnaðan tónlistarskóla ísa- flarðar árið 1948 en þá voru aðeins starfandi tónlistarskólar á tveim stöðum á landinu, í Reykjavík og á Akureyri. Eldmóður hans var slíkur að skólinn fékk fljótlega viðurkenn- ingu sem einn af bestu tónlistar- skólum landsins og þrátt fyrir ótrúlega erflðleika vegna aðstöðu- leysis og skorts á kennslurými voru nemendur á síðasta skólastjóraári hans, veturinn 1984, 170 og var þá kennt á 14 stöðum víðsvegar um Ísaíjörð. Ragnar var fæddur að Ljótsstöð- um í Laxárdal í Suður-Þingeyjar- sýslu 28. september 1898. Foreldrar hans voru Hjálmar Jóns- son organisti frá Skútustöðum og Áslaug Torfadóttir frá Ólafsdal. Árið 1921 flutti Ragnar til Kanada þar sem hann lagði stund á tónlistamám, en starfaði síðan við söngstjóm og tónlistarkennslu ytra þar til hann gerðist sjálfboða- liði í bandaríska hemum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var sendur til íslands þar sem hann starfaði til stríðsloka. Um það leyti giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum. Þau hjónin fluttu vestur um haf að stríðinu loknu og bjuggu þar þar til Ragnar réðst sem fyrsti skóla- Ragnar H. Ragnar stjórinn að Tónlistarskóla ÍsaQarðar árið 1948. Þar starfaði hann svo óslitið þar til hann lét af störfum fyrr á þessú ári og hafði þá starfað við tónlist í samfleytt 65 ár að und- anskildum 3 árunum í hemum. Ragnar og Sigríður eignuðust 3 böm sem öll eru þekkt tónlistar- fólk, en þau em Anna Áslaug píanóleikari, Sigríður skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarðar og Hjálm- ar Helgi tónskáld. Ragnar var gerður að heiðurs- borgara ísafjarðar árið 1978. Minningarathöfn um hann verður í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudag, kl. 18.00. Jaúösettverður á ísafírði á vegum ísaflarðarkaup- staðar. - Úlfar Staðgreiðslan: 460 hafa skráð sig i sambúð í desember HAGSTOFAN hefur fengið til- kynningar frá um 460 ein- staklingum i desember sem í dag íÞfmrn Jllormml*lnÍMÍ> Sc* strákar ur Stjomunm til Anfidd Ro.xl Ragnar Margeirsson og Guðni Bergsson til 1860 Múnchen! á. . »TTrT.T^.n nrm Eínar bjargaði Islend- ingum frá tapá gegn Sviss i»ri —. SiqtirAur Jons'.on i uppskur A BLAO B óska eftir að vera skráðir í óvíðri sambúð i þjóðskránni. Að sögn Hallgríms Snorrason- ar hagstofustjóra er þetta tilkynningaflóð vegna stað- greiðslukerfisins, þvi nú þarf sambýlisfólk að vera skráð þannig i þjóðskrá til að geta nýtt persónuaf slátt hvors ann- ars. Samkvæmt gömlu skattalög- unum gat sambýlisfólk óskað eftir samsköttun og urðu skatt- stjórar við því ef fólk fullnægði vissum skilyrðum. Staðgreiðslu- kerfíð byggist hins vegar á þjóðskránni og ef sambýlisfólk hefur ekki verið skráð þannig í þjóðskránni verður það að til- kynna sambúðina ef það vill hagnýta sér ónýttan persónuaf- slátt makans. Að sögn Hallgríms hafa tilkynningamar borist til Hagstofunnar fyrir milligöngu skattstjóranna, en einnig er tölu- vert um að fólk snúi sér beint til Hagstofunnar. Fyrir utan þetta sagði Hallgrímur að nokk- uð hefði verið um óskir um leiðréttingar á skráningu í þjóð- skrá vegna staðgreiðslunnar. Hvítanes strandaði 22. des.ogsiturenn Jrnó VKáMuv ° 1000 m ; V/ 'Hvanney ■Innsigling í Hornafjarðarós Morgunblaðió/ Göi Byijað að skípa salt- fiski úr Hvítanesinu LJÓSAFOSS kom til Hornafjarð- ar í gær og lagðist upp að Hvítanesinu á strandstað þess um klukkan átta í gærkvöldi. Byrjað var skipa saltfiski úr Hvítanesinu yfir í Ljósafoss og var búist við að um tvöleytið í nótt yrði búið að færa um 200 tonn á milli skip- anna. Var fyrirhugað að Ljósa- foss færi þá í land með fiskinn og kæmi aftur nú í morgun. Alls þarf að færa 7—800 tonn af salt- fiski yfir i Ljósafoss. Ljósafoss tafðist mjög á leiðinni til Homafjarðar vegna fárviðris og um tveggja sólarhringa skeið mið- aði skipinu aldrei meira en liðlega eina mflu á klukkustund. Hvítanesið hefur ekki haggast á strandstað síðan það strandaði fyrir jól. Hundruðum tonna af sjó var dælt í botntanka þess til að þyngja það þar sem það er strandað á sand- botni. Stefnt er að því að hægt sé að losa saltfískinn úr Hvítanesinu á tveimur til þremur flóðum, en að- eins þá getur Ljósafoss lagst að skipshlið. Á milli flóða fer Ljósafoss með saltfískinn inn í Homafjarðar- höfn og skipar honum á land: Stöðvaður með fangið fullt af áfengi LÖGREGLAN stöðvaði mann aðfaranótt sunnudagsins þegar hann var að bera áfengi inn í veitingastaðinn Lennon við Aust- urvöll. Maðurinn gaf þá skýringu á áfenginu, að það væri ætlað í veislu starfsmanna, en grunur leikur á að því hafi verið smygl- að til landsins. Það var óeinkennisklæddur lög- regluþjónn sem tók eftir því að maðurinn var að burðast með áfengið og kannaði hveiju það sætti. Alls var um að ræða 12 flösk- ur af áfengi, auk þess sem nokkrir lítrar voru á plastkút og var því samtals um 20-30 flöskur að ræða. Maðurinn sagði að hann hefði tekið að sér að útvega áfengið í veislu starfsmanna veitingahússins og ætti að halda þá veislu eftir að barir lokuðu. Lögreglan rannsakar nú hvaðan áfengið er komið, en margt þykir benda til að því hafí verið smyglað til landsins. Selfoss: Brunaútkall en enginn eldur Selfossi. SLÖKKVILIÐIÐ á Selfossi var kvatt að Sjúkrahúsi Suðurlands um níuleytið f gærkvöldi. Starfsfólk hafði orðið vart við reykjarlykt við lyftu hússins. Brunaverðir fóru um allt hús- ið en urðu ekki varir við neinn eld. Allur vari var þó hafður á og húsið rannsakað vandlega. Sig. Jóns. Matthías Bjamason um kvótafrumvarpið: Verður aldrei af- greitt fyrir áramót FYRSTA umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórnun fiskveiða hófst í neðri deild Alþingis f gærkvöldi. Marg- ir þingmenn voru á mælendaskrá og áætlað að klára umræðuna og vísa málinu til nefndar. Einn- ig var ætlunin að afgreiða til nefndar frumvarp til laga um söluskatt. Matthias Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar sagði á fundi deild- arinnar, að útilokað væri að afgreiða kvótafrumvarpið fyrir áramót. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, flutti framsöguræðu með kvótafrumvarpinu. Hann sagði meðal annars í ræðu sinni að ættu smábátar að njóta rýmri heimilda en aðrir myndu sjómenn í auknum mæii leita í smábátaveiðar. Sagði hann að veiðar smábáta, sem helsti styrinn stæði um, nálguðust það að nema 10% þorskaflans og gerði þessi mikla aukning það nauðsyn- legt að breyta reglum um veiðar þeirrá. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, reifaði hugmyndir síns flokks að nýju kvótakerfi. Taldi hann útilokað að það tækist á tveimur dögum að afgreiða kvóta- frumvarpið, þannig að viðunandi væri fyrir alla. Ámi Gunnarsson, Alþýðuflokki, sagði: „Andstaða mln við þetta frumvarp byggir aðallega á and- stöðu við 10. gr. um smábáta." Sagði hann þessa grein vera sér svo á móti skapi, að hann gæti aldrei að þeirri grein óbreyttri samþykkt frumvarpið. Jón Sæmundur Siguijónsson, Alþýðuflokki, sagði frumvarpið alls ekki verá í anda starfsáætlunar ríkisstjómarinnar og stefnumála 8.500 eintök hefðu selst af „Hel- sprengjunni", bók Alister MacLean og um 6.500 eintök af bók Gor- batsjov, „Perestrojka". í §órða sæti hjá útgáfunni hefði svo verið bók Guðrúnar Helgadóttur, „Sænginni yfír minni“, sem seldist í tæplega 6.500 eintökum. Jón sagði, að forlagið hefði gefið Alþýðuflokksins. „Kvótakerfið er staðnað og miðstýrt, svo minnir helst á sovéskt framleiðslukerfí," sagði Jón Sæmundur, en kvaðst þó myndu samþykkja frumvarpið með semingi. út um 30 bækur eftir Alister MacLean á jafn mörgum árum og hefðu bækumar selst í um 7.500 eintökum að meðaltali og meðalverð verið um 1.500 krónur á verðlagi í dag. Bækur Alister MacLean hafa því verið gefnar út í um 225 þús- und eintökum og selst fyrir nær 340 milljónir króna. Bók Höllu Linker seldist mest fyrir jólin: Um 225 þús. eintök af bókum MacLeans hafa selst á 30 árum ENDURMINNINGABÓK Höllu Linker, „Uppgjör konu“, varð sölu- hæsta bókin fyrir jólin að sögn Eyjólfs Sigurðssonar,. formanns Félags ísl. bóksala. Sem næstu bækur í sölu nefndi Eyjólfur bækur Alister MacLeans og Gorbatsjovs. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bók HöUu hefði selst í rúmlega 12.000 eintökum. Útsöluverð bókarinnar er 2.380 krónur og var því tæplega 29 milljónum varið til kaupa á henni fyrir jólin. Jón Karlssonar sagði, að um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.