Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 35 Milljóna tjón í bruna á Tjörnum; Fjórar kýr og fjög- ur naut brunnu inni Fiskeldi Eyjafjarðar hf. TVÖ fjós, sem rúmuðu 24 kýr, og mjólkurhús brunnu til kaldra kola að Tjörnum í Saurbæjar- hreppi á jólanótt. Fjórar kýr og fjögur naut brunnu inni. Tjón nemur milljónum króna, en talið er að eldsupptök megi rekja til rafmagnstöflu í eldra fjósinu sem byggt var úr torfi og grjóti fyrir meira en hundrað árum. Eldurinn breiddist hratt út í nýrra fjósið, sem var áfast hinu gamla, og var byggt upp úr 1970. Þá náði eldurinn að teygja sig fljótlega inn í mjólkurhúsið, sem var aðeins um þriggja ára gamalt og áfast nýrra fjósinu. „Þetta er gríðarmikið tjón þó ekki sé enn búið að meta það. Mjaltavélar og tankar voru upp á einar 300.000 krónur, auk húsanna þriggja sem öll urðu eldinum að bráð,“ sagði Hreinn Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er bróðir Harðar Gunnarsson- ar ábúanda á Tjörnum. Hreinn býr á Halldórsstöðum, sem er næsti bær við Tjarnir. Hátt í 1.000 hestar af heyi voru í hlöðu varð það allt ónýtt og járn á þaki hlöðunnar skemmdist tölu- vert. 260 kindur voru inni í fjárhúsi þarna skammt frá og tókst að bjarga þeim öllum. Ef ekki hefði tekist að ráða niðurlögum eldsins hefði hlaða og ijárhús einnig bi-unn- ið þar sem þau hús lágu næst mjólkurhúsinu, að sögn Hreins. Eldsins varð fyrst vart um kl. 23.00 á aðfangadagskvöld. Þá var strax hringt á slökkviliðið á Akur- eyri og komu sex slökkviliðsmenn að Tjörnum laust fyrir miðnætti og börðust við eldinn langt fram eftir nóttu. Auk slökkviliðsmanna voru björgunarsveitarmenn úr Hjálpar- sveitinni Dalbjörgu kallaðir á vettvang. Hreinn sagði að gífurlega mikið vatn hefði þurft til að slökkva eld- inn og hefði það verið tekið úr Eyjafjarðará auk vatns úr lind skammt frá bænum. Slökkviliðið var með tvo bíla við Tjarnir, dælubíl og vatnsbíl. Eftir að búið var að ráða niðurlögum eldsins að mestu kom aftur upp eldur í heyi í hlöðu en fljótlega tókst að slökkva hann. Tjarnir er innsti bærinn í Eyja- firði, um 50 km leið frá Akureyri, og er þetta í þriðja skiptið sem hús brenna þar. íbúðarhús brann þar árið 1945 og síðan aftur fimm árum síðar, árið 1950. „Aðeins útveggir voru sæmilega heilir eftir þá bruna báða og var íbúðarhúsið endur- byggt í bæði skiptin,“sagði Hreinn. „I fyrra skiptið brann geysilega myndarlegur gamall torfbær með íbúðarhúsinu sem var áfast. í gamla bænum var mikill og góður viður sem fór allur.“ Gunnar Jóhannsson, Litlu munaði að bifreiðin hafnaði í sjónum. Morgunbiaðið/GSV Róleg jól á Akureyri Akureyrarbær hefur ákveðið að tvöfalda hlut sinn í Fiskeldi Eyja- fjarðar hf., úr einni milljón í tvær milljónir. Fyrirtækið hefur farið fram á að hlutafé þess verði aukið um 50%, úr 9 milljónum króna í 13,5 milljónir. Með því vona forráðamenn bæjarins að aðrir stærstu hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. fylgi í kjölfarið og auki hluti sína ti! jafns við bæinn. ÞRATT fyrir annir hjá lögregl- unni i Reykjavík um helgina gátu lögreglumenn á Akureyri státað af fremur rólegri tíð yfir jólahá- tíðina utan brunans að Tjörnum. Nokkuð var um minniháttar árekstra og ölvun eins og gengur, en ekkert umfram það sem venja er, að sögn Ingimars Skjóldal varð- stjóra. Mikil - hálka er á vegum norðanlands. Fólksbifreið valt rétt við Ljósavatn í fyrrakvöld, en engin meiðsl urðu á fólki í bílnum. Bifreið- in var flutt mikið skemmd «f slysstað með kranabíl. Litlu munaði um miðjan dag á annan í jólum um kl. 15.30 þegar bifreið var nærri farin í sjóinn við Torfunesbryggjuna. Ökumaður missti vald á bifreiðinni á götuljós- um Drottningabrautar og Kaup- vangsstrætis er hann kom akandi suður Drottningabraut. Bifreiðin lenti upp á umferðareyju og eftir nokkurt ferðalag var það bifreið, ökumanni og farþegum til happs að hafna á bryggjupolla við Torfu- nesbryggju. Akureyrarbær hefur ákveðið að selja hlutabréf sín í Möl og sandi hf. sem nema 0,9% af fyrir- tækinu. Þetta var samþykkt á hátíðarfundi atvinnumálanefndar sem fram fór sl. föstudag. Bærinn hefur aldrei tekið þátt í hlutabréfaaukningu fyrirtækisins, en seldi hlut sinn á sexföldu nafnverði. Hlutabréfín voru skráð á 46.000 „Við höfum fulla trú á fyrirtækinu og viljum tryggja að hægt sé að koma atvinnustarfsemi upp á Hjalteyri. Það skýtur ef til vill skökku við að Akur- eyrarbær vilji treysta atvinnustarf- semi í öðru hreppsfélagi, en bærinn gerir sér fulla grein fyrir stöðu sinni á meðal sveitarfélaganna í kring. Líta þarf á Eyjafjarðarsvæðið í heild sinni er verið er að fja.lla um málefni þess í stað þess að líta á sveitarfélög- in sem afmörkuð," sagði Þorleifur Þór Jónsson atvinnumálafulltrúi Ak- ureyrarbæjar í samtali við Morgun- blaðið. Auk Akureyrarbæjar eru stærstu hluthafar í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Byggðastofnun, Útgerðarfélag Akur- eyringa og Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hlutafjáraukningu í stjómum þessara fyrirtækja, en búast má við ákvörðunum hjá þeim varð- andi þetta mál fyrir hluthafafund hjá Fiskeldi Eyjaíjarðar hf. sem haldinn verður í Grunnskólanum á Hjalteyri þann 9. janúar nk. Ljóst er að smærri hluthafamir hafa ekki bolmagn til að auka hlutafé sitt enn frekar, en krónur, en voru seld til fyrirtækisins á 276.000 krónur. Þorleifur Þór Jóns- son atvinnumálafulltrúi sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri liður í þeirri stefnu bæjaryfir- valda að selja hluti sína í þeim fyrirtækjum sem væm orðin burðug, en þess í stað fjárfesta í öðmm og nýjum sem þyrftu hjálpar við í upp- byggingu sinni. rekja má þörfína á auknu hlutafé til fjögurra þátta, að sögn Þorleifs. í fyrsta lagi var farið út í að reisa varanlega eldisstöð, en í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir bráðabirgðaeldisstöð. I öðm lagi var FJÓRTÁN tillögur bárust í hug- myndasamkeppni Akureyrarbæj- ar um hönnun Ráðhústorgs og Skátagils. Frestur til að skila inn tillögum rann út í lok nóvember og að öllum likindum verða verð- laun veitt i febrúarmánuði. Finnur Birgisson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, sagði að dómnefnd- in væri farin að fjalla um tillögurnar. Dómnefndarmenn fá hinsvegar ekki að vita hveijir höfundar tillagnanna em fyrr en dómur er genginn. Þá verða umslög opnuð og nafnleynd rofín. Verðlaunafé nemur samtals 900.000 krónum. Hlé verður á dómnefndarstörfum þar til seinni hluta janúarmánaðar þar sem einn dómnefndarmanna er í fríi. Finnur sagði að óvíst væri hvenær framkvæmdir gætu hafíst í miðbænum. Þær væm háðar fjárveit- ingum bæjarstjómar, en ef vilji væri til í bæjarstjóm væri örugglega hægt að hefjast handa á næsta ári. Verk- efninu verður að öllum líkindum skipt í þijá hluta, í fyrsta íagi Ráðhústorg- ið sjálft, neðri hluti Skátagils og efri hluti þess, sem er hreinræktað úti- bygging aðstöðunnar á Hjalteyri dýr- ari en menn óraði fyrir, m.a. vegna mikillar þenslu á svæðinu. I þriðja lagi hafa allar almennar verðhækkan- ir farið fram úr því sem góðu hófí gegnir og í fjórða lagi hafa engir opinberir styrkir fengist í verkefnið, að sögn Þorleifs, en fastlega var gert ráð fyrir þeim í upphafi rekstursins, til dæmis frá Byggðastofnun, Vísindasjóði, Rannsóknaráði, Haf- rannsóknastofnun eða öðmm slíkum. vistarsvæði. Búast má við því að framkvæmdir dreifíst á nokkur ár. Með nýju skipulagi Ráðhústorgs verður hringakstur um torgið úr sög- unni og þar með Akureyrar-„ rúnturinn", sem komst í fréttimar fyrir skömmu þegar rúntinum var lokað með hliði á nætuma samkvæmt ákvörðun bæjarstjómar. Tillögumar byggjast allar á því að akstur um torgið hverfí enda var það ein af meginforsendum fyrir hugmynda- samkeppninni. Reyndar var sú forsenda ákveðin með miðbæjar- skipulagi, sem samþykkt var árið 1981 þegar ákveðið var að takmarka umferð farartækja um miðbæinn. Dómnefndarmenn eru mjög ánægðir með útkomuna í samkeppn- inni, að minnsta kosti við fyrstu sýn, að sögn Finns. í dómnefnd sitja auk Finns, Tómas Ingi OÍrich, formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar, og Ámi Steinar Jóhannsson, garðyrkju- stjóri, tilnefndir af Akureyrarbæ. Af Arkitektafélagi íslands eru þau Sigríður Sigþórsdóttir, Reykjavík, og Bjöm Kristleifsson, Egilsstöðum, skipuð. Bærinn selur hlut sinn í Möl og sandi hf. Hönnun Ráðhústorgs og Skátagils: Fjórtán tillögur bárust í samkeppni faðir þeirra Hreins og Harðar, bjó ásamt fjölskyldu sinni á jörðinni þegar íbúðarhúsin brunnu. Talið var þá að kviknað hefði í út frá skor- steini. Heila húsið er hlaðan á Tjörnum. Við hliðina eru fjósin tvö sem brunnu, eins og sjá má, og hinum megin við hlöðuna má greina fjár- hús, þaðan sem tókst að bjarga 260 kindum. Aðeins útveggir fjósanna voru uppistandandi eftir að tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins. Akureyrarbær: Tvöfaldar hlut sinn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.