Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 9 INGUNN H. STURLAUGSDOTTIR hcettir sem heimilislœknir 1. janúar 1988. Samlagsmenn eru beÖnir aÖ gera svo vel aÖ snúa sér til viökomandi sjúkrasamlags og velja sér nýjan heimilislœkni. Félag hormonikuunnenda verður með jólatrésskemmtun í Templarahöll- inni 3. janúar og hefst hún kl. 15.00. Miðasala við innganginn. Upplýsingar í síma 38093. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. _Til viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 4. janúar og eindagi víxEa Vegna áramótavinnu veröa afgreiðslur banka og sparisjóöa lokaðar mánudaginn 4. janúar 1988. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 14. desember 1987 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa (SffoiuKSdoííloiaaBiaBlbaiií OG MIKIÐ HÚLLUMHÆ Á NÝÁRSNÓTT Jólasveinar (hurðasleikir og kjötskelliri taka á móti gestum og skreyta þá með höttum, knöllum og ýmis konar líkamshlutum. KARMA heldur öllu á suðumarki frameftir nóttu með söng og hljóðfæraslætti, einnig taka gestir lagið. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 00.30. hóPe/ SELFOSS Eyravegi 2, sími 2500 Refskákin mikla Á nýlegum fundi með Reagan I Washington lét Gorbatsjov i það skína, að hann myndi kalla sov- éska heraflann heim frá Afganistan, ef Banda- rOtjamenn hœttu stuðn- ingi við frelsissveitir Afgana. I þessari yfirlýs- ingu felst raunar hefð- bundin sovésk umtumun á staðreyndum. Látið er að því liggja, að Sovét- menn séu að beijast i Afganistan vegna áreitni að undirlagi Bandaríkja- manna. Þetta er fráleit söguskoðun. Freedom House í Bandarikjum hefur ný- lega sent frá sér bókina Afghanistan The Great Game Revisited undir rit- stjóm Rosanne Klass, sem oftar en einu sinni hefur komið hingað til lands og rætt um ill örlög Afgana. I bók þessari sem er 520 bls. að stærð gera margir höfundar, sem em þaulkunnugir málefnum Afganistans, grein fyrir sögu lands og þjóðar og stríði Sovét- manna þar. Bókin hefst á þessum orðum ritstjór- ans: „Vinátta Afganistans skiptdr engu fyrir Rúss- land nema hún geri Rússum kleift að fara um landið til Indlands, sem jafngildir þvi að setja Afganistan undir hæl Rússlands." Þannig komst Abdur Rahman, emír af Afgan- istan, að orði fyrir nærri einni öld, i sjálfsævisögu sinni, sem var gefin út í London árið 1900. Hann vissi um hvað hann var að tala: hann hafði dval- ist mörg ár i útlegð i Rússlandi sem sérstakur gestur Rússakeisara. Á þessum árum hafði hann oftar en einu sinni kynnst leyndum hugsunum hátt- settra embættismanna, sem vonuðu að hann myndi leggja þeim lið við að ná Afganistan inn á yfirráðasvæði Rússlands. Kipling kallaði þetta „The Great Game“ (ref- skákina miklu) og átti með þvi við sókn Rússa í átt að Indlandshafi og Stríð í átta ár Um jólin voru átta ár liðin frá því að sovéski herinn réðst inn í Afganistan. Talið er að síðan 27. desember 1979, þegar hernaðurinn hófst, hafi 15.000 sovéskir hermenn fallið í landinu og fleiri en 25.000 særst alvarlega. Hundruð þúsunda Afgana hafa fallið og fjórar til fimm milljónir flúið til nágrannaríkjanna, Pakistans og írans. Sovétmenn hafa nú um 115.000 manna herlið í landinu, sem hefur tæplega 20% landsins á sínu valdi. Sumir telja, að taka eigi mark á yfirlýsingum Gorbatsjovs um að sovéski heraflinn verði kallaður heim, jafn- vel innan árs. Aðrir telja á hinn bóginn, að Sovétmenn ætli sér alls ekki að hverfa frá Afganistan. Rætt er um þessi mál í Stakstein- um í dag. eftir yfirráðum á ind- verska meginlandinu, sem hófst að minnsta kosti árið 1791, þegar Katrín mikla lét semja áætlanir um innrás og Bretar snerust gegn þeim. „Á tólf árum mínum í Rússlandi," ritaði emír- inn: „Komst ég að raun um það, að Rússar eru alltaf með ráðabrugg gegn Indlandi... Þeir eru staðráðnir i að ráðast gegn Indlandi fyrr en síðar, þegar þeir sjá hent- ugt tækifærí til þess ... Þess vegna þurfa þeir að fara um land mitt, en einnig að taka Afganist- an, ef þeir geta.““ Langþráður draumur í hinni nýju og ítarlegu bók frá Freedom House um Afganistan skrifar Yossef Bodansky um stríðsrekstur Sovét- manna í Afganistan. Hann segir, að Sovét- menn hafi ekki faríð í neinar grafgötur um það, að þeir myndu mæta harðrí andstöðu i Afgan- istan. Það hafi tekið þá rúm tuttugu ár að ná tökum á múhameðstrú- armönnum i sovésku Mið-Asíu, en þeim hafi tekist það. Nú beiti þeir sömu aðferðum gegn Afgönum, að umkríngja og einangra svæði, þar sem frelsissveitir hafa búið um sig og bijóta alla andstöðu á bak aftur skref fyrir skref. f Afg- anistan sé það hemaðar- legt kappsmál Sovétmanna að hafa þar herafla er býr yfír sókn- armætti, halda Kabúl, höfuðborginni, og hindra að frelsissveitir með að- setur í Pakistan eflist og styrkist. Segir Bodansky að Sovétmenn skilgreini nú- verandi stöðu í Afganist- an á þann veg, að andspyrausveitiraar lúti engrí miðstjóra og raun- ar sé aðeins spuraing um það, hvenær þær brotni saman sem virkur and- stæðingur. Þeir te(ji, að skæruheraaður verði stundaður áfram, en frá sögulegum sjónarhóli séu örlög afgönsku and- spyraunnar þegar ráðin, hún sé dauðadæmd. Sov- étmenn viðurkenni, að þeir ráði ekki yfir öllu landinu, aðeins 25% af því, andspymuhreyfing- in ráði yfir 10% og 65% berí að líta á sem einskis manns land. Þeir hafí ekki lagt sig fram um að ná þessu landi. Hernað- arstefna þeirra miði ekki að þvi að ráða yfir öllu landinu eða ibúum þess heldur ná þeim stöðum, sem skipta máli í hemað- arlegu tilliti og sjá að minnsta kosti um að þeir nýtist ekki óvininum. Bodansky telur, að sovéska herstjórnin sé ánægð með stöðu mála í Afganistan og þá bættu almennu hernaðarlegu aðstöðu, sem stríðið þar hafí fært Sovétríkjunum, hún geri meira en bæta upp stríðsskaðann og mannsiífin. Ekkert bendi til annars en Sovétmenn ætli sér að vera áfram í Afganistan. Þeir hafí þegar fellt landið inn i sovéska herstjórnarkerf- ið. Hernaðarlegi ávinn- ingurinn sé margvisleg- ur, ekki sist sá að Sovétmenn séu nú rúm- lega 300 km nær Persa- flóa og oliulindunum þar en áður. Þá hafí stríðið f Afganistan leitt til víðtækustu breytinga á sovéska heraflanum síðan kjarnorkuvopn komu til sögunnar. 1 stuttu máli er Bodan- sky sömu skoðunar og emírínn af Afganistan árið 1900, að fyrir Rúss- um vaki að leggja undir sig Afganistan hvað sem það kosti. Og í ljósi orða emírsins er íhugunarvert að velta fyrir sér sam- skiptum Indveija og Sovétmanna og sovésk- um ítökum á Indlandi. Nýlega sáu Indveijar til að mynda ástæðu til að sæma Míkhaíl Gorbatsjov friðarorðu! FYRIR ÞÁ SEM VILJA ÁVAXTA PENINGA Á ÖRUGGAN OG ÁHYGGJULAUSAN HÁTT... SjÓÐSBRÉF VIB BERANÚ11,5 - 11,9% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá sem eru að safna og ætla að nota peningana ásamt vöxtum og verðbótum einhvern tíma síðar. Munur á kaupgengi og sölugengi er aðeins 1%. Sjóðsbréf 2 eru fyrir þá sem þurfa að lifa af vöxtunum en þeir eru greiddir út í mars, júní, september og desember á ári hverju. Ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og 2 er nú 11,5 -11,9% umfram verðbólgu sem jafngildir um 39-40% ársvöxtum. Sjóður 1 og 2 fjárfesta aðeins í bankabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Kaupend- ur Sjóðsbréfa taka því lágmarksáhættu. Síminn að Ármtila 7 er 68-15-30. Heiðdís. Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg eru jaínan reiðubúin að veita allar nánari upplýsingar. VIB verðbréfamarkaður IÐNAÐARBANKANS HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.