Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 52 Minning: * Asgeir Bjarnþórs■ son listmálari Ásgeir listmálari Bjamþórsson var hreinræktaður Mýramaður, fæddur á Grenjum við Langá. Snemma kom í ljós, að sjónræn athyglisgáfa hans var óvenjulega mikil, samfara meðfæddri leikni í því að móta myndir af því, sem fyrir augu bar. Húsdýr föðurbús urðu honum fyrstu fyrirmyndir. Neisti listar bjó með ungum dreng. Sjálfsagt þótti því að glæða sjald- gæfa hæfileika. Hann naut tilsagnar í dráttlist hjá mörgum ágætis kennurum, bæði hérlendis og erlendis (Rík- harður Jónsson, Ásgrímur Jónsson, Viggo Brant í Kaupmannahöfn, próf. Schwegerle í Miinchen, Peter Nodka í Lúxemborg ö.m.fl.). Árangur erfðra eiginleika og glíma við fýrirsett verkefni lærifeðra, til þess að öðlast tækni í handverks- legri og síðan listrænni kunnáttu, sýndi sig brátt bæði í teikningum og olíumyndum, sem Ásgeir sýndi á fjölmörgum útstillingum. Tveir stefjaþættir voru aðaluppi- staða í æviverki Ásgeirs; landslags- myndir og mannamyndir. Hann hélt jafnan mikilli tryggð við bemskustöðvar sínar; og þaðan, á Mýrum og í Borgarfirði, eru sótt mörg mótíf mynda hans; frá afrétti Mýramanna, þar sem hann á sumr- um iðulega málaði og bjó í fjall- húsinu við Lambafell, svo og líka úr Norðurárdal. Kvígindisdalur, með stórskomum hraunbreiðum, vikurrauðum fjallkúlum, grænum grasvinjum og leiftrandi, móbrún- um leirflögum og moldarbörðum, var honum einkar kærkomið við- fangsefni. Þekktastur mun þó Ásgeir vera fyrir mannamyndir sínar. Til þeirra vandleystu verka var hann eftirsótt- ur sköpuður. Portrett-list gerir háar kröfur til líkingar, handbragðs og innsæis. Margir geta kostgæfilega dregið upp ytri útlínur, en fáum er sú gáfa gefin að geta málað sálina,' endurspeglun hennar í augum og andlitsdráttum (sbr. tvær ólíkar sjálfsmyndir eftir van Gogh). Næst þessu takmarki komst Ásgeir er hann málaði frábæra mynd af móð- ur sinni, Sesselju Níelsdóttur frá Grímsstöðum. Þá er og stórgóð mynd hans af Níelsi Dungal. Margt var Ásgeiri til lista lagt, utan pentlistar. Hann var músíkalskur með afbrigðum, lék á píanó og tignaði Bach. Hann var og skáldmæltur, þótt hann ekki flíkaði því. Veiðikló var hann svo slungin, að þar sem hann út kast- aði sínum öngli, þar skyldi og fisk að fá. Það brást ekki. Þar með varð hann með veiðilegri útsjónar- semi sinni sannur lærimeistari okkar bræðranna fjögurra í fiski- brögðum. Asgeir kom oft í heimsókn að Grímsstöðum til móðurbróður síns, afa míns, Hallgríms. Gamli maður- inn var vinnusamur bóndi og verkleg iðja var hans fýrsta lífsskil- yrði. Hann hafði samt gaman af að ræða við Ásgeir, er ávallt var fjörmikill í samræðum og kunni kynstrin öll af fræðandi frásögnum, var í rauninni heill hafsjór af heill- andi umræðuefnum. Við bræðurnir drukkum af vörum hans með áfergju mergjað mál hans, oft kryddað gamansemi, eins og væri það líknarlind. Hinsvegar lét sér afi minna um finnast og sveigði að því, að þetta væri nú hálfgert iðju- leysis-dútl að spranga svona um fjöll og flóa með pentkúst og lita- spjald; annars væri hann Geiri svo sem bezti drengur, en það fitnuðu nú víst fæstir af þessari svokölluðu fegurð. Þannig hugsaði í þann tíð hygginn búandmaður, sem sjálfur var ekkert nema iðjusemin og ær- legheitin. Ekki hvarflaði þó að Ásgeiri að taka þetta óstinnt upp, enda kannaðist hann við þess konar hugsunarhátt og var sjálfur sonur fátæks bónda. Nú er fallinn frá myndmeistarinn góði frá Grenjum. En eftir lifa málverk og teikningar, er sýna list- rænan hagleik hans-, töfra pensils í vandvirkri hendi, næmt litaskyn og trausta formtilfinningu í beztu myndverkum hans. Ásgeir sá feg- urðina sem samræmi milli hlutfalla. Pensildrættir ákvörðuðu þessi hlut- föll skynjaðs hlutveruleika sem sannindi. Þannig varð honum feg- urðin sem ljómi sanninda. Að endingu vil ég, og bræður mínir, þakka Ásgeiri frænda ótölu- legar ánægjustundir, hvort sem það var uppi á reginfjöllum, í borg eða á sveitabæ. Alls staðar var hann örlátur á sína andans auðlegð, hug- myndaríkur, glaðsinna, félagslynd- ur og jákvæður. Þótt hann, eins og málara er tamt, skynjaði heiminn að verulegu leyti með sjón sinni, þá átti hann sér einnig innri heym og hljómandi sál. Kemur það glöggt fram í frumsömdu erindi hans, sem hann kenndi mér komungum. Með því vil ég ljúka þessari hinztu þakk- lætiskveðju minni: Mánasilfur strengi stillir stiilt og heiðrík vetramótt. Létt hún rökkurbogann bærir, brestur hvorki mýkt né þrótt. Tónar líða töfrafriðir, titra víða í rúmsins gnótt, fylla heima hljómi, draumum, hjörtun gleyma, sofa rótt. Dr. Hallgrímur Helgason Fallinn er frá einn okkar ágætu listamanna og sérlega litríkur per- sónuleiki, frændi minn Ásgeir Bjarnþórsson listmálari, mikill og fjölhæfur fræðasjór og fagurkeri, einn þeirra manna, sem krydduðu hversdagslega tilveru með listrænu skrúði samofnu úr þáttum mynda og máls, lags og ljóða. Það gustaði að vísu af honum, þegar hann tjáði sig, hispurslaus í fasi sneyddur allri tilgerð og sýni- mennsku, en annað veifið lék hann á þýða strengi og naut sín við að svelgja í sig fegurð og unaðssemdir umhverfisins eða ausa úr gnægtar- brunni fróðleiks til þess að veita öðrum innsýn á eitthvert leiksvið þeirra ævintýraheima, sem honum hafði tekist að lyfta hulunni af með sínum skyggnu augum skoðarans. Með glaðvært stef á vörum og ævinlega með skoplegt og nýstár- legt viðhorf til lífsins gekk hann bjartsýnn og áhyggjulítill fram um veg, frábitinn því að leggja lag sitt við hefðbundnar venjur kerfisins, setjast í fastar skorður embætta og skoðana eða ánetjast gróða- hyggju og taka þátt í kapphlaupi um veraldargæði eða auðs- og eignasöfnun. Lífshlaup hans var ekki að hefðbundnum hætti íslensks svejtadrengs. Ásgeir Bjarnþórsson var fæddur á Grenjum í Mýrasýslu 1. apríl 1899. Faðir hans var Bjarnþór son- ur Bjarna frá Knarramesi Bene- diktssonar frá Hítardal og Ólafar Jónsdóttur frá Álftanesi. Móðir Ásgeirs var Sesselja Soffía dóttir Níelsar Eyjólfssonar frá Helgustöð- um og Sigríðar, en hún var dóttir Sveins Níelssonar prófasts á Stað- arst^ð og Guðnýjar skáldkonu Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. Að Ásgeiri stóðu því ættir af suðvest- an- og norðaustanverðu landi, bændur og bústýrur, prestar og maddömur. Ættmenn, sem voru meðal annars kunnir fyrir verk- lagni, listasmíðar, sagnaritun og skáldskaparhneigð. Ásgeir sleit bamsskónum í sveit og vandist á æskuámm venjulegum búskaparstörfum hjá foreldrum sínum á Grenjum í Mýrasýslu. Systkinin á Grenjum vom sjö. Ás- geir minntist uppvaxtaráranna með hlýju enda tileinkaði hann sér þá haldgóða undirstöðufræðslu og nam ógrynni sagna og ljóða á mann- mörgu fræðaheimili. Ungur gekk hann í skóla í Reykjavík og hneigð- ist hugur hans þá brátt til íista. Hóf hann listnám sitt hér hjá þeim Sigríði Björnsdóttur og Laufeyju Vilhjálmsdóttur og síðar hjá Ríkharði Jónssyni myndhöggvara. Héðan fór Ásgeir til Danmerkur til náms í málaralist og höggmynda- gerð. Var hann í Kaupmannahöfn hjá Viggo Brant og Aagaard og dvaldist í Munchen í Þýzkalandi við nám hjá Schwegerle og Heimann. Hann var um skeið hjá Benedikts- munkum í Clervaux-klaustri í Luxemborg og vann þar við kirkju- skreytingu undir fyrirsögn Nodka munks í því klaustri. Á þeim ámm ferðaðist hann nokkuð um sunnan- verða Evrópu og dvaldist um tím'a í Frakklandi og Italíu, heimsótti þar listasöfn, umgekkst starfsbræður sína og kynnti sér listastefnur í þeim miklu borgum Róm og París. Ásgeir lauk þessari námsdvöl sinni erlendis árið 1932 og kom þá hingað heim og hóf að mála mynd- ir, sem hann sýndi nokkmm sinnum í listasölum hér og erlendis. Honum var unun að mála landslagsmyndir, haustliti, hraun og hríslur, en mannamyndir urðu honum ábata- samari. Náði Ásgeir mikilli leikni í þeirri listgrein og varð einn færasti portrett-málari síns tíma. Fjöldi mannamynda eftir Ásgeir prýðir nú veggi einkaheimila og opinberra stofnana og stuðlar að því að gera þá menn eftirminnilega. Á námsámnum erlendis kynntist Ásgeir hópi manna, sem vom á líku reki og samtíma honum við nám í listgreinum og bókmenntum. Varð honum tíðrætt um þennan félags- skap og hafði frá mörgu að segja úr þeirra hópi og þeirra samskiptum og vom þeir þættir settir fram með gamansömum frásagnarmáta. Sumt af því var fært í letur í bók- inni „Af lífí og sál“, sem Andrés Kristjánsson ritstjóri skráði eftir honum. Þeir íslendingar, sem leitað höfðu utan eftir' lok fyrri heims- styrjaldar og flestir vom fæddir um síðustu aldamót bám til landsins menningarstrauma í greinum, sem vom nær óþekktar áður hér á landi. Þeir urðu brautryðjendur á sviði lista, heimspeki og nýrra bók- mennta, og áttu sinn þátt, líkt og Fjölnismenn forðum, í að gera íslenskt mannlíf litríkara og al- þjóðlegra. í þeim hópi var Asgeir þó fremur boðberi hinnar sígildu listar, sem heillaði hann, en hann átti ekki samleið með nýsköpunar- mönnum og abstrakt-málumm þessa sama tímabils. Eða eins og hann sagði: „Tískulist er eins og hrímið, sem myndast á einni nóttu eða degi, en hjaðnar síðan fyrir þeirri sól sem eilíflega skín.“ Þá sólarsýn leitaðist hann við að birta þjóð sinni. Ásgeir var mikið nátt- úmbarn og dvaldist oft löngum stundum einn í tjaldi eða fjallakofa við að mála myndir og skoða um- hverfið og lifði þ_á mest á veiðiskap og villigrösum. Ásgeir sagðist ung- ur helst hefði viljað verða jarð- fræðingur ef fjárráð hefðu leyft og var talsvert vel að sér í steina- fræði. En honum var margt til lista lagt. Hann var unnandi lags og Ijóða, var söngelskur og spilaði all- vel á píanó, ljóðelskur var hann með afburðum og kunni ógrynni kvæða, enda minnið gott. Sjálfur fékkst hann alltaf nokkuð við ljóða- gerð og birtust ljóð eftir hann öðm hvom, oft í anda þeirra meistaranna Heine eða Schillers. Sumar vor og vetur, var ég á leið til þín. Hvort sem hún lá yfir Langavatnsdal eða löndin suður við Rin. Svo segir hann í kvæði, sem birt- ist í „Borgfirskum ljóðum" 1947. Á miðjum aldri gekk Ásgeir að eiga unga konu ættaða frá Eist- landi, Ingeborg Lorensson að nafni. Gengu þau í hjónaband 1950. Sú ráðstöfun veitti honum meiri stað- festu en oft hafði verið í lífi hans áður, en nægði þó ekki til að halda þeim böndum tryggum til lengdar, því þau slitu samvistir tíu ámm síðar. Samt horfði Ásgeir ekki á farinn veg fneð trega eða harmaði misvel notaðan tíma. Hann beið þess sem var framundan með eftir- væntingu, naut líðandi stundar og dáðist að litbrigðum umhverfisins, leik ljóss og skugga sem hann tjáði í myndum sínum og sem einnig mótuðu líf hans. Ásgeir skrifaði öðm hvoru grein- ar í blöð um myndlist og húsagerð og var ekkert ragur við að láta í ljós skoðanir sínar á því, sem honum þótti miður fara í byggingarlist og skipulagi. Eins var hann óvæginn í dómum um listsköpun margra seinni tíma málara og var því jafn- an sjálfur nokkuð1 útundan í hópi samtaka íslenskra listamanna. Honum . þótti hins vegar til þess koma þegar hann var kjörinn félagi í The Chelsea Artist Club, sem er í tengslum við the Royal Academy of Art í Bretlandi, Þegar Ásgeir leit yfir langan æviferil sem var orðinn 88 ár, taldi hann sig vera mikinn gæfumann, enda þótt fjárhagur hans væri oft- ast þröngur. Hann trúði á framhald lífsins og jafnvel endurfæðingu, en eitt er víst, að mörg góð listaverk Ásgeirs halda áfram að endur- spegla skoðanir hans og sjónarmið og lýsa viðhorfi hans til þeirra þátta í ríki náttúmnnar, sem hann hafði TOLLAKERFI FYRIR S/36 Nýtt tollakerfi sem tekur mið af hreyttum tollalögum Sjálfstætt kerfi með fjölþætta möguleika og það er hægt að tengja það óskyldum kerfum. Byggt á áratuga reynslu í hönnun, viðhaldi og rekstri tollakerfa. Bjóðum einnig forrit sem færir upplýsingar úr eldri tollskrá yfir í þá nýju. Sparar mikla handavinnu, fækkar villum og eykur öryggi við breytingarnar. Hafið samband við Ragnar Guðmundsson eða Sigurð jónasson. FRlsJITI TOLLSTJÓfíN /0 S^ÓA Tölvu-, skrifstofu-, banka- og tollaþjónusta. Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837. Wirlýsi, m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.