Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 29 Sandinistar 1 Nicaragua: Reiða si g á kúb- anska og sovéska hemaðarráðgjafa Washington. Reuter. FYRRUM foringi í her Nic- aragua, sem flýði til Banda- ríkjanna í oktober sl., sagði á sunnudag, að í landinu væru 12 sovéskir og 500 kúbanskir hern- aðarráðgjafar. „Þegar ég flýði 25. október voru sovésku hemaðarráðgjafarnir 12 en þeir kúbönsku 500,“ sagði Roger Miranda Bengoechea majór í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð en fyrr í mánuðinum vakti hann mikla athygli þegar hann upplýsti, að sandinistar hygðust fjölga í hernum upp í 600.000 manns. Samsvarar það fimmtungi þjóðarinnar. Humberto Ortega, varnarmála- ráðherra Nicaragua, staðfesti, að þessar upplýsingar væru réttar, en bróðir hans, Daniel Ortega forseti, sagði, að aðeins væri um að ræða hugmynd og hinn eiginlegi herafli þá undanskilinn. Miranda sagði einnig, að hanri hefði séð um svissneskan banka- reikning, sem tilheyrði vamarmála- ráðherranum og hafði að geyma 1.479,000 dollara í október sl. „Þetta fé var á hans nafni og ég tel, að þeir bræðumir líti á það sem tryggingu fyrir framtíðina fari svo, að sandinistar hrökklist frá,“ sagði Miranda og bætti því við, að fénu hefðu þeir stolið af hernum auk þess sem hluti fjárins væri afrakst- ur af eiturlyfjasölu. Ronald Strong, bandariski sjólið- inn, sem lést í sprengingunni. Hermdarverk í Barcelona Barcelona. Reuter. Bandarískur sjóliði lét lífið og níu slösuðust þegar sprengja sprakk á veitingastað í Barcelona á Spáni sl. laugardag. Voru þeir skipverjar á tveimur bandariskum herskipum, sem létu í gær úr höfn með fána í hálfa stöng. Tundurspillirinn Beary og freigát- an Thom fóru í gær frá Bareelona til ókunns áfangastaðar en áætlað hafði verið, að skipin yrðu í höfn í nokkra daga enn. Hefur gæsla verið aukin til muna við önnur bandarísk herskip í spænskum höfnum. Lík sjó- liðans, Ronalds Strong, verður sent heim til Bandaríkjanna með flugvél. Tvenn samtök katalónskra að- skilnaðarsinna, sem berast einnig á banaspjót sín í milli, segjast bera ábyrgð á ódæðinu en spænska lög- reglan kannar einnig hvort önnur hryðjuverkasamtök geti hafa verið að verki. Róm: Adalgiso Scioni leiddur burt eftir handtökuna. Reuter Ohamingjusamur ungl- ingur rændi flugvél Veifaði ódýru úri og sagðist vera með tímasprengju Róm. Reuter. Unglingsstrákur rændi hol- lenskri farþegaflugvél á aðfanga- dag og hótaði að sprengja hana í lofti ef reynt yrði að ráðast gegn honum. Skipaði hann flugmönn- unum að lenda í Róm en þegar þangað kom sleppti hann bæði áhöfn og farþegum, 97 manns alls, og var handtekinn. Kom þá í ljós, að hann hafði hvorki sprengju né önnur vopn undir höndum. Yfirvöld á Ítalíu segja, að ungling- urinn, Adalgiso Scioni, 15 ára gamall, geti átt yfir höfði sér 21 árs fangelsi vegna flugránsins en hann rændi vélinni þegar hún var á leið frá Amsterdam til Mílanó. Veifaði hann ódýru armbandsúri og hélt því fram, að með því gæti hann sprengt sprengju, sem hann hefði komið fyr- ir undir einu farþegasætinu. Lögðu flugliðarnir mátulegan trúnað á orð hans en þótti þó varlegra að gera eins og hann sagði. Þegar til Rómar kom fengu menn talið Scioni á að fara frá borði undir því yfirskini, að þeir ætluðu að verða við kröfum hans um eina milljón dollara, flugfarmiða til New York og hótelherbergi þar í borg. Gianfranco Dosi, dómari í Róm, sagði, að samkvæmt ítölskum lögum mætti dæma Scioni í 7-21 árs fang- elsi. Það yrði þó til að milda dóminn ef afbrotið mætti rekja til andlegra erfiðleika eins og líklega ætti við um Scioni. Við fyrstu yfirheyrslur kvaðst hann búa yfir hemaðarleyndarmál- um og sætu óvinir hans hvarvetna á fleti fyrir. Adalgiso Scioni á ítalskan föður og hollenska móður og bjuggu þau í Hollandi þar til þau settust að á Sardiníu fyrir þremur árum. Er sagt, að hann hafi verið óhamingjusamur þar. Fyrir um hálfum mánuði hljópst hann að heiman og notaði sparifé sitt til að komast aftur til Hollands. Fékk hann inni hjá afa sínum og ömmu en var svo talinn á að snúa aftur heim. Var hann á leið þangað þegar hann rændi flugvélinni. Reuter Það fór vel á með leiðtogum sex arabaríkja við Persaflóa er þeir vígðu nýjar aðalstöðvar Samstarfsráðs Persaflóarikja í Riyadh höfuð- borg Saudi-Arabíu í gær. Leiðtogafundur arabaríkja við Persaflóa: Reuter Blóðgjöf á jólum Jólasveinninn kemur jafnan færandi hendi og lætur ekki staðar numið við gjafmildina þótt pokinn sé tómur. Þá leggst hann bara upp á bekk og gefur úr sér blóð. Þannig var það að minnsta kosti með Matt Rissinger, sem býr í Fíldelfíu í Bandaríkjunum, en hann er jólasveinn í hjáverkum og einn ötulasti blóðgjafi Rauða krossins þar í borg. Samkomulag um að auka varnarsamstarf Riyadh, Reuter. LEIÐTOGAR arabaríkja við Pers- aflóa komust í gær að samkomu- lagi um stóraukna öryggissam- vinnu. Slíkt samkomulag hefur verið í bígerð undanfarin fimm ár og kveður á um sámstarf Saudi-Arabíu, Kúwait, Oman, Qat- ar, Bahrain og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Samstarfsráð Persaflóaríkja (GCC) sem stutt hefur írak í Persa- flóastríðinu hefur undanfarið orðið fyrir árásum öfgamanna sem styðja írana. Samkomulagið sem sex aðild- arríki ráðsins gerðu með sér í gær kveður einkum á um varnarsam- starf. Svo virðist sem Kúwait hafi fallist á atriði í samkomulaginu um samstarf í baráttu við glæpamenn sem ríkið hefur hingað til hafnað. Óeirðir i Mekka og sprengjuárásir í landinu undanfarið ár eru sagðar hafa ýtt undir samningsvilja Kúwait- manna. Fundi ráðsins líkur í dag og er búist við að í lokaályktun hans verði lýst yfir stuðningi við ályktun Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í Persaflóastríðinu. Einnig er búist við að leiðtogarnir gagnrýni írana fyrir meinta aðild þeirra að óeirðunum í Mekka í júlí. Sameinuðu arabáku furstadæmin og Oman hafa reynt að draga úr gagnrýni á írana og sagt að slíkt eitri einungis and- rúmsloftið við Flóann. Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur hvatt til þess að ráðið sendi samninganefnd til Teheran höfuð- borgar írans til að leita sátta í stríðinu milli írana og íraka. rGEGN SIAÐGREIÐSLUn FUIGLEIÐIR Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.430.- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. HluLabréfamarkaóurinn hí. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. VJGAJÍ’ ölAUVlMiUðUJ VÆRZIUNARBRNKIÍSLANDS HF Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.290,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. tllutabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN STAÐGREIÐSHJ- EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 3.530,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Í1lu(abréfamarkaé>unnn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. TOLLVÖRU GEYMSLAN Kaupum og seljum hlutabréf Tollvörugeymslunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.000,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs HluLabréfamarkaóunnn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. VJLAJil JIrVlAJlMJLL/jLv Ædmtnntít? , TRYGGINGAR Kaupum og seljum hlutabréf Almennra trygginga gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.240.- fyrir hverjar 1.000,-kr. nafnverðs. Hlulabréfamarkaóunnn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN MGREffiSLlH HAMPIÐJAN Kaupum og seljum hlutabréf Hampiðjunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.300.- fyrir hverjar 1.000,^ kr. nafnverðs. LlluLabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.