Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ár Geitarinnar í dag ætla ég að Qalla um orku naesta árs með tilliti til Steingeitarmerkisins (22. des.—20. jan.) eða þess dæmi- gerða fyrir merkið. Hið beygða bak Eins og við vitum úr ævintýr- ura er Steingeitin hin gainla sem beygir bak sitt af áhyggj- um útaf heiminum. Ungar fæðast Steingeitur gamlar, en eru þeirri náttúru gæddar að yngjast þegar þær sjá að heimurinn kemst af þótt þær slaki á og gefí ekki allan tíma sinn í böm, vinnu og ætt- ingja. Enda er það viskuþrep og prófsteinn á þroska þessa merkis að slappa af og læra að sjá að himinhvelfingin hrapar ekki þótt þeirra njóti ekki við ejns og í tvo, þijá daga. „Ekki það að við viljum stjóma, það er nú bara svo að aðrir leita til okkar, kannski vegna þess að við vitum hvemig koma má mál- um best fyrir." Árið framundan Og hvemig skyldi orka og veður leika Steingeitina á árinu framundan? í stuttu máii má segja að næsta ár komi til með að verða heldur tíðindalítið og án stórra átaka, en að senn fari veður að skipast f lofti. Með því er átt við að Satúmus og Úran- us fara inn í Steingeitina á árinu og hitta þar fyrir Nept- únus, en einungis eina til tvær gráður til að byija með. Nýsköpun Framantalið þýðir að á næstu árum er framundan mikil vinna og uppbygging hjá Steingeitarmerkinu en jafn- framt breytingar, umrót og nýsköpun. Þetta ágæta merki, sem þekkt er fyrir jarðbindingu og íhaldssemi mun því ýraist standa fyrir nýsköpun og fyilast andleg- um innblæstri, sem segja má að sé þvi ekki eiginlegur, eða ef um afneitun verður að ræða koma til með að betjast gegn slíkum veðrum sem koma til með að leika um þjóðlifíð. Hið nýja vald Eins og við vitum er Stein- geitin merki yfirvalds og í þjóðarstjömuspeki táknar hún þá sem ráða. Þetta tákn- ar að miklar sviptingar og breytingar eiga sér nú stað í valdakerfi heimsins. Það sem áður takiist til góðra valda- siða dugar ei lengur. „Anarkí og andi hrærast valdi og út kemur hið nýja vald, eða nútiminn." Minnkandi heimur Framangreint er kannski full hátíðlega mælt, en segja má í stuttu máli að heimurinn sé að minnka, að trúarbrögð og vitund margra þjóðfélaga og menningarsvæða séu að mætast í einingu og baráttu, eða vitund nútímans. Breytt viðhorf Hvað varðar Steingeitina, eða útvörð hinna gömlu viðhorfa, má segja að hún komi til með að breytast á næstu árum. Á árinu 1988 fer þetta fyrst að gera vart við sig hjá þeim sem fæðast frá 22.-24. desem- ber. Þeirra verður ár breyt- inga. Mýkra merki Það sem hefur verið að ger- ast undanfarin ár hjá Stein- geitum, fæddum fyrst í merkinu, að heimurinn er að stækka og um leið að minnka, og sjónarhóllinn að víkka. Þetta mun síðan færast yfir þá sem fæddir eru frá 28. des.—1. jan. Steingeitin er að mýkjast, En eins og allt í heimi hér tekur það sinn tí. GARPUR HBFUS; í/nynaAÞ SBR V£MJUL£GT6J&Ör UÆRJIX’JLUNN A&.~ GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND PUT yOUR. THUMB ANP YOUR. FIN6ER T06ETHER LIKETHI5, SEE7THEN 5NAPTHEM LIRETHIS. Leggðu þumalfingur og löngutöng saman, svona. Smelltu þeim síðan svona... © 1987 United Feature Syndicate, Inc. S~S SMÁFÓLK Ég held ég sé með loft- byssuputta. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fátt er jafn algengt í úr- vinnslu grandsamninga og að víkja undan til að slíta samgang- inn milli handa vamarinnar. En þótt spilurum sé tamt að dúkka er ekki víst að margir hefðu talið nauðsyn á því í þremur gröndunum hér að neðan. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ D108 ♦ 52 ♦ 8743 ♦ K32 Austur 1111,1 ♦ 95 II ♦ KG864 ♦ AD5 ♦ 864 Suður ♦ ÁKG ♦ ÁD107 ♦ G109 ♦ ÁG9 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestri leist ekki á að sækja litina sína með svo háspilarýra hönd, svo hann kom út með hjartaníuna í þeirri von að hitta þar á lit makkers. Austur kallaði með sexunni og suður tók slaginn með tíunni (og hver hefði ekki gert það). Suður sá átta slagi í fljótheitum og hugðist reyna að sækja þann níunda á tfgul — spilaði gosanum í öðrum slag. Vestur fór upp með kónginn og hélt hjartasókninni áfram. Enn reyndi sagnhafi tígul, aust- ur átti slaginn og braut nú út síðustu fyrirstöðu suðurs í hjarta. Þegar vestur henti spaða gerði suður sér loks grein fyrir því að samningurinn var í stór- hættu. Austur átti nú tvo fríslagi á hjarta og líklega tígulásinn. í örvæntingu reyndi sagnhafi því að svína fyrir laufdrottningu. Svíningin mistókst og spilið fór einn niður. Það er sérkennilegt, en eina leiðin til að koma þremur grönd- um heim, er að dúkka hjartaní- una! Þá nýtist vöminni ekki innkoma vesturs á tígulkóng. Vestur ♦ 76432 ♦ 93 ♦ K6 ♦ D1052 Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Ungverjalandi í sumar kom þessi staða upp í skák al- þjóðlega meistarans Perenyi, sem hafði hvítt og átti leik, og Örtel. Dd8 (Eða 23. - Be8, 24. Dh6+ - Kg8, 25. Hxb6 - Dxb6, 26. Rg5 o.s.frv.). 24. Hxb6! — Dxb6, 25. Dh6+ - Kg8, 26. Dg6+ - Kh8, 27. Rxf6 og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.