Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Margtglitrar þó í vefnum Úr verki Leikfélags Akureyrar, Pilti og stúlku. Morgunbiaíið/GSV Leiklist Bolli Gústavsson Leikfélag Akureyrar. PUtur og stúlka. Leikgerð og tónlist: Ernil Thoroddsen. Byggt á skáldsögu Jóns Thoroddsen. Leikstjóri: Borgar Garðarsson. Leikmynd og búningar: Orn Ingi. Tónlistarstjóri: Jón Hlöðver Áskelsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Pétur Einarsson leikhús- stjórr bendir réttilega á það í grein, sem hann skrifar í leik- skrá að sýningum á Pilti og stúlku, að leikhúsið ráði ekki yfir þeirri tækni og þeim pen- ingum, sem þurfi til að skapa jafn fuUkomnar leikmyndir og skipta þeim jafn hratt og sjón- varpið. Og hann bætir við: „Við höfum samt okkar möguleika og í leikhúsinu er ekkert gler á milli, sem betur fer.“ Þetta er hárrétt og seint mun sjón- varpinu takast að laða fram þann heillandi andblæ, þá sam- kennd og þann lyfting, sem ríkir i góðu leikhúsi. Við, sem búum hér fyrir norðan, erum svo lánsöm að hafa gott leikhús á Akureyri, er við gerum til miklar kröfur. En þegar leikhússtjórinn minnist á hraðar skiptingar á leik- myndum, þá koma upp í hugann gamlar minningar frá þeim dög- um, þegar þungu rauðu ullartjöld- in með gullnum böndum og skúfum voru dregin fyrir á milli þátta í gamla Samkomuhúsinu og síðan mátti heyra að baki þeim ýmis annarleg og dularfull hljóð. Var þá verið að draga misþunga hluti leiktjalda til og frá um svið- ið, jafnvel negla, saga, höggva og strekkja. Þar við bættust blástrar og hvískur, hreppstjóra- snýtur, jafnvel hálfkæfðir hlátrar o.s.frv. Og þetta jók óneitanlega á eftirvæntinguna og setti ein- staklega skemmtilegan svip á þessar stundir. Og hvað gerði þá til, þótt sýningin yrði dálitið lengri. Það lá engum á. Eg hef látið þá skoðun í ljós áður i Lesbók Morgunblaðsins, að þegar gömul eða þjóðleg íslensk leikrit eru sviðsett, þá eigi að halda við þessari gömlu hefð um sviðsbúnað, sem Sigurður Guð- mundsson málari lagði grundvöll að með teppunum góðu, sem séra Matthias lofaði, og rómantískir málarar eins og Freymóður Jó- hannsson og Haukur Stefánsson og fleiri listamenn áttu síðar eftir að móta á næsta sérstæðan og þjóðiegan hátt, og þó með erlend- um ábendingum. Því hefur Haraldur Bjömsson leikari og leikstjóri lýst í bók Njarðar P. Njarðvík, „Sá svarti senuþjófur", er hann greindi frá leiktjöldum Freymóðs við Fjalla-Eyvind árið 1930: „í tilefni þessarar sýningar var sett upp hringtjald i Iðnó eft- ir erlendri fyrirmynd. Það var ljósblátt og síðan mátti ná lit með Ijósum, fá fram morgunroða, rökkur eða kvöldsól eftir vild. Og þau stórkostlegu tjöld sem hann gerði. Þeir jöklar og þau fjöll. Allt úr stórum krossviðarplötum sem voru geimegldar saman svo snilldarlega að samskeyti sáust hvergi nokkurs staðar. Hann náði einmitt fram þessum sérkennilega hreinleik íslenskrar náttúm sem jók enn á áhrif þessa mikla leik- rits. Jafnvel fossinn hmndi eins og rennandi vatn.“ Það gleymdist ekki þetta bláa baksvið í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Pilti og stúlku, sem fmmsýnt var á annan dag jóla. Og ljósameistarinn, Ingvar Bjömsson, gæddi það breytilegri dýpt með snjallri beitingu ljósa, kallaði fram sól og tungl með við- eigandi birtu, stundum skarðan mána á næturhimni, og þá dró ógnvekjandi sortaský þar stund- um upp á loftið. Ingvari virtist aldrei bregðast bogalistin jafnvel ekki í smæstu atriðum. En það vantaði hinsvegar gömlu leiktjöld- in, klömbmveggina, bæjarþilin, vinaleg glugghús, amboð (t.d. tað- kvöm eða bömr), mosagróna steina eða þúfur. Þar iyfti enginn fagur dalur blárri brún í baksýn. Þetta er þeim mun tilfinnanlegra þar sem leikmyndahöfundurinn, Óm Ingi, er sérmenntaður í veggjahleðslu og hefur næma til- finningu fyrir því umhverfí, sem hann átti að skapa. Einhver óskilj- anleg fyrirtekt eða eftirhreytur af ttskustefnu hefur komið í veg fyrir að hann neytti þekkingar sinnar og hagleiks, sem ég þekki vel og er ótvíræður. Hugmyndin að klæða sviðs- gólfíð með fjaðrandi svampi er góð, svo langt sem hún nær, en oftar vom nú bæjarhús byggð í túni, á harðvelli, en úti í mýri, og við lá að leikarar tækju óeðlilega mikil bakföll á sléttbotna skinns- kóm í þessara dúandi mosaþembu, og undarlegri varð mosinn í kram- búðinni, nema þá fyrir hinn ölkæra Jón. Ég hirði ekki um að endurtaka þau rök, sem ég fyrmm hafði um þá stefnu, að varðveita bæri þann ytri svip, sem þeim eldri íslensku leikritum var i upp- hafí búin. Fæst em þau stórbrotin, dramatísk bókmenntaverk, en mörg skemmtileg og hafa þar að auki ótvírætt heimilda- og menn- ingargildi. Piltur og stúlka er að vísu ekki nema rúmlega hálfrar aldrar gamalt leikrit, sem höfund- urinn Emil Thoroddsen tónskáld, byggði á skáldsögu afa síns, Jóns Thoroddsens sýslumanns, sögu, sem út kom fyrst árið 1850. En Emil var sögunni trúr og skorti þá heldur ekki næma tilfínningu fyrir skemmtilegum og lifandi persónulýsingum- afa síns. Þær komast mjög vel til skila í' þessu verki. Síðan prýddi Emil leikritið með einkar vel gerðum og hugljúf- um sönglögum. Styrkur þessarar sýningar LA felst fyrst og fremst í góðri frammistöðu einstakra leikara. Englendingar eiga sína frábæru og víðfrægu Shakespeare- leikara og Norðmönnum lætur vel að túlka konsúlsfjölskyldur Ibsens. í okkar fámenna samfélagi veita verk á borð við það, sem hér er um fjallað, tækifæri til sérís- lenskrar túlkunar, sem engum öðrum en íslendingum getur tek- ist að leysa af hendi. Og það er mikilvægt, að sú leikhefð varð- veitist hér og við hana sé lögð sérstök rækt. Þráinn Karlsson er ótvírætt dæmi um frábærlega snjallan íslenskan dalalífsleikara, án þess að það dragi nokkuð úr fjöl- breytni hæfíleika hans að öðru leyti. Þorsteinn matgoggur verður svo sannur í meðferð hans, að það er líkt og tjald fortíðarinnar lyft- ist, þegar Þráinn fer á kostum í mórauðu burunni með matartrog í fangi eða skefur upp í sig spóna- matinn af sitjanda Gvendar á Búrfelli og það á hlaupum. Og allt fer saman, frábær framsetn- ing, svipbrigði og hreyfíngar. Þráinn leikur einnig andstæðu Þorsteins, búðarlokuna Kristján, og gerir það sannferðuglega. Þá leikur Þórey Aðalsteinsdóttir Gróu á Leiti með þeim flírulega hætti, að vart verður gaprildið betur túlkað. Það er helst hægt að fínna að því, að Þórey ber stundum svo óðan á í frásagnar- gleðinni, að erfítt reynist að fylgja henni eftir og grípa orðin. Búr- fellsfeðgar eru prýðilega túlkaðir af þeim Marinó Þorsteinssyni og Skúla Gautasyni. Marinó er dum- aralegur með afbrigðum í hlut- verki Bárðar gamla og birtist með fastheldnin og nápínuskapurinn holdi klædd, en Skúli leggur hins- vegar ekki eins mikla áherslu á hið kátlega í fari Gvendar og fyrr hefur oft gert verið, heldur miklu fremur á kyrpingslega eftiröpun á háttum fóstrans og tekst það vel. Stínu vinnukonu leikur Margrét Pétursdóttir eðlilega og hressilega, en auk þess hefur hún hljómfagra söngrödd og syngur vöggukvæðið, Litfríð og ljóshærð, af öryggi. Þar að auki leikur Margrét danskmæltu Reykjavík- ursnótina, Stine, af „komisku“ fjöri. Framsögn hennar er einkar skýr. Sunna Borg leikur Ingveldi húsfreyju í Tungu með þóttafullri reisn, sem við á, og bregður sér síðai^í hlutverk maddömu Lud- vigsen og fer þar sannarlega á kostum í mótleik við Margréti og þá við Guðmund Jónsson, sem leikur ölkæran eiginmann hennar, Jón, er m.a. syngur búðarvísumar í verslun Möllers. Segja má að hinn kunni óperu- söngvari komi eins og óvænt skrautfjöður inn í sýninguna og virðist hann sannarlega njóta sín á þeim vetvangi. Okkur hér fyrir norðan fínnst hann bera andblæ gömlu Reykjavíkur inn á sviðið. Theodór Júlíussyni tekst vel og af öryggi að birta hofmennsku hins veraldarvana Dana, sem er reiðubúinn að draga saklausa íslenska bóndadóttur á tálar. Og-þá er röðin komin að elsk- endunum, Indriða og Sigríði, persónum, sem erfítt er að túlka. Þeim er lagt vandað nítjándu ald- ar bókmál í munn og satt að segja er næsta lítill sveigjanleiki í gerð persónanna. Amheiði tekst þó mæta vel að gæða hlutverk sitt einlægum og eðlilegum þokka, en hlutverk Indriða virðist ekki henta Pétri Eggerz. Er það ekki síst vegna þess, að hann er látinn flytja vandmeðfarin sönglög, án þess að hann hafi söngrödd eða hæfíleika til söngs. Þetta eru sorgleg mistök og jafnframt furðulegt í landi þar sem söng- menntun er í miklum blóma og fjölmargir kallaðir og bíða eftir tækifærum. Hlutverk Indriða er hér með þeim hætti, að stirður leikur hefði ekki sakað, ef söng- hæfíleiki hefði verið ótvíræður. Það hefur t.d. ekki þótt auðvelt að túlka lagið „Til skýsins", sem alþekkt er í frábærri túlkun Stef- áns Islandi. Satt að segja finnst mér hinn ungi leikari hart leikinn, að hann skuli settur í þessa að- stöðu. Theodór Júlíusson leikur heldur tætingslegan prest auk Möllers kaupmanns og Kristjana Páls- dóttir fer með hlutverk Valgerðar dóttur hans og síðan Guðrúnar, sem brá sér upp á búðarloftið með Kristjáni og kynnti Sigríði dá- semdir Reykjavíkur undir dönsk- um fána. Kristjana er ung leikkona og varfærin og stundum dálítið hikandi í túlkun sinni. Kristjana Jónsdóttir leikur Ingi- björgu á Hóli; móður Indriða, af öryggi og ég hef á tilfínningunni að hún skilji til hlítar hinn rétta dalalífsstíl og uppviðfossaró- mantíkina. Tónlistarstjóm _ er í höndum Jóns Hlöðvers Áskelssonar og hefur hann greinilega vandað til tónlistarflutnings, æft nýjan leik- húskór og litla hljómsveit með ágætum árangri. í kómum syngur ungur maður, Óskar Pétursson, og af einsöng hans við upphaf sýningar má ráða, að þar sé ótvír- ætt söngvaraefni á ferðinni. Og þá má ekki gleyma Ambjörgu litlu Valsdóttur og Páli Finnssyni, sem léku Sigríði og Indriða í hjáset- unni. Þau hefðu mátt staldra lengur við og þá með hrynjandi foss á milli sín. Borgar Garðarson hefur sett mikla sýningu á svið, en ekki hnökralausa. Ég efast ekki um hæfíleika hans, þekkingu og reynslu og margt í sýningunni ber þeim gott vitni. En veiku þræðim- ir sýnast mér samt óþarfír og undrast að þeir skyldu í ofnir. Allt um það, margt glitrar og gleður í voðinni. Á sjöunda hundrað starfs- manna ljúka starfsnámi Fata og vefjariðnaður: UM 350 starfsmenn úr fata- og vefjariðnaði voru formlega úrskrif- aðir af starfsþjálfunarnámskeiði í grein sinni þann 19. desember sl. Var hér um að ræða starfsfólk af Reykjavíkursvæðinu og úr nærliggj- andi byggðarlögum, en alls hafa á sjöunda hundrað starfsmanna á úr fata- og vefjariðnaði sótt námskeiðið á öllu landinu, að þvi er segir í fréttatilkynningu. Námskeið þessi hafa verið haldin í samræmi við samkomulag um fræðslu og starfsþjálfun sem Landssamband iðnaðar- fólks annars vegar, og Félag íslenskra iðnrekenda, Vinnuveitendasam- band Islands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna hins vegar, gerðu með sér í kjarasamningum í desember á siðasta ári. Frá hófi sem iðnaðrráðuneytið hélt fyrir þáttakendur i nýafstöðnu starfsþjálfunarnámskeiði í fata- og vefjariðnaði. Mikil kreppa hefur ríkt í fata- og vefjariðnaðí undanfama mánuði, svo sem fram hefur komið í Morgun- blaðinu. Að sögn Halldórs Grönvold, skrifstofustjóra hjá Iðju, hafa á þriðja hundrað störf tapast á sl. 6 mánuðum og þar að auki hafa tapast um 60-70 skrifstofustörf. Mörg fyrirtæði hafa orðið gjaldþrota í umræddum grein- um, en þó hefur ástandið á höfuð- borgarsvæðinu ekki verið tiltakan- lega slæmt þar sem starfsmenn fyrirtækja sem orðið hafa að hætta rekstri hafa yfirleitt fengið vinnu hjá fyrirtækjum í sambærilegum rekstri. Nú síðustu vikumar hefur ástandið hins vegar versnað. Sagði Halldór að e.t.v. mætti segja að námskeiðahaldið hefði hafist of seint, en þegar þessi námskeiö voru fyrst skipulögð hafí menn ekki órað fyrir því að svo mundi fara sem raun hefur orðið á. Aftur á móti væri ljóst að námskeiðahald sem þetta gæti haft afgerandi áhrif á afkomumögu- leika fyrirtækja. Markmið námskeiðs- ins er að starfsmenn öðlist betri þekkingu í starfí, sem vitaskuld bæt- ir bæði afköst og gæði framleiðslunn- ar. Auk þess er það markmið námskeiðanna að stuðla að áhuga, öryggi, bættum kjörum og vellíðan starfsmanna. Þá eiga þátttakendur rétt á ákveðnum kaupauka að þátt- töku lokinni. Framkvæmd námskeiðanna var í höndum FVæðslumiðstöðvar iðnaðar- ins og var hér um að ræða 40 stunda námskeið sem tekið var utan vinnu- tíma. í fréttatilkynningu frá þeim hags- muhasamtökumsem skipulögðu námskeiðahaldið segir ennfremur að með aukinni þjálfun starfsmanna fylgi meiri gæði og aukin afköst í framleiðslunni. Þannig leggi starfs- menn og stjómendur sitt að mörkum með námskeiðahaldi sem þessu til að snúa við þeirri óheillavænlegu þróun sem átt hefur sér stað í fata og vefja- riðnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.