Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 31 JOL VIÐA UM HEIM Kína: „Trúin blómstrar að nýju“ Mikil kirkjusókn kristinna manna og jólakortasala með ólíkindum Peking. Reuter. KRISTNIR menn í Kína, lítill en vaxandi söfnuður, fjöl- menntu sem aldrei fyrr til messu í kirkjum ag kapellum í borgum landsins á þessu jólum. Um 5.000 manns voru við messu í dómkirkju kaþólskra manna í Peking og hafði verið komið fyrir þar stóru jólatré. Endurómaði kirkjan af hinum hefðbundnu jóla- sálmum og biskup kaþólskra í Peking, Pu Tieshan, hvatti trú- bræður sína til að elska hver annan og sameinast í baráttunni fyrir betri heimi. Önnur 30.000 kaþól- skra manna sóttu messu í öðrum kirkjum í Peking og um 6.000 mótmælendur. Grænar grundir á skíðasvæðum ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara FERÐAMENN gripu í golfkylfur og tennisspaða í stað þess að festa á sig skíði á sumum stöðum í Ölpunum yfir hátíðirnar. Vorblí- ða ríkir á meginlandi Evrópu og það þarf að fara hátt í fjöllin eða á jökla til að komast í snjó. Göngustígar voru opnaðir og skíðakennarar sýndu skugga- myndir á stöðum þar sem skíða- lyftur voru ekki settar í gang yfir jólin. Flestar lyftur á skíðasvæðum sem íslendingar kannast við í Aust- um'ki, eins og td. í Mayrhofen, Kitzbuhel og Zell am See, gengu jrfir hátíðirnar þótt snjórinn væri ekki mikill. Þar var margt um manninn eins og endranær um jól. Upplýsingasjálfsvari í Kitzbuhel Morgfunblaösins. varaði fólk í gær við löngum biðröð- um við helstu lyfturnar. Hótel- og verslunareigendur á lægri skíðasvæðum í Sviss kvarta ekki enn þótt snjóinn vanti. Fáir gestir hafa hætt við að koma þrátt fyrir hlýindin og hafa nú góðan tíma til að gæða sér á mat og versla í snjóleysinu. En ástandið getur orðið svart fyrir þá sem lifa af skíðaí- þróttinni ef það snjóar ekki í janúar. Veðurhorfurnar næstu daga lofa ekki góðu fyrir skíðafólk. Hæð yfir suðvestur Evrópu kemur í veg fyrir snjókomu það sem eftir er af þessu ári og fyrstu tvo daga næsta árs. Verulegt snjóleysi hrjáði Svisslend- inga síðast veturinn 1971/72. Þá mældist ekki nema einn meter af snjó í 2.540 metra hæð um miðjan febrúar. Xinhua-fréttastofan kínverska hafði það eftir Fu biskup, að kaþ- ólskir menn í Kína væru nú 3,3 milljónir talsins og snerust árlega til trúarinnar um 30.000 manns. Kaþólskir menn og mótmælendur sættu miklum ofsóknum í Kína fyrst eftir valdátöku kommúnista og í menningarbyltingunni 1966-76 þegar kirkjunum var lok- að en nú eru tímamir miklu umburðarlyndari. „Trúin blómstrar að nýju í Kína,“ sagði í fréttum Xinhua. Jólakortasala var mjög mikil að þessu sinni en hún var með öllu óþekkt í Kína fyrir fáum árum. í einni bókaverslun í Peking voru seld 400.000 kort og kvaðst versl- unarstjórinn ekki hafa haft tíma til að reikna út hagnaðinn. „Ég er ekki kristin en mér líka jólakortin með mynd af Maríu mey og litlum englum. Mér finnst ein- hver heilagleiki fylgja þeim,“ sagði Zhao Huanhong, skólastúlka í Pek- ing og þrýsti tveimur kortum að brjósti sér. Israelskir hermenn með alvæpni á verði við Jötutorg í Betlehem á --------- aðfangadag. Jólaboðskapur páfa um frið og gleði Páfagarði, Betlehem, London. Reuter. JÓHANNES Páll páfi talaði til milljóna rómversk-kaþólskra manna í miðnæturmessu sinni i St. Péturskirkjunni á aðfangadagskvöld. í predikun sinni fjallaði páfi um frið og gleði. Hundruð pílagríma söfnuðust saman við fæðingarstað Jesú í Betlehem á aðafangadag, en gífurleg úrkoma og óeirðir undanfarnar tvær vikur drógu veru- lega úr umfangi hátíðahaldanna. Elizabeth II Englandsdrottning gagurýndi IRA, Irska lýðveldisherinn, í jólaræðu sinni. Sovétríkin: Jólin eru Moskvu. Reuter. Jóladagur var bara venjulegur vinnudagur fyrir flesta Sovét- menn en Tass-fréttastofan sagði þó frá því, að kaþólskir menn hefðu fjölmennt til messu á að- f angadagsk völd. Messað var í kirkju heilags Loðvíks í Moskvu og annarri, ka- þólskri kirkju í Lvov í Úkraínu og var mikill fjöldi viðstaddur á báðum stöðunum. í Eystrasaltsríkjunum 7. janúar var hins vegar haldið upp á jólin með sama hætti og gerist á Vestur- löndum enda er fólk þar almennt kaþólskt eða mótmælendatrúar. Sagði í fréttum Tass, að kirkjusókn hefði verið meiri en nokkru sinni. \ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan heldur sín jól 7. janúar en þó er yfirleitt mest um dýrðir um ára- mót. Þá eru gjafir gefnar og dansað í kringum áramótatré. Um 10.000 manns voru viðstödd miðnæturmessu páfa og var henni •útvarpað og sjónvarpað beint til 42 landa í fimm heimsálfum. Messu- skrúði páfa var gylltur og hvítur, — í litum gleði og vonar. A Péturstorg- inu stóð gríðarmikil jata við hliðina á 28 metra háu ljósum prýddu jóla- tré. Páfi minntist orða engilsins, sem birtist fjárhirðunum á Betle- hemsvöllum og sagði: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð." „í dag endurómar þessi boðskap- ur í kirkjum í öllum heimshornum," sagði páfi. Hermenn voru meðfram öllum götum í Betlehem og á húsaþökum í nágrenni Jötu-torgs, þar sem Fæðingarkirkjan stendur. Strangt eftirlit var með öllum, sem fóru inn á torgið. Að minnsta kosti 22 Pa- lestínumenn hafa fallið fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu undanfarnar tvær vikur og allt að 200 manns hafa særst. Öryggisráð- stafanir vegna mótmælaaðgerð- anna og gífurleg úrkoma settu svip sinn á hátíðarhaldið í borginni. Elizabeth II Bretadrottning brá út af venju í jólaræðu sinni og gagn- rýndi IRA óbeint fyrir sprengjutil- ræðið í Enniskillen, þar sem ellefu manns létu lífið. „Það hendir allt of oft, að menn leiðast út í of- stæki, miskunnarleysi og ofbeldi vegna tryggðar við land sitt, kyn- þátt eða trú, eða jafnvel fótböltafé- lag,“ sagði drottningin í jólaræðu sinni í sjónvarpinu. Þó að hún nefndi IRA ekki á nafn sérstaklega, talaði hún um sprengjutilræðið í Enniskillen í síðasta mánuði sem dæmi um slíkt ofbeldi. Bankubréf Landsbankans eru 1,2ja, 3ja og 4ra ára bréf. Ársávöxtun er 9,25%-9,5% umfrám verðtryggingu. Örugg langtímabréf til 6,7, 8,9, og 10 ára. Ársávöxtun 8,5-9,25% umfram verðtryggi'ngu. Ný spariskírteini ríkissjóðs til 2ja, 4ra og 6 ára. Ársávöxtun 7,2-8,5% umfram verðiryggingu. Eldri spariskírteini ríkissjóðs kaupum við og seljum í gegnum Verðbrcfaþing íslands. Ársávöxtun er nú um 8,7%. Kaup- og söluþóknun, aðeins 0,75%. Skuldabréfin fást í verðbréfadeild Aðalbanka og í útibúum bankans um land allt. Nánari upplýsingar veita Verðbréfa- viðskipti, Fjármálasviði, Laugavegi 7, símar 27722 (innanhússsími 388/392) og 621244. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna 10,8% ÁYÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU Landsbankinn býður örugg skuldabréf Skuldabréf Lýsingar hf., 3. flokkur 1987. Bréfin eru til 2ja, 3ja og 4ra ára og eru í 100.000,- kr. einingum. Ársávöxtun umfrarn verðtryggingu er 10,8%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.