Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 50 Minning: Arnheiður Jóns- dóttirfv. námsstjóri Fædd 10. janúar 1894 Dáin 15. desember 1987 Það verður ekki héraðsbrestur né veldur það straumhvörfum í lífi þjóð- ar, þó að ellimóð kona ljúki jarðvist sinni, sem er eðlilegur gangur lífsins. Við slík vegamót leiðir það hins vegar hugann að því, hversu mikil- vægt það er litlu samfélagi, eins og íslandi, að eignast sem flesta nýta þegna. Hún Amheiður var góðum mann- kostum búin. Líf hennar og starf einkenndist öðru fremur af því að leiðbeina og verða samferðafólkinu að liði. Víst er, að hún vann landi sínu og þjóð mikið gagn um ævina. Hún var fyrir löngu orðin landskunn fyrir löng og heillarík störf sín að kennslu-, uppeldis- og félagsmálum. Fyrir brautryðjandastörf að merkum menningar- og mannúðarmálum vann hún sér traust og virðingu og hlaut að verðleikum opinberar viður- kenningar á mörgum sviðum. Amheiður var góðum gáfum gædd, margfróð og víðlesin. Hún var hreinskiptin, gat orðið skapheit og talað tæpitungulaust. Henni var líka lagið á að slá á létta strengi. En umfram allt tryggur og góður vinur vina sinna. Við þessi vegamót koma í hugann persónulegar minningar frá heimili hennar, Guðjóns og sonarins Harald- ar, á Tjamargötu lOc. Þakklátar tilfinningar fyrir að opna velbúið, listrænt heimili sitt ókunnum skólapilti að vestan tíl að geta notið aðstöðu til náms f Reykjavík. Við þessi vistaskipti er því margs að minnast og mikið að þakka. Hún Amheiður varð fyrir þungum sorgum er bæði böm hennar létust á besta æviskeiði, einkadóttirin, Guðrún, og einkasonurinn, Haraldur. Hann bar nafn Haraldar Níelssonar, prófess- ors, er þau hjón höfðu miklar mætur á. Bæði voru systkinin einkar mann- vænlegt fólk. Haraldur hafði skömmu fyrir andlát sitt varið dokt- orsritgerð í sérgrein sinni í læknis- fræði með mjög góðum vitnisburði. Æðruleysi Amheiðar við þessi erfíðu og óaðgengilegu áföll var aðdáunar- vert, og mun trúarvissan hafa orðið henni til halds og trausts. Hún var einlæg trúkona og trúrækin og mat mikils andleg verðmæti. Hún Amheiður kvaddi þennan heim í svartasta skammdeginu, þeg- ar hillti undir skin jólaljósanna. Innan tíðar hefst líka gangan mót hækk- andi sól á ný, sigri ljóssins yfir myrkrinu. Megi það Ijós nú lýsa sálu hennar fram á veginn. Nánustu ástvinum votta ég hlut- tekningu mína og Hildar, konu minnar. Benedikt Bjamason Látin er í Hveragerði frú Am- heiður Jónsdóttir, f.v. námsstjóri og handavinnukennari. Hún var um ára- bil formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands eða frá 1948—1966. í for- mannstíð hennar reis félagið úr lægð stríðsáranna og kom m.a. á fót versl- uninni íslenskum heimilisiðnaði, fyrst á Laufásvegi 2 og síðar jafn- fe.mt í Hafnarstræti 3 og er sú verslun starfrækt enn. Einnig var hafin útgáfa á ritinu „Hugur og hönd“, félagsmönnum og áskrifend- um til fróðleiks. En trúlega var þáttur Amheiðar mestur varðandi norrænt samstarf félagsins. Hún sótti mörg norræn heimilisiðnaðarþing og einnig for- mannafundi, sem eru haldnir milli þinga, og trúi ég að hún hafi farið ferðir þessar að mestu á eigin kostn- að, því fremur var félagið nú fátækt. Einnig opnaði hún heimili sitt fyrir stjómarfundi bæði almenna og nor- ræna og tók á móti ertendum gestum á heimiii sínu í þágu félagsins. Eftir að hún lét af formennsku var hún um skeið varaformaður og þá jafnframt formaður í verslunar- stjóminni og bar hag hennar mjög fyrir bijósti. Að loknu starfi í félag- inu var hún gerð að heiðursfélaga þess. Með þessum orðum vil ég þakka fyrir störf hennar í þágu félagsins og votta aðstandendum samúð mína. Hildur Sigurðardóttir, formaður Heimilisiðnaðar- félags íslands. Frú Amheiður Jónsdóttir, fyrrver- andi forseti NLFÍ, andaðist þann 15. þessa mánaðar á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði, nær níutíu og fjögurra ára að aldri. Þar hafði hún dvalist nær óslitið síðustu árin sem hún lifði, enda var það eindregin ósk hennar að fá að njóta hjúkrunar sitt ævi- kvöld á þessari stofnun, sem var henni svo kær. Hún átti einnig svo mikinn þátt í að koma henni á fót á sínum tíma og var þar í forsvari sem forseti NLFI um langt árabil svo og síðar sem formaður rekstrarstjómar heilsuhælisins. Varðandi æviágrip Amheiðar verður hér stuttlega vitnað í grein, er Zóphónías Pétursson, þáverandi forseti NLFÍ, skrifaði um Amheiði níræða 1. janúar 1984 og birtist I Morgunblaðinu: „Hún fæddist þann 10. janúar 1894 á Hæringsstöðum í Stokks- eyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, verslunarmaður og kennari á Stokkseyri, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Snemma komu í ljós hæfíleikar hennar til kennslu og líktist hún þar föður sínum. Aðrir hæfileikar Am- heiðar komu hins vegar áberandi í ljós strax í æsku, en það var hversu allt lék í höndum hennar og öll handíð var henni ásköpuð. Enda lagði hún ótrauð út á þá braut og sigldi til Kaupmannahafnar 1921. Þar inn- ritaðist hún á Kunstflidskolen 1921—1922. Sama ár nam hún einn- ig við Kunstindustriskolen í Kaup- mannahöfn. Amheiður giftist 6. júní 1916 Guðjóni Helga, húsasmíðameistara í Reykjavík. Hann fæddist 11. ágúst 1883 á Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, sonur Sæmundar bónda í Nikulásar- húsum Guðmundssonar og konu hans, Þórunnar Gunnlaugsdóttur. Hann lést 26. október 1960. Þau hjón eignuðust tvö böm: Guðrúnu og Harald lækni, er bæði dóu í blóma lífsins. Haraldur átti 4 mannvænleg böm. Þau em: Gunnar, Guðrún, Haraldur Magnús og Kristín. Am- heiður bar þessi áföll og sorg með reisn, því hún er sem fomhetjur vor- ar og ber ekki harm sinn á torg.“ Amheiður var einn af stofnendum NLFÍ og verða störf hennar í þágu félagsins seint fullmetin, svo stórt var framlag hennar. Hún átti sæti í fyrstu fjáröflunamefnd félagsins og síðar í stjóm heilsuhælissjóðs og va_r hún varaforseti í stjóm NLFI. Á þann hátt lagði hún sitt ómælda framlag til stuðnings því einstæða brautryðjendaverki Jónasar Kristj- ánssonar læknis, sem var uppbygg- ing fyrsta áfanga Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði, með yfir 30 sjúkrarúm- um. En þetta stórmerka framtak varð vísir að því sem í dag telst stærsta endurhæfingarstofnun landsins hvað §ölda sjúkrarúma áhrærir, en þau nálgast nú að vera nær 180 talsins. Amheiður lagði einnig persónuleg- ar eigur sínar til uppbyggingar hælisins, en ein íbúð á lóð hælisins var kostuð af henni svo og minning- arherbergi í hælisbyggingunni. Síðar kom I hlut Amheiðar eftir fráfall Jónasar læknis að taka við forsetastörfum NLFÍ, en hún var einróma kjörin á landsþingi sam- bandsins 1961. Mikil ábyrgð fylgdi því að taka við forystu félagsins og heilsuhælisins og tii þess þurfti óbil- andi trú á málstaðinn. Mikinn baráttuhug þurfti til þess til að ráða fram úr margvíslegum vandamálum, sem leysa varð við mjög erfið fjár- hagsleg skilyrði við áframhald uppbyggingar þessarar ungu heil- brigðisstofnunar. Það reynir mjög á stjómvisku og samstarfshæfni einstaklinga, sem veljast til forystu í félagssamtökum áhugamanna, sem NLFÍ vissulega eru. Ólíkum sjónarmiðum hættir af og til að skjóta upp kollinum og vandasamt getur verið að miðla málum. Amheiður hafði til að bera í ríkum mæli alla þá kosti, er gerðu henni fært að axla ábyrgð þessa vanda- sama félagslega forystuhlutverks, er hún gegndi óslitið í 18 ár, frá 1961 til 1979. Amheiður má teljast einn af braut- ryðjendum úr hópi kvenna í félags- málum á þessari öld, en hún var í forystuhlutverki í ýmsum öðrum fé- lögum. Þótt viðhorf hafi nú breyst, má telja víst, að mikið hugrekki og frumkvæði hafi þurft til að synda gegn straumi fordóma og viðtekinna venja. Það er stolt NLFÍ að hafa fengið að njóta starfsorku þessa frumkvöðuls kvenna í félagsmálum. Við, félagsmenn NLFÍ, eigum allir frú Amheiði mikið að þakka fyrir allt það óeigingjama starf, er hún lagði af mörkum í þágu þessa félags- skapar um langa ævi. Einnig hafa ótaldir vistmenn Heilsuhælis NLFÍ notið starfs hennar, þótt ekki sé öll- um það fullljóst. Frú Amheiður var heiðursfélagi NLFÍ og var hún heiðruð með ridd- arakrossi Fálkaorðunnar árið 1976. Öllu starfsfolki heilsuhælisins, sem hlúði að og annaðist Amheiði í erfiðum veikindum hennar, er hér með fært sérstakt þakklæti frá stjómendum NLFÍ og heilsuhælisins. í því sambandi ber sérstaklega að geta starfsfólks hjúkrunardeildar. Við vottum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð og virðingu. Blessuð sé minning mætrar konu. Jónas Bjarnason, forseti NLFÍ, Friðgeir Ingimundarson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Heilsuhælis NLFÍ. Amheiði Jónsdóttur kynntist ég vegna starfa hennar hjá Náttúrlækn- ingafélagi íslands fyrir rúmum 30 árum. Var þá verið að reisa heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði. Hún var kjörin af félaginu til þess að sjá um fjármál félagsins meðan á byggingu stóð. Væri það efni í langa sögu að segja frá því hvemig Náttúrulækn- ingafélaginu tókst að reisa fyrsta áfanga hælisins, hvemig aflað var Qár og hvemig byggingunni miðaði áfram í þau tæp 2 ár sem fram- kvæmdir stóðu yfir. Það var lærdómsríkt að kynnast þessu áhugasama fólki sem að fram- kvæmdunum stóðu. Þar reyndi ekki sýst á Amheiði sem átti að sjá um Qáröflunarhliðina. Hún lét ekki standa á liði sínu enda þurfti þess með, því sjóðir voru litlir þegar haf- ist var handa. Oft var sent eftir bílförmum af byggingarefni til Reykjavíkur, sem Ámheiður varð að leysa út með greiðslum eða samning- um. Oft varð hún að ganga sjálf í ábyrgð með víxlatöku eða á annan hátt. Eins og hún sagði sjálf: „Ég varð að reyna allt til að tefj'a ekki framkvæmdir." Til að flýta fyrir að sérþjálfað starfsfólk gæti unnið við stofnunina, byggði hún starfsmanna- íbúð á eigin kostnað og af félaginu. Þessi félagsskapur sem Jónas Kristjánsson læknir stofnaði 1937 var ekki í neinum vafa um að rétt mataræði væri lykillinn að góðri heilsu. Hann kom á framfæri þekk- ingu sinni og reynslu með útgáfu tímarits, þýðingu bóka og með fyrir- lestrum og blaðagreinum. Að breyta matarvenjum fólks var ekki gert í einu vetfangi. Það kostaði langa baráttu og stranga. Jónas taldi að besta aðferðin til að kynna fólki sín áhugamál, væri að byggja heilsuhæli. Þar væri hægt að kynna þá fæðu sem gæti verið vöm gegn sjúkdómum, dregið úr lyfjagjöfum lækna, fækkað legudög- um á spítölum og aukið á alhliða vellíðan. Það var ekki fyrr en eftir að heilsu- hælið hafði starfað í 22 ár að ég kynntist Amheiði mjög vel eða árið 1977. Hafði hún þá verið forseti sam- takanna á annan áratug. Tók hún við stjóminni að Jónasi Kristjánssyni látnum. Því hagaði svo til að ég var kosin í stjóm félagsins það ár og sátum við saman í stjóm í eitt kjörtímabil eða tvö ár. Þótt Am- heiður væri komin á níræðis aldur, sýndi hún mikla stjómvisku og rök- festu við að afgreiða mál farsællega. Árið 1979 hætti hún öllum afskiptum af stjóm félagsins. Hafði hún þá starfað í félaginu frá stofnun þess eða í 44 ár. Eg lagði hart að henni að vera áfram eitt kjörtímabil til við- bótar, því hún var vel em og stál- minnug. Mér fannst hún nauðsynleg- ur tengiliður þess liðna og þeirra yngri manna er sátu í stjóm. Nú er síðasti hlekkurinn hrokkinn af 1.700 manna keðju, sem Jónas Kristjánsson strengdi um landið þvert og endilangt til að vísa þjóð sinni til betra mannlífs. Amheiði kveð ég með miklu þakk- læti fyrir þá þekkingu sem hún miðlaði mér. Ég veit að hún reis upp, frá sínum hijáða líkama, stór og sterk eins og þegar hún var til forsvars fyrir félagið okkar hér fyrr á ámm. Oddgeir Ottesen, starfsmaður á Heilsuhæli NLFÍ, Hveragerði. sækjumst svo ákaft eftir voru honum ekki áhugaverð. Þegar ég kveð Kidda frænda í dag og þakka honum fyrir samfylgdina er hugur minn fylltur hlýju og þakk- læti. Þakklæti í garð manns sem með hjartahlýju sinni og góðsemi var mér sannur vinur og ég er sannfærð- ur um að ég mæli þessi orð einnig fyrir munn systkina minna. Hann þráir æskudalinn og gamlan sveitasið og göng og lækjamið. Svo ásækir hann eitthvað, sem engum kemur við, sem rí'fur upp með rótum hans ró og sálarfrið. Það finnur margur bezt, hve hann átti mikinn auð, þegar ánægjan er dauð, þó sumir eigi silfur, getur sálin verið snauð. Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð. Með þessum tveimur erindum úr Ijóðinu „Dalabóndi" eftir Davíð Stef- ánsson læt ég þessum fáu orðum Iokið og sendi systkinum Kristjáns og öðrum skyldmennum mínar innile- gustu samúðarkveðjur. Brynjar Harðarson, Lundi, Svíþjóð. Kristján Benedikts- son—Minningarorð Fæddur 26. mars 1913 Dáinn 18. desember 1987 í dag verður jarðsunginn frændi minn og vinur, Kristján Benedikts- son. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Kidda frænda, eins og ég og systkini mín ætíð kölluðum hann. Kristján var fæddur að Árbót í Aðaldal 26. mars 1913, en fluttist ungur með fjölskyldu sinni til Skaga- Qarðar, nánar tiltekið í Efra Haganes í Fljótum. Foreldrar hans voru Una Krist- jánsdóttir og Benédikt Halldór Kristjánsson, var Kristján einn af átta bömum þeirra og er sá þriðji í hópnum sem kveður þetta líf. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur árið 1950 bjó hann lengst af hjá foreldrum mínum, Herði Hjartarsyni og Kristbjörgu Benediktsdóttur syst- ur sinni, eða þar til hann flutti á Hrafnistu 1984. Ég og systkini mín urðum því þeirrar gæfti aðnjótandi að fá að alast upp með Kidda frænda. Gæfu sem hefur orðið mér allt ljósari með árunum. Líf okkar mótast og þrosk- ast af því umhverfi og því fólki sem við ólumst upp með. Þar var Kiddi frændi alltaf til staðar, hann hafði alltaf tíma, hann setti engar kröfur og til hans gátum við systkinin alltaf leitað. Hann leysti ekki vandann fyr- ir okkur, en hann var okkur alltaf einlægur og góður. Hann sagði okk- ur engar hetjusögur eða gaf okkur stórar gjafir, en okkur þótti alltaf vænt um hann, um persónu hans og blíðleika. Fyrir mig og systkini mín fyllti hann kannski það rúm sem böm og unglingar í dag tala svo oft um að þau sakni; þ.e.a.s. einhvem sem hefur tíma og hlustar. Jafnvel þótt Kiddi hafi snemma flust á mölina, held ég að hjarta hans hafi alla tíð átt bólstað á þeim stað sem hann ólst upp á og var honum svo kær, Efra-Haganesi í Fljótum. Til marks um þetta, átti hann alla tíð sitt lögheimili í Haga- nesi. Eftir að jörðin fór í eyði, var íbúðarhúsinu viðhaldið sem sumar- húsi. Á hveiju sumri meðan aldur og heilsa leyfðu fór Kristján í sumar- frium sínum norður og dvaldi í Haganesi. Það kom aldrei neitt ann- að til greina en að fara þangað og ég held að hann hafi alltaf líkt og bam sem bíður jóla, beðið þess með óþreyju að komast norður. Þegar ég var 11 ára gamall fór ég eitt sumar norður í Haganes með Kidda frænda. Þama vorum við tveir einir saman í nærri sex vikur. Við veiddum silung í Miklavatni, sand- kola í Haganesvíkinni, tíndum æðardún og fórum í langa göngu- túra. Þvílík umbylting fyrir mig borgarbamið sem hafði aldrei gert annað á sumrin en spila fótbolta. Ég man að mér leiddist stundum í þeirri kyrrð sem þama ríkti. En í dag er þessi ferð með tærustu minn- ingum barnæsku minnar, langt fram yfir utanlandsferðir og ýmsa íþrótta- sigra. Þegar ég komst til meira vits og þroska og hugsaði um samveru okkar þetta sumar, varð mér allt ljós- ara hversu vænt honum þótti um þennan stað og hversu djúpar rætur hann átti ! sveitinni sinni. Kristján vann allan sinn starfsald- ur eftir að hann kom suður hjá Flugleiðum sem þjónustumaður við flugvélar félagsins á Keflavíkurflug- velli. Hann stundaði vinnu sína af kostgæfni eins og fólki af hans kyn- slóð var tamt, var alltaf stundvís og sjaldan misdægurt. Hann var mikið ljúfmenni og skapgóður maður. Hann gerði ekki miklar kröfur til annarra eins og okkur er svo tamt. Hann undi glaður við sitt, var stakur bind- indismaður og gerði alla hluti af ró og yfirvegun. Hann var sparsamur og þau veraldlegu gæði sem við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.