Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 27 ■ Missa Solemnis ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands sem fram fer í vor. Sigríður Ella Magnúsdóttir kom til Reykjavíkur á annan í jólum frá Englandi þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. Ásamt óperusöng hefur hún gert mikið af því að syngja í kirkjulegum verkum, og í tilefni af flutningi Jólaóratóríunnar nú segir hún: „Mér finnst flutningur þessara stóru helgiverka hafa breytzt hér heima á síðustu árum, og fann það m.a. greinilega á fyrstu æfmgunni með Langholtskórinn. Jólaóratórían er yndislegt og stórbrotið verk en mér finnst eins og hún og fleiri slík verk séu orðin okkur nánari. Áður var þetta með upphöfnum blæ sem mér fínnst minna áberandi nú og það er eins og flytjendumir njóti flutningsins meira sjálfra sín vegna. Kannski er ástæðan sú að við erum orðin svo vön að flytja svona verk, þekkjum þau orðið svo vel, að þetta er orðið okkur eiginlegra og eðli- legra en áður, og það tel ég vera af hinu góða. Annars er það mér alltaf ráðgáta hvemig Bach hefur getað samið Jólaóratóríuna og önn- ur snilldarverk, þrátt fyrir allt sem hann þurfti að sinna, - erilsömu starfi, organleik og svo átti hann öll þessi börn. Kannski hann hafí verið að flýja bamagargið og allan erilinn...“ „Eg get með sanni sagt að án Jólaóratóríunnar finnst mér engin jól vera. í fyrra var það í fyrsta sinn í mörg ár að ég söng ekki í Jólaóratóríunni og það fannst mér heldur dauf jól;“ segir Kristinn Sig- mundsson. „Eg hef farið með einsöngshlutverk í þessu verki fjór- um eða fimm sinnum og þá með Langholtskórnum, en þar að auki hef ég verið í kórnum þegar Pólý- fónkórinn hefur flutt Jólaóratórí- una. Mitt hlutverk er einkum fólgið í útlagningu á guðspjallinu. Ég syng eina aríu og nokkur resítatív, auk dúetts með Ólöfu Kolbrúnu." -Á.R. Morgunblaðið/Sverrir Anna Vilhjálmsdóttir og Einar Júlíusson eru meðal flytjenda i skemmtidagskránni Tekið á loft í Súlnasal, sem frumsýnd verður að kvöldi nýársdags. Hótel Saga: Skemmtidagskrá 1 janúar og söng- leikur í febrúar SKEMMTIDAGSKRAIN Tekið á loft í Súlnasal, verður frumflutt að kvöldi nýársdags á Hótel Sögu. Þar koma meðal annars fram Magnús Kjartansson, Rúnar Júlíusson, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson, Engilbert Jensen og Anna Vilhjálmsdóttir og flytja tónlist frá gullöld bítlamenningarinnar á íslandi. Þessi skemmtidagsrká er sviðsett sem flugferð og gerist í flugstöð, í fríhöfn og um borð í flugvél. Nýr söngleikur verður síðan frum- sýndur í Súlnasal laugardaginn 6. febrúar. Söngleikurinn er byggður á tónlist Magnúsar Eiríkssonar og segir þar frá ungum manni á þyrnum stráðri framabraut, sem þráir að verða Næturgali en verður næturg- alinn.I aðalhlutverkum eni Pálmi Gunnarsson og Jóhanna Linnet en hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar sér um undirleik. í tengslum við þessar skemmti- dagskrár verða sérstakar helgar- ferðir sem Flugleiðir, Hótel Saga og Gildi hf. standa að og hafa þessar helgarferðir hlotið nafnið Sögu- Gildi. Þar geta gestir valið um 2-4 daga ferð, þar sem innifalið er skemmtun, kvöldverður og gisting á Hótel Sögu. Frá 6. janúar til 9. fe- brúar verður sérstakt verð á þessum ferðapakka, sem kostar þá td. 8763 krónur frá Akureyri, 10.209 frá Egilsstöðum og 7250 frá Vest- mannaeyjum. Hótel Saga mun einnig bjóða Reykvíkingum að búa á hótelinu á næsta ári og í sérstöku nýárstilboði kostar nóttin 750 kr. á mann í tveggja manna herbergi með morgunverði. Islensku skátarnir í Astralíu: Eyddu jólanótt- inni um borð í þotu ÍSLENSKU skátarnir 115 sem lögðu af stað á l6. alþjóðlega friðarþing skáta, sem haldið er að þessu sinni í Ástralíu, eyddu aðfangadagkvöldi um borð í þotu. Voru skátarnir í námunda við Betlehem, en skýjum ofar, náðist mikil jólastemmning um Benjamín Axel Ámason fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að skátarnir hefðu verið mjög ánægðir með dvölina um borð í flugvélinni. Þar tóku þeir upp jólapakka sem þeir höfðu haft með sér að heiman og sungu jólasálma. Einnig var borinn fram hátíðarmat- ur og jólamyndir sýndar á mynd- bandi um borð. í sömu flugvél voru einnig breskir skátar á leið til Ástr- alíu. Ferð skátanna hófst að morgni Þorláksmessu og voru þeir komnir til London um hádegi. Þar dvöldu þeir í sólarhring og lögðu af stað til Bangkok á aðfangadag. Þaðan þegar hátiðin gekk í garð og borð í flugvélinni. var farið til Sydney og síðan til Melboume. Þar dvelja þeir nú hjá skátafjölskyldum tveir saman í fjóra daga. Mótið hefst 31. desember og stendur í viku. Eftir það ferðast skátamir um Sydney og dvelja þar aftur hjá skátafjölskyldum. Síðan verður flogið til Bangkok 17. janúar og þaðan til London þar sem dvalið verður í þrjá daga áður en haldið verður heim til Islands. Benjamín sagði að skátamir létu mjög vel af dvöl sinni í Ástralíu. Þar er mjög heitt í veðri og fögn- uðu íslensku skátarnir því þegar þeir fengu rigningu til að kæla sig niður. Góð kirkjusókn yfir hátíðarnar KIRKJUSÓKN var með afbrigðum góð í Reykjavíkurprófast- dæmi yfir hátíðarnar að sögn Sr. Ólafs Skúlasonar dómpróf- asts. Messað var í fyrsta sinn á jólum í Seljakirkju, í Seljasókn, í Breiðholti og í Hjallaprestakalli í Kópavogi þar sem messað var í hátíðarsal Digranesskóla. I skoðankönnun sem gerð var og aðrir úr öðmm sóknum," sagði fyrir hátáðarnar kom fram að 60% hann. þátttakenda hugðust sækja kirkju Svipaða sögu er að segja úr öðr- hátíðardagana og sagði sr. Ólafur um sóknum í Reykjavík að sögn sr. að um 60% sóknarbarna í Bústaðar- Ólafs og frá Akureyri hefðu borist sók hefðu sótt kirkju um jólin. fréttir um mikla mikil og góða „Sumir komu oftar en einu sinni kirkjusókn. HÁSKÓLI ÍSLANDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun TÖVLUNÁMSKEIÐ VORMISSER11988 Word ritvinnsluforritið (fyrir Macintosh). Þetta er þróað ritvinnslukerfi með fjölbreytta möguleika á uppsetningu texta. Hentugt fyr- ir Macintosh notendur sem skrifa bækur eða langargreinar. Tími: 6. til 9. janúar kl. 8.30-12.00. Kr. 7.500,- Leiðbeinandi: Þórunn Pálsdóttir, tölvunarfræðingur. Orðsnilld (Wordperfect) (fyrir pc-tölvur). Þetta er þróað ritvinnslukerfi með fjölbreytta möguleika á uppsetningu texta og til þess að flytja gögn í prentsmiöju. Hentugt fyrir þá sem skrifa bækur eöa langar greinar. Tími: 15. til 18. febrúar kl. 08.30-12.00. Námskeiöið verður endurtekið 22.-25. febrú- ar. Kr. 7.500,- Leiðbeinandi: Eirikur Rögnvaldsson, lektor i heimspekideild. Ritstoð (fyrir pc-tölvur). Þetta er einfalt og meðfærilegt ritvinnslu- kerfi, hentugt fyrir þá sem ekki hafa sérstakar þarfir varðandi tákn og uppsetningu texta. Tími: 21. og 22. janúar kl. 8.30-12.00. Kr. 4.000,- Leiðbeinandi: Guðmundur Ólafsson, stundakennari við HÍ. MS-DOS stýrikerfið (fyrir pc-tölvur). Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa dálitla reynslu í tölvunotkun. Fjallað er um skrár, afrit og vólbúnaö. Tími: 12. og 13. janúar kl. 8.30-12.00. Kr. 4.000,- Leiðbeinandi: Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur. Multiplan (fyrir pc-tölvur) Vinsæll töflureiknirfrá Microsoft. Kennd veröur útgáfa 3, sem er talsvert öflugri en útgáfa 1. Tfml: 6. til 9. janúar kl. 8.30-12.00. Kr. 8.000,- Leiðbeinandi: Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur. Excel töflureiknirinn (fyrir Macintosh). Excel er eitt öflugasta hjálpartæki Macintosh- r.otandans og hefur bæði gagnagrunn og forritunarmál. Tfmi: 18. til 20. janúar kl. 8.30-12.30. Kr. 8.000,- Leiðbeinandi: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. Skráavinnsla ídBase 111+ (fyrir pc-tölvur) Þetta er meö öflugustu og útbreiddustu kerf- um til skráavinnslu og forritunar á pc-tölvum. Tfmi: 11. til 14. janúar kl. 8.30-12.00. Kr. 7.500,- Leiðbeinandi: Halldóra Magnúsdóttir, tölvunarfræöingur. Forritun í dBase 111+ (fyrir pc-tölvur). Þetta er framhald af námskeiðinu um skráa- vinnslu ídBase III+. Tími: 18. til 21. janúar kl. 13.15-17.00. Kr. 8.000,- Leiðbeinandi: Kjartan R. Guömundsson, tölvunarfræðingur. Unix kynning (Notuð er HP 9000/840 tölva, nýtist í öllum Unix kerfum). Þessi kynning er ætluö þeim sem hafa nokkra reynslu af tölvuvinnu og forritun (í einhverju stýrikerfi). Tfmi: 20. til 22. janúar kl. 13.15-17.00. Kr. 8.000,- Leiðbeinendur: Magnús Gíslason, reikni- fræðingur og Maríus Ólafsson, reiknifræðing- ur. Tölvusamskipti Almenn kynning á tölvusamskiptum. Þátttak- endur læra að nýta sér tölvur til samskipta við gagnanet og gagnabanka og áætla sam- skiptakostnað. Tfmi: 1. og 2. febrúar kl. 9.00-12.00 og 13.15-16.00. Kr. 8.000,- Leiðbeinandi: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. Medline Upplýsingaleit í læknisfræðilegu gagnasafni. Námskeiðið fer fram i formi fyrirlestra, sýni- kennslu og æfinga. Tfmi: 14. og 15. jan. kl. 13.00-19.00 og 16. jan. kl. 9.00-17.00. Kr. 8.000,- Leiðeinandi: Sólveig Þorsteinsdóttir, bókasafnsfræöingur. Fortran 77 (fyrirVaxtölvur). Námskeið fyrir þá sem hafa nokkra reynslu í notkun Vax tölvu (m.a. í notkun ritils) en eru byrjendur í forritun. Tfmi: Náskeiöið hefst 18. janúar kl. 8.30 og tekur 10 morgna sem dreifast á næstu 3 vikur. Kr. 15.000,- Leiðbeinandi: Sigrún Helgadóttir, reiknifræðingur. Tölvunotkun við arðsemireikn inga Tími: 21. og 24. mars. Leiðbeinendun Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri og Páll Jensson, forstöðumaður. Notkun tölvu við tölfræðilega gagnavinnslu (fyrir pc-tölur). Farið er yfir helstu atriði tölf ræðiforritsins spsspc+ og rifjuð upp undirstöðuatriði úr tölfræði. Tími: Námskeiðið hefst 8. febrúar kl. 13.15 og verður átta sinnum hálfur dagur. Tímar verða eftir hádegi á mánudögum. Kr. 9.500,- Leiðbeinendur: Elías Héðinsson, félags- fræðingurog Helgi Þórsson, tölfræðingur. Tölvunotkun 60 stunda námskeið sem hefst 26. janúar og lýkur i mai. Kennt verður tvö kvöld í viku, 2 tíma í senn. Kennd verða helstu atriði í notkun IBM-pc og sambærilega tölva: Rit- vinnsla (Ritstoð), töflureiknir (Multiplan), skýrslumyndasmíö (Chart) og dBase III+ auk stýrikerfisins MS-DOS. Námskeiðsgjald: Kr. 19.500,- Umsjón: Helgi Þórsson, tölfræöingur. Skráning á námskeiðin erá aðalskrifstofu Háskó/ans, sími 694306. Nánari upplýsing- areru veittará skrifstofu endurmenntunarstjóra Háskólans ísíma 23712 og 687664.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.