Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Borgarbúar skemmta sér: Meira en hundrað útköll hjá lögreglu aðfaramótt sunnudags LÖGREGLAN í Reykjavík átti mjög annríkt að kvöldi annars dags jóla og sinnti á annað hundrað útköllum. Gífurleg ölvun var í borginni og víða skarst í odda með mönnum, bæði í heimahúsum og á al- mannafæri. Lögreglan hafði sama viðbúnað og venjulegar helgar, eftirlitsbílar voru tveimur fleiri en virka daga og gangandi menn voru á aukavakt í miðborginni. „Sem betur fer réðum við allt sem upp á kom,“ sagði Jónas J. Hallsson, sem var vakthafandi aðalvarðstjóri þessa nótt, „em það mátti ekki meira vera þvi við fengum mörg erfið og tímafrek verkefni. „Fólk var óvenju illskeytt og erfítt viðureignar," sagði Jónas. „Til dæmis ærðist maður á veit- ingahúsi, réðist að bláókunnugu fólki, veitti því áverka og skemmdi fyrir því fatnað. Fyrir utan annað veitingahús slógust tveir menn harkalega, annar nefbrotnaði en hinn fékk bitsár á læri. Við Casablanca á Skúla- götu kom til fjöldaslagsmála og þurfti að færa 6 áflogaseggi á lögreglustöðina. Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í borginni en um alvarleg meiðsli var ekki að ræða. Ölvaðir ökumenn og réttindalausir voru staðnir að verki. Svona mætti áfram telja. Unglingur ógnaði jafnaldra sínum með hnífi og í ljós kom að hann átti safn af alls konar hnífum sem við lögðum hald á. Einnig var starfsmaður veitinga- húss í borginni staðinn að því að bera smyglað áfengi inn í veitingahúsið. Fólk varð fyrir ýmis konar ónæði vegna ölvun- Morgunblaðið/Júlíus Jónas J. Hallsson aðalvarð- stjóri. arláta í í flestum hverfum borgarinnar og fangageymslurn- ar yfirfylltust eins og undanfarn- ar helgar. Flytja þurfti konu með bam í Kvennaathvarfið vegna heimilisaðstæðna og þá er fátt eitt talið af verkefnunum sem við fengum þessa næturvakt," sagði-Jónas J. Hann kvaðst enga skýringu kunna á því hvers vegna Reykvíkingar „skemmtu ser“ með þessum hætti en sagði að undanfamar helgar hefðu verið hver annarri erfiðari, ölv- unarlæti og róstur virtust sífellt færast í vöxt. Klukkan Staður Verkefni Afgreiðsla 0330 Suðurlandsbraut/Vegmúli Umf.slys R-x/á stúlku Sjúkralið, slysadeild 0330 Borgartún v/Evrópu Arekstur 0340 Shell, Laugavegi Rúðubrot Securitas 0344 Casablanca úti Hópslagsmál Sex í fangamóttöku 0354 Hollywood Slagsmál úti Afstaðið 0355 Lindargata/Vitastígur Réttindaleysi ökum. G-x Aðalstöð 0402 Laugavegur X Skemmdir á bifr. G-x Skýrsla 0404 Sundlaugar! Laugardal Maður áð angrá konu Fólk fært á aðalstöð 0407 Háaleitisbraut v/BP Ölvun, slagsmál Ekkert fannst 0408 Austurberg X Ölvun, heimilisófriður Manni ekið að X-vegi 0407 Vesturlandsvegur v/Elliðaár Rauðbrún Daihatsu veltur Fór af vettvangi 0408 Lækjargata v/Skalla Ölvun-slagsmál Einn á slysadeild í lögr.bifr. 0415 JL Hringbraut Leigubifr.stj. biðurum aðstoð Varfarinn 0419 Breiðholtsskóli Rúðubrot, ytra byrði Fjórir piltar að verki handteknir 0420 Knnglumýrarbraut/Borgartún Ölvun, slagsmál Einn á slysadeild í lögreglubifr. 0430 X-fell Ölvun og hávaði Ekki á rökúm reist 0430 X-fell Konu og bami ekið í Kvennaathvarf Aðstoð 0436 Grettisgata X Ölvun, slagsmál Femt f móttöku, ekki lögreglumál 0439 Skúlagata v/Hörpu Ölvun, slagsmál Tveir í geymslu 0445 Hverfisgata X Innbrot og fíkniefnamál Þrennt í geymslu 0452 Tilkynning Lýst eftir manni á bifr. R-x Fór að heiman í bræði 0505 Týsgata Meintölv. ökum. Y-x Aðalstöð Útköll lögreglunnar í Reykjavík frá klukkan 3.30- 5.05 aðfararnótt sunnudagsins. Flugleiðir: Nokkrir farþegar veðurtepptir yfir jólin Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rafmagnsstaurar lágu brotnir á löngum kafla undir Ingólfsfjalli. FLUG innanlands gekk nokkuð misjafnlega yfir hátíðarnar. Að sögn Andra Hrólfssonar stöðv- arstjóra innanlandsdeildar Flugleiða varð að aflýsa nokkr- um ferðum fyrir jólin og urðu nokkrir farþegar, aðallega þeir sem ætluðii til Vestfjarða, að dvelja fjarri heimilum sínum á jólunum af þeim sökum. Á Þorláksmessu féllu niður þijár ferðir Flugleiða til Vest- Rafmagnslaust í Olfusi og Flóa á aðfangadagskvöld RAFMAGNSLAUST varð um stundarsakir á nokkrum bæjum í Ölfusi og í Flóa á aðfangadags- kvöld. Orsök þessa var sú að rafmangsstaurar brotnuðu und- an þunga rafmagnslína og vegna hvassviðris. I Ölfusi brotnuðu tíu staurar en þar hafði mikil ísing safnast á rafmagnslínuna sem er mjög þung Evrópumót í skák 16 ára og yngri: Þröstur vann 2 fyrstu skákirnar ÞRÖSTUR Árnason hefur unnið tvær fyrstu skákir sínar á Evr- ópumóti unglinga 16 ára og yngri, sem nú er haldið í útborg Stokkhólms í Svíþjóð. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem teflir í kvennaflokki, tapaði fyrstu skák sinni en vann þá næstu. Þröstur vann Belgann Le Quang Kin í fyrstu umferð og Kari Rinne frá Svfþjóð í annari umferð. Guð- fríður Lilja tapaði fyrir sænskri stúlku í fyrstu umferð en vann Katrin Jahnke frá Þýskaiandi í 2. umferð. Eftir tvær umferðir voru Þröst- ur, Hjelm frá Svíþjóð og Markovic frá Júgóslavíu efstir með 2 vinn- inga. í humátt á eftir fylgir Frakkinn De Grave með U/2 vinn- ing. 18 þátttakendur eru í drengja- flokki og 12 í stúlknaflokki. Tefldar eru 9 umferðir eftir monradkerfi í báðum flokkum og er þriðja umferð tefld í dag. fyrir, var byggð árið 1947 og er með þúngum vír. Staurarnir sem féllu eru undir Ingólfsfjalli vestan- verðu en þar var mjög hvasst og sviptivindasamt þennan dag. I Flóa brotnuðu þrír staurar vegna ísingar á línum. Rafmagnslaust varð á þessu svæði um tíma á aðfangadags- kvöld. Starfsmönnum Rafmagn- sveitna ríkisins tókst að koma rafmagni á velflesta bæi um kvöld- ið og unnu þeir að viðgerðum alla jólanóttina. Ráðgert er að styrkja raflínuna undir Ingólfsfjalli sérs- taklega með tilliti til þess hversu þung línan er þar og sviptivinda sem þar geta komið. — Sig. Jóns. © INNLENT mannaeyja og ein til Patreksfjarð- ar vegna veðurs. Á aðfangadag féll einnig niður ferð vélar sem átti að fara til Patreksfjarðar og Þingeyrar. Auk þess féll niður flug til Isaíjarðar og Hornafjarðar, en flogið var til Vestmannaeyja síðdegis á aðfangadag. Voru fáir farþegar með í þeirri ferð, en flest- ir sem ætluðu til Vestmannaeyja fóru með Herjólfi fyrr um daginn. Flugleiðir fluttu um 200 far- þega á aðfangadag og sagði Andri að ýfirleitt væru fáir farþegar þennan dag. Fólk kysi heldur að komast á milli á Þorláksmessu, ef það ætti þess kost, en að treysta á færð á aðfangadag. Illa hefur gengið að fljúga til Eyja því á laugardaginn, annan dag jóla, féll niður ein ferð til Vestmannaeyja og á sunnudaginn tvær ferðir. I gær var flogið til Akureyrar qg Egilsstaða og í gær- kvöldi átti að athuga með flug til Húsavíkur og Akureyrar. Öðru flugi var aflýst vegna veðurs. Mikið er um bókanir hjá Flug- leiðum um áramót og hefur mörgum aukaferðum verið bætt við til áætlunarstaða Flugleiða. Tónleikar í Duus I kvöld verða tónleikar fjög- urra hljómsveita í veitingahúsinu Duus í Fischerssundi. Hljóm- sveitirnar verða Aðfall, Blátt áfram og Bleiku bastarnir. Bleiku bastarnir hafa nýverið sent frá sér sína fyrstu hljómplötu og eru tónleikarnir ætlaðir til að kynna þá hljómplötu meðal annars. Hinar hljómsveitirnar hafa öllu minna látið í sér heyra. Rafmagnslaust á að- fangadag í Reykjavík RAFMAGNSLAUST varð í um 500 ibúðum í Reykjavík, þegar kviknaði i spennistöð við Furu- mel kl. 17:30 á aðfangadag og kom rafmagn þar ekki á aftur fyrr en klukkan hálf tvö að- fararnótt jóladags. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsens rafmagnsstjóra, fór rafmagnið af í nærliggjandi götum við spennistöð- ina og einnig í tveimur götum í Þingholtunum en þar komst það á aftur eftir nokkrar mínútur. Talið er að neisti úr rafstreng hafi kom- ist í olíu og valdið brunanum og er það mjög óvenjulegt að sögn Aðalsteins. „Spennistöðin hreinlega fuðraði upp,“ sagði hann. Rafmagn fór einnig af um tíma á einum stað í Kópavogi og á Selt- jarnarnesi yfrir hátíðarnar. Þá hefur bilun í stjórnstöð götu- ljósa í Reykjavík valdið truflunum á götulýsingu í austurhluta borgar- innar en sú bilun er ekki talin alvarleg að sögn Aðalsteins. Húsaleiga hækkar um 9% SAMKVÆMT ákvæðum í lögum nr." 62/1984 hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði, sem lögin taka til, um 9,0% frá og með janúarbyijun 1988. Hækkun þessi reiknast á þá leigu, sem er í desember 1987. Jan- úarleigan helst óbreytt næstu tvo mánuði, það er í febrúar og mars, segir í fréttatilkynningu frá Hag- stofu íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.