Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 Bjórstríðið eftir Þorstein Úlfar Björnsson Að undanfömu hefur verið háð hér á landi stríð um áfengt öl og sýnist sitt hveijum. Þetta er nokkuð sem mér gengur fremur illa að skilja þar sem áfengt öl fæst hér í matvöruverslunum. Þar á ég við léttöl að styrkleika allt að 2,25%. Mörg þung orð verið látin falla og röksemdirnar og rakaleysan flogið sitt á hvað því eins og títt er um stríðsaðila hafa báðir að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Á stundum virðist manni þó málflutningur bjórand- stæðinga minna lítið eitt á ofstæki Irana undir stjórn Kómeinís erki- klerks. Til dæmis röksemdin að bjórinn ýti undir drykkju unglinga. Af málflutningi bjórandstæðinga mætti ætla að velflestir unglingar landsins yrðu frávita og ofurölvi af bjórþambi ef drykkurinn sá yrði lejrfður. Auðvitað prófa flestir ungl- ingar bjórinn, en að þeir væru meira og minna fullir alla daga held ég að sé fráleitt. Auk þess held ég að það væri gæfulegra fýrir alla aðila að unglingamir slægju saman í eins og einn og einn bjórkassa (því auð- vitað gætu þeir fengið einhvern til að kaupa fyrir sig bjór eins og ann- að áfengi í ÁTVR) fremur en að kaupa flösku af sterku brenndu víni. Það er af sterku, brenndu víni sem þeir verða frávita og ofurölvi en ekki af bjór. Satt að segja efast ég stórlega um að hægt sé að drekka sig ofurölvi af bjór og tl' það er hægt, reikna ég með að magnið eitt geri það að verkum að viðkom- andi verði veikur. Það segir mér fólk sem hefur upplifað það að bjórgubb sé næstum eins vont og að kasta upp mjólk. En hvað er það sem fyrst og síðast stjómar áfengisneyslu ungl- inga. Það er tískan og tíðarandinn. Ég bygg að flestum renni í gmn að unglingar em nokkuð áhrifa- gjamir og gjamt að fylgja tískunni, þ.e. tísku og félagslegum stöðlum hópsins sem þeir tilheyra. Nýlega var gerð úttekt á neyslu- venjum í Bretlandi og_ þá kom ýmislegt skondið í ljós. Árið 1967, árið eftir að Bretar unnu heims- bikarinn í knattspymu og Straw- berry fíelds forever með Bítlunum komst í fyrsta sæti breska listans, dmkku 95% ungra Breta mestan partinn sterkan bjór, þ.e. bitter, ale og stout, en aðeins 5% dmkku létt- öl eða lager eins og þeir nefna það gjaman. Og merkilegt nokk, þetta léttöl var mest dmkkið í Skotlandi og em þó Skotar fyrir margt annað betur þekktir en hófsemi í drykkju. 1987 hafa þessi hlutföll milli léttöls og sterkara breyst all vemlega. Nú er talið að milli 40—45% drekki létt- öl og að þessar tölur komi til með að vera 60—65% eftir 1990. Það er kannski ekki að furða því bresk- ur bjór hefur nú sjaldnast verið þekktur fyrir bragðgæði og 1967 var úrval léttöls langt frá því að vera það sem það er í dag. Þorsteinn Úlfar Björnsson „Það er af sterku, brenndu víni sem þeir verða frávita og ofur- ölvi en ekki af bjór. Satt að segja efast ég stórlega um að hægft sé að drekka sig ofurölvi af bjór.“ Nú em í Bretlandi um 40 tegund- ir af „draughts" (sterkur bjór úr tunnu) en hvorki fleiri né færri en 240 tegundir léttöls. Þá em ótalin merkin af óáfengum og mjög veik- um pilsner (undir 2,25%) sem hafa rokið upp í sölu. En hvers vegna? Em Bretar hættir að detta í það eða hvað? Framkvæmdastjóri hjá stóm bjórdreifíngarfyrirtæki lýsti þessu þannig: „Þetta er bara enn eitt dæmið um vald neytendanna. Fjöldanum öllum af ungu fólki fínnst það ekki „flott“ að vera dmkkið. Það er úr tísku og slæmt fyrir „ímyndina“. Það er lítið gaman að bjóða stúlku út að borða og anga svo af bjór í hvert skipti sem maður opnar munninn. Auk þess hefur tíðarandinn breyst frá því fyrir 20—30 ámm þegar það var viðtekin venja að fara út með strák- unum og staulast heim á brauð- fótum. Þá áttu fæstir ungir menn bíl en nú er öldin önnur og það er meiri stíll yfír því að keyra dömuna sína heim á eigin bíl.“ Þetta kallast víst félagslegur þrýstingur á fínu máli. Og það er þessi þrýstingur sem meira en allt annað stjómar drykkju unglinga eins og glögglega kom fram í könn- un sem gerð var á Bretlandseyjum 1986. Þar kom í ljós að þeir piltar sem dmkku á annað borð áfengi, tóku bjór og léttöl fram fyrir allt annað áfengi. Stúlkur vom aftur á móti praktískari og tóku hag- kvæmnina fram yfír. Enda ekki eins auðvelt fyrir stúlkur að kasta af sér vatni. Næsta röksemd bjórandstæðinga Settur hagsýslustjóri UM ÁRAMÓTIN verða þær breytingar í fjármálaráðuneyt- inu, fjárlaga- og hagsýslustofnun að Magnús Pétursson, sem gegnt hefur starfi hagsýslustjóra und- anfarin ár fær leyfi frá störfum. Magnús tekur við starfi hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash- ington í byijun næsta árs. Gunnar H. Hall hefur frá sama tíma verið settur hagsýslustjóri til næstu tveggja ára. Gunnar hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra í fjár- laga- og hagsýslustofnun undanfar- in ár. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og stundaði síðan framhaldsnám í þjóðhagfræði í Uppsölum í Svíþjóð. Hann er 36 ára að aldri. Gunnar H. Hall er að bjórinn auki heildameyslu hreins vínanda á hvern íbúa. Auð- vitað getur hann gert það og gerir sennilega. En eins og faðir nútíma lytjafræði, Paracelsus, sagði fyrir löngu: „Oll efni geta verið eitur. Það sem skilur á milli er skammtur- inn.“ Það hlýtur að vera augljós kostur að geta beint neyslumynstri á vímugjafa yfír á veikasta form hans. Af hveiju skyldu önnur lög- mál gilda um áfengi, sem svo sannarlega er hægt að misnota, en valium. I dag eru 10 og 15 mg töflur af valium bannaðar á Islandi og aðeins hægt að fá 5 mg töflur. Af hveiju? Vegna þess að það var talin meiri hætta á misnotkun sterku taflanna. Ef að sama gilti um áfengið væru sterk brennd vín og léttvín bönnuð og aðeins seldur bjór. í alvöru, fínnst þér lesandi góður það vera rökrétt að þú getir gengið inn í útsölur ÁTVR og keypt að vild áfengi að styrkleika 45%, en geta ekki í sömu verslun fengið áfengi með 3—5% styrkleika? Er þetta nú hægt? Hveijir ráða því að svona andskotans vitleysa sem allir hlæja að innan lands og utan er enn við líði á því herrans ári 1987? Það hljóta að vera pólitíkusar. Kannski er það þess vegna sem þeir eru pólitíkusar. Það er komið að þriðju röksemd bjórandstæðinga. Akstur undir áhrifum. Hér hafa þeir svo sannar- lega mikið til síns máls. Það er vitað mál að akstur eftir einn bjór eða tvo kemur sennilega til með að aukast. Ekkert mál. Reddum því snarlega. Herðum viðurlög við akstri undir áhrifum. Þyngjum sektir a.m.k. 5-falt og ef þú veldur slysi undir áhrifum á bílnum þínum þá máttu sko aldeilis biðja fyrir þér. Eg býst við að ef einhver geti átt von á að þurfa að punga út með kannski 3—500 þúsund í sekt ef hann ekur fullur muni hann hugsa sig tvisvar um áður en hann sest undir stýri. Nema náttúrlega viðkomandi sé svo fullur að hann viti ekki hvað hann er að gera og svoleiðis verða menn ekki af bjór einum saman nema almestu hænu- hausar. Þá er það skorpulifrin og allt það mál. Ég leyfí mér að fullyrða að fyrir a.m.k. 85% þjóðarinnar verður það ekkert vandamál. Sá er nú far- inn að taka stórt uppi sig hugsar eflaust einhver, og allt í góðu með það. Svarið við þessu er að rann- sóknir hafa sýnt að einungis 10% skepnunnar Homo sapiens lendir í þeim ógöngum að geta ekki ráðið við vímugjafaneyslu sína. Ég hef enga trú á að við íslendingar séum öðruvísi og held því fram að fyrir þessi 85% breyti það akkúrat engu hvort hér sé seldur bjór eður ei. Ef þau kaupa bjórinn þá verður hann ekki drukkinn með meiri tíðni en sá pilsner sem seldur er í búðun- um í dag. Að minnsta kosti hefur það komið fram í þeim samtölum sem ég hef átt við fólk, að það muni sennilega frekar grípa með sér einn „diet“-belg í kjörbúðinni en að fara að standa í biðröðinni í ÁTVR og rogast með níðþunga bjórkassa þaðan út í troðningnum á föstudagseftirmiðdögum. Ein röksemd enn heyrist alloft. Það er að drykkja við vinnu aukist. Ég er einn af þeim heppnu sem komst út í nám á námslánum sem voru ekki lán, heldur gjafír. Þetta var í London. Þar.er seldur bjór. Þar er seldur matur á pöbbunum og sumt af þessum mat var bara þokkalega ætur, miðað við enskan mat yfírleitt. Það tók mig 3 daga að læra það að maður var ólíkt hressari seinnipartinn ef maður fékk sér ölkelduvatn frá Frans eða gosdrykk með fasta fæðinu fremur en öl. Auk þess hafði maður miklu betri frið við námið þar sem maður þurfti ekki alltaf að vera að skreppa á klósettið til þess að létta á sér. Það er nefnilega mikið til í því sem maðurinn sagði: „Ef þú kneyfar bjór þá stendurðu með glasið í ann- ari hendinni og jafnaldrann í hinni og mér leiðist að drekka á náð- húsinu." Höfundur er kvikmyndagerðar- maður. Hraðaðu þér til umboðsmannsins og tryggðu þér númer - v NÚNA! ' Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti! Vinningarnir 1988: 9 á 5.000.000 kr./ 108 á 1.000.000 kr./108 á 500.000 kr./ 324 á 100.000 kr./1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 kr./122.238 á 7.500 kr./ 234 aukavinningar á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. ISLANDS /Ln til vinnuigs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.