Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 43 * Margrét Asmunds- dóttir — Minning Fædd 18. ágúst 1899 Dáin 18. desember 1987 Þegar maður fréttir lát vina sinna frá öldinni sem leið getur. manni orð- ið léttara í hug eins og þegar maður fær sting í hjarta er maður heyrir af ungum kölluðum burt í æsku- blóma. Ekki síst þar sem Margrét hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árim Margrét Ásmundsdóttir var fædd að Brekkulæk í Miðfirði, Vestur- Húnavatnssýslu. Dóttir hjónanna Hólmfríðar Vilborgar Bjamadóttur og Ásmundar Jónssonar bónda þar. Hún ólst þar upp til 7 ára aldurs en þá fluttu þau að Sveðjustöðum í sömu sveit. Til Reykjavíkur flytur svo Margrét 22 ára og hefur búið hér siðan. Vinnur hún svo hér ýmsa vinnu er gafst fyrstu árin. En 1932 hefst vinna hennar hjá Jóhannesi Jósefs- syni á Hótel Borg er hún tók að sér stjóm þvottahússins þar og hafði þau störf með höndum um 40 ára skeið eða meðan heilsa og kraftur leyfðu, bæði hjá Jóhannesi og öðmm eigend- um síðar er þar komu við sögu. Á öðm ári sínu hjá Hótel Borg réði hún til hjálpar sér sambýliskonu sína Jómnni Ingvarsdóttur og vinnur hún þar enn. Þær hafa nú búið sam- an um 50 ár og aldrei fallið skuggi á þeirra vináttu. Margrét giftist aldrei en eignaðist son, Bjama Ásmunds rafmagns- tæknifræðing, fulltrúa hjá Lands- virkjun, giftur Þómnni Guðmunds- dóttur og eiga þau 3 böm. Margrét Ásmundsdóttir var ein af bestu vinkonum móður minnar og sannur heimilisvinur svo langt ég man. Mér fannst Magga Ás alltaf færa með sér birtu og yl á heimilið með Minning: Dagbjört Nanna Jónsdóttir Fædd 15. apríl 1913 Dáin 18. desember 1987 Við andlát ömmu okkar, Dag- bjartar Nönnu Jónsdóttur, var sem tíminn stöðvaðist eitt augnablik. Minningamar tóku að streyma gegnum huga okkar, minningar um alla þá hlýju og ást sem hún veitti okkur. Mesta ánægja okkar á æsku- ámnum var þegar við áttum að fara í heimsókn til ömmu og afa í Ólafsvík. Það færðist ánægjufiðr- ingur um okkur þegar við nálguð- umst Ólafsvik, þvf ávallt var tekið vel á móti okkur. Sögumar sem amma sagði okkur gæddi hún svo miklu lífi að í okkar augum urðu þær að raunveruleika. Amma hafði af miklu að miðla og fínnum við það best nú er við emm búin að eignast böm sjálf. Það er erfítt að setjast niður og skrifa um þann sem manni þykir svo vænt um, en minn- ingar um góða ömmu deyja aldrei. Stórt skarð hefur verið höggvið sem aldrei verður fyllt, en líf hennar gaf okkur svo margt sem við munum búa að alla æví. Guð blessi minn- ingu hennar. Elsku afí, við biðjum guð að gefa þér styrk í sorg þinni. Dagbjört, Steinn, Þórunn. Kveðja í dag er til moldar borin elskuleg amma mín. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir alla gleðina og hamingjuna sem hún veitti mér og mömmu. En nú er hún farin, en ég Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Áhersla lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð með tvö- földu línubili. Jól og áramót með hefðbundnu sniði sínum heimsóknum. Hún hafði þenn- an létta græskulausa húmor, var vel lesin, víða heima og man ég hvað ég hafði gaman af að hlýða á tal þeirra móður minnar. Var þá víða við komið. Ég votta syni, tengdadóttur, böm- um og öðrum aðstandendum innilega mína samúð og þakka liðnu árin. Björn Guðmundsson Garði. MJÖG góð kirkjusókn var í Garð- inum um jólin. Sóknarpresturinn séra Hjörtur Magni Jóhannsson messaði á aðfangadagskvöld og jóladag í Útskálakirkju og var kirkjan þéttsetin báða dagana. Þá var messa á Garðvangi annan jóla- dag. Á aðfangadag komu félagar úr Lionsklúbbnum Garði færandi hendi á Garðvang og afhentu 3 sjúkrarúm að verðmæti 300—400 þúsund krón- ur en Qárins höfðu þeir aflað með happdrætti. Það var forseti klúbbs- ins, Richard Woodhead, sem afhenti gjöfína ásamt hálfum öðrum tug fél- aga úr klúbbnum. Þá má einnig geta þess að klúbburinn gaf Garðvangi tvö jólatré en það er fastur liður í starfsemi klúbbsins. Kiwanisklúbburinn Hof hefír í ár- araðir verið með flugeldasölu í anddyri bamaskólans og verður svo einnig nú. Verður opið alla dagá til áramóta ogtil kl. 16 ágamlársdag. Hjónaklúbburinn var með dansleik á annan dag jóla í samkomuhúsinu^ og var léleg þátttaka — ekki beint í takt við íbúa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu sem fóru víst nokkuð geíst í skemmtanahaldinu að því er fréttir herma. Björgunarsveitin Ægir verður með áramótabrennu upp í heíði og verður kveikt í kestinum um kl. 20. Félagar í björgunarsveitinni hafa safnað hjá íbúum byggðarlagsins rusli. Má þar nefna nokkra bílfarma af húsgögn- um. Hins vegar hafa ýmsir aðilar misskilið tilgang brennunnar og keyrt allskonar drasl upp í heiði og sturtað því þar sem best var að at^ hafna sig og var heiðin orðin eins og ruslahaugur eins og einn björgun- arsveitarmanna orðaði það. Meíra að segja var keyrt þama uppeftir nokkru magni af ónýtum saltfiski. Þá er stefnt að því að hafa flug- eldasýningu. Þetta vefst þó eitthvað fyrir mönnum því búast má við að það kosti 40—50 þúsund krónur. Á þessu finnst þó eflaust lausn. Amór á eftir minninguna um góða ömmu og traustan vin. Elsku afí minn, ég bið góðan guð að veita þér styrk í sorg þinni. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjðl, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að Iðgðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Guðrún Dagný HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. veitir einstaklingum tœkifœri til góðrar óvöxtunar í hlutabréfum með samspili skattfródráttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtœkja. Til sölu eru hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf., en félagið var stofnað haustið 1986. Hlutabréfasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984 um skattfrádrátt, í því felst að kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbœr frá skatti upp að vissu marki. (Árið 1986 var heimill frádráttur vegna hlutabréfakaupa kr. 45.900 - hjá einstaklingum og kr, 91.800,- hjá hjónum.) Það athugist að „skattlausa árið“ tekur einungis til almennra launatekna. Aðrar tekjur einstaklinga verða skattlagðar og kemur þá skattfrádráttur vegna hlutabréfakaupa að fullum notum. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtœkja. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú um 200 talsins. 45% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru hlutabréf og á hann nú hlutabréf í eftirtöldum hlutafélögum: Almennum tryggingum hf„ Skagstrendingi hf„ Eimskipafélagi íslands hf„ Flugleiðum hf„ Tollvörugeymslunni hf„ Hampiðjunni hf„ Útgerðarfélagi Akureyringa hf„ Iðnaðarbanka íslands hf. og. • Verslunarbanka íslands hf. 55% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf atvinnufyrirtœkja, Stjórn sjóðsins skipa: Baldur Guðlaugsson, hrl. stjórnarformaður, Árni Árnason, framkvstjóri, Ragnar S. Halldórsson. forstjóri, dr. Pétuf H. Blóndal, framkvstjóri, Davíð Sch. Thorsteinsson. framkvstjóri, varaformaður. Árni Vilhjólmsson. prófessor. Gunnar H. Hálfdanarson, framkvstjóri, dr. Siguröur B. Stefánsson, framkvstjóri Framkvœmdastjón er Porstemn Haraidsson löggiltur endurskoðandi Skólavórðustig 12 Reykjavik s 21677. Endurskoðandi er Stefán Svavarsson. lögg endurskoðand1 Sólugengi hlutabréfa í Hlutabréfasjóðnum hf. er nú 1.44 (29. desember 1987) en þaö hœkkar daglega til áramóta m.v. 36% ársvexti Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: <22? lllutabirlamurkaÚHirinn hl Skólavóröustig 12,3 h. Reykjavik. Simi 21677 | þ\J^| [ S1INC \RI I I \C II) UERÐBRÉFAMARKADURINN VIB Hatnarstræii 7 >0' ReyS|Jvik VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 1530 441KAUPÞING NÖRÐURLANDSHF KAUPÞimHF Husi Venlunsrinnif, simi 6869 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.